Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 22
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
22 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HENRY Kissinger, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna
(t.v.), skoðaði rústir World Trade
Center í gær með Rudolph Giuliani,
borgarstjóra New York, sem ræðir
hér við blaðamenn. Talið er að
5.582 hafi látið lífið í árásum
hryðjuverkamanna á turna World
Trade Center 11. september, að
sögn bandarískra yfirvalda í gær.
189 biðu bana í árásinni á höf-
uðstöðvar varnarmálaráðuneyt-
isins í Washington og 44 fórust
þegar farþegaþota, sem hryðju-
verkamenn rændu, hrapaði í
Pennsylvaníu. Talið er því að árás-
irnar hafi kostað alls 5.815 manns
lífið.
Reuters
Rústir World Trade Center skoðaðar
GEORGE W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, segir að „veru-
legur“ árangur hafi náðst í bar-
áttunni gegn
hryðjuverkum
síðustu tvær
vikurnar. Nefn-
ir hann sem
dæmi, að um
150 hryðju-
verkamenn og
hugsanlegir
samverkamenn
þeirra hefðu
verið hand-
teknir í 25 löndum.
Margir Bandaríkjamenn
bíða með óþreyju eftir „sjáan-
legum“ aðgerðum gegn hryðju-
verkamönnum, það er að segja
beinum hernaðaraðgerðum, en
Bush hefur leitast við að sýna
löndum sínum fram á, að bar-
áttan sé nú þegar í algleymingi
á mörgum vígstöðvum.
Bush sagði fyrr í vikunni, að
fyrir utan handtökurnar hefðu
27 ríki heimilað Bandaríkja-
mönnum afnot af lofthelgi sinni
og flugvöllum; meira en 100 ríki
hefðu náið samstarf við Banda-
ríkin í leyniþjónustumálum;
tugmilljarðar ísl. kr., sem
tengdust hryðjuverkasamtök-
um, hefðu verið frystir og
29.000 bandarískir hermenn
væru tilbúnir til átaka.
Pakistanskur flugræningi
handtekinn
„Stundum getum við ekki séð
allt, sem er að gerast, á sjón-
varpsskjánum en árangurinn af
baráttunni er mikill og verður
meiri og meiri með degi hverj-
um,“ sagði Bush, sem skýrði
einnig frá því, að pakistanskur
flugræningi, Al Safarini, hefði
verið handtekinn.
Safarini og félagar hans í
Abu Nidal-hryðjuverkasam-
tökunum rændu farþegaflugvél
í Pakistan 1986 og urðu þá 22
mönnum að bana, þar af tveim-
ur Bandaríkjamönnum. Sat
hann í 14 ár í fangelsi í Pakistan
en var handtekinn er hann
losnaði úr því og hefur nú verið
fluttur til Bandaríkjanna. Þar
verður hann ákærður fyrir
morð.
Bush um barátt-
una gegn hryðju-
verkamönnum
Mikill
árangur
hefur
náðst
Washington. The Washington Post.
George
W. Bush
VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti hefur í för
sinni til Brussel ítrekað að Rússar standi þétt við
bak Bandaríkjamanna í þeirri baráttu, sem fram-
undan er gegn hryðjuverkaógninni. Pútín átti í
gær fund með ráðamönnum Evrópusambandsins
(ESB) og framkvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) en ummæli hans síðustu daga
hafa vakið mikla athygli.
Pútín sagði á þriðjudag er hann var í opinberri
heimsókn í Belgíu að baráttan gegn starfsemi
skipulagðra hryðjuverkasamtaka myndi þá aðeins
skila tilætluðum árangri að til kæmi „sameiginlegt
framtak alþjóðasamfélagsins“. Voru þessi orð
Rússlandsforseta túlkuð sem afdráttarlausasta
stuðningsyfirlýsing hans við það hnattræna
bandalag gegn hryðjuverkaógninni, sem Banda-
ríkjamenn hafa nú forustu um að mynda. Sérstaka
athygli vöktu þau orð Pútíns að Rússar væru til-
búnir til að „gerbreyta samskiptum sínum við
NATO og Evrópusambandið á sviði hermála“.
Hann sagði hryðjuverkamenn færa sér í nyt það
þjóðfélag, sem hýsti þá. Líkti hann alþjóðlegri
hryðjuverkastarfsemi við veiru, „sem lagar sig að
lífverunni, sem ber hana“.
Pútín sagði að þótt honum væri enn ekki ljóst
nákvæmlega hvernig Osama bin Laden, hryðju-
verkaforinginn illræmdi, hefði komið að fjölda-
morðunum í Bandaríkjunum 11. fyrra mánaðar
þyrftu Rússar „ekki á frekari sönnunargögnum að
halda“. „Við teljum þetta liggja ljóst fyrir,“ sagði
forsetinn.
Athygli vöktu ennfremur þau ummæli Vladím-
írs Pútíns að gagnrýnivert væri að Sádi-Arabar
hefðu afráðið að neita Bandaríkjunum um aðstöðu
til að unnt yrði að gera árásir þaðan á stöðvar
hryðjuverkamanna í Afganistan. „Hér ræðir ekki
um að hermenn séu að undirbúa árásir á múslíma
heldur er verið að huga að árásum herafla á
hryðjuverkamenn.“
Rússar hafa lýst yfir því að þeir muni ekki taka
beinan þátt í þeim hernaðargerðum sem taldar
eru yfirvofandi í því skyni að uppræta hryðju-
verkaógnina. Þeir hafa hins vegar boðað samvinnu
við Bandaríkjamenn og alþjóðabandalagið á fjöl-
mörgum sviðum, m.a. með því að rekja fjármagns-
flutninga á vegum hryðjuverkasamtaka og vitað
er að vestrænir ráðamenn telja mjög mikilvægt að
rússneska leyniþjónustan starfi með slíkum stofn-
unum á Vesturlöndum. Þá hafa Rússar greitt fyrir
því að Bandaríkjamenn og bandalagsþjóðir þeirra
fái hernaðarastöðu í fyrrverandi Mið-Asíulýðveld-
um Sovétríkjanna.
Sagan lögð til hliðar
Ráðamenn í Brussel tóku ummælum Pútíns
fagnandi. „Margir hafa hrifist af vilja Rússa til að
leggja söguna til hliðar og taka fullan þátt í al-
þjóðlega bandalaginu gegn hryðjuverkaógninni,“
sagði Chris Patten, framkvæmdastjóri utanríkis-
mála hjá Evrópusambandinu, í ræðu á þriðjudag.
Líkir hryðjuverkamönn-
um við veirusýkingu
Vladímír Pútín Rússlands-
forseti ítrekar samstöðu
með Bandaríkjamönnum
Reuters
Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Guy Ver-
hofstadt, forsætisráðherra Belgíu, á blaða-
mannafundi í Brussel í gær.
Brussel. AFP. Associated Press.
ÝMSIR bandarískir embættis-
menn efast um fréttir um, að
Osama bin Laden hafi hringt í
móður sína og gefið í skyn, að
mikil hryðjuverk væru á döfinni.
Kom það fram hjá bandarísku
fréttasjónvarpsstöðinni CNN.
„Við efumst um þetta og
finnst það heldur ólíklegt,“ sagði
ónafngreindur embættismaður
og annar sagði, að þótt ekkert
væri útilokað, þá væri rétt að
taka fréttinni með fyrirvara.
NBC-sjónvarpsstöðin flutti
fréttina fyrst og sagði, að bin
Laden hefði hringt í móður sína
tveimur dögum fyrir hryðju-
verkin, 9. september, en New
York Times sagði í fyrradag, að
hann hefði hringt í hana 10.
september eða deginum fyrir
hryðjuverkin og sagt, að mikilla
tíðinda væri að vænta.
Heimildarmenn CNN sögðu,
að á síðustu árum hefði verið
fylgst með símtölum bin Ladens
við móður sína en þá hefði hann
notað gervihnattasíma. Hann
virtist hafa notað aðrar fjar-
skiptaaðferðir að undanförnu.
Efast um
símtal bin
Ladens