Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Háseti Háseta vantar á línubát, 200 tonna. Upplýsingar í síma 420 5700. Vísir hf. Námskeið í vátryggingasölu verður haldið dagana 10. og 11. október nk. Góðir atvinnumöguleikar að námskeiðinu loknu. Tækifæri fyrir þá sem vilja vinna sjálf- stætt. Upplýsingar og skráning í síma 588 5090 á skrifstofutíma. Sjálfboðavinna í Afríku Viltu taka þátt í sjálfboðavinnu í Angola og Guineu Bissau? Fræðsla fyrir götubörn - Herferðir gegn eyðni - Félags- ráðgjöf 14 mán. áætlun með 6 mán. alþjóðlegri þjálfun hjá Den rejsenda Højskole på Sydsjæalland (3 laus pláss í byrjun október). Hefst 15. okt. 2001 eða 1. febrúar 2002. Hringið í síma 0045 56 72 6100. lotte@humana.org www.lindersvold.dk Skrifstofustarf í Hafnarfirði Endurskoðunarstofa í Hafnarfirði óskar eftir starfsmanni í 70—100% starf við innslátt á tölvu (TOK) og önnur skrifstofu- og ritarastörf. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 15. október nk., með upplýsignum um ald- ur, menntun og fyrri störf, merktar: „11669“. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Kennarar Vegna forfalla vantar kennara sem fyrst við Víðistaðaskóla. Um er að ræða almenna kennslu í 3. bekk, en frekari upplýsingar um starfið gefur skólastjóri, Sigurður Björgvinsson, í símum 555 2912 og 899 8530. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, en einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is . Umsóknarfrestur er til 10. október. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Sendiráð Kanada á Íslandi Móttökuritari Sendiráð Kanada á Íslandi óskar eftir að ráða ritara (Consular Assistant/Receptionist) í mót- töku sendiráðsins. Um er að ræða fullt starf og gert ráð fyrir varanlegri búsetu í Reykjavík. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Góð málakunnátta í íslensku og ensku ásamt frönskukunnáttu. (Boðið er upp á frekara frönskunám ef þörf krefur). ● Góðir samskiptahæfileikar. ● Góð framkoma og rík þjónustulund. ● Góð almenn tölvukunnátta. ● Reynsla af skrifstofustörfum. Fyrir ofangreint starf mun sendiráðið greiða samkeppnishæf laun og önnur kjör. Ágrip af menntun og starfsferli á ENSKU fylgi með umsókn um starfið og sendist fyrir miðviku- daginn 10. október 2001 til: Thomas Bellos, Canadian Embassy, 0244 Ósló, Noregi. Í umsókninni skal taka fram heimilissíma og farsíma til að auðvelda skipulagningu viðtala við umsækjendur, sem fram þurfa að fara í Reykjavík síðustu tvær vikurnar í október 2001. Nánari upplýsingar um framangreint starf má fá í síma (47) 22-995300 í Noregi eða í tölvu- pósti: thomas.bellos@dfait-maeci.gc.ca . OD DI HF H2 02 1 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Smith & Norland vill ráða rafvirkja til starfa í þjónustudeild fyrirtækisins sem fyrst. Starfið felur í sér viðgerðir og þjónustu á heimilistækjum og öðrum raftækjum, afgreiðslu varahluta, símsvörun og ýmis önnur störf á þjónustuverkstæði okkar. Leitað er að röskum rafvirkja með mikinn áhuga á þjónustu og mannlegum samskiptum. Góð framkoma, snyrtimennska og reglusemi eru algjört skilyrði. Um er að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki á rafmagnssviði sem selur gæðavörur, m.a. frá Siemens. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru vinsamlega beðnir að senda okkur umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir miðviku- daginn 10. október. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem algjört trúnaðarmál. Rafvirki R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Austurstræti 16 Til leigu í þessu virðulega húsi í hjarta borgarinnar önnur hæðin, u.þ.b. 406 fm, ásamt 200 fm skjalageymslu. Glæsilegar innréttingar og inngangur, sem er bæði frá Austurstræti og Póst- hússtræti. Laus 1. nóvember nk. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, traust fasteignafélag, sem sérhæfir sig í útleigu á atvinnuhúsnæði, sími 892 0160, fax 562 3585. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Suðurnesjamenn Fundur verður í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Njarðvík, föstudaginn 5. október nk. kl. 20.30. Dagskrá: Fjárlögin og önnur mál. Gestir fundarins verða: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, og Kristján Pálsson, fjárlaganefndarmaður. Fundarstjóri: Ellert Eiríksson, bæjarstjóri. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ. LISTMUNIR Málverkauppboð Næsta málverkauppboð Svarthamars verður haldið laugardaginn 3. nóvember kl. 16 í Gyllta salnum á Hótel Borg. Þeir, sem vilja koma verk- um á uppboðið, eru beðnir um að hafa sam- band sem fyrst. Lægri sölulaun. Bárður G. Halldórsson, símar 565 4360 og 692 5105. TILKYNNINGAR Húsafriðunarsjóður Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir um- sóknum til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í 47. gr. þjóðminjalaga þar sem segir: „Hlutverk Húsafriðunarsjóðs er að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkj- um. Heimilt er að veita styrki til viðhalds ann- arra húsa en friðaðra, sem að dómi Húsafriðun- arnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi“. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. 3. Byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. 4. Húsakannana. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desem- ber 2001 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Lyng- ási 7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Einnig er hægt að nálg- ast eyðublöðin á heimasíðu Húsafriðunar- nefndar, www.husafridun.is . Frekari upplýs- ingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10:30 og 12:00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.