Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 24
ERLENT
24 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐUR-AMERÍKA er heillandi heimur ómótstæðilegrar fegurðar og
lífsgleði á mörkum vors/sumars í nóvember.
Þessi lífsgæði bjóðum við þér á verði sem svarar til 3 fyrir 1, ef þú stað-
festir með greiðslu núna! - AÐEINS 15 sæti laus. - ATH! Flug og ferða-
þjónusta í S.Am. með eðlilegu móti.
Río de Janeiro - Buenos Aires 14.-25. nóv. 2001
DRÖG AÐ FERÐALÝSINGU (birt með fyrirvara) - Vinsaml. staðfestið val fyrir 6. okt.
14. nóv. Allir þáttt. fljúga með Flugleiðum til London Heathrow, FI 450 kl. 8.50-12.00. Farþegar, sem fara aðeins til
Buenos Aires fljúga áfram með British Airways, BA2267 frá Gatwick kl. 21.40 og fljúga beint til Buenos Aires án
millilendingar til EZE flugvallar, þar sem lent er kl. 8.15 næsta morgun. Kvöldverður og morgunv. um borð í einum
vinsælasta farkosti nútímans, Boeing 777, sem þykir einstaklega þægilegur.
Þeir sem dveljast allan tímann í Buenos Aires, fljúga til baka frá EZE með BA2266 24. nóv. frá EZE-LGW kl. 14.15 og
lenda kl. 6.10 næsta morgun. Heimflug frá LHR með FI 451 kl. 13.00 25. nóv. og lending í KEF kl. 16.00.
Aðrir farþegar, sem taka báðar borgirnar, geta einnig ferðast með þessu flugi frá Gatwick 14. nóv. kl. 21.40 og byrjað
ferðina í Buenos Aires, þar sem lent er næsta morgun.
TILHÖGUN A: Viðmiðunarverð kr. 159.900 + flugv.sk.
15. nóv. Lent í Buenos Aires kl. 8.15. Eftir vegabréfaskoðun (áritun nú afnumin) og toll ekið til gististaðar í borginni, viðmiðun
arverð Comfort Aspen Suites, 3*, en flestir kjósa að búa á Courtyard by Marriott 4*+ gegn aukagjaldi kr. 2.500 á d.
x 4 n.= kr. 10.000 og sumir á 5* lúxushótelunum Claridge eða Emperador, aukagj. kr. 4000 á d. x 4 n.=kr. 16.000.-
Til hagræðis verður reynt að dreifa farþegum ekki á fleiri hótel.
16. nóv. Kynnisferð um hina stórfögru borg (sjá lýsingu á kynnisferðum - sérblað).
17. nóv. Frjáls tími til að kynnast skemmtilegum hliðum borgar og borgarlífs. Um kvöldið tangósýning með kvöldverði á
frægasta tangóstað heimsins, SENJOR TANGO.
18. nóv. Dagsferð út á slétturnar miklu, Las Pampas, að kynnast þjóðlífinu, hestamennskunni og taka þátt í lífi kúrekanna í
stórsteikarveislu, FIESTA GAUCHA.
19. nóv. Flug til IGUAZU fossa til að sjá eitt af undrum heimsins. Gist á 5* MABU FOZ með kvöldv.
20. nóv. Ógleymanleg kynnisferð um fossasvæðið, þar sem 270 fossar steypast fram af þverhníptri brún. Kynnisferðin, ásamt
gistingu m. morgunv.+kvöldv., innif. í viðbótargj. flugs kr. 35.500 (sjá bréf). Síðdegis flogið áfram til RÍO DE JANEIRO,
2½ klst. innanlandsflug. Eftir lendingu ekið beint til hótels, viðmiðunarverð Hotel Augustos 3*, flestir kjósa að búa á
Plaza Copacabana, fallegu nýuppgerðu 4* hóteli rétt við ströndina, gegn aukagjaldi kr. 1000 x 4 n.=kr. 4000. Sumir
velja Hotel EXCELSIOR 4* + alveg á ströndinni gegn aukagjaldi kr. 2000 á d. x 4 n.=kr. 8000.
21. nóv. Fyrri kynnisferð um þessa fegurstu borg heims, fulla af lífsgleði, sjá sérblað um kynnisf.
22. nóv. Síðari kynnisferð um Río, sjá sérblað um kynnisferðir. Ferðirnar eru sjálfstæðar, ólíkar.
23. nóv. Frjáls dagur að njóta lífsins. Um kvöldið stórveisla og fræg þjóðleg Sambasýning.
24. nóv. Frjáls dagur fram að brottför til flugvallar. Flug British Airways, BA246 GIG-LHR kl. 18.30.
25. nóv. Lent á Heathrow, London kl. 10.00. Heimflug með FI 451 kl. 13.00, nema óskað sé framl.
TILHÖGUN B: Viðmiðunarverð kr. 149.900, aðeins RÍO - annars sama og A, sjá ofan.
14. nóv. Allir þáttt. fljúga að morgni með Flugleiðum, FI450 til London. Frjáls dagur í borginni, hægt að útvega dagherbergi
gegn aukagjaldi kr. 7.000 á mann. Brottför frá Heathrow, Terminal 3, flug VARIG 8757 kl. 22.00 með breiðþotu M11
beint til Río. Góðar veitingar, kvöldverður, morgunverður. Gott sætarými.
15. nóv. Lent í Río kl. 9.20. Eftir vegabréf og toll ekið beint til hótels, viðmiðunarverð Augustos 3*, en flestir kjósa að búa á
Plaza Copacabana, fallegu nýuppgerðu hóteli 4*, sjá tilh. A 20. nóv.
16. nóv. Fyrri kynnisferð um þessa fegurstu borg heims, fulla af lífsgleði, sjá sérblað um kynnisf.
17. nóv. Síðari hálfsd. kynnisferð um Río, sjá sérblað. Ferðirnar eru sjálfstæðar, ólíkar.
18. nóv. Frjáls dagur að njóta lífsins. Um kvöldið stórveisla og fræg þjóðleg Samabsýning.
19. nóv. Eftir morgunv. ekið til flugvallar fyrir flug RG8614 kl. 8.35-10.45 beint til BUENOS AIRES (nema þeir sem dveljast í
Río allan tímann og fljúga heim þaðan 24. nóv.). Eftir vegabréf og toll, ekið beint til hótels, viðmiðunarverð Comfort
Aspen Suites 3*, en flestir kjósa að búa á Courtyard by Marriott 4* +, sjá tilhögun A 15. nóv.
20. nóv. Kynnisferð um hina stórfögru borg, sjá lýsingu á sérblaði - kynnisferðir.
21. nóv. Dagsferð út á slétturnar miklu, Las Pampas, að kynnast þjóðlífinu, hestamennskunni, og taka þátt í lífi kúrekanna í
stórsteikarveislu, FIESTA GAUCHA.
22. nóv. Frjáls tími til að kynnast skemmtilegum hliðum borgar og borgarlífs. Um kvöldið tangósýning með kvöldverði á
frægasta tangóstað heimsins, SENJOR TANGO.
23. nóv. Flug til IGUAZU fossa að sjá undur heimsins. Gist á 5* MABU FOZ m. kvöldv. og morgunv.
24. nóv. Ógleymanleg kynnisferð um mesta fossasvæði heims, innif. í viðb. fluggj.
(sjá bréf). Kl. 15.30 flug RG2250 til Sao Paulo og flug
RG8756 kl. 23.00 til London Heathrow. Kvöldv. u.b.
25. nóv. Lent á Terminal 3, London Heathrow kl. 12.00.
Heimfl. til KEF. FI451 kl.13 eða FI453 kl. 21.
ATH. til samanburðar: Lægsta skráð flugfar
til Río kr. 197.200, til Buenos Aires
kr. 212.700 + skattar.
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Útnefnd í alþjóðasamtökin
EXCELLENCE IN
TRAVEL
NETWORK
fyrir frábærar ferðir
LJÓST er orðið, að lítið verður úr
skattalækkununum, sem væntan-
legir stjórnarflokkar í Noregi lofuðu
fyrir kosningar. Segja þeir nú, að
hugað verði að þeim síðar á kjör-
tímabilinu að því er fram kemur í
Aftenposten.
Sáttmáli nýrrar stjórnar Hægri-
flokksins, Kristilega þjóðarflokksins
og Venstre er ekki fullfrágenginn
en talsmenn flokkanna eru strax
farnir að draga í land með skatta-
lækkanirnar, sem lofað var í kosn-
ingabaráttunni, 285 milljarða ís-
lenskra króna á fjórum árum.
Nú segja þeir, að aðeins sé unnt
að skera niður skatta um 34 millj-
arða ísl. kr. umfram það, sem
Verkamannaflokkurinn, fráfarandi
stjórnarflokkur, leggur til.
Stoltenberg leggur
fram fjárlagafrumvarp
Það gerir væntanlegri stjórn dá-
lítið erfitt fyrir, að Jens Stolten-
berg, forsætisráðherra og leiðtogi
Verkamannaflokksins, leggur fram
frumvarp til fjárlaga í dag og þar er
gert ráð fyrir allmiklum skatta-
lækkunum, næstum jafnmiklum og
væntanleg ríkisstjórn treystir sér
til.
Haft er eftir heimildum innan
væntanlegra stjórnarflokka, að
frammi fyrir þessum vanda sé nú
leitað logandi ljósi að einhverjum
málum, sem sýni, að ný stjórn sé að
taka við, en þau megi samt ekki
kosta of mikið.
Í kosningabaráttunni var það að-
allega Hægriflokkurinn, sem boðaði
miklar skattalækkanir, en Kristilegi
þjóðarflokkurinn og Venstre lögðu
hins vegar áherslu á aukin útgjöld
til velferðar- og umhverfismála. Það
er því augljóst, að stefnumál stjórn-
arflokkanna stangast verulega á og
ekki er víst, að niðurstaðan verði
neinum að skapi. Búast margir við,
að stjórnin fái á sig harða gagnrýni
strax í upphafi og þá einkum frá
talsmönnum atvinnulífsins og öðr-
um þeim, sem trúðu á miklar
skattalækkanir strax.
Stjórnarmyndunarviðræður Hægriflokksins og tveggja miðflokka í Noregi
Erfitt reynist að
lækka skattana
Í FYRSTA skiptið í 18 mánuði
lýsa fleiri Svíar sig hlynnta því
en andvíga að evran verði tekin
upp þar í landi í stað krónunnar.
Er þetta rakið til falls sænsku
krónunnar að undanförnu.
Dagblaðið Financial Times
greindi frá því á þriðjudag að
ný könnun hefði leitt í ljós að
44% Svía væru nú hlynnt því að
evran yrði tekin upp, 42% væru
því andvíg en 14% hefðu ekki
gert upp hug sinn.
Eru þetta, að sögn blaðsins,
nokkur umskipti frá því sem
var fyrir ári þegar 52% lýstu sig
andvíg evrunni, 30% hlynnt og
18% óákveðin. Svíar ásamt
Dönum og Bretum hafa ekki í
hyggju að taka upp evruna, ein-
ir 15 aðildarríkja Evrópusam-
bandsins.
Mats Kinvall, yfirhagfræð-
ingur á alþjóðasviði hjá sænska
Handelsbanken, ber fram
þessa skýringu á sinnaskiptun-
um: „Svíar hafa verið á ferða-
lagi í sumar og komist að því að
krónan er einskis virði.“
Sænska krónan hefur hríð-
fallið að undanförnu, um heil
17% ef miðað er við það þegar
hún stóð hæst í maí í fyrra.
Handtaka
Karadzics
líklegri
ÞING Bosníu-Serba afgreiddi á
þriðjudag frá sér lög sem kveða
á um samstarf við stríðsglæpa-
dómstól Sameinuðu þjóðanna í
Haag. Er
talið að þessi
ákvörðun
þingsins geti
leitt til
handtöku
þeirra Ratk-
os Mlatics
og Radov-
ans Karad-
zics en
fulltrúar
stríðsglæpadómstólsins hafa
lengi viljað hafa hendur í hári
þeirra. Þeir eru sakaðir um
stríðsglæpi í Bosníustríðinu
1992–1995 en hafa fram að
þessu fengið að leika lausum
hala í serbneska hluta Bosníu.
Enn dregst
að lyfta
Kúrsk
KÖFURUM hefur tekist að
festa fyrstu stálkaplana í
skrokk rússneska kafbátsins
Kúrsk sem sökk í Barentshafi í
ágúst í fyrra. Enn mun þó drag-
ast að bátnum verði lyft upp á
yfirborðið, að því er björgunar-
menn greindu frá í gær.
Alls þarf að festa 26 stálkapla
í bátinn til að unnt verði að lyfta
honum og draga síðan til hafn-
ar. Vonir stóðu til að takast
myndi að ljúka undirbúningi
verksins í dag, en nú er ljóst að
enn verður töf þar á sökum veð-
urs. Er nú horft til helgarinnar
eða næstu viku.
Upphaflega átti að hífa
Kúrsk upp á yfirborðið 15. sept-
ember en veðurskilyrði hafa
verið afar slæm og tafir orðið á
verkinu. Keppa björgunar-
menn nú við tímann því senn
skellur vetur á og gerir allar
björgunaraðgerðir á þessum
slóðum óhugsandi.
STUTT
Evran í
sókn í
Svíþjóð
Karadzic