Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 46
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurður Krist-inn Sigurðsson
fæddist í Gildrunesi í
Skutulsfirði 3. ágúst
1913. Hann lést á
Hrafnistu, dvalar-
heimili aldraðra sjó-
manna, 26. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Kristín Helga
Jensdóttir frá
Gildrunesi, f. 14. okt.
1885, d. 30. sept.
1956, og Sigurður
Kristján Sigurðsson
frá Tungu í Skutuls-
firði, f. 19. júní 1874, d. 19. júní
1956. Systkini Sigurðar eru Ólafur
Elí Guðmundur, f. 14. nóv. 1907,
Jens Ásgeir Hans, f. 25. nóv. 1909,
Sigríður Svanhvít, f. 11. ágúst
1911, Þórunn Jónína Guðrún, f. 11.
okt. 1915, Elís Pétur, f. 9. janúar
1927, og fóstursystirin Elín Petr-
ína Snæbjörnsdóttir, f. 21. júní
1914, öll dáin. Steinþóra Margrét,
Jón kerfisfræðingur, f. 24. júní
1940, kvæntur Jónínu Mich-
aelsdóttur blaðamanni og rithöf-
undi, þau eiga þrjú börn og fimm
barnabörn. 3) Þórður matreiðslu-
meistari, f. 13. maí 1944, kvæntur
Eddu Gunnarsdóttur hjúkrunar-
fræðingi, þau eiga þrjá syni og
fjögur barnabörn. 4) Sigrún Dag-
björt leiðbeinandi, f. 7. okt. 1948,
gift Jóhannesi Benediktssyni off-
setprentara, börn þeirra eru fjög-
ur.
Sigurður kynntist Bergþóru
Þórðardóttur ekkju frá Patreks-
firði 1967. Vinátta þeirra var ein-
læg og nutu þau stuðnings hvort
annars. Bergþóra lést árið 1992.
Sigurður Kr. stundaði sjó-
mennsku allt frá 17 ára aldri. Hann
tók mótoristapróf og bætti við vél-
stjóranámi, var lengst af vélstjóri
bæði á fiski- og kaupskipum. Árið
1964 réðst hann til Landhelgis-
gæslunnar, fór í land 1982 og gerð-
ist vaktmaður hjá Gæslunni, lauk
hann þar sínum starfsferli. Hann
var sæmdur heiðursmerki sjó-
manna á sjómannadeginum í Hafn-
arfirði árið 1983.
Útför Sigurðar Kr. fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
f. 14. okt. 1919, lifir
bróður sinn.
Hinn 8. september
1938 kvæntist Sigurð-
ur Kr. Þórunni Dag-
björtu Sigurðardótt-
ur, f. 11. janúar 1915 í
Hafnarfirði, d. 11. jan-
úar 1964. Hennar for-
eldrar voru Þórólína
Ingibjörg Þórðardótt-
ir, f. 16. febr. 1886 í
Móhúsum á Miðnesi,
og Sigurður Jónsson
fiskmatsmaður, f. 18.
ágúst 1871 á Brúar-
hrauni (kallaður Lóðs-
bær) í Hafnarfirði, d. 4. nóv. 1947.
Foreldrar hans voru Jón Guð-
mundsson hafnsögumaður í Hafn-
arfirði og Margrét Kristjánsdóttir
Velding. Börn Sigurðar og Þór-
unnar eru 1) Hilmar, grafískur
hönnuður, f. 13. nóv. 1938, kvænt-
ur Hildigunni Ólafsdóttur hjúkr-
unarfræðingi, þau eiga fjögur
börn og fimm barnabörn. 2) Sigþór
Í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer
og man þá sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Kæri vinur. Þegar ég fann snjáða
miðann sem þú barst á þér, með þess-
um texta, varð mér hugsað til litla
drengsins sem fæddist vestur við Ísa-
fjarðardjúp. Fyrsta áratug ævi sinnar
sat hann m.a. yfir kvíaánum í Aðalvík,
og var mjólkurpóstur á Fossum fyrir
innan Ísafjörð. 12 ára var hann send-
ur í sveit til Önundarfjarðar, eftir að
hafa legið í taugaveiki og smitað
systkini sín heima. Upp úr því var
hann í kaupamennsku víða um land,
þar sem atlæti var misjafnt og vinnu-
dagurinn oft langur við erfið störf,
þótt hann væri ekki hár í lofti. Hug-
urinn hefur eflaust oft leitað heim til
mömmu og pabba, fundist sem hann
reikaði á rangri leið og beðið Drottin
að leiða sig og lýsa um ævistig.
Þessi ár settu mark á líf þitt. Þú
hést því að börnin þín færu aldrei í
sveit. Þér hefur sjálfsagt brugðið þeg-
ar þú komst einu sinni í land og ég,
ellefu ára pollinn, var kominn austur í
Byggðarhorn í Flóa í kaupavinnu og
það með hjálp vinkonu ömmu Línu
eftir pukur og nuð í mér við mömmu
um að fá að fara í sveit, ég ætlaði
nefnilega að verða bóndi þegar ég
yrði stór. En þér var strax ljóst þegar
þú komst austur til að sækja mig sam-
dægurs hvað ég naut þess að vera í
sveitinni og hvílík sæmdarhjón Lóa
og Geir voru. Og sumrin í Byggðar-
horni urðu fleiri. Þarna kynntist ég
gömlu heyskaparháttunum af eigin
raun við slátt á engjum og heyflutn-
ing á hestalest. Seinna varstu mér
sammála um að þarna hefði ég lært að
vinna og er ég þeim ágætu bænda-
hjónum ævarandi þakklátur.
Sjómennskan tók við hjá þér af
sveitastörfunum og þroski fylgdi
hverju ári.
Alls staðar komstu þér vel hjá þín-
um húsbændum bæði til lands og
sjávar, samviskusemi þín, elja og
vandvirkni gerðu þér auðvelt að fá
skipsrúm og ekki spillti létta lundin.
Mér er minnisstæð frásögn þín, ein af
mörgum í laugardagsmorgunkaffi í
Smárahvamminum, um næmi þitt
fyrir vélarhljóðinu, þótt þú svæfir í
þinni koju þá vaknaðir þú upp við
minnstu taktbreytingar í skipsvélinni.
Með orðheldni vannstu þér traust
allra þeirra sem kynntust þér. Faðir
með þessa gullvægu mannkosti á allt
stolt sinna barna. En þú áttir líka þitt
stolt, móður okkar og þína ást. Sjó-
mannskonuna sem var eðlis-uppeldis-
fræðingur af Guðsnáð og listakona við
húsmóðurstörf og hverskyns hand-
verk. Þetta var stóra ljósið á ævistigi
þínu, harmurinn var okkur öllum
mikill þegar mamma féll frá í blóma
lífsins. En ég trúi á líf að loknu þessu
og að þú hafir aftur fundið skæra ljós-
ið þitt.
Elsku pabbi minn, ég kveð þig með
þinni eigin kveðju; Guð veri með þér.
Þakka þér allt og allt.
Þinn
Hilmar.
Sigurður Kr. er farinn á fund feðra
og ástvina. Hann staldraði aldrei
lengi við þegar hann átti erindi eða
kom í heimsókn. Eins var því varið,
þegar hann veiktist nú, honum lá á.
Hann afgreiddi hlutina hratt og
örugglega – næstum alltaf með bros á
vör. Það sæmdi ekki að velta sér upp
úr vandræðum.
Það tíðkaðist ekki að bera sárar til-
finningar á borð fyrir aðra. Aðstæð-
urnar í uppvextinum voru oft svo erf-
iðar að án sterkrar trúar hefði ekki
verið auðvelt að þrauka. Adrei var
verið með kröfur til annarra en æv-
inlega treyst á sjálfsbjargarhæfileik-
ann og trúna á æðri hjálp. Hann fór
aldrei burt eftir heimsókn án þess að
faðma viðstadda og kvaddi alltaf með
þessum orðum: „Guð veri með ykk-
ur.“ Hann fól Guði alla forsjá sína og
sinna og ósjaldan talaði hann um hve
þakklátur hann væri fyrir gæfusamt
líf og góða afkomendur, sagði: „Lánið
fór að leika við mig um leið og ég
kynntist Þórunni.“ Söknuðurinn var
mikill þegar hún ung féll frá. Það var
þó ekkert verið að víla, þetta hlaut að
vera Guðs ráðstöfun. Gæfan leiddi
hann nokkrum árum síðar í elskulegt
vináttusamband við Bergþóru Þórð-
ardóttur frá Patreksfirði. Hún lést ár-
ið 1992. Mig langar að þakka hér Ein-
ari bróður hennar og konu hans
vináttu og tryggð, sem er einstök og
var Sigurði ómetanleg.
Af systkinahópi Sigurðar Kr. er
Margrét ein á lífi. Á milli þeirra var
afar kært. Hún er nú 82 ára, en sívök-
ul, ung í anda og gefandi og heldur
uppi glaðlyndi og styrkleika þessa
mæta systkinahóps frá Ísafirði.
Systkinabörnin hans áttu stóran sess
í huga hans. – Kristinn frændi, eins og
þau kölluðu hann, fylgdist vel með
stóra hópnum og bar hag þeirra fyrir
brjósti.
Nú þegar ég kveð minn kæra vin
og tengdaföður er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hann fékk að sofna –
þurfti ekki að liggja ósjálfbjarga og
auðnaðist að geyma bæði brosið sitt
og léttleika fram undir síðasta dægur.
Honum þakka ég sjálfum fyrst og
fremst fyrir að hafa veitt mér þann
lífsauð sem mér er dýrmætastur;
manninn minn og börnin okkar.
Hildigunnur Ólafsdóttir.
Þegar tengdafaðir minn, Sigurður
Kr. Sigurðsson, kvaddi lífið á fögrum
haustmorgni í nýliðinni viku, fannst
manni haustið í lífi hans rétt í sjón-
máli þó að hann væri hátt á níræð-
isaldri. Glettni æskumannsins leiftr-
aði í dökkum augunum þar til heilsan
fór að ónáða hann verulega fyrir fá-
einum vikum, og ólýsanlegt brosið
var eins og á unglingi sem er að hefja
lífið fullur tilhlökkunar. Hann gat svo
sem verið önugur líka og hafði yfir-
leitt ekki fyrir því að gera sér upp
nokkurn skapaðan hlut. En hann var
alltaf sjálfum sér samkvæmur og lifði
því lífi sem hann langaði til lengst af.
Þegar fundum okkar bar fyrst
saman fannst mér hann eins og mað-
ur sem veit að lánið er hans megin í
tilverunni. Hann var sjálfsöruggur,
glaður og stríðinn, þótti gaman að slá
fólk út af laginu með ögrandi athuga-
semdum, var mannblendinn og gest-
risinn með afbrigðum. Lífið brosti við
honum og hann brosti á móti. Hann
vann hjá traustu fyrirtæki, var á bát
sem fiskaði vel, var nýfluttur inn í
stórt einbýlishús sem hann hafði
byggt sér, og börnin hans fjögur voru
hvert öðru gæfulegra. Hann var aug-
ljóslega stoltur af eiginkonu sinni,
Þórunni Dagbjörtu Sigurðardóttur,
og þegar siglt var með aflann keypti
hann handa henni föt af slíkri smekk-
vísi að jafnaldra vinkonur mínar
hefðu klæðst þeim með ánægju. Sjálf-
ur var hann einstakt snyrtimenni og
klæddist vel upp og það gerði Þórunn
tengdamóðir mín sannarlega líka.
Hún bar með sér sérstaka mýkt og
þokka, hafði fágað skopskyn, var orð-
heppin og glaðsinna en rólynd og réð
því sem hún vildi ráða. Enda var hún
framkvæmdastjóri heimilisins þar
sem hann var alltaf á sjó. Við hjónin
höfum hitt fólk sem man eftir þeim
ungum og var því tíðrætt um hvað
þau hefðu verið glæsileg hjón, kát og
skemmtileg saman.
Elsti sonur okkar Sigþórs, Mich-
ael, var fyrsta barnabarn þeirra og
eftir að hann fæddist hringdi Sigurð-
ur til okkar um leið og hann kom í
land og spurði hvort við værum ekki á
leiðinni suðureftir með barnið. Hann
hafði mikið dálæti á drengnum og
þótti vík milli vina þegar við hjónin
fluttum vestur á land með hann á
öðru ári. En nokkrum mánuðum síðar
urðu vatnaskil í fjölskyldunni.
Tengdamóðir mín veiktist alvarlega
og lést á afmælisdaginn sinn 11. jan-
úar 1964. Bræðurnir Hilmar og Þórð-
ur voru þá fulltíða menn og lifðu sínu
eigin lífi, en systirin Sigrún aðeins
fimmtán ára. Hún flutti með okkur
Sigþóri vestur á Snæfellsnes, húsið
var selt og nýr kafli hófst í lífi Sig-
urðar Kr. Sigurðssonar. Hann hóf
störf hjá Landhelgisgæslunni, keypti
sér íbúð og bíl og sá algjörlega um sig
sjálfur. Hann var rúmlega fimmtugur
og hafði ekki átt bíl áður, nema um
þriggja mánaða skeið þegar hann var
ungur. Hann naut þess að aka um
landið, gjarnan einn og var ólatur við
það. Mér er í fersku minni þegar hann
renndi í hlaðið á Gufuskálum á amer-
ískri bifreið af Rambler gerð, steig út
í ljósum khakibuxum- og skyrtu með
svört sólgleraugu og skundaði létt-
stígur að dyrunum. Síst af öllu hefði
SIGURÐUR KR.
SIGURÐSSON
$
)
36)
56675
:!,(
>?
&
&
/ (/
.1 ); !
6; + 16 ( !
"!
3
( ! 6.0 '
* . * 3
.
8$5
8$56675
*(,
+
,
&
'
&
()**
.
(!
6 1(
(! !
!
(! !
(,
! 63
(! ! ./ 2
#
!
* . * 3
$
4-/
5@6
( ; >=
#( . (
&
3"
&
&
()**
6.0"!
"! 6.0
)1/ 1 6.0 ! 6 ( !
!. 6 ( 3
4
"
)5)
6
) ; AB
6.
+
(5 !
: 6 1
1, !
/ 2 %( !
* * 3
8@5"76)
56
6 %1(
&
6
&
/ (/**0 &
6
+
(, "! :6*; !
" +. 1( + !
* * 3
$
8$4
/9)5)
6
*==
#: ;1:
&
.
&
/ (77*
( 0 !
* * 3