Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 55
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 55 Einvalalið ungra listamanna skapar heillandi sýningu sem hlotið hefur frábærar viðtökur óperugesta. – töfraheimur á sviði Íslensku óperunnar Athugið breyttan sýningartíma. Þrjár söngkonur skipta með sér hlutverki þriðju meyjar. Sigrún Jónsdóttir tekur við af Sesselju Kristjánsdóttur 13. október og syngur á fimm sýningum en eftir það mun Sigríður Aðalsteinsdóttir syngja hlutverkið. Gefðu þig ævintýrinu á vald! Sími miðasölu: 511 4200 Marta Guðrún Halldórsdóttir nam söng í Reykjavík og München. Hún hefur sungið í óperum og söng- leikjum og lagt rækt við flutning samtímatónlistar jafnt sem barokk- og endurreisnartónlistar. Sesselja Kristjánsdóttir stundaði nám í tónmenntakennara- og söngdeildum Tónlistarskólans í Reykjavík og hefur nýlokið fram- haldsnámi í Berlín. Hún hefur sungið einsöngshlutverk í kirkjulegum verkum jafnt sem óperum. Þórunn Guðmundsdóttir lauk námi í söng og flautuleik frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík og doktorsprófi í söng frá Indiana University í Bandaríkjunum. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri og starfar nú sem söng- kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. ölvu- bókhald Markmiðið með þessu 96 kennslustunda námi er að þjálfa nemendur fyrir víðtæk tölvubókhaldsstörf í atvinnulífinu. Kennt er á “Navision Financials” með viðbótarlausnum sem skiptast niður í eftirfarandi námsgreinar: Nemendur sem sækja námið þurfa að hafa haldgóða tölvuþekkingu og skilning á bókhaldi. Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið sem hefjast 22. og 23. október. Upplýsingar og innritun í símum 544 4500 og 555 4980 og á www.ntv.is Grunnkerfi (6) Fjárhagsbókhald og launakerfi (36) Sölu- og viðskiptamannabókhald (24) Birgða,- innkaupa- og tollakerfi (30) Verklegar æfingar (kennslustundir í sviga): Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is n t v . is nt v. is n tv .i s Persónuleg og fagleg ráðgjöf Klipping innifalin Útsala á eldri birgðum Skólavörðustíg 10. Tímapantanir í síma 511 2100 HÁRKOLLUR NÝ GERÐ Dóróthea Magnúsdóttir og Hugrún Stefánsdóttir hárkollu- og hársnyrtifræðingar Nýjar vörur Heilsárskápur Ullarkápur, stuttar og síðar Stuttir kanínupelsar Ódýrir gervipelsar Úlpur — Jakkar Hattar — Húfur Silki — Sjöl — Slæður Kr. 21.900 Kamel Grátt Svart Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 MARGBLESSAÐUR og sæll! Í stuttu bréfi til þín langar mig að spyrja þig fáeinna spurninga. Þannig er nú mál með vexti að í flestum tilfellum tekur það 9 mánuði fyrir konu að ganga með barn, en í ör- fáum tilfellum fer konan fram yfir áætlaðan tíma og þá er allt gert sem í mannlegu valdi stendur til að grípa inní eða koma fæðingu barnsins af stað eins og það er kallað og hjálpa því í heiminn... En núna eru liðnir 11 mánuðir síðan lausir samningar urðu hjá sjúkraliðum, sem sagt tveir mán- uðir fram yfir eðlilega meðgöngu. Mig langar að spyrja, hvers eiga þeir að gjalda? Ég er sjúkraliði sem vinn næturvaktir á heimili fyrir fjölfatlaða. Það er líkamlega slítandi að vaka á nóttunni enda vaktavinna yfir höfuð slítandi, ekki bara fyrir okkur sjúkra- liðana heldur einnig fyrir okkar fjöl- skyldur. Hver vill fara í vinnu kl. 16 á aðfangadag þegar allur þorri manna er að undirbúa jólin og koma sér í sparifötin? Eða hver vill fara í vinnu á gamlárskvöld kl. 23 þegar allir aðrir eru að skjóta upp flugeldum? Eða hvaða barn eða maki vill segja bless og góða vakt á svona stundu við móð- ur eða maka? Já, þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. Ég held nefnilega að þið ráðamenn skiljið ekki fólk sem vinnur vaktavinnu... Maðurinn minn hefur verið vaktavinnumaður í mörg ár og þau ár sem ég var heimavinn- andi þegar börnin voru smá þurfti ég oft að óska manninum mínum gleði- legs árs á vaktaskiptum eða bíða með jólasteikina þangað til hann hafði tækifæri til að skjótast heim. Þetta voru leiðinlegustu tímar hátíðanna þegar útskýra þurfti fyrir börnunum að því miður væri vinnu pabba þannig háttað að við værum ekki eins og venjulegt fólk því að pabbi væri vaktavinnumaður. Núna er það ég sem er vaktavinnumanneskjan á heimilinu og strax er farið að spyrja: „Mamma, ertu að vinna á jólunum, eða ertu um áramótin?“ ... Svona er nú það... Svo er aldurinn farinn að færast yfir og það sem ég er orðinn uggandi yfir er, Geir: Hver verður til að hugsa um okkur í ellinni? Þannig er nú mál með vexti að sjúkraliðar eru sú stétt sem meðal annars hlúir að öldruðum, en þessi stétt er að deyja út. Þeir fáu sem læra sjúkraliðann nú- orðið skila sér illa út á vinnumark- aðinn, því unga fólkið vill fá mann- sæmandi laun, sem allir skilja. Þannig að við, þessi kynslóð, þú og ég, eigum kannski ekki eftir að hafa fagfólk til að hugsa um okkur í ellinni. Kannski verður þú svo brattur fram í andlátið, Geir, að þú þarft ekki á Elló? Það vona ég svo sannarlega fyrir þína hönd að Guð gefi. En ég veit ekki mína ævi sem betur fer og ég vona og bið Guð þess að ef ég verð það hrum að ég get ekki hugsað um mig sjálf eða mína nánustu þá vil ég, að ég og mitt fólk fái góða og faglega umönn- un. Þess vegna höfða ég til þín í dag að hætta að sýna sjúkraliðum þá lítils- virðingu, sem okkur hefur verið sýnd, með skeytingarleysi ykkar ráða- manna og hvet þig til þess að sjá svo til að samið verði við okkur strax og eigi seinna en strax og það myndar- lega. Við höfum setið eftir við samn- ingaborðið bæði núna og fyrir fjórum árum, en þá þurftum við að vera í 7 vikna verkfalli til að knýja á um nýjan samning. Guð blessi þig, Geir, og allt þitt heimili og ég bið þess að þér farn- ist vel í starfi. INGVELDUR TRAUSTADÓTTIR, Reyrengi 29, 112 Reykjavík. Opið bréf til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra Frá Ingveldi Traustadóttur: Ingveldur Traustadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.