Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SURVIVOR er ein söluhæsta breið- skífa ársins, aðallega í krafti smá- skífanna þriggja „Independent Women Part I“, „Bootylicious“ og svo að sjálfsögðu titillagsins al- ræmda. Vissulega kröftugir og skot- heldir smellir sem þola ofspilunina furðuvel, sérstaklega í sjónvarpi þegar fallegs og taktfasts limaburð- ar stúlknanna þriggja fær notið. Það er þó sem betur fer miklu meira sem þær hafa upp á að bjóða. Hæfileik- arnir leyna sér ekki, sérstaklega hjá forsöngvaran- um Beyoncé, sem er, hvað svo sem stúlkurnar tauta og raula gegn slíku hjali, ekkert annað en rakin Diana Ross eða eiginlega frekar George Michael, því hún er meðhöfundur flestra laga og var með fingurna í upptökustjórninni líka. Sólóferill þar innan seilingar, sannið þið til. Þrátt fyrir ótvíræða sönghæfileika og augljósan tónlistarþroska verður ekki hjá því komist að telja Survivor standa síðustu plötu stúlknanna Writing on the Wall töluvert að baki, einkum vegna veikari lagasmíða og minni ferskleika sem einmitt ein- kenndi fyrri plöturnar.  Tónlist Þroskuð örlagabörn Destiny’s Child Survivor Sony/Skífan Þriðja plata heitustu R&B stúlknasveitar í dag. Segjast sjálfstæðar og geta alveg komist af án karla. Skarphéðinn Guðmundsson SHARON Stone undirgengst nú rannsóknir eftir að blætt hafði inn á heila hennar. Hún var flutt með hraði á spítala um helgina þegar hún kvartaði undan sárum verkjum í höfði. Við rannsókn kom í ljós að væg heilablæðing hefði átt sér stað. Stone viðurkennir að hafa verið af- ar heppin að blæðingarnar urðu ekki meiri. Þó er enn ekki komið í ljós hvort hún hljóti varanlegan skaða af. Það á ekki af þeim hjónum að ganga, Stone og Phil Bronstein, yf- irritstjóra San Francisco Chronicle. Stutt er síðan hann þurfti að fá að- hlynningu á spítala eftir að Komodo- drekaeðla hafði ráðist á hann í dýra- garði og bitið hann í fótinn. Við það tilefni lét Stone þau orð falla að það væri aldeilis munur, nú til dags, að eiga riddara sem verndaði konu sína gegn drekum. Stone hætt komin Reuters Lánlítil en lífsglöð hjón. Fékk heila- blæðingar HANN er óneitanlega stórbrotinn fugl; hinn óttalausi leiðtogi Jethro Tull, Ian Anderson. Allt frá því að fyrsta platan, This Was, kom út árið 1968, hefur hann stýrt hinni fjöl- kunnugu Tull-kerru í gegnum súrt og sætt; yfir fjöll og firnindi og meira en 30 tónleika-, hljóðvers- og safnplötur. Fyrir stuttu var enn ein safn- platan gefin út og vekur það nánast furðu því þær eru þó nokkrar fyrir eða fimm talsins. Það er nú ekki beint fyrir frumlegheitunum að fara hvað titilinn varðar heldur (The Very Best Of). En tónlistin stendur að sjálfsögðu fyrir sínu og vel það. Ian Anderson gerir grín að þess- ari safnplötumergð í meðfylgjandi bæklingi og segir að þetta sé sú síð- asta ... í bili allavega. Platan inni- heldur annars sígild Tull-lög eins „Living In The Past“, „Aqualung“, „Thick As A Brick“, „Bourée“og „Heavy Horses“ og er nokkuð skot- heldur inngangur að listfengi þess- arar sérstæðu sveitar. Þess má að lokum geta að í kjöl- far safnplötunnar hafa fyrstu þrjár plötur Tull, This Was (1968), Stand Up (1969) og Benefit (1970) verið endurútgefnar með bættum staf- rænum hljómgæðum. Fylgist með frá byrjun ... Ný safnplata með Jethro Tull Ian Anderson, hinn dulúðugi leiðtogi Jethro Tull. Líf í hið liðna HUGSAÐU STÓRT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.