Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 61
S k r á n i n g e r í s í m a 5 6 5 - 9 5 0 0
Hraðlestrarnámskeið
Lestur er undirstaða alls náms.
Lestur er undirstaða flestra starfa.
Er ekki kominn tími til að þú aukir afköstin?
HRAÐLESTRARSKÓLINN
w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s
Lansinoh
brjóstaáburður
lekahlífar
brjóstahaldara
brjóstagjafabolir
náttkjólar
Mæður með börn á brjósti
Apótek - Þumalína - Mjaltavélaleigan Garún
http://ymus.vefurinn.is BRJÓSTAGJAFARÁÐGJÖF
Eldhús- og baðinnréttingar
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
01
D
V
R
07
8
Innréttingar – Raftæki – Hreinlætistæki
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18,
laugard. kl. 10-14
- trygging fyrir l
águ
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
www.heildsoluverslunin.is
Allt
að 3
0%
afsl
áttu
r í o
któb
er
ÞESSI frumraun raftónlistar-
mannsins Salomon Kubl er með
snotrari heimaalningum sem ég hef
séð. Frá A til
Ö er þetta gert
í höndunum að
heita má; disk-
urinn brennd-
ur, umslag lit-
ljósritað (prýtt
mjög smekk-
legri mynd) og
diskurinn
sjálfur merktur með límmiða sem á
er krotað með trélitum. Vel heppnað
listaverk að öllu þessu leyti. En lít-
um nú samt til tónlistarinnar; ætli
hún skipti nú ekki einhverju.
Á 003 er að finna átta lög, hvers
titlar eru öll leikur að tölunni 003
(t.d. „;;;;003.“, „=003’“ og „,0
Eins og nærri má geta þegar ung-
ir listamenn eru nýbyrjaðir að at-
hafna sig gætir oft sterkra ítaka frá
öðrum ráðsettari listamönnum inn-
an svipaðs geira. Hentitaktar hinnar
áhrifaríku sveitar Autechre eru Sal-
omoni t.d. greinilega innblástur og
stundum hljómar hann eins og villu-
ráfandi og grófur Aphex Twin (les-
ist sem hól).
Hér er talsvert um stílaflökt og
margar og mismunandi stemmur
eru keyrðar. Sumar þeirra, eins og
t.d. „„003“, eru skemmtileg tilbrigði
við taktfléttur Autechre-manna á
meðan „./003,.“ er aftur á móti
skreytt frumlegri og furðukenndri
melódíu sem er algerlega „kublísk“.
Í „=003’“ er svo búinn til mergjaður
hljóðheimur þar sem hlustanda líður
eins og hann sé vitstola vitni að
hinstu andköfum deyjandi kafara …
já, eða þannig.
Tónlistin hér er vélkennd; bæði
dulmögnuð og drungaleg. Henni er
gjarnt að vera sértæk og myrk og
óvæntir krókar og beygjur eru ein-
att handan við hornið. Kubl fer hér
því grýttan rafstíg og virðist þar á
heimavelli. Diskurinn ber með sér
sterkan og heillandi blæ þar sem
Salomon nær að gæða verkið per-
sónulegri hulu, þrátt fyrir auðheyr-
anlega áhrifavalda. Þetta er verkinu
mikill styrkur.
Tvö eða þrjú lög fljóta að vísu
nokkuð tilþrifalítið framhjá en ríf-
legur hluti plötunnar heldur hlust-
anda vel við efnið, flest lögin bæði
forvitnileg og spennandi og bera
skapandi hugsun vitni. 003 er því á
heildina litið vel heppnað og
ánægjulegt ferðalag í útnára sam-
tímaraftónlistar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Salomon Kubl
Veggjakrot,
stéttarkrot
Arnar Eggert Thoroddsen
Salomon Kubl
003
The JB project rec.
003, geisladiskur raftónlistarmannsins
Salomon Kubls. 40:25 mínútur.
Tónlist
Ástarflækjan
(Tangled)
Spennumynd
Leikstjórn Jay Lowi. Aðalhlutverk Rach-
ael Leigh Cook, Shawn Halosy og Jonath-
an Rhys-Meyers. (90 mín.) Bandaríkin
2001. Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
ÞESSA má upp að vissu marki
flokka með öldu unglingahrollvekja
sem riðið hefur yfir undanfarin ár í
kjölfar velgengni
Scream-myndanna
og I Know What
You Did Last
Summer. Hér eru
þó engir draugar
eða brjálaðir
fjöldamorðingjar
heldur er það
ungt, fallegt,
ástríðufullt en um
fram allt venjulegt fólk sem lætur
tilfinningarnar hlaupa með sig út í
gönur.
Plottið virðist næsta hefðbundið.
Stelpa og strákur verða bestu vinir
en um það leyti sem ástin virðist
vera komin í spilið birtist þriðji að-
ilinn, snælduvitlaus og ómótstæði-
lega heillandi vinur stráksins og
ástarflækjurnar hefjast.
Það er margt ágætt við þessa
annars alltof formúlukenndu ung-
lingamynd. Leikurinn er t.a.m.
nokkuð yfir meðallagi, sérstaklega
hjá Rhys-Meyers, þeim er skaust
fram á sjónarsviðið sem Bowie-týp-
an í Velvet Goldmine. Þar að auki
heldur myndin manni örugglega frá
upphafi til enda, sem verður að telj-
ast kostur þegar litið er til þess
hversu fyrirsjáanleg fléttan er.
Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Hættuleg
ást