Morgunblaðið - 04.10.2001, Page 23
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 23
BANDARÍSKA leyniþjónustan,
CIA, þjálfaði árið 1999 sextíu pak-
istanska leyniþjónustumenn sér-
staklega með það í huga að hafa
hendur í hári Osama bin Ladens,
mannsins sem talinn er hafa staðið
á bak viðhryðjuverkin í Wash-
ington og New York, eða ráða
hann af dögum. Dagblaðið The
Washington Post greindi frá þessu
í gær.
Það var þáverandi forsætisráð-
herra Pakistans, Nawaz Sharif,
sem skipulagði verkefnið í sam-
vinnu við pakistönsku leyniþjón-
ustuna og bandarísk yfirvöld. Rík-
isstjórn Bills Clintons mun hafa
lofað Pakistanstjórn á móti að við-
skiptabann, sem í gildi var gegn
Pakistan, yrði lagt af og að Banda-
ríkin myndu veita Pakistan um-
talsverða efnahagsaðstoð.
Pakistanski herinn vék Sharif
hins vegar úr forsætisráð-
herrastóli síðla árs 1999 og áform
um sérstaka sérsveitaraðgerð á
vegum Pakistana voru lögð til hlið-
ar.
Sumir mannanna einnig
viðriðnir ódæðin í A-Afríku
John Ashcroft, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, greindi einn-
ig frá því í gær að öll gögn bentu
til þess að nokkrir hryðjuverka-
mannanna, sem frömdu ódæðið í
Bandaríkjunum 11. september síð-
astliðinn, hefðu einnig átt þátt í
sprengjutilræðunum við sendiráð
Bandaríkjanna í Tanzaníu og Ken-
ýa sumarið 1998, og árásinni á
bandaríska herskipið USS Cole í
fyrra.
Beiðni um rann-
sóknarheimild hafnað
Hefur jafnframt komið á daginn
að nokkrum dögum fyrir ódæð-
isverkin í New York og Wash-
ington hafnaði dómsmálaráðuneyti
Bandaríkjanna ósk alríkislögregl-
unnar, FBI, um heimild til að
rannsaka tölvu manns, Zacarias
Moussaoui, sem síðar var handtek-
inn í tengslum við rannsókn sjálfs-
morðsárásanna.
Beiðninni var hafnað á þeim for-
sendum að ekki hefðu legið fyrir
nægjanlegar upplýsingar til að
réttlæta slíka heimild.
Eftir að Moussaoui var handtek-
inn fundust hins vegar gögn í tölvu
hans sem bentu til þess að hann
hefði með einum eða öðrum hætti
verið viðriðinn undirbúning árás-
anna.
Hugðust ráða niður-
lögum bin Ladens
60 manna pak-
istönsk sérsveit
var í þjálfun hjá
CIA árið 1999
BANDARÍSKIR embættismenn
telja líklegt að talibanar standi á
bak við ópíumsmygl frá Afganistan
til Evrópu og Asíuríkja, en það
hefur færst mjög í aukana að und-
anförnu.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna hafa sagt að þessi skyndilegi
straumur ópíums kunni að stafa af
því að afganskir smyglarar, sem
tengist ekki talibönum, vilji losa
sig við birgðir sínar áður en
Bandaríkjamenn grípi til hernaðar-
aðgerða í Afganistan.
Bandarískir embættismenn telja
hins vegar að talibanar standi fyrir
smyglinu. „Þetta er að mjög miklu
leyti undir stjórn talibana,“ sagði
einn þeirra.
Ópíumframleiðsla hefur verið
mikilvæg tekjulind fyrir talibana.
Embættismennirnir í Washington
telja að talibanar séu nú ef til vill
að losa sig við ópíumbirgðir til að
afla gjaldeyris nú þegar Banda-
ríkjamenn undirbúa hernaðarað-
gerðir gegn þeim.
Þegar ópíumframleiðslan var
mest í Afganistan á síðasta áratug
var hún rúm 70% af allri ópíum-
framleiðslu í heiminum. Talibanar
bönnuðu framleiðsluna í fyrra en
embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna og Bandaríkjanna telja að
miklar ópíumbirgðir séu enn í Afg-
anistan.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna telja líklegt að birgðirnar séu
í höndum glæpahópa sem séu „eins
áhrifamiklir í Afganistan og talib-
anar“.
Bandarískir embættismenn efast
hins vegar um að talibanar hafi
rofið tengslin við smyglarana. Þeir
segja talibana hafa fengið andvirði
allt að fimm milljarða króna á ári
bæði með því að skattleggja smygl-
arana og taka þátt í smyglinu.
Osama bin Laden er einnig tal-
inn tengjast smyglurunum og
hreyfing hans er sögð vernda þá,
verksmiðjur þeirra og birgðir.
Hann er ekki talinn hafa miklar
tekjur af smyglinu en sjá sér akk í
því að vera í bandalagi með smygl-
urunum.
Talibanar
bendlaðir við
ópíumsmygl
Washington. AP.