Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Heilsárs orlofshús
Upplýsingar gefur Heimir Guðmundsson, byggingaverktaki,
815 Þorlákshöfn, í síma 892 3742.
Einstaklingar og starfsmannafélög
Erum að framleiða stórglæsileg heilsárs orlofshús
í ýmsum stærðum. Sjón er sögu ríkari.
EFTIR stórar og miklar fram-
kvæmdir bæði innan og utan dyra
á félagsheimilinu Múla, var
ákveðið að halda nú áfram góð-
um verkum og byggja upp skóla-
lóð og nýjan leikvöll.
Hreppsnefndin leitaði til Héð-
ins Björnssonar, garðyrkjumanns
á Akureyri, um skipulag og allan
frágang. Vélaverkstæði Sigurðar
I. Bjarnasonar í Grímsey hefur
séð um alla jarðvegsvinnu. Múli,
sem hýsir hvorki meira né minna
en grunnskólann, félagsheimilið,
bókasafnið og heilsugæsluna, er
lifandi hús sem iðar af mannlífi
allan ársins hring og eru íbúarnir
því himinsælir með átakið.
Skólalóð og endurbættur leik-
völlur er alveg sérstakt gleðiefni
í 90 manna byggðarlagi þar sem
meðalaldurinn er 31 ár og þar af
25 börn undir 12 ára aldri. Leik-
tækin á leikvellinum eru flest ný
af nálinni, litrík og traust og
keypt hjá Vélaverkstæði Sig-
urbergs á Akureyri og Trésmíða-
verkstæði Kötlu á Árskógssandi.
Héðinn Björnsson sagði að til
gamans mætti geta þess að í
verkinu hefðu um 1.200–1.500
fermetrar verið þökulagðir,
hellulögn væri um 150 fermetrar
og um 300 fermetra bílastæði
væri nú við Múla. Miðja mannlífs-
ins í Grímsey – félagsheimilið og
umhverfi þess væri því orðið hið
glæsilegasta, öllum til mikillar
gleði.
Umhverfi
félagsheim-
ilisins tekur
breytingum
Morgunblaðið/Kristján
Skólabörn í Grímsey á nýja leikvellinum ásamt Þorláki oddvita, Héðni
garðyrkjumanni og Arnari, aðstoðarmanni hans.
Grímsey
sem þessi er haldin hér á landi en
hún á sér fyrirmynd í Bretlandi.
Eins og nafnið bendir til er hér um
að ræða keppni sem byggist á þreki
og því að vera í góðu líkamlegu
formi. Um er að ræða einstaklings-
og liðakeppni og fara keppendur í
gegnum tíu æfingar eða þrekraunir í
KEPPNIN Þrekmeistarinn verður
haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri
sunnudaginn 7. október og hefst kl.
13. Reiknað er með fjölda keppenda
víðs vegar að af landinu en þegar
hafa um 60 keppendur skráð sig til
leiks.
Þetta er í fyrsta skipti sem keppni
kapphlaupi við klukkuna. Hingað til
lands kemur Neil Francombe sem
verður keppnisstjóri á Þrekmeistar-
anum. Hann hefur verið keppnis-
stjóri í bresku keppnunum undan-
farin ár og mun sjá til þess að hún sé
haldin samkvæmt sömu stöðlum og
tíðkast erlendis.
Þrekmeistarinn í Íþróttahöllinni á Akureyri
Ný keppnisgrein fyrir
þá sem eru í góðu formi
STARFSMENN og velunnarar
Gamla bæjarins í Laufási hafa
undanfarið eins og aðrir lands-
menn verið að leggja síðustu hönd
á haustverkin. Næsta laugardag,
6. október, kl. 15–17 verður gest-
um og gangandi boðið að koma við
í Laufási, bragða á uppskerunni
og njóta stemmningarinnar sem
fylgir þessari hefðbundnu ís-
lensku matargerð haustsins.
Gestum er boðið að bragða á
slátri, sultutaui úr alls konar berj-
um, fjallagrasabrauði, rúgbrauði
með nýrri kæfu og grasamjólk.
Allt verður þetta framreitt í
Gamla bænum. Í veitingasalnum
verður hægt að kaupa kaffi og
lummur og á stéttum úti verður til
sölu nýtt grænmeti og e.t.v. eitt-
hvað fleira matarkyns. Hægt
verður að kynna sér hvernig gera
má smyrsl úr jurtum, skoða
Gamla bæinn og kirkjuna eða
bara njóta haustlitanna í fögru
umhverfi.
Haustverkin í Gamla
bænum í Laufási