Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VELGJÖRÐARMENN
RANNSÓKNA VIÐ HÍ
Hjónin Bent Scheving Thor-steinsson og Margaret Ritter
Ross Wolfe hafa á tæpu ári stofnað
við Háskóla Íslands þrjá sjóði, með
samanlagt stofnfé upp á rúmar 30
milljónir króna. Einn sjóðurinn er
stofnaður í minningu Óskars Þórð-
arsonar barnalæknis, fósturföður
Bents, og á að verðlauna vísindaaf-
rek og rannsóknir á sviði barna-
lækninga. Annar er stofnaður í
minningu Bergþóru og Þorsteins
Scheving Thorsteinsson, foreldra
Bents, og á að styrkja vísindaleg af-
rek, rannsóknir og framhaldsnám í
lyfjafræði. Í síðustu viku var svo
stofnaður styrktarsjóður kenndur
við þau hjón, Bent og Margaret, en
hann á að standa fyrir rannsóknum
á einelti og kanna lagalegar og sið-
ferðilegar leiðir til að fyrirbyggja
einelti og bæta fyrir afleiðingar
þess.
Bent og Margaret eru góðir
fulltrúar þeirra mörgu velunnara
Háskóla Íslands, annarra mennta-
og menningarstofnana og góðgerð-
arstarfsemi hvers konar, sem hafa
ekki látið nægja að standa skil á
sköttum sínum og skyldum við rík-
isvaldið, heldur talið ástæðu til að
leggja enn meira af mörkum í þágu
góðs málstaðar og uppbyggilegrar
starfsemi í þágu samfélagsins. Þau
málefni og fræðasvið, sem þau hafa
kosið að styrkja, eru öll mikilvæg
og skipta framtíð þjóðarinnar
miklu. Það er vissulega dýrmætt að
eiga að fólk sem hugsar eins og
Bent Scheving Thorsteinsson, en
hann sagði hér í blaðinu sl. vor þeg-
ar minningarsjóður foreldra hans
var stofnaður: „Mér hefur gengið
vel í verðbréfa- og hlutabréfavið-
skiptum og fannst orðið tilhlýðilegt
að láta aðra njóta þess.“
KYNNINGARKERFI HELGAÐ
ÍSLENSKUM SAMTÍMALISTUM
Íslenski myndlistarmaðurinnÓlafur Elíasson hefur á stutt-um tíma skapað sér nafn á sviði
samtímalista í hinum alþjóðlega
listheimi. Sem stendur eru verk
hans til að mynda bæði til sýnis í
Nútímalistasafninu í New York og í
Samtímalistastofnuninni í Boston,
en á undanförnum árum hefur Ólaf-
ur sýnt í helstu söfnum og sýning-
arrýmum í Evrópu og Japan, auk
þess sem verk hans hafa oftar en
einu sinni vakið verðskuldaða at-
hygli á Feneyjatvíæringnum.
Í viðtali við þennan unga mynd-
listarmann, sem birtist í Lesbók
síðastliðinn laugardag, kemur fram
að hann telji íslenska myndlist eiga
fullt erindi inn í hinn alþjóðlega
myndlistarheim, en til þess að svo
megi verða þurfi ýmislegt að koma
til. Hann vekur athygli á því að
vegna þess „hve hugtakið menning
er ennþá nýtt hér á landi og sömu-
leiðis tilfinningin fyrir þýðingu
þess“ hafi Íslendingar enn fremur
gamaldags viðhorf til menningar og
vanmeti hlutverk hennar sem virks
afls í þjóðfélaginu. Hann telur ekki
nóg að leggja áherslu á framfarir á
sviði tækniþróunar, hún sé lítils
virði án menningarinnar.
Ólafur segir ljóst að alþjóðlegir
sýningarstjórar, sem ferðast um
heiminn til að skoða list með það í
huga að koma henni á framfæri á al-
þjóðlegum vettvangi, verði að hafa
aðgang að öflugu kynningarkerfi í
hverju landi og ef rétt sé að kynn-
ingarmálum staðið hér á landi „sé
ekkert því til fyrirstöðu að þeir upp-
götvi íslenska list og komi henni inn
í hið alþjóðlega listumhverfi“. Ólaf-
ur bendir í þessu sambandi á það
hlutverk sem stjórnvöld á sviði
menningarmála geta gegnt við að
koma listamönnum á framfæri og
vísar þar til erlendra fyrirmynda á
borð við British Council í Bretlandi
og Jaspis og DCA á Norðurlöndum,
en þessar stofnanir sinna allar mik-
ilvægu kynningarstarfi á samtíma-
listum og hafa til þess umtalsverða
fjármuni.
Í kynningu á vefsíðu DCA (Dan-
ish Contemporary Art Foundation)
segir m.a.: „Hlutverk [stofnunar-
innar] er að stuðla að samfelldri
orðræðu á milli danskra og alþjóð-
legra samtímalista. DCA-stofnunin
styrkir starf danskra listamanna á
erlendum vettvangi sem og er-
lendra listamanna í Danmörku, auk
alþjóðlegs samstarfs í söfnum, gall-
eríum, á sýningarsvæðum og á sviði
sýningarstjórnar.“ Þannig tekur
DCA þátt í öllum helstu tvíæringum
og öðrum stærri viðburðum í hinum
alþjóðlega listheimi, og á þar að
auki frumkvæði að sýningum og
skipulagningu vinnuferða lista-
manna í Danmörku og erlendis. Að
auki tekur DCA þátt í alþjóðlegum
samvinnuverkefnum í tengslum við
hinn alþjóðlega listheim, sinnir
upplýsinga- og útgáfustarfsemi í
Danmörku og erlendis, auk þess að
vera virkur samstarfsaðili um al-
þjóðlegan gagnabanka mikilvægra
tengiliða.
DCA-stofnunin hefur frá upphafi
stutt dyggilega við bakið á Ólafi
Elíassyni, sem sýnir ef til vill best
hvers slíkt starf er megnugt þegar
saman fer hæfileikaríkur listamað-
ur og góður bakhjarl. Því er ekki úr
vegi að velta þeirri spurningu fram
hvort ekki sé þörf á slíkri stofnun
hér á landi eins og í nágrannalönd-
um okkar, svo við getum orðið virk-
ir þátttakendur á sviði alþjóðlegra
samtímalista og notið þess ávinn-
ings sem það myndi skila íslensku
samfélagi til baka.
HALLDÓR Ásgrímsson (B), ut-anríkisráðherra, flutti Alþingiítarlega skýrslu um hryðju-verkin í Bandaríkin á þing-
fundi í gær. Að því loknu fóru fram langar
umræður um málið og tóku fjölmargir
þingmenn úr öllum flokkum þátt í þeim
umræðum.
Í máli sínu sagði utanríkisráðherra að
hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin hafi
þegar haft djúpstæð áhrif um heim allan
og ekki sjái fyrir endann á afleiðingum
þeirra enn. Seint eða aldrei muni mönn-
um líða úr minni þær ógnvekjandi mynd-
ir sem fyrir augu bar er tveimur farþega-
þotum var flogið á turnana tvo í New
York-borg að morgni ellefta september
sl. og síðan einnig á Pentagon.
„Eflaust verður þess einnig langt að
bíða að við áttum okkur til fullnustu á
þýðingu þeirra voveiflegu atburða sem öll
heimsbyggðin fylgdist með þennan ör-
lagaríka dag fyrir þremur vikum. Eitt er
þó hafið yfir allan vafa; að veröld okkar
verður aldrei söm á eftir,“ sagði hann.
Böndin berast að Osama
bin Laden og Al Qaeda
„Hverjir stóðu að baki hinum sam-
viskulausu árásunum þennan dag er sú
spurning sem bandarísk stjórnvöld í sam-
vinnu við fjölmörg ríki hafa leitast við að
svara að undanförnu. Hinir seku verða
dregnir til ábyrgðar, um réttmæti þess
efast enginn. Böndin bárust skjótt að hin-
um samviskulausa hryðjuverkamanni
Osama bin Laden og samverkamönnum
hans í Al Qaeda hreyfingunni sem láta
fyrir berast í Afganistan í skjóli talibana-
stjórnarinnar í Kabúl,“ sagði ráðherra og
bætti því við að á ráðsfundi í Atlantshafs-
bandalaginu á þriðjudag hefðu Banda-
ríkjamenn lagt fram gögn um að árás-
irnar hafi verið skipulagðar af Al Qaeda
með vitund og vilja bin Ladens.
„Menn leita skýringa á voðaverkunum
– en látum ekki blekkjast – þau hryðju-
verkasamtök sem hér voru að verki eru
ekki knúin áfram af háleitum pólitískum
eða trúarlegum markmiðum heldur vakir
einungis fyrir þeim að valda sem mestri
eyðileggingu, sem dýpstum harmi og sem
mestri upplausn. Þau ráðast að kjarna
siðmenningar okkar og reyna með hug-
lausum og grimmilegum árásum að grafa
undan lýðræði og frelsi sem þau ríki sem
samtökin beina helst spjótum sínum að
hafa í hávegum.
Ríkisstjórnir sem styðja og hýsa
hryðjuverkamenn bera hér mikla ábyrgð.
Markmið alþjóðasamfélagsins er að ein-
angra þá seku svo þeir eigi sér hvergi
skjól og aðeins þannig verða samtök
þeirra upprætt.
Til að skipuleggja og hrinda í fram-
kvæmd voðaverkunum 11. september
hefur þurft umtalsvert skipulag og ekki
síður fjármagn. Hvaðan skyldi það kom-
ið? Tengsl alþjóðlegra hryðjuverkasam-
taka við smygl og sölu eiturlyfja og vopna
eru löngu kunn. Í skýrslu Sameinuðu
þjóðanna um eiturlyf árið 2000 segir m.a.
að Afganistan sé stærsti framleiðandi
ópíums í heiminum og að framleiðsla hafi
aukist um helming frá árinu 1999, auk
þess sem landið væri að verða hið stór-
tækasta í heiminum í framleiðslu á her-
óíni. Alþjóðlegir glæpahringir í samvinnu
við herskáar sveitir hryðjuverkamanna
gæta þess að halda smyglleiðum um fá-
farna fjallvegi opnum. Baráttan gegn
hryðjuverkum tengist með beinum hætti
hinni almennu baráttu gegn skipulagðri
glæpastarfsemi; peningaþvætti, smygli á
eiturlyfjum, smygli á vopnum og man-
sali.“
Utanríkisráðherra sagði jafnframt að
efnahagslegt tjón af völdum árásanna
væri gífurlegt, jafnt innan sem utan
Bandaríkjanna. Samdráttur um heim all-
an í vöruviðskiptum, fjárfestingum og
ferðamannaiðnaði, sem rekja megi til
vaxandi öryggisleysis, bitni ekki síst á
þeim sem þegar standa höllum fæti. Al-
þjóðabankinn hafi nú spáð fyrir um að um
tíu milljón fleiri einstaklingar verði
dæmdir til örbirgðar og um 40.000 fleiri
börn muni deyja innan við 5 ára aldur í
heiminum af völdum efnahagslegs sam-
dráttar í kjölfar hryðjuverkanna.
Nauðsynlegt að standa
saman í baráttunni
Utanríkisráðherra sagði að einstök
samstaða hafi myndast um heim allan um
nauðsyn þess að ríki standi saman í bar-
áttunni gegn hryðjuverkamönnum.
Starfsemi þeirra þekki engin landamæri
og því dugi skammt þau ráð sem einstaka
ríkisstjórnir geti beitt. Fagna beri frum-
kvæði Bandaríkjastjórnar að vinna mál-
efninu lið og baráttunni stuðning með
myndun alþjóðlegs bandalags gegn
hryðjuverkamönnum.
„Samstaða innan alþjóðastofnanna
sem Ísland á aðild að hefur verið meiri en
nokkru sinni fyrr. Evrópuráðið, Öryggis-
og samvinnustofnun Evrópu og Samein-
uðu þjóðinar hafa allar sem ein fordæmt
árásirnar harðlega. Yfirlýsing öryggis-
ráðsins frá 12. september tekur af allan
vafa um rétt ríkja til sjálfsvarnar og hvet-
ur ríki heims að víkja hvergi í baráttunni
við þessa ógn við friði og öryggi í heim-
inum,“ sagði Halldór og vék síðan talinu
að Atlantshafsbandalaginu og 5. gr.
stofnasáttmála þess.
„Í fyrsta sinn í sögu NATO var ákveðið
að fólskuleg árás hryðjuverkamanna á
Bandaríkin jafngilti árás á öll aðildarríki
bandalagsins, eftir að í ljós kæmi að hún
yrði skilgreind sem utanaðkomandi árás.
Nú liggur fyrir að svo hefur verið. Yf-
irlýsing bandalagsins markar straum-
hvörf í hálfrar aldar sögu þess. Ákvæði 5.
greinar koma nú til framkvæmda í fyrsta
skipti. Ennfremur ber nú að líta svo á að
gagnkvæmar varnarskuldbindingar að-
ildarríkja geti einnig átt við um skipu-
lagða hryðjuverkastarfsemi, sem beint er
gegn einu eða fleirum aðildarríkja.
Ákvæði 5. greinar byggja á 51. grein sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna, sem tryggir
öllum ríkjum rétt til eigin varna og sam-
eiginlegra.
Enn er óvíst með aðgerðir af hálfu
bandalagsins. Ekki ber að líta svo á að sá
sem verður fyrir árásinni sé háður sam-
þykki allra aðildarríkja um þær aðgerðir
sem hann hyggst grípa til, enda væri það
í mótsögn við réttinn til sjálfsvarnar sem
sáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir öll-
um ríkjum. Íslensk stjórnvöld hafa lýst
samstöðu með bandarískum stjórnvöld-
um við tilraunir þeirra til að hafa hendur í
hári sökudólganna og draga þá til
ábyrgðar. Hin nýja öryggisstefna banda-
lagsins, sem samþykkt var á leiðtoga-
fundinum í Washington 1999, gerir ráð
fyrir að bandalagið geti í auknum mæli
þurft að bregðast við nýjum hættum og
ógnum, svo sem hryðjuverkum, skipu-
lagðri glæpastarfsemi og útbreiðslu ger-
eyðingarvopna.“
Hlutverk og aðstoð Íslands
Undir lok ræðu sinnar sagði Halldór
Ásgrímsson mikilvægt að Ísland taki
virkan þátt í hinu alþjóðlega bandalagi
gegn alþjóðahryðjuverkasamtökum og
gerist svo skjótt sem kostur er aðili að
þeim samningum sem miða að því að
vinna gegn hryðjuverkum.
„Þær aðgerðir sem Evrópusambandið
hefur ákveðið að grípa til eru líklegar til
að varða Ísland beint þar sem þær tengj-
ast á ýmsum sviðum Schengen-samstarf-
inu og því samstarfi sem Ísland á við
Europol á grundvelli sérstaks samstarfs-
samnings. Mun Ísland ekki láta sitt eftir
liggja að grípa til þeirra aðgerða sem þörf
er á á sviði alþjóðlegrar lögreglusam-
vinnu í því skyni að efla enn frekar sam-
starf þjóða í baráttunni gegn þeim vá-
gesti sem hér um ræðir. Kann það að
kalla á ýmsar breytingar á íslenskum lög-
um sem nú er til athugunar,“ sagði Hall-
dór að lokum um leið og hann lagði
áherslu á nauðsyn á samstöðu þjóðarinn-
ar á þessum viðsjárverðu tímum. Grunur
léki á að fleiri ódæðisverk séu í undirbún-
ingi, en mikil óvissa ríki um hvort, hve-
nær og þá hvar.
„Enginn er óhultur. Með samhentu
átaki ríkja heims vona ég að koma megi í
veg fyrir frekari ódæðisverk. Við verðum
að taka höndum saman og berjast gegn
þessari vá. Sú barátta er hafin yfir
flokkadrætti. L
standa saman.“
Samfylkin
ráðherr
Fram kom í
inssonar, form
dreginn stuðnin
isráðherra og r
málum.
„Það er alve
herra segir að
þessum atburð
stundum í lífi sé
ist í hugann me
ur yfir. Framtí
inn ekki lengu
vitnað sé til Hu
að höfum í hál
margar hörmun
anna, okkur fin
og veröldin haf
sakleysi sínu. O
inn eins og heim
ar og verri he
hann.
Össur sagði
órofa samstöðu
ins og nú síðas
forseti lýst því y
inn að taka upp
NATO til þess a
vá.
„Mér hefur fu
ríkisráðherra á
stilltur í þessu
þótt hann gæti
flokkur hans yr
„alla leið“, vild
stöðu Samfylki
unum sem hann
Össur gerði s
á borð við Atlan
ópusambandið
Miklar umræður fóru fram á
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðh
Hann ítrekaði að þessi barátta væ
anleg. Fjölmargir þi
Þjóðir
um sa