Morgunblaðið - 04.10.2001, Page 48
MINNINGAR
48 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólafía Sigurðar-dóttir fæddist í
Reykjavík 4. október
1913. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 20. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Arnbjörg Guð-
mundsdóttir, hús-
móðir frá Ívars-
húsum í Garði, f.
10.2. 1878, d. 3.2.
1941, og Sigurður
Sigurðsson, sjómað-
ur frá Blómsturvöll-
um í Garði, f. 19.7.
1877, fórst með togaranum Skúla
fógeta 10.4. 1933. Systkini Ólafíu
eru Jóna G., húsmóðir í Reykjavík,
f. 2.9. 1910, d. 6.4. 1998, og Guð-
mundur Valur, klæðskeri í Reykja-
vík, f. 29.3. 1921. Ólafía giftist
23.6. 1931 Gústaf Adolf Gíslasyni,
f. að Hrauni í Tálknafirði 20.7.
1905. Hann fórst með togaranum
Jóni Ólafssyni í október 1942.
Gústaf Adolf var sonur Gísla
Bjarnasonar sjómanns og Ingveld-
ar Þuríðar Jónsdóttur húsmóður,
beggja úr Tálknafirði. Börn Ólafíu
barnabörn og eitt barnabarna-
barn. Ólafía og Gústaf eignuðust
stúlku sem var fædd 1941. Hún var
gefin og ættleidd nokkru eftir að
Gústaf lést. Ólafía giftist 14.7.
1945, Guðna Sveinssyni bifreiða-
stjóra, f. 19.10. 1912, d. 9.2. 1987.
Hann var sonur hjónanna Sveins
Jónssonar áhaldavarðar frá Norð-
urkoti í Miðneshreppi og Kristínar
Jóhannesdóttur frá Tröð í Bessa-
staðahreppi. Ólafía og Guðni
skildu. Börn þeirra eru: Ólafía, f.
28.11. 1944, d. 6.8. 1996, var gift
Erlendi Þórðarsyni, en þau skildu,
börn þeirra eru þrjú og barna-
börnin sex. Áður eignaðist Ólafía
son, sem ólst upp hjá systur henn-
ar, Sigurbjörgu, og á hann eitt
barn; Gústaf Adolf, f. 21.7. 1947,
kvæntur Valgerði Kristinsdóttur,
þau eiga tvö börn og fjögur barna-
börn. Ólafía giftist 14.7. 1957,
Benedikt Bjarnasyni, bifreiða-
stjóra í Reykjavík, f. 23.12. 1915, d.
3.10. 1991. Hann var sonur
hjónanna Bjarna Benediktssonar
verkamanns og Ólafíu Kristrúnar
Magnúsdóttur húsmóður. Þau
voru bæði frá Stokkseyri.
Ólafía var lengst af húsmóðir á
barnmörgu heimili og alla sína
starfsævi helgaði hún heimili sínu
og börnum.
Útför Ólafíu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin kl. 15.
og Gústafs eru: Ingólf-
ur Gísli, f. 26.11. 1931,
var kvæntur Laufeyju
A. Lúðvíksdóttur, þau
skildu, börn þeirra
eru fjögur, barnabörn
eru tíu og barna-
barnabörn eru þrjú;
Sigurbjörg, f. 18.2.
1933, gift Hjalta
Gunnarssyni, þau eiga
eitt barn og fimm
barnabörn; Ólafur, f.
8.8. 1934, d. 19.11.
1988, eftirlifandi eig-
inkona hans er Þuríð-
ur Runólfsdóttir, börn
þeirra eru fimm og barnabörnin
átta; Magnfríður Perla, f. 9.8.
1936, var gift Rafni Bjarnasyni,
þau skildu, börn þeirra eru sjö,
barnabörnin fjórtán og eitt barna-
barnabarn; Kristinn Adolf, f. 23.1.
1939, var kvæntur Erlu G. Waage,
þau skildu, börn þeirra eru tvö og
barnabörnin tvö. Seinni kona
Kristins var Kristín B. Hallbjörns-
dóttir, þau skildu, börn þeirra eru
tvö; Guðni Steinar, f. 1.3. 40,
kvæntur Guðrúnu Snæbjörnsdótt-
ur, þau eiga þrjú börn, þrettán
Nú þegar móðir mín hefur kvatt
þessa veröld, södd lífdaga, er mér
efst í huga söknuður og þakklæti fyr-
ir langa samveru okkar og það vega-
nesti sem við systkinin fengum út í
lífið.
Ég vil kveðja móður mína með
orðum Þórunnar Sigurðardóttur:
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Við, fjölskyldan í Grjótaseli 10,
kveðjum þig öll með söknuði og biðj-
um Guð að geyma þig.
Sigurbjörg Gústafsdóttir og
Hjalti Gunnarsson, Hjalti
Reynis og fjölskylda, Ísafirði.
Það er ávallt erfitt að kveðja vini
og vandamenn hinstu kveðju en þeg-
ar ég kveð móður mína nú er eins og
með kveðjunni fari hluti af mér
sjálfri.
Ég naut þess alla ævi að fylgjast
með móður minni á lífsbraut hennar
og mjög náið síðasta spölinn.
Eftir ævilanga lífsbaráttu hennar
við barnauppeldi og heimilisumsjón,
þar sem á skiptust gleði, ánægja og
ýmis vandamál sem leysa þurfti, og
að lokum erfiðleikar vegna þverr-
andi þreks sem aldurinn laumar að
okkur öllum, var lífsvilji hennar mik-
ill til hinstu stundar.
Minningin er fersk og geymist
með mér.
Elsku mamma mín, ég bið Guð að
gæta þín.
Magnfríður Perla
Gústafsdóttir.
Við andlát elskulegrar tengda-
móður minnar, Ólafíu Sigurðardótt-
ur, sækja minningar á hugann.
Minningar um góða konu.
Það var árið 1959, sem ég hitti
Ólafíu fyrst. Hún tók mér opnum
örmum á heimili sínu á Fálkagötu 19,
leiddi mig til stofu og sagði við mig
með stolti: „Þetta er nú fjölskyldan
okkar.“ Þarna var þá stórfjölskyldan
mætt og tók á móti mér á sinn elsku-
lega og frjálslega hátt. Spennan, sem
ég hafði fundið fyrir vegna þessa
fyrsta fundar við fjölskylduna, hvarf
um leið.
Þótt ekki væri hátt til lofts né vítt
til veggja, rúmaði þetta litla hús
ótrúlega marga og alltaf virtist vera
pláss fyrir einn í viðbót! Þangað var
gott að koma og gestrisni var í há-
vegum höfð. Ég skildi aldrei hvernig
hún fór að því að galdra fram allar
kræsingarnar sem komu úr litla eld-
húsinu hennar. Síðar, þegar Ólafía
og maður hennar, Benedikt, fluttu í
nýja íbúð í Háaleitishverfi, má nærri
geta hve mikil breyting það hefur
verið, ekki síst fyrir húsmóðurina.
Stofan í nýju íbúðinni var jafnstór og
allt húsið á Fálkagötunni hafði verið.
Ólafía lagði alla tíð mikinn metnað
í sitt fallega heimili. Hún var fag-
urkeri og naut þess að hafa fallegt í
kringum sig. Allt lék í höndunum á
henni og handavinnan hennar ber
henni fagurt vitni. Í orðabók Ólafíu
var ekkert „nærri því“, allt varð að
vera nákvæmt, hvort sem var í frá-
sögn eða verki. Fékk hún oft að
heyra hnyttnar athugasemdir frá
börnum sínum, þegar þeim þótti ná-
kvæmnin vera fullmikil.
Hún var minnug og hafði gaman
af að segja frá. Þegar hin stóra fjöl-
skylda kom saman var kátt á hjalla.
Ólafía og systkini hennar, Jóna og
Valur, voru ákaflega samrýnd og öll
höfðu þau einstakt lag á að segja
sögur, sem kitluðu hláturtaugarnar
svo um munaði. Ekki þurftu þau að
fara út fyrir fjölskylduna til að ná sér
í efnivið í þessar sögur, þau sjálf
lögðu hann til og fóru á kostum í
túlkuninni. Kímnigáfa var þessu
fólki í blóð borin. Oft var tekið í spil
og kom þá fyrir að hressilegar at-
hugasemdir heyrðust. Ekki fór á
milli mála hverjir voru að vinna eða
tapa. Ekki held ég að það hafi alltaf
verið tilviljun að hún tengdamóðir
mín bar fram kaffi og kræsingar ein-
mitt þegar æsingur spilamannanna
var að ná suðupunkti. Þegar barna-
börnin komu í heimsókn til Ólafíu
ömmu og Benna afa var alltaf tekið á
móti þeim eins og þjóðhöfðingjum.
Benni afi gat nú stundum verið ótta-
lega stríðinn en smáfólkið átti
traustan bandamann í ömmu sinni
sem alltaf tók þeirra málstað.
Ævistarf sitt helgaði Ólafía heimili
sínu og börnum, enda voru verkefnin
heima fyrir meira en næg og vinnu-
dagurinn var langur. Hún gat verið
mjög ákveðin og staðið fast á sínu.
Líklega hefur sá eiginleiki oft komið
sér vel þegar straumur lífsins varð
þungur. Síðustu misserin voru Ólafíu
erfið. Það var ekki hennar stíll að
bogna og vera ekki sjálfbjarga. Nú
er þrautum lokið og hvíldin kær.
Í huganum geymi ég bjartar
myndir dýrmætra samverustunda
með tengdamóður minni. Blessuð sé
minning þessarar góðu og fallegu
konu.
Börnum Ólafíu, Val bróður hennar
og fjölskyldum þeirra óska ég Guðs
blessunar.
Guðrún Snæbjörnsdóttir.
Í dag er jarðsungin elskuleg
tengdamóðir mín, Ólafía Sigurðar-
dóttir.
Það var á kyrru vorkvöldi eftir
bíóferð í Trípolíbíó að ég kom fyrst á
heimili hennar í litla húsinu á Fálka-
götunni. Heimilisfólkið var gengið til
náða. Tvö falleg lítil systkin sváfu í
hliðarherbergi við eldhúsið þar sem
lagt var á borð fyrir tvo og nýbak-
aðar kökur biðu eftir okkur. Ég man
enn að ég dáðist að því hve kökurnar
voru fallega bakaðar. Síðar átti ég
eftir að sannreyna að svona vann
hún öll sín verk, húsmóðirin á þessu
heimili. Hún átti eftir að vera
tengdamóðir mín í yfir fjörutíu ár.
Hún tókst snemma á við lífið, gift-
ist fyrst, með konungsleyfi, aðeins
sautján ára, Gústaf Gíslasyni, góðum
dreng sem stríðið tók frá henni og
börnunum þeirra sem urðu sjö. Þarf
ekki að hafa mörg orð um hvert áfall
það hefur verið fyrir þau öll. Tvö
yngstu börnin varð hún að láta frá
sér. Mér er minnisstætt eitt sinn
þegar verið var að ræða um barnslát,
þá sagði hún: „Það er sagt að sárasta
sorgin sé að missa barn.“ Auðheyrt
var að þarna var hún að tala um sína
sáru reynslu. Ólafía var einstaklega
aðlaðandi kona, falleg svo af bar,
hrífandi og skemmtileg. Við börn var
hún einstaklega ljúf og blíð og talaði
við þau af virðingu sem hún fékk
óskipta til baka. Hún hafði þann
góða hæfileika að geta gefið sig alla í
augnablikið og þess vegna urðu sam-
skiptin við hana svo lifandi og eft-
irsóknarverð, að því ógleymdu að
skopskynið var sjaldnast langt und-
an.
Hún giftist aftur, Guðna Sveins-
syni, þau eignuðust tvö börn en
skildu síðar. Þegar ég kynntist henni
var hún nýgift Benedikt Bjarnasyni,
sem þá keyrði vörubíl á Þrótti, en
var svo í mörg ár vaktmaður á Borg-
arspítalanum. Benni var hjartahlýr,
örlyndur og örlátur og síðast en ekki
síst glæsilegur eins og ítalskur
greifi.
Á þessum árum voru elstu börnin
sem óðast að festa ráð sitt og stofna
eigin heimili. Þau hjónin höfðu bæði
mikinn áhuga fyrir öllu því stússi,
Benni var alltaf boðinn og búinn ef
eitthvað þurfti að flytja, kom á vöru-
bílnum eftir langan vinnudag, hvort
heldur þurfti að flytja ísskáp eða
heila búslóð, og bauð fram hjálp sína
á þann hátt að engu var líkara en við
værum að gera honum greiða. Á ár-
unum eftir 1960 var mikil gróska í
byggingariðnaði, hörgull var á lóðum
og mörg gömul hús viku fyrir nýjum.
Þannig fór um litla húsið á Fálkagöt-
unni. Þar reis stór blokk, til mikilla
lýta fyrir þessa vinalegu götu, en það
er önnur saga.
Ólafía og Benni fluttu í mjög góða
íbúð við Stóragerði sem listfeng út-
sjónarsemi húsmóðurinnar og dugn-
aður og áhugi húsbóndans breyttu
fljótt í glæsilegt heimili. Nokkrum
árum seinna var enn bætt um betur
og flutt í íbúð við Háaleitisbraut.
Þegar þau hjónin voru orðin tvö í
heimili má segja að við tæki nýr kafli
í lífi þeirra eins og verða vill. Nú
gafst Ólafíu tími til að sinna gömlu
áhugamáli, útsaumnum. Langar
stundir sat hún við saumana, raðaði
oftast litunum sjálf og gladdist við að
sjá mynstrið og litina „spila“ saman.
Þegar ég sýni jólalöberana frá henni,
þá sýni ég gjarnan rönguna líka, því
handbragðið er einstakt.
Ferðalög voru henni og þeim báð-
um mikið áhugamál. Þau ferðuðust
mikið um Ísland og til útlanda fóru
þau saman nokkrar ferðir; skoðunar-
ferðir um Mið- og Suður-Evrópu,
Danmörku, Bandaríkin og einnig til
Kanaríeyja og fleiri sólarlanda.
Ólafía hafði einstakt auga fyrir
fegurð og samræmi. Ef mynd hékk
skökk á vegg eða einhver hlutur fór
betur á öðrum stað sá hún það strax
og benti á eða lagfærði. Þetta varð
oft að góðu gamni í þessari glaðlyndu
og hláturmildu fjölskyldu og haft
fyrir satt að hún sæi eiginlega allt of
vel! Það var oft glatt á hjalla í þess-
um stóra hópi. Ekki spillti fyrir þeg-
ar Jóna og Binni og Valur og Dóló
bættust í hópinn, þá var samkoman
óðara orðin á við bestu revíu.
Eftir því sem ég best veit starfaði
tengdamóðir mín aldrei utan heim-
ilis. Það var líka ærið verkefni að
hugsa um stóran barnahóp, sjá um
allar útréttingar, matreiða og sauma
flest það sem fjölskyldan klæddist
svo fátt eitt sé talið. Framan af voru
efnin lítil, húsnæði ótryggt og ekkert
af því, sem nútímakonur telja sjálf-
sögð þægindi, til á venjulegum al-
þýðuheimilum. En Ólafía vann heim-
ili sínu af mikilli trúmennsku enda
bar það henni fagurt vitni.
Þegar ég svipast um í minningun-
um finnst mér hún oftast vera glöð
og brosandi. Það er gott að muna
hana þannig. Um ævina mættu henni
þó miklir erfiðleikar og oftast var
hún heilsuveil.
Eftir að Benni dó brá hún búi og
dvaldi hjá börnum sínum nokkur ár
en síðustu árin dvaldi hún á dvalar-
heimilinu Eir þar sem hún naut
góðrar hjúkrunar. Elsta dóttirin,
hún Systa, reyndist henni einstak-
lega vel alla tíð og sérstaklega nú
þennan síðasta tíma, þótt ekki sé á
neinn hallað.
Nú er laufið byrjað að fjúka af
trjánum hérna við Bjarkargötuna.
Senn lýkur þessu milda hausti og
við tekur hin langa vetrarhvíld.
Ég held að hvíldin sé himnaríki út
af fyrir sig fyrir þann sem þreyttur
er. Þakklæti er mér efst í huga. Inni-
legar samúðarkveðjur.
Þuríður (Dúa).
Margs er að minnast þegar svo
stórbrotin kona, sem eftir sig skilur
um 120 afkomendur, kveður jarðlíf-
ið. Hér á eftir fara nokkur minning-
arorð um hana ömmu, langömmu og
langalangömmu okkar. Alltaf voru
hún og Benni afi góð heim að sækja
og ekki var kaffibrauðið af skornum
skammti en amma var mikil húsmóð-
ir og bar heimili þeirra þess glöggt
merki, þar sem á stórkostlegum
hannyrðum hennar, sem prýddu
heimili þeirra, er ómögulegt að sjá
mun á réttunni og röngunni.
Amma lifði tímana tvenna eins og
einhver myndi að orði komast. Þegar
sjö börn höfðu fæðst lést afi Gústaf í
sjóslysi, hart varð þá í búi hjá henni
með öll þessi börn. Móðir okkar,
Lúlú, var þá einungis 6 ára og yngsta
barnið á fyrsta ári. Alls urðu börnin
níu að tölu og eiginmennirnir þrír, en
Benni afi féll frá fyrir 10 árum. Fas
hennar var fas hefðarkonu, alltaf var
hún jafn glæsileg og vel tilhöfð, allt
var í stíl, taskan við skóna, litirnir í
fötunum tónuðu hver við annan,
einnig yfirflíkina. Skartið var alltaf í
stíl, eyrnalokkar, hálsmen, hringar
og armbönd. Ófáar voru ferðirnar í
gegnum skartgripaskrín hennar.
Það var unun að fylgjast með henni
þegar hver hlutur á fætur öðrum var
tekinn upp og handleikinn af mikilli
virðingu og mýkt. Saga fylgdi hverj-
um skartgrip sem í hennar huga
voru allt gull og ekta demantar. Mik-
ið var gaman að fylgjast með ömmu
þegar hundur eða köttur var nærri
og á seinni árum hennar kynntist
hún Bangsa og Silver. Til marks um
það hve mjög henni þótti vænt um
þessi dýr voru myndir af þeim við
rúm hennar í stórum ramma á hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Elsku hjartans amma, það er með
djúpu þakklæti, söknuði og sorg í
hjarta sem við kveðjum þig hinztu
kveðju og göngum með þér síðasta
spölinn.
Takk fyrir samfylgdina, elsku
amma, allar þær gjöfulu gjafir, sem
voru fylltar af kærleik, fegurð og
gleði – ís, ísköldu mjólkina á Fálka-
götunni – allar þær ánægjustundir
þegar lokkarnir að lokum féllu á sinn
stað – og það þakklæti sem þú sýndir
þegar handklæðin voru hengd til
þerris, ekki bara á réttri snúru
þriðju frá hægri heldur líka raðað
eftir stærð og lit.
Fyrir ferðina sem við fórum sam-
an siglandi um sænskan skerjagarð
til Finnlands á glæsilegu 12 hæða
skemmtiferðaskipi með skartgripa-
verzlun um borð og allar þær við-
burðaríku, skemmtilegu og yndis-
legu stundir við fengum saman það
sumarið.
Fyrir þá ógleymanlegu tónleika
þegar mamma missti stjórn á hjóla-
stólnum sem þú sast í og þú rannst
stjórnlaust að hljómsveitinni með út-
réttan seðil í hendi. Þið fóruð á
tveimur hjólum í beygjuna til að
komast hjá árekstri, á bakaleiðinni
misstir þú vasaklútinn sem mamma
beygði sig eftir og enn og aftur
rannst þú stjórnlaust og nú aftur á
bak, mamma rétt náði þér og rétt
eins og í fyrra skiptið á síðustu sek-
úndunni.
Þegar þú við mikinn fögnuð við-
staddra sem klöppuðu ákaft og film-
uðu viðburðinn, komst alsæl, heilu
og höldu án þess að nokkuð færi úr
skorðum, frá þessu. Þegar Eva
Björk, sem helst af öllu vildi láta sig
hverfa, sagði skellihlæjandi:
Mamma, vita þær ekki að við neyð-
umst til að búa hér áfram.
Þegar ég sagði þér að nú kæmir
þú í sjónvarpsfréttunum varst þú
hugsi í smástund en sagðir síðan:
Sjöbba, klukkan hvað verða fréttirn-
ar sýndar – og síðan: eigum við ekki
að fara að drífa okkur heim?
Að lokum fórum við heim. Við för-
um öll heim og það er með vissu og
vitund um að okkar bíði önnur heim-
kynni, þar sem þú tekur á móti okk-
ur, býður okkur velkomin og að ferð-
in haldi áfram í ljósi alheims.
Þess óska
börn Magnfríðar.
Að eiga ömmu sem reynist manni
vel er ómetanlegt. Á síðustu vikum
hefur hugurinn leitað til samveru-
stunda við Ólafíu ömmu, sem nú er
nýlátin. Amma var alin upp í Garð-
inum og kynntist hún ung raunum
sjómannslífsins þegar hún missti
föður sinn í sjóslysi á unga aldri. Með
Gústafi afa eignaðist hún stóran
barnahóp en varð fyrir þeirri ógæfu
að missa hann á stríðsárunum þegar
skipi sem hann var skipverji á var
grandað af þýskum kafbáti á leið frá
Englandi til Íslands. Þessi missir var
mikill fyrir ömmu, móður mína og
ÓLAFÍA
SIGURÐARDÓTTIR
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.
Skilafrestur
minningargreina