Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 41
OFNAR
Ofnasmiðjan
Flatahrauni 13
220 Hafnarfirði
LANG
HEITASTIR
Sími 555-6100 Fax 555-6110
Reykjavíkurmót
í tvímenningi
6. október
Reykjavíkurmótið í tvímenningi
fer fram laugardaginn 6. október
og verður spilað í Hreyfilshúsinu.
Mótið hefst kl. 11 og spilaður verð-
ur Barómeter (allir við alla) eða
Monrad-Barómeter og ræðst það
eftir þátttöku.
Efsta sætið gefur rétt til að spila
í úrslitum Íslandsmótsins í tví-
menningi 2001 auk þess sem veitt
verða vegleg verðlaun fyrir 3 efstu
sætin:
1. sæti: Gisting og uppihald á
Arkarmótinu auk þátttökugjalds í
tvímenningi Arkarmótsins 2001.
2–3. sæti: Keppnisgjald í Und-
ankeppni Íslandsmótsins í tví-
menningi 2001.
Keppnisgjald er 4.000 kr. á par.
Reykjavíkurmeistarar 2000 eru
Guðjón Bragason og Vignir Hauks-
son.
Spilarar eru vinsamlegast beðnir
um að skrá sig fyrirfram og tekið
er við skráningu hjá BSÍ, s: 587-
9360.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði í Glæsibæ fimmtudaginn 20.
sept. sl. 22 pör. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Björn E. Péturss. – Magnús Oddsson 267
Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 249
Aðalbjörn Benediktss. – Leifur Kr. Jóh. 247
Árangur A-V:
Ólafur Ingvarss. – Auðunn Guðmundss. 259
Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóferss.252
Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 230
Tvímenningskeppni spiluð mánud.
24. september. 22 pör. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S:
Eysteinn Einarss. – Sigurður Pálss. 249
Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 238
Þórarinn Árnason – Sigtryggur Ellertss. 233
Árangur A-V:
Elín Jónsd. – Soffía Theódórsdóttir 268
Halla Ólafsdóttir – Jón Lárusson 243
Ólafur Ingvarss. – Ragnar Björnss. 240
Íslenska sveitin spilar á
OKBRIDGE næsta sunnudag
Töluverður áhugi er fyrir næsta
leik Iceland Expres-sveitarinnar í
OK-keppninni. Sveitin spilar þá við
öfluga franska sveit, www.fun-
bridge.com, og leikurinn fer fram
sunnudaginn 7. október og hefst kl.
13 að íslenskum tíma.
Fjögurra liða úrslitakeppni í Bikarkeppni Bridssambandsins var spiluð um helgina og lauk með glæsilegum
sigri Orkuveitu Reykjavíkur sem spilaði til úrslita við Síldarævintýrið. Aðeins voru spilaðar þrjár lotur af
fjórum en þá var staða orðin 174-42 fyrir Orkuveituna. Sigurvegararnir eru talið frá vinstri: Guðmundur
Ágústsson, forseti Bridssambandsins, en hann afhenti verðlaunin í mótslok, Hermann Lárusson, Erlendur
Jónsson, Páll Valdimarsson, Eiríkur Jónsson, Rúnar Magnússon og Ólafur Lárusson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 41
HM í brids
flutt til Parísar
Keppnin um Bermúdaskálina í
brids, sem átti að hefjast 20. október
á Bali í Indónesíu, hefur verið flutt til
Parísar og hefst væntanlega 21. eða
22 þessa mánaðar.
Ákveðið var að aflýsa keppninni á
Balí eftir að fjöldi liða, sem þar átti
að keppa, afboðaði þátttökuna vegna
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
11. september.
Ekki hefur verið upplýst nánar
um ástæður þessa, en sennilega þyk-
ir mörgum Indónesía ekki spennandi
staður til að dvelja á um þessar
mundir.
Nú hefur verið ákveðið að keppnin
fari fram í höfuðstöðvum franska
bridssambandsins í París og hafa
keppendur gefið til kynna að þeir
séu reiðubúnir að ferðast til Frakk-
lands.
Reykjanesmót
í tvímenningi
Reykjanesmót í tvímenningi
verður haldið í Hafnarfirði 6. okt.
nk. Spilað verður í Íþróttahúsinu
við Strandgötu og hefst mótið kl. 10
f.h.
Fyrsta sætið veitir rétt á þátt-
töku í Íslandsmótinu í tvímenningi
sem verður haldið síðar í haust.
Mjög léleg þátttaka var í þessu
móti í fyrra. Vonandi verður betri
mæting núna.
Nánari upplýsingar og tilkynning
um þátttöku veita: Sigurjón í síma
898-0970 og Kjartan í síma 421-
2287. Keppnisgjald verður 5.000 kr.
á par.