Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
> Ný tækifæri í námi
CTEC á Íslandi kynnir spennandi
námsbrautir í upplýsingatækni
> Fornám í forritun
> MCP forritun
Visual Basic forritun til MCP prófs
> MCP vefforritun
Visual InterDev forritun til MCP prófs
> Vefstjórn+
iNet+, Windows 2000 og
Internet Information Server
Stuttar hagnýtar námsbrautir.
Hagstæð verð.
Námskynning sunnudag
7. október kl. 14:00-16:00
Komið og kynnist hinum fjölbreyttu
möguleikum sem standa til boða.
Ræðið við kennarana og skoðið
aðstöðuna. Allir velkomnir.
Faxafeni 10, 1. hæð · 108 Reykjavík · Sími 533 3533 · Fax 533 2533 · skoli@ctec.is · www.ctec.is
CTEC á Íslandi er í eigu Rafiðnaðarskólans og býr yfir margra ára
reynslu í miðlun þekkingar til sérfræðinga og nýliða.
CTEC á Ísland er eini skóli landsins með vottun frá Microsoft
sem Certified Technical Education Center = CTEC.
KALDRANALEGAR
eru kveðjurnar sem ber-
ast úr herbúðum Sjálf-
stæðisflokksins þessa
dagana. Nú á að ráðast í
víðtæka einkavæðingu í
heilbrigðiskerfinu og
byrja á því að hrifsa heil-
brigðisráðuneytið úr
höndum framsóknar-
manna, enda félags-
hyggjumaðurinn var-
færni, Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra,
ekki mjög líklegur til að
stíga fyrstu skrefin í
þessa átt. Þessar hug-
myndir eru uppi í landsfundardrög-
um flokksins, sem meðal annars má
finna á vefsetri hans.
Ábyrgð manns á manni
Drögin að framtíðarsamfélagi
Sjálfstæðisflokksins eru ekki glæsi-
leg lesning. Sjálfstæðisflokkurinn
ætlar að rjúfa sáttina um sam-
ábyrgðina og sjá á bak þeim gildum
sem hvað merkust eru í íslensku
samfélagi; að við gætum þeirra sem
eiga undir högg að sækja, um ábyrgð
manns á manni í samfélagi jafnra
tækifæra. Það er stefna Samfylking-
arinnar að hið opinbera eigi ekki að
taka þátt í samkeppnisrekstri. Lög-
mál framboðs og eftirspurnar eiga
hinsvegar alls ekki við í heilbrigð-
isþjónustunni, líkt og dæmin sanna.
Þjónustan versnar til muna. Ójöfn-
uður eykst mjög í samfélaginu og að-
gengi að velferðarþjónustu versnar.
Þetta sýna erlend dæmi og vandaðar
rannsóknir sem framkvæmdar hafa
verið á samanburði einkarekinnar
velferðarþjónustu og ríkisrekinnar.
Gullni þríhyrningurinn
Það hefur komið í ljós, bæði hér
heima og erlendis, að samhliða auk-
inni einkavæðingu í heilbrigðiskerf-
inu hefur kostnaður
ríkisins af því einnig
aukist. Útgjöld ríkis-
ins til heilbrigðisþjón-
ustunnar aukast við
einkavæðinguna enda
reikningurinn frá
einkastofunum send-
ur til ríkisins og bitn-
ar að lokum á þeim
sem þurfa að nota
þjónustuna í formi
aukinna sjúklinga-
skatta.
Þessi samfélagssýn
Sjálfstæðisflokksins
er ógeðfelld og henni ber að hafna
með afgerandi hætti. Með einkavæð-
ingu velferðarinnar væri verið að
hleypa á harðastökk í átt til aukins
ójafnaðar og óréttlætis. Þess í stað
eigum við af alefli að skapa á Íslandi
fyrimyndarsamfélag jafnra tæki-
færa. Samfélag, þar sem góð velferð-
arþjónusta helst í hendur við traust
atvinnulíf sem hvílir á öflugri
menntasókn. Í þessu felst sá gullni
þríhyrningur sem leið Samfylkingar-
innar hvílir á: Öflug velferðarþjón-
usta, sem styðst við öflugt atvinnulíf
sem hvílir á öflugri menntun.
Drög að sam-
félagi Sjálfstæð-
isflokksins
Björgvin G.
Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar.
Stjórnmál
Þess í stað eigum við af
alefli, segir Björgvin G.
Sigurðsson, að skapa á
Íslandi fyrirmyndar-
samfélag jafnra
tækifæra.
ATBURÐIRNIR 11.
september hafa ger-
breytt heimsmyndinni.
George Bush, forseti
Bandaríkjanna, hefur
réttilega skorað á alla
heimsbyggðina að sam-
einast, undir öflugri for-
ystu Bandaríkjanna,
gegn hryðjuverka-
mönnum um heim allan.
Íslendingar hafa, líka
réttilega, orðið við þess-
ari áskorun og skipað
sér í órofafylkingu með
öðrum NATO-þjóðum,
og raunar flestum ríkjum heims, í
þeirri baráttu, sem framundan er, og
ljóst er að verður löng og ströng, og
raunar óvíst hvort nokkurn tíma
verður lokið, meðan ofstæki, sem
einskis svífst, er við lýði í þessum
heimi.
George Bush hefur einnig réttilega
bent á, að þessi barátta hljóti ekki ein-
ungis að beinast gegn hryðjuverka-
mönnunum sjálfum og samtökum
þeirra heldur gegn sérhverju því ríki
sem þá hýsir og veitir þeim skjól.
Undir það hljóta allir Íslendingar líka
að taka heilshugar.
Fordæma verður öll hryðjuverk
jafnt, hvort sem þau eru af trúarleg-
um eða pólitískum rótum runnin, eiga
upptök sín í hugmynd-
um um meðfædda yfir-
burði eða menningaryf-
irburði eins kynstofns
yfir aðra eða annan
(rasismi), ellegar koma
t.d. frá ofstækisfullum
umhverfissinnum, sem
eru svo sannfærðir um
réttmæti síns málstað-
ar, að tilgangurinn helgi
meðalið, og því megi
jafnvel fórna mannslíf-
um í nafni málstaðarins.
Um leið og Íslending-
ar skipa sér heilshugar
undir gunnfána baráttunnar gegn
hryðjuverkamönnum hljóta ráða-
menn þjóðarinnar að minna Banda-
ríkjamenn á, að því miður höfum við
ekki farið varhluta af hryðjuverkum
ofstækismanna, og mesta mildi að
þau ekki kostuðu mannslíf. Í október
1986 var unnið verulegt tjón á hval-
stöðinni í Hvalfirði og sömu nótt var
tveimur hvalbátum sökkt í Reykja-
víkurhöfn með því að opna botnhlera
þeirra. Vaktmenn um borð hefðu
hæglega getað farist. Tilræðismenn-
irnir komust undan, en skömmu síðar
lýsti Paul Watson, forystumaður
samtakanna Sea Shepard, verknaðin-
um á hendur sér. Svo vildi til að
nokkrum árum síðar, þegar sama
Paul Watson hafði verið boðið að
koma til landsins og halda fyrirlestur
á vegum innlendra samtaka, var hann
gripinn og leiddur fyrir lögreglu.
Sýndi hann þá að hann er „huglaus og
andlitslaus gunga“ og dró játningu
sína til baka og sagði hana eintómt
grobb. Var honum þá vísað úr landi og
lýstur „persona non grata“ (óæskileg
persóna). Það hafði í för með sér á
þeim tíma að hann var sjálfkrafa úti-
lokaður frá landvist á öllum Norður-
löndum. Eftir að Ísland varð útvörður
Evrópu með Schengensam-
komulaginu var Paul Watson fyrsti
maður, sem Ísland tilkynnti sem
„persona non grata“, og er hann því
nú útilokaður frá landvist í öllum Evr-
ópulöndum. Eftir að Watson hafði
dregið játningu sína um beina aðild að
hryðjuverkunum í Hvalfirði og
Reykjavíkurhöfn til baka munu tveir
samverkamenn hans og meðlimir Sea
Shepard hafa komið fram undir nafni
í sjónvarpi í Bandaríkjunum og stært
sig af verknaðinum.
Samtökin Sea Shepard eru skráð í
borginni Pasadena í Kaliforníu og
gera út samnefnt skip, sem gert hefur
verið út til árása á friðsöm veiðiskip
að löglegum veiðum víða um heim
með það fyrir augum að sökkva þeim.
Vefslóð þessara samtaka er
www.seashepard.org. Samtökin eru
skráð sem góðgerðarsamtök (charity
organization) samkvæmt bandarísk-
um lögum og samþykkt sem slík af yf-
irvöldum. Það þýðir að þau eru und-
anþegin skattgreiðslum. Öll framlög
einstakra borgara til hryðjuverka
þessara samtaka eru einnig frádrátt-
arbær til skatts.
Því vil ég beina því til réttra ís-
lenskra yfirvalda að minna yfirvöld í
Bandaríkjunum á það af fullri einurð
og einlægni, að sérhvert ríki, sem
hýsir hryðjuverkamenn og samtök
þeirra og veitir þeim skjól, er að
brjóta gegn algildum reglum alþjóða-
samfélagsins. Þetta var enn frekar
staðfest með þeirri bindandi ályktun,
sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti einróma sl. föstudag og
kvað á um, að öll 189 aðildarríki Sam-
einuðu þjóðanna skuli „neita hryðju-
verkamönnum um peninga, stuðning
og skjól“. Í þessu sambandi má engan
greinarmun gera á þeim hugsjónum,
sem liggja að baki ofstækinu. Trú-
verðugleiki þeirra ríkja, sem samein-
ast hafa í baráttunni gegn skipulögð-
um hryðjuverkum, er í veði. Það er
lágmarkskrafa að Bandaríkjastjórn
afnemi þau fríðindi sem hryðjuverka-
samtök Sea Shepard njóta í dag. Að
réttu lagi ætti líka að lögsækja alla þá
meðlimi þessara samtaka sem opin-
berlega hafa stært sig af hryðjuverk-
um sínum í fjölmiðlum í Bandaríkj-
unum – og hingað til komist upp með
það.
Hryðjuverkamenn á Íslandi
Ólafur
Hannibalsson
Hryðjuverk
Það er lágmarkskrafa,
segir Ólafur Hannibals-
son, að Bandaríkja-
stjórn afnemi þau fríð-
indi sem hryðjuverka-
samtök Sea Shepard
njóta í dag.
Höfundur er sjálfstætt starfandi
blaðamaður.
Bankastræti 3,
sími 551 3635
Póstkröfusendum
Lífrænar jurtasnyrtivörur
Hálskremið — hálskremið
BIODROGA
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt