Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 31

Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 31 SAMTÖK olíuút- flutningsríkja (OPEC) telja ellefu lönd, sem ná frá Venesúela í norðanverðri Suður- Ameríku til Indónesíu í Austurlöndum fjær, en hin löndin níu liggja í Afríku, Austurlöndum nær og Vestur-Asíu. Þessi lönd eiga það eitt sameiginlegt, að þau framleiða olíu til út- flutnings, mikið af olíu. Menn kynnu að ætla að óreyndu, að hinn gríðarlegi olíuauður þessara ríkja hefði fært þeim frið og far- sæld, en því er ekki að heilsa, öðru nær. Í Alsír hefur árum saman geisað blóðugt borgarastríð, og sér ekki fyrir endann á því. Indónesía er óstöðugust allra ríkja í Suðaustur- Asíu, enda er landið langþjáð af ein- ræði og spillingu, þótt nú sé að vísu búið að koma á lýðræði. Írakar réð- ust inn í Íran 1980, og háðu þjóð- irnar grimmilega styrjöld, sem kost- aði mikið mannfall á báða bóga og lauk með þrátefli 1990. Írakar réð- ust síðan inn í Kúveit 1990, en voru hraktir til baka undir forustu Bandaríkjamanna árið eftir. Líbía er eins og Írak útlagi á alþjóðavett- vangi vegna hryðjuverka. Nígería hefur verið annálað þjófabæli lengst af sögu sinnar á sjálfstæðistíman- um: herforingjarnir, sem hafa stjórnað landinu með hléum síðan 1960, hafa stolið öllu steini léttara. Persa- flóaríkin þrjú í hópnum (Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu fursta- dæmin) eiga að vísu ekki í ófriði við ná- granna sína, en þau eiga í vök að verjast fyrir heittrúarmönnum heima fyrir og verja 11%, 15% og 7% þjóð- artekna sinna í sömu röð til hermála borið saman við 3% í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og 1½% í Þýzkalandi (tölurnar eru frá 1999). Vene- súela er eitt spilltasta land heims samkvæmt upplýsingum frá Transparency International, og er spillingin þar talin vera aðeins ívið minni en í Indónesíu og Nígeríu. Lítum nú á feril OPEC-landanna í efnahagsmálum síðan 1965. Ef við horfum fram hjá Indónesíu, sem bjó þrátt fyrir einræði og spillingu við myndarlegan hagvöxt eins og mörg önnur Asíulönd frá 1965 til 1997, og horfum einnig fram hjá Alsír, hvaða OPEC-land skyldi þá hafa náð mestum hagvexti frá 1965 til 1999? Það er – gizkaðu nú! – Nígería. Hversu mikill var vöxturinn þar þennan tíma? Samkvæmt hag- skýrslum Alþjóðabankans var vöxt- ur þjóðarframleiðslu á mann í Níg- eríu enginn frá 1965 til 1999 – 0,0% á ári að jafnaði allan þennan tíma nánar tiltekið. Framleiðsla landsins hefur þannig rétt náð að halda í við fólksfjölgun. Lífskjörin hafa því staðið í stað. Það er að vísu rétt, að þjóðartekjur á mann jukust veru- lega um skeið á áttunda áratugnum, þegar olíutekjurnar flæddu inn í rík- iskassann, en nú er Nígería aftur komin á upphafsreit, og þjóðfélags- ástandið þar er afleitt. Þótt undarlegt megi virðast, hafa hin átta OPEC-löndin búið við minni en engan hagvöxt síðan 1965, þar á meðal Sádi-Arabía (og einnig Alsír síðan 1990, svo að lesandinn haldi nú ekki, að efnahagsmálin þar séu í himnalagi). Neikvæður hagvöxtur bitnar á lífskjörum almennings með tímanum. Þjóðarframleiðsla á mann hefur minnkað um 1% á ári að jafn- aði síðan 1965 í Íran og Venesúela, um næstum 4% á ári í Írak, Kúveit, Líbíu og Sameinuðu furstadæmun- um og um 6% á ári í Katar; síðasta talan á við aðeins skemmra tímabil, 1970–1995. Þegar hagvöxtur er nei- kvæður um 4% á ári í 34 ár, þá minnkar þjóðarframleiðsla á mann í landinu, sem fyrir þessu verður, um þrjá fjórðu. Þetta hefur verið að gerast í OPEC-löndunum á sama tíma og heimsbúskapurinn í heild hefur vaxið og dafnað sem aldrei fyrr. En þetta er einmitt það, sem olíu- gnægð og annarra náttúruauðlinda hneigist til að færa þeim þjóðum, sem kunna ekki að umgangast auð- lindirnar. Svo virðist sem náttúru- gnóttin fylli eigendurna falskri ör- yggiskennd og freisti þeirra til að vanrækja ýmislegt af því, sem mestu skiptir fyrir hagvöxt í öðrum löndum, svo sem fjárfestingu (ef ekki magnið, þá gæðin), menntun, erlend viðskipti, lýðræði og frjálst framtak. Auðsköpun víkur fyrir auð- sókn til lands og sjávar. Ríkir for- eldrar eiga það til að spilla börnum sínum. Móðir Náttúra er alveg eins. OPEC-löndin eru ekki ein á báti. Nýjasta dæmið er Asíulandið Brú- nei, þar sem valdsmennirnir með bræður tvo í broddi fylkingar virð- ast hafa eytt umtalsverðum hluta ol- íuauðsins í vitleysu. Jafnvel Norð- menn, sem hafa náð langmestum árangri allra olíuútflutningsþjóða, sýna nú ýmis merki þess, að þeir séu farnir að þreytast á skynsam- legri auðlindastjórn. Þeir hafa haft þann háttinn á síðan 1990 að leggja mikinn hluta olíutekna sinna til hlið- ar og geyma þær í útlöndum til að hlífa norsku efnahagslífi við ofhitun og óhagkvæmni. Þetta stjórnkerfi þeirra hefur reynzt vel. En nú virð- ast norskir stjórnmálamenn, sumir að minnsta kosti, vera farnir að lýj- ast svolítið og hneigjast til að líta á ýmis skipulagsvandamál, til dæmis í heilbrigðis- og menntamálum, sem fjárhagsvandamál, að því er virðast má í þeirri von, að hægt sé kaupa sig frá erfiðum ákvörðunum um skipulagsumbætur með því að ganga heldur á olíusjóðinn. Ef þessi tilhneiging á eftir að ágerast, þá veit hún ekki á öran hagvöxt í Noregi, þegar fram líða stundir. Hvað geta OPEC-löndin gert til að snúa vörn í sókn? Þau ættu að leita leiða til að auka fjölbreytni í efnahagslífi sínu með því að örva fjárfestingu, menntun, viðskipti, lýð- ræði, einkarekstur, jafnrétti kynjanna og þannig áfram – því að allt þetta eykur hagkvæmni og hag- vöxt til langs tíma litið. Olía og hagvöxtur í Austurlöndum nær Þorvaldur Gylfason OPEC Jafnvel Norðmenn, sem hafa náð langmestum árangri allra olíuút- flutningsþjóða, segir Þorvaldur Gylfason, sýna nú ýmis merki þess, að þeir séu farnir að þreytast á skynsam- legri auðlindastjórn. Höfundur er prófessor í Háskóla Íslands.                               

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.