Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 45
Mig langar til að yrkja lítið ljóð
um ljúfa konu sem ávallt var mér góð.
Þú liðna tíð með minninganna mátt
sem megnar það að opnast upp á gátt.
(Ó.Í.)
Elsku tengdamamma, vinur og fé-
lagi til margra ára eða í 50 ár, ég
kom í hús þitt um tvítugsaldur, það
voru alveg frábær kynni allt frá
fyrstu stund, glaðvær og kát, glettin
og uppátækjasöm, það átti vel við
ungling eins og mig sem var á svip-
aðri línu. Það er margs að minnast
frá þeim gömlu og góðu árum, þó að
þessi skrif verði ekki nema brot af
því. Ekki spillti hann tengdafaðir
minn þeirri mynd minninganna,
hann Oddur Búason, hann var
traustur maður, rólegur og yfirveg-
aður. Einnig var í því húsi amma og
afi, Þóra, góð kona og heilsteypt, og
Daníel sem bar mikla umhyggju fyr-
ir nafna sínum honum Dadda mín-
um sem svo var ávallt kallaður. Það
var oft búið þröngt í þá daga, þrjár
fjölskyldur á Borgarbraut 25 og allt
blessaðist þetta. Það var oft glatt á
hjalla, spilað og rabbað á kvöldin. Á
Borgarbraut 27 bjuggu þau heiðurs-
hjón Stefán skósmiður og Sigur-
björg kona hans, miklir vinir fjöl-
skyldunnar. Iðulega kom Stefán að
kvöldlagi og þá var slegið í einn
manna eða svo. Mér fannst ég alltaf
vera í öruggu skjóli þegar hún
tengdamamma var nálægt mér,
aldrei setti hún út á neitt sem ég
gerði á heimilinu, tók ávallt minn
málstað hvar og hvenær sem var.
Svo kemur að því minningarbroti og
ekki því síðasta þegar hún nafna
hennar fæddist eftir 10 ára sambúð
okkar Dadda, hún Guðrún Emilía,
hún var mikið yndi og eftirlæti okk-
ar allra og ekki síst ömmu sinnar
Guðrúnar Emilíu. Þá var oft hlaupið
niður stigann á stuttum fótum, svo
var dansað og sungið því alltaf var
hún tilbúin í smágrín með henni litlu
nöfnu sinni. Ekki má gleyma barna-
börnunum hennar, Ólöfu Kristínu
og Daníel Andra sem henni þótti svo
undur vænt um, ég gæti endalaust
tínt til minningar um samveru okk-
ar gegnum árin en læt hér staðar
numið.
En þó að endingu vil ég fyrir hönd
fjölskyldunnar þakka starfsfólki
Dvalarheimilis aldraðra, Borgar-
nesi, fyrir frábæra umönnun og
elskulega framkomu við okkur.
Af alhuga færum þér ástarþökk
á auða sætið þitt horfum klökk.
Heilsaðu föður og frændum.
Að sjá þig aftur í annað sinn
enn að komast í faðminn þinn
við eigum eftir í vændum.
(G. Björnsson.)
Ég minnist góðrar konu með virð-
ingu og þökk.
Ólöf Ísleiksdóttir.
Ég sé í anda svipinn þinn
hann síast inn í huga minn.
Ég kom til þín þú kættir mig
með kærri þökk nú kveð ég þig.
(Ó.Í.)
Elsku amma mín, mig langar að
GUÐRÚN EMILÍA
DANÍELSDÓTTIR
✝ Guðrún EmilíaDaníelsdóttir
fæddist 4. maí 1911.
Hún lést 25. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Þóra J. Jóns-
dóttir og Daníel Eyj-
ólfsson. Guðrún gift-
ist í október 1930
Oddi Búasyni frá
Ballará í Dölum, d.
1989. Sonur þeirra
er Daníel Þórir,
kvæntur Ólöfu Ís-
leiksdóttur og er
dóttir þeirra Guðrún
Emilía, gift Jóni Kristnis Jakobs-
syni og eru börn þeirra Ólöf Krist-
ín og Daníel Andri.
Útför Guðrúnar Emilíu fer
fram frá Borgarneskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
minnast þín með fáein-
um orðum, þú varst
frábær amma og
margt brölluðum við
saman, oft sat ég á
bríkinni á stólnum þín-
um græna enda breiðir
armar sem pössuðu vel
undir lítinn rass. Þú
tókst mér alltaf svo vel
þótt það kæmi fyrir að
ég truflaði einhvern
framhaldsþáttinn í
sjónvarpinu. Alltaf
stóðu dyrnar á neðri
hæðinni á Borgar-
brautinni opnar, það
var oftar en ekki að ég kom í einu
hendingskasti niður stigann, reif
upp hurðina og kallaði: „Hæ, amma,
ég er komin.“ Sambúð okkar ömmu
stóð í 21 ár og alltaf var jafngaman
að koma til ömmu og afa þótt telpan
yxi úr grasi. Minningarnar hrannast
upp þegar hugsað er til hinna góðu
daga á Borgarbrautinni, amma var
svo mikil gella, ég man þegar hún
keypti gulu buxnadraktina og var
með kisusólgleraugun, það var nú
ekkert smá flott. Svo þegar bridge-
skvísurnar komu til að spila hafði ég
oft það hlutverk að hlaupa með
spilastokkana þegar kallað var
„skipta“. Eftir að amma og afi fóru á
Dvalarheimilið hér í Borgarnesi
urðu ferðir okkar þangað fleiri. Ég
veit að amma hefði viljað þakka
mömmu og pabba fyrir allar heim-
sóknirnar, en þau komu á hverjum
degi í spjall og kaffisopa. Elsku
amma mín, takk fyrir allt og allt, ég
flyt góðar kveðjur frá honum Nonna
mínum og einnig frá barnabörnun-
um þínum, Ólöfu Kristínu og Daníel
Andra, sem voru tíðir gestir hjá þér
á Dvaló. Það var ekki slæmt að kíkja
í stóra skápinn þinn og ekki spillti
fyrir að heyra eina góða sögu eða
tvær.
Í veröld á hverfanda hveli er allt
sem haustskýja sólroði brigðult og valt,
og gæfan er brothætt sem glerið.
En tryggð þín og umhyggja aldrei mér
brást
og ávallt í stóru og smáu hún sást
þó einkum við örlagaskerið.
(Einar M. Jónsson.)
Jæja, amma mín, það er margs að
minnast sem ég ætla að halda fyrir
mig.
Ég þakka þér samveruna og bið
góðan Guð að geyma þig.
Þín nafna og barnabarn.
Guðrún Emilía Daníelsdóttir.
Öllum sé í æsku kennt
elska, vona, trúa.
Varanlegt er þetta þrennt
þar er að að búa.
Trúin visku veitir þér,
vonin hjartað kætir,
kærleikurinn æðstur er
allt hann lífið bætir.
Ólöf Kristín Jónsdóttir.
Orð guðs les þú oft og heyr,
ávöxt mun það færa.
Sælir eru allir þeir,
er það heyra og læra.
Einn og sérhver eftir því
ævinlega breyti.
Lífi og dauða einnig í
oss það huggun veiti.
Daníel Andri Jónsson.
Guðrún E. Daníelsdóttir var
tengdamóðir móðursystur minnar,
hennar Lóu í Borgarnesi. Þegar
mamma hringdi í mig í vinnuna í síð-
ustu viku og tilkynnti mér að hún
Guðrún gamla í Borgarnesi væri dá-
in kom sú frétt mér ekki mjög á
óvart. Guðrún var orðin öldruð og
heilsan farin að gefa sig.
Sem barn og unglingur varð ég
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
fara á sumrin upp í Borgarnes til
Lóu og Dadda. Þau bjuggu þá í fjöl-
skylduhúsi á Borgarbraut 25 í Borg-
arnesi. Á neðri hæðinni bjuggu Guð-
rún og Oddur og var mikill
samgangur á milli hæðanna. Alltaf
stóð heimili Guðrúnar og Odds mér
opið og mér krakkanum tekið með
kostum og kynjum. Ég bjó að því í
nokkur ár að vera eina barnið í fjöl-
skyldunni, eða þar til hún Guðrún
frænka mín fæddist þegar ég var
fimm ára. Guðrún var alltaf tilbúin
að spjalla við mig um heima og
geima, fara niður í Skallagrímsgarð,
spila við mig, kenna mér að leggja
kapal og ef tækifæri gafst til að
atast aðeins í Oddi sem tók öllu með
stakri ró.
Guðrún er í minningunni stór og
glæsileg kona sem bar sig alltaf vel,
ræðin og hláturmild. Alla tíð skipti
það Guðrúnu miklu máli að líta vel
út, vera í fötum sem klæddu hana
vel og allt fram á síðasta dag hafði
hún áhuga á að hafa vel greitt og
lagt hár. Snyrtimennska var henni í
blóð borin. Þegar ég hugsa til baka
var alltaf gott veður í Borgarnesi og
við því oft úti í garði. Í fámennum
bæ eins og Borgarnes var þá,
þekktu allir alla. Fólk sem leið átti
um Borgarbrautina heilsaði, bauð
góðan dag og oft fór langur tími hjá
Guðrúnu úti á stétt í spjall við vini
og kunningja. Þetta voru notalegir
tímar og alltaf tilhlökkun hjá borg-
arbarninu þegar leiðin lá upp í Nes.
Eftir að Hörður, maðurinn minn,
kom til sögunnar var honum vel tek-
ið hjá Guðrúnu og Oddi. Hörður og
Guðrún náðu vel saman þegar rætt
var um stjórnmál og brids. Þau voru
alltaf á sama máli og létu það ekki á
sig fá þó svo að við hin fylgdum þeim
ekki alltaf að málum. Stutt var í
smástríðni og hláturinn ekki langt
undan. Síðar bættist Gunnar sonur
okkar við vina- og fjölskylduhóp
Guðrúnar. Hún gaf sig alltaf að hon-
um, ræddi við hann og sýndi áhuga á
því sem hann hafði að segja og var
að fást við. Hún var í hans augum
„amman“ í Borgarnesi sem tók hon-
um á sama hátt og barnabarnabörn-
unum, en hjá þeim fékk hún við-
urnefnið „langa“ eða langamma.
Hún var því ósvikin ættmóðir fjöl-
skyldunnar í Borgarnesi. Guðrún
tók sig vel út og naut sín í ferming-
arveislunni hjá Ólöfu Kristínu fyrir
tveimur árum þrátt fyrir árin níutíu
og dvínandi krafta.
Þegar aldurinn færðist yfir Guð-
rúnu og Odd fluttu þau á Dvalar-
heimili aldraðra í Borgarnesi. Þau
komu sér vel fyrir í notalegu her-
bergi og þau gátu notið þess sem
heimilið hafði upp á að bjóða. Eftir
að Oddur lést mat Guðrún mikils að
fá að dvelja áfram í herberginu
þeirra og hafa alla sína persónulegu
muni í kringum sig. Einnig naut hún
þess að Daddi og Lóa fluttu í næsta
hús og gátu heimsótt hana daglega
og sinnt henni á ýmsa vegu. Lóa
frænka mín á heiður skilinn fyrir
allar þær stundir sem hún dvaldi hjá
tengdamóður sinni og lét hennar
þarfir og óskir ganga fyrir sínum
eigin.
Heimsóknir til Guðrúnar á Dval-
arheimilið höfðu alltaf yfir sér léttan
blæ, stutt í spaug og grín. Hún tók
vel á móti okkur og alltaf átti hún til
góðgæti sem gestum var boðið.
Heilsu Guðrúnar hrakaði síðustu
mánuði og hún varð kraftminni.
Hún þreyttist fljótt í margmenni,
heyrnin hafði daprast og því fækk-
aði ferðum okkar í skotið til hennar.
En alltaf fengum við góðar kveðjur
og hamingjuóskir frá henni.
Ég vil hér að leiðarlokum þakka
Guðrúnu E. Daníelsdóttur alla þær
ómetanlegu samverustundir sem við
höfum átt saman frá því ég man
fyrst eftir mér. Við fjölskyldan biðj-
um góðan Guð að geyma hana og
styrkja Dadda, Lóu, Guðrúnu, Jón,
Ólöfu Kristínu og Daníel Andra í
sorg þeirra. Blessuð sé minning um
gengna sómakonu.
Fanný Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Vinkona mín hún Gunna Dan,
eins og hún var yfirleitt kölluð, er
látin. Fregnin kom mér svo sem
ekkert sérstaklega á óvart. Ég
kynntist henni þegar ég hóf störf í
kjörbúð KB í Borgarnesi. Hún var
hávaxin og vel til höfð. Kona með
reisn. Hún var rúmlega sextug, en
ég rúmlega tvítug að aldri. Það var
því fjörutíu ára aldursmunur á okk-
ur, en það kom ekki í veg fyrir að
með okkur tókst vinskapur sem hef-
ur haldist þótt liðin séu um þrjátíu
ár síðan. Okkur gekk mjög vel að
vinna saman og það var ekki hægt
að merkja að aldursmunurinn hefði
nokkuð að segja. Gunna var alltaf
létt í skapi og til í sprell. Við störf-
uðum aðallega saman við vöruupp-
fyllingu í verslunina. Oft var hlegið
mikið á lagernum þegar vörurnar
voru sóttar og oft var erfitt að hætta
þegar við fórum fram í verslunina
og þerra þurfti hláturtárin.
Þegar ég kom fyrst í heimsókn til
Gunnu á Borgarbrautina var Oddur
maðurinn hennar enn á lífi (eða Kút-
urinn minn eins og hún kallaði hann
okkar á milli). Það var allt svo fínt
og glansandi hjá þeim, bónað eld-
húsgólf, heimabakað brauð og rúllu-
pylsan lostæti. Síðan flutti Gunna á
Dvalarheimilið í Borgarnesi eftir að
Oddur dó og ég flutti til Reykjavík-
ur ásamt fjölskyldu minni. Sam-
bandið á milli okkar hélst alltaf. Við
sendum hvor annarri jólakort og ég
sendi henni myndir af börnunum
mínum, henni þótti alltaf svo vænt
um þau. Seinna hætti hún að senda
jólakort, en sendi jólakveðjur í út-
varpið. Alltaf hringdi hún á milli jóla
og nýárs. Ég ásamt eiginmanni mín-
um Þóri Þorvarðarsyni heimsótti
hana öðru hvoru á Dvalarheimilið í
Borgarnesi og alltaf voru móttök-
urnar hlýjar og innilegar. Blessuð
sé minning þessarar glæsilegu vin-
konu minnar.
Ég, Þórir og börnin sendum
Daníel og Lóu og öðrum aðstand-
endum innlegar samúðarkveðjur.
Hjördís Harðardóttir.
!
"#"
!
"! # ! $!% &'
(!
) * + , ! - .
/0 $! .
1 23
$
%
$4)
-$556675
. 0 1#
&
'"&
&
()**
)
% * . *
"! $!% ! 3
$
8$569/75675
.
#: ;1:
# &
!
(! !
$!
(! %
6 (
(! 1 . !
. * . * 3
!
3-
8
6)
56675 .# ; #. <:
<( (=
#: ;1:
+ , -
-
.
&
/ (/**
0 &
1"
&
&2
2 .
)
- ( : ! 6 (
;
! - ( : 2&' !
) - ( : ( 6 ! !
- ( : ! !
* . * 3