Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavik Collection Valentiono Jeans Helmut Lang Day Bruuns Bazaar Calvin Klein Base Ahler Whistles Minus Reiss Jigsaw pom’dap fluxa Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK er í fullum gangi á Skúlagötu 32 útsölumarkaðurinn verður opinn mánudaga til laugardaga frá kl. 10–16  HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur í samvinnu við Félagsmálaráðu- neytið gefið út bókina Fötlun og samfélag eftir Margréti Margeirs- dóttur. Í frétt frá útgefenda kemur fram að um er að einstaka sögulega heimild um málefni fatlaðra og á bókin sér enga hliðstæðu á ís- lensku. Bókin skiptist í tvo meginhluta. Í þeim fyrri er fjallað um mál- efni fatlaðra meðal erlendra þjóða með sér- stakri áherslu á Norðurlöndin. Í síðari hlutanum er fjallað um Ís- land og þróun mála hér á landi rakin. Fjallað er um sögu nokk- urra helstu félaga fatlaðra, aðdrag- anda að stofnun þeirra, markmið og starfsemi. Fjallað er um lög um að- stoð við þroskahefta, og lög málefna fatlaðra, sem byggðu á hug- myndafræði um jafnrétti og þátt- töku fatlaðra í samfélaginu. Fjallað er um uppbyggingu á þjónustu við fatlaða í samræmi við þessi lög svo og hvernig viðhorf til fatlaðra hafa mótast í samhljómi við hinar hröðu breytingar í þjóðfélaginu. Bókin er byggð á yfirgripsmikilli þekkinga höfundar og er brautryðj- endaverk á þessum vettvangi. Bók- in á erindi til framhaldsskóla og há- skóla, félagasamtaka, sveitarfélaga, foreldra, fatlaðra og allra annarra sem vilja hag þeirra sem bestan. Höfundur bókarinnar, Margrét Margeirsdóttir, er félagsráðgjafi að mennt og hóf að starfa að málefnum fatlaðra 1971. Hún átti sæti í stjórnarnefnd ríkisspítalanna um nokkurra ára skeið, starfaði sem ráðgjafi hjá Styrktarfélagi Vangef- inna, var formaður Landssamtak- anna Þroskahjálpar og deildarstjóri málefna fatlaðra í félagsmálaráðu- neytinu frá 1980-1999. Hún hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi um málefni fatlaðra um áratuga skeið. Útgefandi er Háskólaútgáfan í samvinnu við félagsmálaráðuneytið. Bókin er 298 bls., Dreifing- armiðstöðin sér um dreifingu. Verð: Innbundin: 5.900 kr., kilja: 4.500 kr. Nýjar bækur Margrét Margeirsdóttir  ENGLABÖRN eftir Jóhann Jó- hannsson hefur að geyma tónlist úr samnefndu leikriti eftir Hávar Sig- urjónsson. Jóhanni til aðstoðar er Eþos-strengjakvartettinn, skipaður fiðluleikurunum Auði Hafsteins- dóttur og Gretu Guðnadóttur, Guð- mundi Kristmundssyni lágfiðluleik- ara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara en sjálfur leikur Jóhann á píanó, klukkuspil, hljómborð og tölvur. Jóhann hefur m.a. verið meðlimur í hljómsveitunum Ham, Lhoog og Orgelkvartettinum Apparat. Hann hefur auk þess unnið með mörgum kunnum tónlistarmönnum bæði heima og erlendis. Útgefandi Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, Stef sér um dreifingu. Upptökur fóru fram í Frí- kirkjunni í Reykjavík og NTOV og upptökumaður var Viðar Hákon Gíslason. Nýjar geislaplötur STARFSÁR Tónlistarfélags Ísa- fjarðar hefst með píanótónleikum í Hömrum, tónlistarhúsi Ísafjarðar, í kvöld kl. 20.30 Það er rússneskur píanóleikari, Nina Kavtaradze, sem kemur fram á þessum tónleikum og flytur nokkur píanóverk eftir Rich- ard Wagner, Ungverska dansa eftir Johannes Brahms og Ungverska rapsódíu nr. 6 eftir Liszt, en eftir hlé verður flutt verk Mussorgskys, Myndir á sýningu. Nina Kavtaradze hefur haldið einleikstónleika um víða veröld, í fyrrverandi Sovétríkjunum, Banda- ríkjunum og mörgum Evr- ópulöndum. Þá hefur hún leikið sem einleikari með virtum hljóm- sveitarstjórum. Má þar nefna Yuri Abronovitch, Sir Charles Groves, Leif Segerstam, Jorma Panula og ýmsa fleiri. Nina hefur lagt talsverða rækt við tónlist, sem ekki hefur verið mjög mikið leikin hingað til og þannig gefið út einleiksdiska með allri tónlist, sem Richard Wagner samdi fyrir píanó og einnig allri pí- anótónlist Modests Mussorgskys. Hún hefur einnig leikið með mörgum kunnum listamönnum, s.s Jean-Pierre Rampal, Felix Ayo, Liana Isakadze og Victor Pikaizen, og frá árinu 1986 hefur hún starfað með sellóleikaranum og tengda- föður sínum Erling Blöndal Bengts- son og hafa þau gefið út hljómdiska saman. Nina er gift listmálaranum Stefáni Blöndal. Rússneskur píanó- leikari í Hömrum Nina Kavtaradze BÆKUR að vestan er samheiti yfir bækur sem gefnar verða út hjá Vestfirska forlaginu á Hrafnseyri í haust og er lögð áhersla á að blanda saman blíðu og stríðu, gamni og alvöru. Eftirtaldar bækur eru vænt- anlegar: Frá Bjargtöngum að Djúpi, 4. bindi, eftir Ara Ív- arsson frá Melanesi; Mannlíf og saga fyrir vestan, ritröð, 9. og 10. hefti; Engill ástarinnar og fleiri sögur. Smásögur eftir al- þýðulistamanninn Hafliða Magn- ússon frá Bíldudal; Strandamað- ur segir frá, 2. bindi. Æviminningar Torfa Guðbrands- sonar skólastjóra frá Heydalsá; 101 ný vestfirsk þjóðsaga, 4. hefti, eftir Gísla Hjartarson. Gluggavofan, barnabók eftir Steinunni Eyjólfsdóttur og Þeir voru svona í Djúpinu. Frásagnir úr Ísafjarðardjúpi eftir Guðvarð Jónsson frá Rauðamýri. Þjóðsögur meðal bóka Vest- firska bókafor- lagsins ♦ ♦ ♦ NÚ stendur yfir sýning Árna Ingólfssonar í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti. Á sýning- unni eru 15 ný verk, sem hvert fyrir sig segja sögu, stutta eða langa, fyndna eða sorglega, vekjar spurningar hjá áhorf- andanum. Sýningin stendur til 18. október. Ný verk hjá Sævari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.