Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 39 ÞÉR er boðið að taka þátt í ótrúlega spennandi verkefni. Kiwanishreyfingin á Íslandi safnar í þessari viku fram til 6. október fyrir þrenns konar verkefnum til styrktar geðsjúkum. Stærstur hluti söfnunarfjárins rennur til húsnæðis- kaupa fyrir Klúbbinn Geysi. Um 80 félagar taka þátt í starfsemi klúbbsins sem ætlað er að vera fólki, sem glímir við geðsjúk- dóma, brú út í lífið að lokinni læknismeðferð eða dvöl á sjúkrastofnun. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar verðum við þess áþreifanlega vör hve velferð einstaklingsins er mikið undir að- standendum hans komin. Þeir sem sækja til okkar eiga það flestir sam- merkt að eiga engan að sem getur hjálpað þeim, hvorki fjárhagslega né félagslega. Því höfum við fylgst af áhuga með starfi Klúbbsins Geysis enda á nokkur hluti skjól- stæðinga Hjálparstarfsins við geð- ræna sjúkdóma að etja. Í klúbbnum hittast daglega 15–25 einstaklingar og reka nokkurs kon- ar fyrirtæki, þar sem reksturinn felst í að halda heimili, skipuleggja tómstundastarf, leita að atvinnu fyr- ir félaga og þátttöku í ýmsum verk- efnum utan klúbbsins. Fólkið kemur úr ólíkum áttum, hefur ólíka mennt- un og reynslu, en meginmarkmið allra er að styðja hvert annað við að taka ný skref í átt að vinnu og eðli- legu lífi. Klúbburinn Geysir gefur út blað sem félagar sjá alger- lega um, allt frá því að skrifa texta og taka myndir, brjóta það um og prenta. Klúbburinn er vinnustaður sem fólk hefur valið sér, með öllum þeim kröf- um, aðhaldi og sam- starfi sem slík starf- semi útheimtir. Þeir sem ekki starfa að rekstri klúbbsins, sinna eigin vinnu, stunda nám eða veita öðrum aðstoð. Lokamarkmiðið er að komast í fasta vinnu. Til að búa sig undir það á klúbburinn samstarf við ýmis fyrirtæki og félög. Hjálpar- starf kirkjunnar hefur notið starfs- krafta margra félaga við ýmis verk- efni bæði til lengri og skemmri tíma. Meðal verkefna má nefna flokkun og skráningu skyggnu-, ljósmynda- og myndbandasafns, afgreiðslu úr matarbúri, þrif og flutninga. Klúbburinn Geysir sinnir ein- stöku starfi, sem byggt er á virð- ingu og reisn, samvinnu og já- kvæðni. Allir vita hve maðurinn má sín lítils án umhyggju og fé- lagsskapar. En af ýmsum ástæðum, félagslegum, fjárhagslegum og ekki síst heilsufarslegum, rofna böndin. Klúbbfélagar halda því vel hver ut- an um annan. Þeir reka m.a. heim- sóknarþjónustu til geðsjúkra og senda félögum afmælis- og jólakort en það eru stundum einu kortin sem fólkið fær. Ef einhver mætir ekki er alltaf einhver sem sér um að hringja og grennslast fyrir um líðan við- komandi. Hlýja, hvatning og félagsskapur Geysir er tveggja ára og þarf að komast í öruggt húsaskjól svo starf- semi klúbbsins geti vaxið og blómstrað. Það er markmið lands- söfnunar Kiwanis-hreyfingarinnar, sem fram fer í þessari viku, að gera klúbbnum kleift að kaupa eigið hús- næði. Kaupir þú K-lykillinn mun geðsjúkum standa til boða það sem engin stofnun getur veitt; hlýja, hvatning, félagsskapur og vinátta. Sért þú, lesandi góður, svo lánsam- ur að þekkja þetta, þá veistu um hvað málið snýst. Kauptu K-lykilinn eða hringdu í söfnunarsímana 907 2500 (500 krónur) eða 907 2100 (1.000 krónur). Þér býðst að kaupa gott hús Anna M. Þ. Ólafsdóttir Höfundur er fræðslu- og upplýsinga- fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. K-lykillinn Klúbburinn Geysir sinnir einstöku starfi, segir Anna M. Þ. Ólafs- dóttir, sem byggt er á virðingu og reisn, sam- vinnu og jákvæðni. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.