Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 17

Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 17 TIL SÖLU - HÁTEIGUR - AKUREYRI 232 fermetra einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. Háteigur er syðst í bænum og stendur eitt og sér á fallegu bæjarstæði með útsýni yfir fjörðinn. Frábært skógivaxið umhverfi aðeins 5 mín. akstur í miðbæinn. Verð 14.2 m. Brunabótamat 18 m. Ath. Eignaskipti á ódýrara. Myndir á vefnum: http://ex18.com. Upplýsingar gefa Fasteignasalan ehf., sími 462 1878 og eigendur í síma 894 2618. TÍU nemendur af listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, þrír kennarar og fjórir listamenn frá Akureyri eru að leggja upp í ferð til Rovaniemi í Finnlandi þar sem þeir munu vinna með finnsk- um listamönnum. Viðfangsefnið verður skógurinn og finnsk nátt- úra. Forsaga Finnlandsferðarinnar er sú að í júní síðastliðnum hófst samnorrænt listaverkefni sem ber nafnið „Hraun – Ís – Skógur“ og er áhersla lögð á hreyfilist. Fólk frá Finnlandi, Íslandi og Græn- landi tekur þátt í þessu verkefni, eða frá þeim löndum sem næst liggja heimskautsbaugnum. Barna- og unglingalistaskólinn í Rovaniemi, listadeild Lapplands- háskóla og Listasafnið í Rov- aniemi taka þátt í verkefninu fyr- ir hönd Finnlands, Verk- menntaskólinn á Akureyri og Listasafnið á Akureyri fyrir hönd Íslands og á Grænlandi hefur verið haft samband við Norræna húsið og Listaskólann í Nueq auk vinabæjar Akureyrar, Nasaq. Fimm listamenn og tíu ungling- ar frá Finnlandi komu í sumar til Akureyrar og dvöldu í bænum í tíu daga en íslensk náttúra var viðfangsefni þeirra. Næsta haust, 2002 er svo áætl- að að árangur nemendanna og listamannanna af þessu samstarfi verði á sýningu í Listasafni Rov- aniemi og Listasafninu á Ak- ureyri auk þess sem sýningar verða í höfuðborgum landanna, Reykjavík og Helsinki. Akureyrsku listamennirnir sem taka þátt í verkefninu eru Að- alheiður Eysteinsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Gústaf Geir Bolla- son og Stefán Jónsson, en kenn- ararnir sem unnið hafa að skipu- lagi og undirbúningi verkefnisins eru Guðmundur Ármann Sig- urjónsson, Sveinbjörg Hallgríms- dóttir og Ragnheiður Þórsdóttir auk þess sem Rósa Kristín Júl- íusdóttir textíllistakona hefur annast samskipti við forsvars- menn í Rovaniemi og tekið þátt í undirbúningi. Áætlaður kostnaður við verk- efnið er 22,5 milljónir króna og hafa fengist styrkir frá Menning- arborgarsjóði Listahátíðar Reykjavíkur, Norræna menning- arsjóðnum, menntamálaráðuneyti Finnlands, Menningarmálanefnd Finnlands og Listanefnd Lapp- lands. Morgunblaðið/Kristján Nemendur og kennarar í listadeild Verkmenntaskólans á Akureyri auk fimm akureyrskra listamanna taka þátt í samnorrænu listaverkefni en hópurinn hittist í Kjarnaskógi til að undirbúa verkefnið í Finnlandi. Taka þátt í listaverk- efninu í Finnlandi Nemendur og kennarar á listnámsbraut Verkmenntaskólans og akureyrskir listamenn BYGGÐASTOFNUN og Akureyr- arbær eignuðust húsnæði Ako- Plastos við Þórsstíg 4 á Akureyri á uppboði í gær og var eignin slegin á 85 milljónir króna. Húsnæðið er samtals tæpir 3.800 fermetrar að stærð, gamla húsnæði Rafveitu Akureyrar og rúmlega 2.220 fer- metra nýbygging. Akureyrarbær og Byggðastofn- un voru saman á 2. veðrétti eign- arinnar og voru heildarkröfur bæj- arins upp á um 90 milljónir króna og kröfur Byggðastofnunar upp á um 95 milljónir króna. Fasteigna- mat eignarinnar er um 160 millj- ónir króna og söluverð áætlað í kringum 200 milljónir króna. Hákon Stefánsson bæjarlög- maður Akureyrarbæjar sagði að reynt yrði að selja húsið en fyrst í stað kæmi til greina að leigja húsið undir núverandi starfsemi. Plastprent hf. keypti 85% hlut í Ako-Plastosi seint á síðasta ári og hefur rekið starfsemi í húsnæðinu frá þeim tíma. Húsnæði Ako-Plastos selt á uppboði Eignin slegin Akureyr- arbæ og Byggðastofnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.