Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 33
VEIKBURÐA til-
raun varalögreglu-
stjórans í Reykjavík í
Mbl. í gær til að halda
uppi vörnum fyrir
dómsmálaráðherra
vegna vanhugsaðs nið-
urskurðar hennar til
löggæslunnar er hálf-
hallærisleg.
Hlutverk lögregl-
unnar að gæta al-
mannaöryggis
Í fyrsta lagi er reynt
að gera lítið úr þeim
skorti sem er á lög-
reglumönnum í borg-
inni. Í öðru lagi segir
varalögreglustjórinn að ekki hafi
verið talað um öryggismörk í fjár-
lagatillögum lögreglustjórans í
Reykjavík heldur lágmarksþjón-
ustu.
Þegar litið er til lögreglulaga frá
1996 sést að varalögreglustjórinn
gengur ansi langt til að verja gjörð-
ir dómsmálaráðherrans og þjónusta
hann. Í lögunum segir skýrt að rík-
ið haldi uppi starfsemi lögreglu til
að gæta almannaöryggis og tryggja
réttaröryggi borgaranna. Stemma á
stigu við afbrotum og koma í veg
fyrir athafnir sem raska öryggi
borgaranna. Þar er talað um öryggi
borgaranna en ekki þjónustu við
borgarana enda er lög- og örygg-
isgæsla meginviðfangsefni lögregl-
unnar.
Þegar lögreglustjórinn í Reykja-
vík setur það fram að 303 lögreglu-
menn þurfi til að halda uppi lág-
marksþjónustu er ekki
hægt að skilgreina það
öðruvísi en svo að yf-
irmaður lögreglunnar í
Reykjavík, sem starfa á
í samræmi við lög og
reglur, telji það lág-
marksstarfslið sem
hann þurfi til að gæta
almannaöryggis og
tryggja réttaröryggi
borgaranna eins og lög-
in kveða á um. Því er
ekkert ofsagt þegar því
er haldið fram að fjöldi
lögreglumanna sé und-
ir öryggismörkum
þegar þeir eru nú 253.
Í fjárlagatillögum lög-
reglustjórans í Reykjavík fyrir árið
2000 segir að umfang starfseminn-
ar sem yfirstjórn lögreglunnar í
Reykjavík telji lágmarksþjónustu-
stig sé 303 lögreglumenn. Frá því
þessar tölur voru settar fram flutt-
ist stjórnstöð lögreglunnar í
Reykjavík til fjarskiptamiðstöðvar
Ríkislögreglustjórans, en þá færð-
ust 15 lögreglumenn yfir til þess
embættis. Engu að síður vantar nú
35 lögreglumenn til að gæta al-
mannaöryggis og tryggja réttarör-
yggi borgaranna sem skylt er sam-
kvæmt lögreglulögum. Eftir þeim á
yfirstjórn lögreglunnar að vinna,
enda þurfa lögreglumenn að vinna
heit að því að halda uppi stjórn-
arskrá lýðveldisins og öðrum lögum
þess. Yfirstjórn lögreglunnar í
Reykjavík skilgreindi það lágmarks
lögreglulið sem til þess þyrfti á sl.
ári eða 303 lögreglumenn og til
þess að halda upp æskilegu þjón-
ustustigi eða almannaöryggi eins og
lögin orða það þarf 70 lögreglu-
menn til viðbótar samkvæmt fjár-
lagatillögum embættis lögreglu-
stjórans.
Mat Sjálfstæðisflokksins á
réttaröryggi borgaranna
Ljóst er því að dómsmálaráð-
herra gengur á svig við lögin með
sífelldum niðurskurði til lögregl-
unnar í Reykjavík og það er varla
hægt að draga það í efa að það ógni
öryggi borgaranna. Því til vitnis
eru drög að ályktun landsfundar
Sjálfstæðisflokksins sem halda á
innan skamms – flokks sjálfs dóms-
málaráðherrans, en þar segir:
„Landsfundurinn telur nauðsynlegt
að styrkja löggæslustofnanir.“ Og
síðar í sömu ályktun: „Landsfundur
Sjálfstæðisfloksins varar við því að
of nærri réttaröryggi borgara
landsins sé gengið með sparnaði í
ríkisútgjöldum á vettvangi lög-
gæslu og dómstóla.“ Þannig er
helsta stofnun flokksins að búa sig
undir að hirta ráðherrann vegna
slælegrar stjórnunar löggæslumála.
Sveltir áfram lögregluna í
Reykjavík á næsta fjárlagaári
Talað er fyrir daufum eyrum,
þegar dómsmálaráðherra er ítrekað
bent á að öryggi íbúa sé ógnað með
þeim gífurlega niðurskurði sem
orðið hefur til löggæslunnar í
Reykjavík. Fjárlagafrumvarp fyrir
næsta ár talar þar sínu máli. Ein-
ungis er gert ráð fyrir 9 milljóna
króna hækkun að raungildi á fram-
lögum til löggæslunnar í borginni á
næsta ári. Fjárframlög til lögregl-
unnar þurfa að hækka um a.m.k.
100 milljónir króna að raungildi til
að hægt sé að halda uppi almanna-
öryggi og tryggja réttaröryggi
borgaranna. Tillögur dómsmálaráð-
herra fyrir næsta ár eru að fjölga
lögreglumönnum um tvo í grennd-
arlöggæslu, en 35 lögreglumenn
vantar nú að lágmarki til að gæta
almannaöryggis eins og lögin kveða
á um. Lögreglumenn hér eru t.d.
miklu færri hlutfallslega á íbúa en í
Kaupmannahöfn. Þar eru 242 íbúar
á hvern lögreglumann en inni í
þeirri tölu er einnig Kastrup-flug-
völlur. Það eru helmingi færri íbúar
á lögregluþjón en í Reykjavík en
490 íbúar eru í Reykjavík á hvern
lögregluþjón nú síðari hluta þessa
árs en voru 402 íbúar á hvern lög-
reglumann á árinu 1998. Yfirvinna
lögreglumanna hefur líka verið
skorin niður um 25% frá 1998.
Raunaukning til starfsemi lögregl-
unnar hefur nær engin orðið sl. 3
ár. Athyglisvert er að á sama tíma
og lögreglan í Reykjavík er fjár-
svelt blæs út embætti Ríkislög-
reglustjóra sem nú á að fá að ráða
trúnaðarlækni til að herða allt eft-
irlit með langtímaveikindum lög-
reglumanna. Það er greinilega for-
gangsverkefni dómsmálaráðherr-
ans í löggæslumálum borgarinnar.
Dómsmálaráðherra láti af
hendi fjárlagatillögur fyrir
næsta ár
Á sama tíma og sífellt er verið að
fækka lögreglumönnum og draga
með því úr öryggi borgaranna fer
ofbeldi og fíkniefnaneysla vaxandi
og vínveitingastöðum fjölgar.
Hættuástand skapast iðulega vegna
mikils umferðaöngþveitis á háanna-
tíma í höfuðborginni. Niðurskurður
á framlagi til lögreglunnar er því
alvarleg ógn við umferðaröryggi,
sem eykur verulega slysahættu. Ég
hef beðið dómsmálaráðuneytið með
vísan til rökstuðnings og niðurstöðu
úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál að fá líka að sjá fjárlagatillögur
lögreglustjórans í Reykjavík fyrir
næsta ár. Engin viðbrögð eru enn
frá ráðuneytinu við þeirri beiðni, en
eftir því verður gengið. Þessi nið-
urskurður gengur ekki lengur. Það
verða stjórnvöld að skilja.
Lögreglulögin kveða á
um öryggi borgaranna
Jóhanna
Sigurðardóttir
Lögreglan
Þegar litið er til lög-
reglulaga frá 1996, segir
Jóhanna Sigurðardótt-
ir, sést að varalög-
reglustjórinn gengur
ansi langt til að verja
gjörðir dómsmálaráð-
herrans.
Höfundur er alþingismaður.
strets-
gallabuxur
tískuverslun
v. Nesveg, Seltjarnarnesi.
sími 561 1680.
Kringlunni - sími 588 1680.