Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Háseti
Háseta vantar á línubát, 200 tonna.
Upplýsingar í síma 420 5700.
Vísir hf.
Námskeið
í vátryggingasölu
verður haldið dagana 10. og 11. október nk.
Góðir atvinnumöguleikar að námskeiðinu
loknu. Tækifæri fyrir þá sem vilja vinna sjálf-
stætt. Upplýsingar og skráning í síma 588 5090
á skrifstofutíma.
Sjálfboðavinna í Afríku
Viltu taka þátt í sjálfboðavinnu í
Angola og Guineu Bissau?
Fræðsla fyrir götubörn - Herferðir gegn eyðni - Félags-
ráðgjöf 14 mán. áætlun með 6 mán. alþjóðlegri þjálfun hjá
Den rejsenda Højskole på Sydsjæalland (3 laus pláss í byrjun
október). Hefst 15. okt. 2001 eða 1. febrúar 2002.
Hringið í síma 0045 56 72 6100.
lotte@humana.org www.lindersvold.dk
Skrifstofustarf
í Hafnarfirði
Endurskoðunarstofa í Hafnarfirði óskar eftir
starfsmanni í 70—100% starf við innslátt á
tölvu (TOK) og önnur skrifstofu- og ritarastörf.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 15. október nk., með upplýsignum um ald-
ur, menntun og fyrri störf, merktar: „11669“.
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
Kennarar
Vegna forfalla vantar kennara sem fyrst við
Víðistaðaskóla. Um er að ræða almenna
kennslu í 3. bekk, en frekari upplýsingar um
starfið gefur skólastjóri, Sigurður Björgvinsson,
í símum 555 2912 og 899 8530.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á
Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu
31, en einnig er hægt að sækja um rafrænt
á hafnarfjordur.is .
Umsóknarfrestur er til 10. október.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Sendiráð Kanada á Íslandi
Móttökuritari
Sendiráð Kanada á Íslandi óskar eftir að ráða
ritara (Consular Assistant/Receptionist) í mót-
töku sendiráðsins.
Um er að ræða fullt starf og gert ráð fyrir
varanlegri búsetu í Reykjavík.
Menntunar- og hæfniskröfur:
● Góð málakunnátta í íslensku og ensku ásamt
frönskukunnáttu. (Boðið er upp á frekara
frönskunám ef þörf krefur).
● Góðir samskiptahæfileikar.
● Góð framkoma og rík þjónustulund.
● Góð almenn tölvukunnátta.
● Reynsla af skrifstofustörfum.
Fyrir ofangreint starf mun sendiráðið greiða
samkeppnishæf laun og önnur kjör.
Ágrip af menntun og starfsferli á ENSKU fylgi
með umsókn um starfið og sendist fyrir miðviku-
daginn 10. október 2001 til: Thomas Bellos,
Canadian Embassy, 0244 Ósló, Noregi.
Í umsókninni skal taka fram heimilissíma og
farsíma til að auðvelda skipulagningu viðtala
við umsækjendur, sem fram þurfa að fara í
Reykjavík síðustu tvær vikurnar í október 2001.
Nánari upplýsingar um framangreint starf má
fá í síma (47) 22-995300 í Noregi eða í tölvu-
pósti: thomas.bellos@dfait-maeci.gc.ca .
OD
DI
HF
H2
02
1
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is
Smith & Norland vill ráða rafvirkja til starfa í þjónustudeild fyrirtækisins
sem fyrst.
Starfið felur í sér viðgerðir og þjónustu á heimilistækjum og öðrum
raftækjum, afgreiðslu varahluta, símsvörun og ýmis önnur störf á
þjónustuverkstæði okkar.
Leitað er að röskum rafvirkja með mikinn áhuga á þjónustu og
mannlegum samskiptum. Góð framkoma, snyrtimennska og reglusemi
eru algjört skilyrði.
Um er að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki á
rafmagnssviði sem selur gæðavörur, m.a. frá Siemens.
Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru vinsamlega beðnir að senda okkur
umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir miðviku-
daginn 10. október. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir
sem algjört trúnaðarmál.
Rafvirki
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Austurstræti 16
Til leigu í þessu virðulega húsi í hjarta
borgarinnar önnur hæðin, u.þ.b. 406 fm,
ásamt 200 fm skjalageymslu.
Glæsilegar innréttingar og inngangur,
sem er bæði frá Austurstræti og Póst-
hússtræti. Laus 1. nóvember nk.
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll,
traust fasteignafélag, sem sérhæfir sig
í útleigu á atvinnuhúsnæði,
sími 892 0160, fax 562 3585.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Suðurnesjamenn
Fundur verður í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15,
Njarðvík, föstudaginn 5. október nk. kl. 20.30.
Dagskrá:
Fjárlögin og önnur mál.
Gestir fundarins verða: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, og Kristján
Pálsson, fjárlaganefndarmaður.
Fundarstjóri: Ellert Eiríksson, bæjarstjóri.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ.
LISTMUNIR
Málverkauppboð
Næsta málverkauppboð Svarthamars verður
haldið laugardaginn 3. nóvember kl. 16 í Gyllta
salnum á Hótel Borg. Þeir, sem vilja koma verk-
um á uppboðið, eru beðnir um að hafa sam-
band sem fyrst. Lægri sölulaun.
Bárður G. Halldórsson,
símar 565 4360 og 692 5105.
TILKYNNINGAR
Húsafriðunarsjóður
Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir um-
sóknum til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í
47. gr. þjóðminjalaga þar sem segir: „Hlutverk
Húsafriðunarsjóðs er að veita styrki til viðhalds
og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkj-
um. Heimilt er að veita styrki til viðhalds ann-
arra húsa en friðaðra, sem að dómi Húsafriðun-
arnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt
gildi“.
Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar
vegna:
1. Undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar
og tæknilegrar ráðgjafar.
2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta.
3. Byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu
þeirra.
4. Húsakannana.
Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að
leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og
sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desem-
ber 2001 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Lyng-
ási 7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðublöðum
sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til
þeirra sem þess óska. Einnig er hægt að nálg-
ast eyðublöðin á heimasíðu Húsafriðunar-
nefndar, www.husafridun.is . Frekari upplýs-
ingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10:30
og 12:00 virka daga.
Húsafriðunarnefnd ríkisins.