Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 57 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert framsækinn og fylginn þér og átt því auðvelt með að fá aðra á þitt band. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er engin ástæða til að missa móðinn þótt eitthvað blási á móti um sinn. Þolin- mæði þrautir vinnur allar og þú skalt bara láta fara sem minnst fyrir þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gamall vinnufélagi skýtur upp kollinum og þú skalt taka hon- um vel því þið eigið eitt og annað sameiginlegt og getið því stutt hvor annan. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er ástæðulaust að láta einhverja drauga úr fortíðinni skemma fyrir sér. Gakktu í það að koma öllum málum á hreint svo þú getir snúið þér að framtíðinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að líta í eigin barm og athuga hvort þar sé ekki að finna einhverja orsök fyrir þeim erfiðleikum sem hrjá nú samband þitt við vini og vandamenn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gættu þess að tala ekki af þér því þér hefur verið trúað fyrir ýmsum málum sem ekki mega fara lengra jafnvel þótt nánir aðilar eigi í hlut. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Óvænt tækifæri berst upp í hendurnar á þér og nú hefur þú enga afsökun fyrir því að nýta þér það ekki. Farðu samt að öllu með gát því ekkert liggur á. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt það sé alltaf auðvelt að leita uppi gamlar lausnir er það lélegt til lengdar. Reyndu að temja þér ný vinnubrögð sem leiða til ferskra lausna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að hafa allt þitt á hreinu gagnvart yfirvöldun- um því það er ekkert grín þeg- ar einhver vitleysa fer af stað í kerfinu. Vertu þolinmóður. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er skynsamlegt að nema öðru hverju staðar og líta um öxl og gera sér grein fyrir þeim árangri sem náðst hefur á lífsleiðinni. Það gefur byr undir báða vængi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki hugfallast þótt þú þurfir að útskýra mál þitt oft- ar en einu sinni áður en þú færð samþykki fyrir fram- haldinu. Þolinmæði er þér sterkur lykill. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Stundum verða alls kyns tafir á hlutunum og þá er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir or- sökum þeirra. Ef þær eru ekki á þínu valdi skaltu bara anda rólega. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur slegið pappírsvinnu á frest en getur nú ekki lengur skotið þér undan henni. Það er líka þér og þínum fyrir bestu að þessi mál séu öll á hreinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 5. október, er fimmtug Þor- björg Magnúsdóttir, Vita- braut 1, Hólmavík. Eigin- maður hennar er Magnús Hans Magnússon rafvirkja- meistari. Þau taka á móti ættingjum og vinum á Veit- ingahúsinu Café Riis, Hólmavík, laugardaginn 6. október frá kl. 20. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Garða- kirkju af sr. Þórhildi Ólafs- dóttur Kristín Anna Þórar- insdóttir og Baldvin Valgarðsson. Heimili þeirra er á Hvammabraut 6, Hafn- arfirði. Mynd, Hafnarfirði. VESTUR opnar í fyrstu hendi á fjórum hjörtum og setur um leið af stað sérkennilega atburðarás, bæði í sögnum og úrspili: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ G5 ♥ 4 ♦ Á8653 ♣ ÁKD72 Vestur Austur ♠ – ♠ 10972 ♥ ÁG1097532 ♥ K6 ♦ DG9 ♦ 10742 ♣108 ♣G94 Suður ♠ ÁKD8643 ♥ D8 ♦ K ♣653 Vestur Norður Austur Suður 4 hjörtu 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Norður býður upp á lág- litina með fjórum grönd- um, en suður hefur aðrar hugmyndir um besta tromplitinn og nefnir spaðann á fimmta þrepi, sem norður hækkar í slemmu. Nokkuð óvenju- legt. Slemman er góð og borðleggjandi þegar allar hendur sjást. En sagn- hafi nýtur ekki slíkra forréttinda við borðið og hann þurfti að taka á öllu sínu til að bregðast við snjallri blekkingu aust- urs í fyrsta slag. Út kom hjartaás og austur lét kónginn undir! Vestur spilaði hjarta áfram og sagnhafi stakk frá með gosa. Þegar austur fylgdi lit í hjartanu í öðrum slag vöknuðu grunsemdir um að hann ætti öll trompin, en ekki er þó víst að sagnhafi hefði haft kjart til að djúp- svína áttunni í næsta slag. En á það reyndi ekki, því austur stakk spaðaníunni á milli. Sem voru mistök, eftir á hyggja. Sagnhafi yfir- tók næst tígulkóng og trompaði tígul. Fór svo tvisvar inn í borð á lauf til að trompa tígul tvisv- ar í viðbót. Enn komst hann inn á lauf til að spila úr blindum í þriggja spila endastöðu, þar sem austur átti 1072 í trompi, en suður ÁK8. Þrátt fyrir góða viðleitni fékk austur því engan slag á tromp. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp í net- keppni taflfélaga á Norður- löndum. Daninn, Poul Re- wits (2.311), hafði svart gegn Svíanum Miralem Dzevlan (2414). 16... Rc4!? Fórn þessi er allrar athygli verð, en þarf hvítur að þiggja hana og ef hann gerir það hef- ur svartur nægar bætur? 17. bxc4 bxc4 18. c3? Eftir þetta verður sókn svarts erfið viður- eignar. 18. Dc3 hefði verið ákjósan- legra þar sem 18. ...Db6 gæti verið svarað með 19. Da1 og er þá óvíst hvort svartur hafi nægar bætur fyrir manninn. 18. ... Da5 19. Dc2 Ba3+ 20. Rxa3 Dxa3+ 21. Kd2 Hb2 22. Hb1 Hxc2+ 23. Kxc2 Da4+ 24. Kc1 0-0 25. g4 Dxa2 26. Hb2 Da1+ 27. Kc2 Da4+ 28. Kd2 Rg7 29. Bh4 c5 30. Bf2 f6 31. Be3 fxe5 32. dxe5 d4 33. cxd4 cxd4 34. Bxd4 c3+ 35. Kxc3 Hxf4 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessir duglegu krakkar gengu í hús og seldu listaverk eftir sig sjálf og söfnuðu 2.209 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru, talið frá vinstri: Guðrún Ósk Leifsdóttir, Elín Hulda Harðardóttir, Elísabet Kristín Kristmundsdóttir og Jóhannes Fossdal Birkisson. Á bak við þau stendur formaður Húnavatnsdeildar Rauða kross Íslands. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson LJÓÐABROT STÖKUR Ei mun hraun og eggjagrjót iljum sárum vægja. Legg ég upp á Leggjabrjót. Langt er nú til bæja. * Hávært tal er heimskra rök. Hæst í tómu bylur. Oft er viss í sinni sök sá, er ekkert skilur. * Herðir frost og byljablök. Ber mig vetur ráðum. Ævi mín er vörn í vök. Vökina leggur bráðum. Örn Arnarson. Til styrktar Rauða krossinum MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Opið laugardag frá kl. 10—16 FYRIR VERÐANDI MÆÐUR BUXUR NÝ SENDING margar stærðir - gott verð Opið virka daga frá kl. 10—18 laugardaga frá kl. 10—14 ÍSLAND OG ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, verður framsögumaður á opnum hádegisverðarfundi á Hótel Borg föstudaginn 5. október kl. 12-13.30 Nú eru utanríkismál í brennidepli og nauðsynlegt að ræða stöðu Íslands á viðsjárverðum tímum í alþjóðamálum. Utanríkisráðherra mun fjalla um þessi mál og ræða auk þess stjórnmálaviðhorfin við upphaf Alþingis en margir spá nú tíðindaþingi á komandi vetri. Hádegisverður kostar kr. 1.400 og eru allir velkomnir. Fundarboðandi er Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g a r g ja fa vö ru r Mokkabollar kr. 1.850 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. PASTAPOTTAR 4.5l og 7l, 18/10 stál Verð frá 7.900 PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.