Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 17 TIL SÖLU - HÁTEIGUR - AKUREYRI 232 fermetra einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. Háteigur er syðst í bænum og stendur eitt og sér á fallegu bæjarstæði með útsýni yfir fjörðinn. Frábært skógivaxið umhverfi aðeins 5 mín. akstur í miðbæinn. Verð 14.2 m. Brunabótamat 18 m. Ath. Eignaskipti á ódýrara. Myndir á vefnum: http://ex18.com. Upplýsingar gefa Fasteignasalan ehf., sími 462 1878 og eigendur í síma 894 2618. TÍU nemendur af listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, þrír kennarar og fjórir listamenn frá Akureyri eru að leggja upp í ferð til Rovaniemi í Finnlandi þar sem þeir munu vinna með finnsk- um listamönnum. Viðfangsefnið verður skógurinn og finnsk nátt- úra. Forsaga Finnlandsferðarinnar er sú að í júní síðastliðnum hófst samnorrænt listaverkefni sem ber nafnið „Hraun – Ís – Skógur“ og er áhersla lögð á hreyfilist. Fólk frá Finnlandi, Íslandi og Græn- landi tekur þátt í þessu verkefni, eða frá þeim löndum sem næst liggja heimskautsbaugnum. Barna- og unglingalistaskólinn í Rovaniemi, listadeild Lapplands- háskóla og Listasafnið í Rov- aniemi taka þátt í verkefninu fyr- ir hönd Finnlands, Verk- menntaskólinn á Akureyri og Listasafnið á Akureyri fyrir hönd Íslands og á Grænlandi hefur verið haft samband við Norræna húsið og Listaskólann í Nueq auk vinabæjar Akureyrar, Nasaq. Fimm listamenn og tíu ungling- ar frá Finnlandi komu í sumar til Akureyrar og dvöldu í bænum í tíu daga en íslensk náttúra var viðfangsefni þeirra. Næsta haust, 2002 er svo áætl- að að árangur nemendanna og listamannanna af þessu samstarfi verði á sýningu í Listasafni Rov- aniemi og Listasafninu á Ak- ureyri auk þess sem sýningar verða í höfuðborgum landanna, Reykjavík og Helsinki. Akureyrsku listamennirnir sem taka þátt í verkefninu eru Að- alheiður Eysteinsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Gústaf Geir Bolla- son og Stefán Jónsson, en kenn- ararnir sem unnið hafa að skipu- lagi og undirbúningi verkefnisins eru Guðmundur Ármann Sig- urjónsson, Sveinbjörg Hallgríms- dóttir og Ragnheiður Þórsdóttir auk þess sem Rósa Kristín Júl- íusdóttir textíllistakona hefur annast samskipti við forsvars- menn í Rovaniemi og tekið þátt í undirbúningi. Áætlaður kostnaður við verk- efnið er 22,5 milljónir króna og hafa fengist styrkir frá Menning- arborgarsjóði Listahátíðar Reykjavíkur, Norræna menning- arsjóðnum, menntamálaráðuneyti Finnlands, Menningarmálanefnd Finnlands og Listanefnd Lapp- lands. Morgunblaðið/Kristján Nemendur og kennarar í listadeild Verkmenntaskólans á Akureyri auk fimm akureyrskra listamanna taka þátt í samnorrænu listaverkefni en hópurinn hittist í Kjarnaskógi til að undirbúa verkefnið í Finnlandi. Taka þátt í listaverk- efninu í Finnlandi Nemendur og kennarar á listnámsbraut Verkmenntaskólans og akureyrskir listamenn BYGGÐASTOFNUN og Akureyr- arbær eignuðust húsnæði Ako- Plastos við Þórsstíg 4 á Akureyri á uppboði í gær og var eignin slegin á 85 milljónir króna. Húsnæðið er samtals tæpir 3.800 fermetrar að stærð, gamla húsnæði Rafveitu Akureyrar og rúmlega 2.220 fer- metra nýbygging. Akureyrarbær og Byggðastofn- un voru saman á 2. veðrétti eign- arinnar og voru heildarkröfur bæj- arins upp á um 90 milljónir króna og kröfur Byggðastofnunar upp á um 95 milljónir króna. Fasteigna- mat eignarinnar er um 160 millj- ónir króna og söluverð áætlað í kringum 200 milljónir króna. Hákon Stefánsson bæjarlög- maður Akureyrarbæjar sagði að reynt yrði að selja húsið en fyrst í stað kæmi til greina að leigja húsið undir núverandi starfsemi. Plastprent hf. keypti 85% hlut í Ako-Plastosi seint á síðasta ári og hefur rekið starfsemi í húsnæðinu frá þeim tíma. Húsnæði Ako-Plastos selt á uppboði Eignin slegin Akureyr- arbæ og Byggðastofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.