Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG HEF búið hér á Íslandi í níu ár. Ég á því láni að fagna að vera bæði með bandarískan og íslenskan ríkis- borgararétt, og er stolt af því. Ég hef aldrei verið gefin fyrir það að skrifa greinar í blöð eða að öðru leyti að viðra skoðanir mínar fyrir almenn- ingi. Ég get þó ekki orða bundist eftir að hafa lesið þær greinar, sem birst hafa í lesendadálki Mbl. þar sem nokkrir einstaklingar hafa notað hryðjuverkin sem áttu sér stað í heimalandi mínu, bæði í borgunum New York og Washington, til að rægja bandarísku þjóðina og almenn- ing. Mér finnst þessar greinar særandi, þar fyrir utan virðast þær skrifaðar af fáfræði og dómgreindarleysi. Greinarnar sem hér um ræðir eru eftir Guðmund Rafn Geirdal skóla- stjóra „Glæpurinn sé rannsakaður – en hefnd sé ekki studd“ (Mbl. 22 sept. sl.), „Viðbrögð gegn voðaverkum“ eft- ir Þorvald Örn Árnason kennara (Mbl. 22. sept. sl.) og nú síðast grein Ragnars Stefánssonar jarðskjálfta- fræðings sem kallast „Mótmælum öll“ (Mbl. 28.sept.sl.). Allar þessar greinar eiga það sameiginlegt að tala um fyrirhugaðar hefndarárásir Bandaríkjanna. Í greinunum er eng- inn greinarmunur gerður á Banda- ríkjamönnum og hryðjuverkamönn- um og allar eru þær skrifaðar af mikilli dómhörku í garð þjóðar sem er í sárum eftir eitt mesta hryðjuverk mannkynssögunnar. Og síðan er í tveimur þessara greina talað um að hryðjuverkin séu framin af miklum „kjarki“. Það er óhuggulegt að þúsundir sak- lausra borgara þ.á m börn og konur, sem eiga sér einskis ills von, skuli myrt í varnarleysi sínu. Ef það er ekki heigulsháttur þá veit ég ekki hvað það er. Hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden lýsti árið 1998 „heilögu stríði“ yfir gegn Bandaríkjunum. Í þeirri yf- irlýsingu segir hann meðal annars: „að þeir muni ekki gera greinarmun á millum þeirra sem eru í herklæðum og óbreyttra borgara. Þeir eru allir skotmörk í þessu heilaga stríði“ (Mbl. 12. sept. sl). Voðaverkin hafa heldur ekki látið á sér standa, sprengingar í sendiráðum Bandaríkjanna í Tansan- íu og í Kenýa þar sem 224 létu lífið og þúsundir særðust þar af margir lífs- hættulega og svona mætti lengi telja. Rétt er að benda á, að Bandaríkin tilheyra varnarbandalagi NATO, sem er ekki hernaðarbandalag. Það hlýtur að teljast skylda hvers þjóðríkis að verja þegna sína sé á þá ráðist. Bandaríkjastjórn hefur þegar lýst því yfir að skotmörkin séu hryðjuverka- menn og þeir sem styðja og skjóta yf- ir þá skjólshúsi. Það er engu líkara en í hugum þeirra þremenninga séu Bandaríkjamenn og bandalagsþjóðir þeirra þegar búnar að gera sprengju- árásir á Afganistan en ekkert slíkt hefur þó enn átt sér stað eins og al- heimur veit, þvert á móti hafa Banda- ríkjamenn lagt mikið af mörkum til að styðja flóttafólkið frá Afganistan. Flestir vilja frið. Við Bandaríkja- menn viljum það líka. En spurningin er hvernig þeim friði er náð. Höfund- ar greinanna sem ég vitnaði í, tala um Bandaríkin sem blóðþyrsta þjóð og hrokafullt heimsveldi sem vilji ekkert nema stríð. Ég vísa slíkum fáránleg- um ásökunum algjörlega á bug. Bandarísk yfirvöld hafa ekki leyfi frekar en önnur ríki hins vestræna heims til að líta undan og leyfa hryðjuverkamönnum að vaða uppi. Hér verðum við að gera greinar- mun á siðferði einstaklinga og þjóða og þeim skyldum sem við höfum að gegna sem þjóð annars vegar og ein- staklingar hins vegar. Spurningin er því ekki um hefnd heldur hvort hern- aðaraðgerðir séu réttlætanlegar til varnar saklausum borgurum. Ég held að allir menn sem geta gert einhvern greinarmun á góðu og illu séu ekki í nokkrum vafa um að stríð gegn hryðjuverkum sé réttlætanlegt. Hér er um borgaralegt réttlæti að ræða sem byggist á því kristna boði að gæta náunga síns. Þess vegna er orð- ið „hefndarárás“ óskiljanlegt í þessu samhengi. Ekki ætla ég að skrifa fleiri greinar um þetta efni. Fyrir utan þær rang- færslur sem koma fram í þeim grein- um sem ég hef leitast við að svara vil ég ekki síður benda á að „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Í þessu landi búa ekki bara Íslendingar heldur einnig fólk af öðru þjóðerni og skulum við því umgangast hvert annað af virðingu og nærgætni. Ekki síst á þetta við þegar hræðilegir hlutir eins og þeir sem hér um ræðir eru til um- fjöllunar. Að lokum vil ég þakka ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fyrir þann stuðn- ing og vinarhug sem íslensk yfirvöld hafa sýnt þjóð minni á þessum erfiðu tímum. SÚSANNA BJÖRNSSON, Skagabraut 30, 250 Garði. Óskiljanlegar ásakanir í garð Bandaríkjanna Frá Súsönnu Björnsson: Reuters Spurningin er því ekki um hefnd, segir greinarhöfundur, heldur hvort hernaðaraðgerðir séu réttlætanlegar til varnar saklausum borgurum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.