Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 43 komu til sögunnar. Öll munu þau í framtíðinni ylja sér við minninguna um umhyggjusaman, heilsteyptan og hreinskiptinn heimilisföður. Við hjónin sendum þeim öllum, móður Leifs og öðrum ástvinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Leifs Agn- arssonar. Ragnar Halldór Hall. Það er þyngra en tárum taki að horfa á vin sinn falla frá í blóma lífs- ins. Leifur Agnarsson var ekki mað- urinn sem yrði alvarlega veikur. Honum varð varla misdægurt. Hugsanlega mundi hann fara sér að voða í fjallgöngu að vetrarlagi en hann var ekki sá sem yrði veikur. Maður var fráleitt viðbúinn þeim fréttum að hann kynni að greinast með alvarlegan sjúkdóm. Leiðir okkar Leifs lágu saman þegar báðir hófu nám í Verzlunar- skólanum, þá fimmtán ára gamlir. Tókst þá með okkur vinátta sem varði æ síðan. Faðir minn og afi hans, Kristján Jóhann, voru miklir mátar sem væntanlega spillti ekki fyrir. Fjölskylda Leifs bjó í húsi merktu Hringbraut 32, sem afi hans hafði byggt. Leifur og Kristján eldri bróðir hans höfðu hvor sitt herberg- ið í kjallaranum, en móðir hans Unn- ur Símonar og Agatha yngri systir hans voru á hæðinni fyrir ofan. Á efstu hæð bjó afi hans með seinni konu sinni. Í kjallaranum átti ég skjól á þess- um árum. Fyrir ungling var það gulls ígildi að geta dregið sig í hlé frá hefðbundnu fjölskyldulífi, spáð í spilin, hlustað á Nínu Símon, Andy Williams, eða bítilmenni hvers kon- ar, rætt um landsins gagn og nauð- synjar, eða uppruna heimsins, eða þátt Guðs í þessu öllu og lært pínu- lítið öðru hvoru. Kjallarinn á Hring- brautinni var slíkur griðastaður. Þar varð til væntumþykja og virðing sem stóð af sér öll áföll. Leifur var afar tryggur vinum sínum, en um leið hreinskiptinn. Það þurfti því aldrei að fara í grafgötur um hvernig honum leið. Margs er að minnast eftir tæp fjörutíu ár. Flestar ánægjulegustu minningarnar tengjast útivist og veiðitúrum, þá sérstaklega stang- veiði. Við veiðiskap verður tilveran einföld. Á veiðislóð birtist bæði það besta og það versta í mönnum, hvernig þeir umgangast veiðifélaga, veiðistaði og bráðina sjálfa, hvernig þeir höndla meðbyr eða takast á við mótlæti. Leifur undirbjó sig afar vel fyrir veiðitúra. Öllu var haganlega fyrir komið og raðað eftir kúnstar- innar reglum. Þegar kom að veiðinni sjálfri var sama yfirvegun í fyrir- rúmi, hann flanaði aldrei að neinu og veiddi fallega og fumlaust. Aðferðir skiptu hann meira máli en afli. Ég man ekki til þess að aflaleysi stress- aði hann, nema ef til vill þegar hann var gestgjafi og vildi sjá til þess að allir fengju fisk. Hann kunni að gleðjast með félögum sínum ef þeim vegnaði vel og stappaði í þá stálinu þegar illa gekk. Vegna hinna bráðu veikinda hef ég ekki veitt með Leifi tvö síðastliðin sumur. Það hefur verið þungbær raun og erfitt að hugsa sér að þannig verði það um alla framtíð. Fyrir rúmum hálfum mánuði kallaði hann eftir mér og við kvöddumst. Það síð- asta sem hann sagði við mig var að við yrðum að standa saman. Mér fannst hann vera að hugsa um okkur öll, fjölskylduna, ættingja og vini. Ég vona að við sem eftir lifum ber- um gæfu til að fara eftir þessum ráð- leggingum Leifs. Evald Sæmundsen. Mig langar með örfáum orðum að minnast vinar míns Leifs Agnars- sonar sem er fallinn frá langt um aldur fram. Við Leifur kynntumst í Verslunarskóla Íslands þegar við hófum þar skólagöngu haustið 1963. Með okkur tókst þá strax vinskapur sem hefur haldist síðan. Verslunar- skólaárin okkar eru ógleymanleg og margar ánægjustundirnar áttum við ásamt vinum okkar bæði í skólanum og utan hans, m.a. heima hjá honum á Hringbrautinni. Móðir hans tók okkur vinum hans strax eins og við værum í fjölskyldunni og því leið okkur ávallt vel heima hjá honum. Eftir því sem árin liðu eignuðumst við vinirnir hver sína fjölskyldu en höfum haldið hópinn og gert ýmis- legt skemmtilegt saman. Við höfum m.a. farið saman ferðir um landið, svo og í veiðitúra bæði í skotveiði og stangveiði, og átt þar virkilega góð- ar samverustundir. Í lok maí á síð- asta ári höfðum við nokkrir félagar ákveðið að fara í stangveiði í Gren- læk en því miður gat Leifur ekki komið með, því þá hafði hann greinst með það mein sem varð honum að lokum að aldurtila. Hans var sárt saknað þá en ennþá meira nú. Leifur var mjög fróður maður og vel lesinn, úrræðagóður og einstak- lega hjálpsamur ef til hans var leitað og því var ævinlega gott að leita ráða hjá honum. Við Ásdís söknum sárt góðs vinar. Margrét, börn, barnabörn, tengdasonur, móðir og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kæri vinur, hvíl þú í friði, blessuð sé minning þín og megi góð- ur guð geyma þig. Sverrir Matthíasson. Leifur Agnarsson er látinn, langt fyrir aldur fram. Eftir sextán mán- aða baráttu varð hann að láta undan meininu sem hafði hreiðrað um sig í líkama hans. En með æðruleysi sínu og kjarki í þessari miklu þolraun hafði Leifur mikinn andlegan sigur. Hann var ákveðinn og viljasterkur einstaklingur með sterka réttlætis- tilfinningu. Sem svili hans átti ég við hann marga rökræðuna í fjölskyldu- boðum um ýmis málefni sem hann hafði ákveðnar skoðanir á. Leifur bjó að því að hafa stundað háskóla- nám í ensku og stjórnmálafræði og fylgdist vel með heimsmálum. Þar birtist mér önnur hlið á Leifi sem ekki var alla jafna áberandi í dagsins önn. Hann gat verið óvæginn í gagn- rýni, en aldrei ósanngjarn. En alla jafna var Leifur hófsamur maður og viðræðugóður og til hans var jafnan gott að leita. Þau Magga fóru gjarn- an á friðardaga í Skálholti og þeir dagar voru sýnilega báðum dýrmæt- ir. Framkvæmdastjórastarfið í Kassagerðinni var hans lífsstarf og hann var nýlega búinn að skila fyr- irtækinu í heila höfn sameiningar er hann lést. Leifur var stoltur af þátt- töku fyrirtækis síns í menningarlíf- inu og kom hann m.a. sjálfur fram í heimildarmynd um Nínu Sæmunds- son í hlutverki eiganda Waldorf Astoria hótelsins. Við Litta áttum yndislega daga í logni og sól er við gengum með Leifi og Möggu á Hornstrandir. Þar var Leifur í essinu sínu. Í mörg ár vor- um við búin að ráðgera þessa ferð og sem betur fer var hún farin. Fyrir ferðina var hann óþreytandi við að gefa góð ráð um að létta okkur byrð- ina sem allra mest og jafnvel nokkur grömm skiptu hann þar máli. Alltaf lumaði hann á nauðsynlegum en fyr- irferðarlitlum tækjum eins og átta- vita til að glöggva sig á landi þar sem þoka lagðist yfir óforvarandis og allra veðra var von. Fyrir rétt rúmu ári fórum við Litta með þeim Leifi og Möggu til Hofsóss, þar sem þau höfðu látið af myndarskap gera upp hús á staðn- um sem þau ætluðu að nota í fram- tíðinni til lengri og skemmri dvalar fjarri ys borgarinnar. Þetta voru dýrðlegir dagar í góðu veðri. Húsið var málað og við kynntumst hinum nýju vinum Möggu og Leifs í þorp- inu og skoðuðum nágrennið. Þarna undi Leifur sér vel í nánd við nátt- úruperlurnar og frumherjakraftinn í kringum Vesturfarasetrið sem hann átti ríkan þátt í sjálfur ásamt Val- geiri forstöðumanni. Það er sjónar- sviptir að svo drífandi og dugmiklum manni sem Leifur var og það var alltaf gott að vita af honum við hlið sér. Í gönguferðum um óbyggðir op- inberast oft eiginleikar mannanna betur en í rútíneraðri borgarumferð- inni. Þar birtist Leifur mér sem maður sem naut sín í óbyggðum, en fyrir okkur sem gengum með honum þennan spöl var ómetanlegt að hafa stuðning hans þegar eitthvað bjátaði á. Eftir vel heppnaða Hornstranda- ferðina var Leifur farinn að hvetja okkur til að klífa með sér Snæfell. Nú hefur hann farið á undan okkur í ferð þar sem jökulinn ber við loft og fegurðin ríkir ein. Við Litta og Úlfur sendum Möggu, börnum og barnabörnum, Unni og systkinum Leifs og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Ólafur J. Engilbertsson. Þrátt fyrir að það hefði verið ljóst um nokkurn tíma að hverju stefndi var fréttin um að Leifur væri dáinn þungbær. Að maður í blóma lífsins skuli þurfa að kveðja þetta líf er óskiljanlegt. Ef einhver tilgangur er að baki þessum örlögum er hann okkur hulinn; þetta virðast ósann- gjörn og ótímabær endalok á lífi góðs manns. Leifur og Margrét voru vinir okk- ar allt frá því á skólaárunum og styrktust þau bönd eftir því sem ár- in liðu. Leifur var mikill og traustur vinur vina sinna og var trygglyndi eitt af helstu skapgerðareinkennum hans. Það mátti sjá með ýmsum hætti eins og t.d. í umhyggju fyrir starfsfólki á fjölmennum vinnustað, ást og umhyggju fyrir fjölskyldu og góðum tengslum og tryggð við vini. Einnig var honum í blóð borin virð- ing fyrir sögu og náttúru landsins, en hann hafði næmt auga fyrir land- inu, gróðri og dýralífi. Í minningu geymum við ófáar ferðir um landið okkar, ýmist gönguferðir um óbyggð svæði eins og Hornstrandir og á Hvannadalshnúk eða veiðiferðir þar sem ýmist var átt við fugl eða fisk. Hann var veiðimaður í bestu merk- ingu þess orðs, þolinmóður og at- hugull, þekkti landið og lifnaðar- hætti veiðibráðarinnar og bar virðingu fyrir henni. Áhugasvið Leifs var vítt, hann var víðlesinn og minnugur og þekking hans með ólíkindum á hinum ýmsu sviðum. Því var hann vel að sér um menningu og siði annarra þjóða og hafði ánægju af því að ferðast um framandi lönd. Kurteisi og nær- gætni var honum eiginleg og hann var veraldarvanur heimsmaður. Hann var góður ferðafélagi og fór- um við og okkar fjölskyldur í marg- ar ferðir saman sem gott er að minn- ast, skíða- og sólarferðir, heimsókn til Afríku, sjóferð til Bretlands í svartasta skammdeginu og síðasta ferðin var til Balí, þar sem svifið var í fallhlíf og lært að kafa í furðuheima hafdjúpanna. Leifur hafði líka mik- inn áhuga á siglingum, hafði aflað sér réttinda á því sviði og átti lítinn seglbát sem hann hafði yndi af að sigla hér á sundunum. Lífsstarf Leifs var að sjá um rekstur á Kassagerð Reykjavíkur, ásamt Kristjáni bróður sínum. Tóku þeir bræður við rekstri þess fyrir- tækis við fráfall föður síns, Agnars Kristjánssonar. Rækti hann það starf af áhuga og alúð og ávann sér traust og virðingu starfsfólks, við- skiptavina og samstarfsaðila. Ekki réðu köld markaðslögmál alltaf við- skiptalegum ákvörðunum Leifs heldur fengu mannleg sjónarmið og meðfædd réttlætiskennd oftar en ekki að ráða ferðinni. Nú er komið að kveðjustund. Eft- ir stöndum við vinir hans harmi slegnir og spyrjum spurninga sem aldrei verður svarað. En mest er sorgin hjá Margréti og nánustu fjöl- skyldu. Hjá þeim er hugurinn á þessari stundu og biðjum við góðan guð að hughreysta þau og gefa þeim styrk. Leifur var trúaður maður og kveðjum við hann í þeirri fullvissu að vel hafi verið tekið á móti honum er hann kvaddi þennan heim og að hann hvíli nú sáttur í skaparans ranni, laus við þjáningu þessa heims. Bragi og Jónína, Trausti og Kristín. Í dag kveðjum við, Leif Agnars- son, sem fæddur var í Reykjavík 12. apríl 1948. Hann var því aðeins 53ja ára gamall þegar hann andaðist 27. september sl. Það eru ekki nema um 17 mánuðir frá því að sjúkdómur sá sem dró hann til dauða kom í ljós. Barátta Leifs og fjölskyldu hans við vágestinn hefur verið erfið og ströng og þrátt fyrir framúrskarandi umönnun lækna og hjúkrunarliðs og ástríkis hans nánustu urðu endalok- in ekki umflúin. Leifur Agnarsson var sonur Agnars Kristjánssonar, forstjóra Kassagerðar Reykjavíkur hf, sem andaðist 27. desember 1988 eða fyrir tæpum 13 árum og konu hans Unnar Símonardóttur sem lifir son sinn. Hann varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1969 og lauk BA prófi í ensku og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1975. Eftirlif- andi konu sinni, Margréti Kolka Haraldsdóttur kvæntist hann 15. nóvember 1970 og eignuðust þau fjögur börn, Margréti Perlu, Harald Agnar, Unni Kolka og Kristján Pál, sem öll lifa föður sinn. Ungur að árum hóf Leifur störf hjá Kassagerðinni og má segja að hann hafi kynnst öllum störfum þar frá grunni. Hann var kappsfullur og metnaðargjarn fyrir hönd fyrirtæk- isins og starfsmanna þess þegar frá upphafi og lagði metnað sinn í að hann og aðrir starfsmenn þess bæru hag þess fyrir brjósti og væru ánægðir í starfi. Leifur ásamt bróð- ur sínum, Kristjáni Jóhanni, og föð- ur átti stóran þátt í þeim góða starfsanda sem ávallt ríkti meðal starfsmanna fyrirtækisins þann tíma sem þeir feðgar stjórnuðu Kassagerð Reykjavíkur hf. Smátt og smátt jókst vegur hans hjá fyrirtæk- inu eftir því sem honum óx fiskur um hrygg og þegar hann lét af störfum vegna sjúkdóms hafði hann verið framkvæmdastjóri um árabil og síð- ustu árin stjórnarformaður. Auk starfa síns hjá Kassgerðinni valdist Leifur til margra trúnaðarstarfa í samtökum iðnaðarins og annarra fyrirtækja. Fas og framkoma Leifs í starfi og leik var slík að hann ávann sér virðingu og vináttu allra sem kynnust honum. Leifur Agnarsson skilur eftir sig minningar um góðan, samviskusam- an og hæglátan mann, sem starfaði af réttsýni og tillitssemi, en umfram allt af festu og öryggi. Að stjórna fyrirtæki, eins og Kassagerð Reykjavíkur hf., í gegnum allar þær breytingar, sem urðu á því tímabili, sem þeir bræður voru við stjórnvöl- inn, á nær öllum sviðum, kallaði á úrræði og útsjónarsemi, sem fáum er gefin. Aldrei bar skugga á sam- starf þeirra bræðra og samheldni og útávið komu þeir ávallt fram sem einn maður. Það er því mikill söknuður er sækir á við fráfall Leifs Agnarsson- ar, nú þegar hann er kallaður frá í blóma lífsins með sína miklu reynslu. Við hjónin sendum Mar- gréti, Unni móður hans og börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Valdimar Ólafsson. Til moldar oss vígði hið mikla vald hvert mannslíf, sem jörðin elur... (Einar Benediktsson.) Þessi tilvitnuðu orð skáldsins kunna að veita einhverja huggun á sorgarstund sem þeirri, er aldavinur er kvaddur, en duga skammt og við það þarf að búa. Langri, erfiðri en hetjulegri baráttu við illvígan sjúk- dóm, er nú lokið. Þó svo að endinn hafi mátt greina um stund, verður því ekki neitað að erfitt er að sætta sig við endalokin. Jafnvel þó vitn- eskja manns um að ekkert líf sé án dauða, og enginn dauði án lífs, er þessi stund erfið öllum. Kynni mín og Leifs ná nú yfir tæpa fjóra áratugi eða allar götur frá því er við settumst í 1. bekk Verslunarskóla Íslands haustið 1962. Æ síðan hefur samband okkar og fjölskyldna haldist. Vináttubönd sem til er stofnað á þessum mót- unarárum manna reynast ætíð giftu- drjúg. Í gegnum tíðina höfum við fylgt hvor öðrum, í stofnun fjöl- skyldna, uppeldi barna, í ferðalög- um, í gleði jafnt sem í sorgum. Það er óhjákvæmilegt að á svo löngum tíma kynnist maður vinum sínum vel. Tvennt er það sem mér finnst alla tíð hafa einkennt vin minn Leif Agnarsson. Annars vegar hin trausta vinátta og trygglyndi, sem hann sýndi vinum sínum og hins vegar natni hans og ósérhlífni við að kenna samferðamönnum sínum tök- in á áhugamálum hans og þeirra, á ég þar einkum við hversu mikið hann oft á tíðum lagði sig í fram- króka að kenna fólki að veiða. Gilti þá einu hvort um fullorðna eða börn var að ræða. Þolinmæði hans við slíkar aðstæð- ur kom oftar en ekki fram í því að hann veiddi ekkert sjálfur. Fyrri kosti Leifs kynnist ég mætavel á samferð okkar í gegnum lífið. Án þess að rekja þá atburði nánar hér og nú leyfi ég mér að full- yrða að hann stóð ætíð sem klettur með þeim sem hann tók í sinn vin- arann og hvikaði aldrei frá þeim, hversu mjög sem á gekk. Vissulega var Leifur Agnarsson ekki allra, enda reyndi hann ekki að vera það, en þeim sem hann tók reyndist hann hinn traustasti vinur. Vinátta hans var fölskvalaus, en einörð, enda ekki vinur nema til vamms segi. Þannig lá hann ekkert á skoðunum sínum gagnvart vinum sínum en reyndist þeim ætíð hinn mesti bandamaður. Ég sagði hér að ofan að Leifur Agn- arsson hafi ekki verið allra. Honum líkaði lítt að hafa sig í frammi og vildi helst aldrei láta sín getið eða berast nokkuð á eða standa í sviðs- ljósi. Á hinn bóginn vann hann því þeim mun meir í kyrrþey og lét verk sín tala. Í reynd er óþarft að rekja verk hans, þau tala sínu máli. Hann var ötull útivistarmaður og ófáar eru þær ferðir sem við fórum um árabil, og standa þá upp úr svonefndar ,,frúarferðir“ þar sem móðir Leifs, Unnur og móðir Evalds vinar okkar, Guðrún, skipuðu öndvegi. Ferðir sem reyndust okkur öllum ógleym- anlegar og munu lifa með okkur í minningunum. Þær verða víst ekki fleiri. Ég nefndi hér að ofan tvo þá meg- inkosti sem prýddu Leif Agnarsson, en eftir að hafa fylgst í nánd með þeirri hetjulegu baráttu, sem vinur minn háði, kynntist ég tvennu til við- bótar í fari hans, þó svo að þeir kost- ir tvinnist saman og ég hafði kynnst þeim áður að einhverju leyti. Það var staðfesta hans í trú sinni og hvernig hann hvatti sína nánustu til þess að missa ekki móðinn, þrátt fyrir að barátta hans væri erfið og á stundum virtist vera vonlaus. Aftur og aftur hvatti hann fólk til þess að halda fast við trúna. Hann flíkaði aldrei trú sinni en engum sem kynntist Leifi Agnarsyni sást yfir það að þar fór trúaður maður. Mesta gæfa vinar míns var þegar leiðir hans og Margrétar Kolka Har- aldsdóttur lágu saman. Þau stofnuðu heimili og eignuðust fjögur mann- vænleg börn, þau Margréti Perlu, Harald Agnar, Unni og Kristján Pál. Barnabörn þeirra eru tvær yndis- legar telpur, Hekla og Margrét, börn Margrétar Perlu og Hlöðvers Hlöðverssonar. Ég vissi frá upphafi um þá kosti sem Margrét var búin. Hins vegar kom styrkur hennar og ró í þeirri erfiðu baráttu sem háð var mér mjög á óvart. Mér er minnis- stætt, þegar Margrét gaf sér tíma til að heimsækja okkur hjónin eina kvöldstund í sumar, þá var það hún sem stappaði stálinu í okkur, en ekki öfugt. Slíkur kraftur er einstakur. Ég veit að á komandi tíma verður erfitt að fylla það skarð sem nú er komið í fjölskylduna, en ég bið al- góðan Guð að styrkja og vernda Margréti og börnin. Sömu ósk á ég einnig til handa Unni Símonar móð- ur Leifs, en hún hefur mátt horfa upp á veikindi allra sinna barna nú á síðasta ári og sem nú er í þeim spor- um sem aldrei geta talist sanngjörn eða réttmæt, það er að horfa á eftir barni sínu. Nú þegar að leiðarlokum er komið og ég kveð minn góða vin og reyni að hafa eitthvað það yfir sem hugsan- lega getur hjálpað mér til þess að sætta mig við það sem mér finnst í smæð minni vera ósanngirni, bið ég Alföður að veita þér, kæri vinur, við- töku, leiða þig og styrkja á þeim brautum sem þú nú hefur lagt á. Minningin um kæran og góðan vin lifir. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Þorsteinn Eggertsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.