Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 28

Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kringlunni 8–12  sími 568 6211 Skóhöllin  Bæjarhrauni 16  Hf.  sími 555 4420 4.490 nú 3.590 4.490 nú 3.590 4.990 nú 3.990 4.490 nú 3.590 3ja daga tilboð fimmtud., föstud. og laugard. afsláttur af öllum barnastrigaskóm! 20% VETRARSTARF Leikfélags Seltjarnarness hefst með opnu leiklistarnámskeiði í Val- húsaskóla á mánudag. Kennt verður tvisvar í viku í þrjár vikur, á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 19.30- 21.30. Þátttaka er ókeypis og er námskeiðið opið öllum 14 ára og eldri. Leiðbeinendur verða leikararnir Einar Þor- bergsson og Linda Sif Þor- láksdóttir, sem bæði hafa unn- ið lengi með félaginu og hafa mikla reynslu af leiklistar- kennslu. Stefnt er að því að nám- skeiðinu ljúki á stuttri sýn- ingu þar sem þeir þátttakend- ur, sem vilja, geta tekið þátt. Þátttaka tilkynnist til ein- hverra eftirtalinna félaga í Leiklistarfélaginu: Moniku Abendroth, Arnfríðar Einars- dóttur, Grétars Guðmunds- sonar og Bryndísar Richter. Leiklistar- námskeið á Seltjarn- arnesi GIAMPIERO Monaca heitir ungurÍtali, sem hefur á liðnum misserum verið að bralla ýmislegt skemmti- legt. Eftir margar ferðir til Íslands, og margar ferðir í gallerí Meistara Jakobs á Skólavörðustíg, bauð hann félögum gallerísins að koma til Ítalíu og halda sýningu á verkum sínum í heimaborg hans, Asti, og vígja listhús í nýuppgerðu herra- garðssetri í bænum. Með þessu vel heppnaða uppátæki lauk Giamp- iero upp ævintýri sem enn er í mótun, og er farið að spinnast í ýmsar áttir. Markmið Giampieros var að koma á menningar- samskiptum milli Asti-héraðs og Ís- lands og það virðist ætla að lukkast vel. Í sumar, eftir að listamennirnir komu heim frá Asti, var þeim boðið að sýna verk sín í Listasafni ASÍ. „Það má segja að sýningin í Lista- safni ASÍ hafi verið sjálfstætt fram- hald af sýningunni í Asti,“ segir Guðný Hafsteinsdóttir leir- listakona. „Umsjónarmaður lista- safnsins hafði séð viðtal við okkur í Morgunblaðinu og vissi að við hefðum verið að sýna úti, og það varð úr að við ákváðum að slá til.“ Þórður Hall listmálari segir að þeim hafi líka þótt það spennandi að sjá verk sín í stærra rými en þau hafa yfir að ráða á Skólavörðu- stígnum. Þau vissu ekkert hvað beið þeirra þegar þau fóru með verk sín til Asti, en salinn á Freyju- götunni þekktu þau og gátu miðað sýninguna við rýmið. Ævintýrið sem hófst með ferð- inni til Asti hefur nú þróast þannig að félagar Meistarans eru að vinna að því að fá sýningu á verkum eins frægasta listamanns Asti-héraðs, Eugenios Guglielminettis, til Ís- lands, og vonast er til að af henni geti orðið árið 2003. En Giampiero hefur ekki látið deigan síga. Í haust stóð hann fyrir kynningu á vínum Asti-héraðs á Ís- landi í samvinnu við Ferðamálaráð staðarins, og nú er hann að vinna að því að fá íslenska tónlistarmenn til Asti, en auk þess hefur nokkrum íslenskum matgæðingum verið boð- ið utan til að kynna sér frekar þær unaðssemdir í mat og drykk sem fé- lagar Meistara Jakobs fengu að þátttöku á árlegu rithöf- undaþingi Dante Alegh- ieri-stofnunarinnar í Asti. Þórður Hall segir að Giampiero Monaca hafi haft mikla ánægju af því að koma þessu verkefni sínu af stað og sjá það vaxa eins og raunin er að verða. Giampiero dvaldi á Íslandi í allt sumar, og eyddi síðustu vikunni á sveitabæ í Borgarfirði. „Hann er heillaður af Ís- landi og fólkinu hér,“ segir Guðný, „og hann vildi prófa að vinna svolít- ið við bústörf til að kynn- ast þjóðinni innan frá.“ En félagar í Meistara Jakobi halda samt sínu striki þótt tengsl við Ítal- íu hafi hlaupið á snærið. Þeim hefur verið boðið að sýna í Noregi og er verið að undirbúa það og hvernig að því verður staðið. Aðaláhersla þeirra er þó lögð á að reka áfram galleríið sitt á Skóla- vörðustígnum; allt annað er auka- geta. En hvað ítölsku tengslin varð- ar segja listamennirnir að þau eigi örugglega eftir að haldast, og að þau eigi áreiðanlega eftir að fara aftur til Asti, þar sem þeim var tek- ið svo forkunnarvel. Ævintýrið í Asti spinnst áfram Nokkrir af listamönnum Meistara Jakobs með Giampiero Monaca fremst í miðju. Myndin var tekin í Asti í vor. kynnast í ferð sinni til Asti í vor. Giampiero er einnig að vinna að því að einn frægasti tónlistarmaður Ítalíu, Paolo Conte, haldi tónleika á Íslandi. Þá standa vonir til að hægt verði að koma á samskiptum milli rithöfunda Asti og Íslands, með því að bjóða íslenskum rithöfundum GUITAR Islancio leikur í Salnum í Kópavogi kl. 20.00 í kvöld. Tríóið er skipað Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðarsyni gítarleikurum og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Á tónleikunum leikur tríóið úrval gít- artónlistar tuttugustu aldarinnar. Sérstakur gestur á tónleikunum er franski gítarleikarinn Sylvain Luc, sem fyrir löngu er þekktur fyrir leik sinn. Efnisskrá tónleikanna saman- stendur af íslenskum þjóðlögum af þriðja geisladiski tríósins, sem vænt- anlegur er á markað innan skamms. Sylvain Luc leikur svo nokkur frönsk lög með tríóinu og loks verða leiknir „standardar“ og verður lögð áhersla á tónlist sem Guitar Islancio hefur ekki leikið á tónleikum áður. Tríóið hefur leikið saman frá haustinu 1998, og haldið fjölda tón- leika, bæði hér á Íslandi og erlendis. Þeir félagar hafa gefið út tvo geisla- diska með íslenskum þjóðlögum í léttdjössuðum útsetningum og báðir hafa fengið góðar viðtökur. Björn Thoroddsen segir mikinn feng að því að fá Sylvain Luc hingað til að leika með þeim. „Það má kannski líkja okkur við Diddú, þegar hún var að syngja með Carreras. Luc er mjög þekktur og einn aðaldjass- gítarleikari Frakka í dag. Hann var algjört undrabarn – gaf út sína fyrstu plötu fimm ára. Hann spilar með okkur í Salnum og líka á fleiri stöðum um helgina. Við ætlum að hafa léttleikann í fyrirrúmi á þessum tónleikum og sláum hvergi af kröf- unum.“ Björn segist hafa mikið hlustað á Sylvain Luc á liðnum árum, og segir að þeir í Guitar Islancio séu mjög spenntir að fá að leika með hon- um. Guitar Islancio gefur út plötu nú í haust eins og fyrr greinir, en þeir fé- lagar hafa einnig verið mjög upp- teknir við tónleikahald hér heima og erlendis. „Við erum að fara til Bandaríkjanna nú í október og seinna til Þýskalands. Við höfum þegar farið tvær ferðir til Kanada, og þar erum við að eignast grunn að áheyrendahópi. Það er verið að biðja okkur að koma aftur og aftur og við finnum fyrir miklum veljvilja í okkar garð. Við byrjuðum að spila á Íslend- ingaslóðum, en nú er þetta orðið tals- vert umfangsmeira, þannig að þetta lítur mjög vel út.“ Það eru íslensku þjóðlögin sem þeir félagar hafa haft með sér í farteskinu sem hafa heillað svo Kanadamenn og aðra þá sem hafa hlustað á Guitar Islancio. En eru þau ótæmandi brunnur? „Nei, þau eru það nú ekki, og þetta verður sennilega síðasta platan okk- ar með íslenskum þjóðlögum. Hins vegar er langt því frá að við höfum verið að hreinsa botninn með þriðju þjóðlagaplötunni eins og sumir hafa haldið; við erum með fín lög þarna og þetta verður ekki sísta platan okkar. Við erum með lög eins og Á Sprengi- sandi, Fuglinn í fjörunni, Þorraþræl og Stóð ég út í tunglsljósi. En það kemur að því að við snúum okkur að öðru, og við höfum verið að hugsa svolítið um þjóðlög annarra landa í framhaldi af þessu.“ Það var tilviljun að Guitar Islancio varð til, að sögn Björns. „Við Gunnar Þórðarson fórum að hittast reglulega fyrir þremur árum til að skiptast á hugmyndum á gítar. Í framhaldi af því kom upp sú hugmynd hjá okkur að fara að spila þjóðlög og fyrsti disk- urinn okkar fékk það góðar viðtökur að það varð ekki aftur snúið. Hann er að nálgast það að verða gullplata, sem er met fyrir djassplötu. Því er náð þegar 5.000 eintök eru seld. Ég hef aldrei getað talið svona hátt í mínum geira fyrr.“ Björn segir að ís- lenska þjóðlagið hafi verið sérstak- lega gott í viðkynningu. „Það var nýr heimur sem opnaðist okkur og satt að segja vorum við skíthræddir til að byrja með um að fólki fyndist við vera að eyðileggja gersemar þjóðar- innar. En reyndin varð önnur og fólk hefur kunnað vel að meta þetta.“ Sylvain Luc leikur með Guitar Islancio í Salnum „Eins og að syngja með Carreras“ Guitar Islancio leikur íslensk þjóðlög, franska músík og „standarda“. Sylvain Luc, gestur Guitar Islancio á tónleikunum í Salnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.