Morgunblaðið - 04.10.2001, Page 27

Morgunblaðið - 04.10.2001, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 27 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 VILTU SELJA? - VANTAR EIGNIR Opið frá kl. 8.30-18.00, fös. til kl. 17.00, helgar frá kl. 12.00-14.00 Við á Lundi höfum selt vel að undanförnu og því vantar okkur allar gerðir eigna á söluskrá. Meðal annars höfum við kaupendur að:  Góðu einbýlishúsi eða raðhúsi í Árbæ.  Helst nýlegu einbýli á einni hæð í Kópavogi eða Hafnarfirði, annað skoðað.  4ra-5 herb. íbúð í Árbæ á 1. hæð.  Einbýlis- eða raðhúsi, helst með 2ja íbúða möguleika, í Seljahverfi.  2ja herbergja íbúð í Árbæ.  Raðhúsi eða sérhæð í Hamrahverfi.  120-140 fm sérhæð í Norðurmýri eða nágrenni.  Góðri íbúð, allt að 16 millj. í vesturbæ.  2ja herbergja íbúð í Kópavogi.  Sérhæð í Kópavogi.  3ja herbergja íbúð í neðra Breiðholti.  Góðri 4ra herbergja íbúð á jarðhæð, opin staðsetning. Að semja við okkur er afar einfalt og vel þess virði að kynna sér kjörin okkar. Karl Gunnarsson sölumaður Erlendur Tryggvason sölumaður Ellert Róbertsson sölumaður Kristján P. Arnarsson sölumaður Í BANDARÍSKU gamanmyndinni Hvað er það versta sem getur gerst? leikur Danny DeVito hrokafullan milljarðamæring sem fær óvænta heimsókn í sveitasetur sitt. Þar er kominn innbrotsþjófur, sem grínar- inn Martin Lawrence leikur, og haga atvik því svo til að lögreglan mætir á staðinn og handtekur hann. En áður en þjófurinn er leiddur burtu í járnum tekur DeVito af honum hring og seg- ist eiga hann. Hringur þessi hefur gríðarlega mikið tilfinningalegt gildi fyrir þjófinn, kærastan gaf honum hann, og upphefst nú stríð mikið á milli mannanna tveggja um gripinn. Allt er það stríð mikil hringavit- leysa sem kæmi ekki að sök ef hægt hefði verið að gera hana fyndna. Það tekst ekki. Líklega nær barnalegur húmor myndarinnar botni þegar Martin Lawrence og John Leguiz- amo, sem leikur hægri hönd þjófsins, þykjast vera tveir arabar og bulla ein- hverja tóma vitleysu í gamanatriði sem ætlar engan enda að taka. Ef á annað borð glittir í ögn af húmor er DeVito ekki fjarri. Hann hefur greinilega nokkra ánægju af að leika þann forherta kvennamann og svindlara sem millinn er og gerir margt gott úr hlutverkinu. Lawrence hefur ekki eins bitastætt hlutverk og DeVito, þjófurinn er ótrúlega svalur og einhliða. Leikarinn hefur ekki úr miklu að moða auk þess sem hann þarf að kljást við það að vera að mestu ófyndinn. Aðrir leikarar gera flestir í því að ofleika. Svo hér er á ferðinni heldur mis- heppnuð gamanmynd sem reynir mikið til þess að vera fyndin en nær litlum árangri. Hringavitleysa Arnaldur Indriðason KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó , S t j ö r n u b í ó , B o r g - a r b í ó A k u r e y r i Leikstjóri: Sam Weisman. Handrit: Matthew Chapman eftir sögu Donald E. Westlake. Aðalhlutverk: Martin Lawrence, Danny DeVito, John Leguizamo, Glenne Headly, Carmen Ejogo. Bandarísk. 2001. 95 mín. „WHAT’S THE WORST THAT COULD HAPPEN?“  MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkurborgar telur brýnt að ráðuneyti mennta- og menningarmála kanni á þessu stigi ítarlega með hverjum hætti óperustarfsemi verði þáttur í starfsemi hins nýja tónlistar- og ráðstefnuhúss. Það er mat nefndarinnar að óperustarfsemi styrki mjög fjölbreytta nýtingu tónlistar- hússins. Var þetta bókað á fundi nefndarinnar í gær og samþykkt samhljóða. Ennfremur segir í bókun- inni: „Menningarmálanefnd Reykjavíkur fagnar mjög þeirri framsýni sem felst í því að nú skuli hilla undir að ríki og borg ýti úr vör áformum um byggingu Tónlistarhúss í Reykjavík. Tónlistar- og ráð- stefnuhúsið mun marka skil í íslensku menningarlífi. Það mun einnig vega þungt í að efla miðborg Reykjavíkur og gefa henni það glæsilega og fjölþætta yfirbragð sem sæm- ir. Þegar húsið er risið mun Sinfóníuhljómsveit Íslands eignast heimili og aðstöðu við hæfi og tónlistarmenn allra tónlistarstefna munu eiga að- gang að fullkomnu tónlistar- húsi fyrir list sína.“ Menningarmála- nefnd Reykjavíkur Óperu- starfsemi styrkir tón- listarhús MENNTAMÁL  SPÓLA systir er barnabók eftir Vestur – íslenska rithöfundinn Gillian Kristínu Johnson. Böðvar Guðmundsson íslenskaði söguna sem er öll í bundnu máli. Höf- undur hefur einnig myndskreytt bókina. Sagan fjallar um hundinn Kát sem hlakkar mikið til þess að eign- ast lítinn fjörugan bróður en Spóla, þunglamaleg flækingstík, veldur honum ólýsanlegum von- brigðum. Þegar vandræðin steðja svo að standa systkinin saman og læra að meta hvort annað. Spóla systir var gefin út í Kan- ada. Gillian fékk á árinu Mr. Christie’s barnabókaverðlaunin fyrir þessa bók sína. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 36 síður, prentuð í Hong Kong. Verð: 1.890 kr. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.