Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/RAX Styttist í opnun TÆP vika er nú þar til verslun- armiðstöðin Smáralind verður opnuð í Kópavogi. Framkvæmdir ganga vel og eru samkvæmt áætl- un svo allt ætti að verða klappað og klárt fyrir opnunardaginn 10. október. Fjöldi manns vinnur þessa dag- ana hörðum höndum við margs konar frágang, jafnt innan dyra sem utan. Þessir félagar voru önnum kafnir við vinnu að gang- stétt utan Smáralindar er ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði í gær og nutu þeir félags- skapar hunds sem tók lífinu með mestu ró þrátt fyrir mikinn eril við þessa stóru verslunarmiðstöð.  Snarpur lokasprettur/6 BANDARÍSK stjórnvöld fóru í gær fram á að Atlantshafsbanda- lagið veiti þeim aðstoð við und- irbúning mótsvars við árásum hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september sl. Vegna beiðninn- ar gekk í gildi 5. grein stofnsátt- mála bandalagsins, um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll, en hún kveður á um slíka aðstoð. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra var rætt um þessa aðstoð á vettvangi NATO í gær. Hins vegar hefur engin beiðni enn komið fram um beina hernaðaraðstoð af hálfu NATO, enda hafa engar hernaðaraðgerðir svo vitað sé verið ákveðnar, að hans sögn. Að sögn utanríkisráðherra er annars vegar um tvíhliða sam- skipti að ræða. ,,Þar erum við að tala um að upplýsingaskipti verði aukin og að hægt verði að beina stuðningi til bandalagsríkja og annarra ríkja, sem kunna að sæta aukinni ógn fyrir það að standa með okkar vina- og bandalags- þjóð,“ segir hann. Einnig er um að ræða að örygg- isgæsla við mannvirki Bandaríkj- anna og bandalagsins í viðeigandi gistiríkjum verði efld. ,,Það getur líka verið um það að ræða að aðild- arríki hlaupi í skarðið vegna þess að það þurfi að flytja til aðra aðila, hugsanlega í Bosníu og í Kosovo. Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir kunni að þurfa að flytja menn það- an vegna þessa ástands. Þetta felur það líka í sér að veittar séu ótakmarkaðar heimildir til yfirflugs bandarískra véla í ríkj- um bandalagsins og það séu veitt- ar heimildir til að nota hafnir í bandalagsríkjunum, meðal annars til eldsneytistöku. Þetta getur líka falið það í sér að fastafloti banda- lagsins sé í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda og ratsjárflugvélar séu til afnota,“ segir Halldór. Sjálfstæð ákvörðun um beina þátttöku í aðgerðum ,,En það hefur enn sem komið er ekki komið fram beiðni af hálfu Bandaríkjanna um beina þátttöku bandalagsins í aðgerðum. Það er sjálfstæð ákvörðun og er undir hverju ríki komið. Það er nátt- úrlega alveg ljóst að bandalags- ríkin hafa miklar siðferðislegar skuldbindingar gagnvart Banda- ríkjunum og ber að hjálpa þeim og aðstoða eftir því sem við verður komið í þessari baráttu við hryðju- verkastarfsemina í heiminum. Það vill svo vel til að nánast öll heims- byggðin og allar helstu alþjóða- stofnanir hafa einsett sér að taka þátt í þessari baráttu af fullum krafti,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra um aðstoð aðildarríkja NATO við Bandaríkin Heimildir til yfirflugs og að- staða í höfnum Keflavíkurverktakar Telur yfir- tökutilboð of lágt KAUPÞING hefur, fyrir hönd Eisch Holding S.A., gert hluthöfum í Keflavíkurverktökum tilboð um kaup á hlut þeirra í félaginu á geng- inu 4,6 og rennur tilboðið út 1. nóv- ember. Guðrún Jakobsdóttir, stjórnarfor- maður félagsins og dóttir Jakobs Árnasonar, sem á 11,29% hlut í Keflavíkurverktökum, segir að menn muni nú taka sér tíma til þess að íhuga stöðuna. Hún tekur hins vegar fram að sér þyki verðtilboð Eisch Holding of lágt miðað við eign- ir, stöðu og framtíðarmöguleika Keflavíkurverktaka.  Yfirtökutilboð/C16 Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli Bandarísk yfirvöld gerðu úttekt SENDINEFND frá bandarísku flugmálastjórninni gerði á þriðjudag óvænta úttekt á öryggismálum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli. Hafa bandarísk flug- málayfirvöld gert slíkar úttektir víða um heim að undanförnu, í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra upplýsti þetta í umræðum um hryðjuverkin í Bandaríkjunum og áhrif þeirra á Alþingi í gær. Komi í ljós að öryggismál séu ekki í full- nægjandi horfi getur slíkt leitt til þess að allt flug verði bannað frá við- komandi flugstöð til Bandaríkjanna, að því er fram kom í ræðu utanrík- isráðherra. „Þessi yfirvöld voru mjög ánægð með aðstæður á Keflavíkurflugvelli. Það sýnir að við höfum brugðist þar rétt við,“ sagði Halldór.  Þjóðir heims /34 RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið umfangsmiklar breytingar í skatta- málum fyrirtækja og einstaklinga sem kynntar voru í gær. Meðal að- gerða sem ákveðið hefur verið að lögfesta er lækkun tekjuskatts fyr- irtækja úr 30% í 18% um næstu ára- mót, lækkun eignarskatta einstak- linga og fyrirtækja úr 1,2% í 0,6% miðað við árslok 2002 og niðurfelling sérstaks eignarskatts fyrirtækja og einstaklinga (Þjóðarbókhlöðuskatts- ins) við árslok 2002. Skattlagning húsaleigu- bóta afnumin Skattlagning húsaleigubóta verð- ur afnumin frá og með árinu 2002. Frítekjumörk í sérstökum tekju- skatti einstaklinga (hátekjuskatti) hækka um 15% vegna tekna á árinu 2001. Fríeignarmörk í eignarskatti og sérstökum eignarskatti einstak- linga hækka um 20% vegna eigna í árslok 2001 til þess að koma í veg fyrir að hækkun fasteignamats leiði til hækkunar eignarskatta á næsta ári. Þá verður lögfest 0,33% lækkun tekjuskatts einstaklinga 1. janúar næstkomandi, sem áður hafði verið ákveðin. Verðbólgureikningsskil verða af- numin frá 1. janúar 2002 og fyrir- tækjum verður heimilað að færa bókhald og ársreikninga í erlendri mynt frá 1. janúar 2002. Á móti þess- um breytingum mun tryggingagjald, sem leggst á launagreiðslur atvinnu- rekenda, hækka um 0,77% frá 1. jan- úar 2003. Heildarupphæð þess er um 2,5 milljarðar. Þá hefur verið ákveðið að lækka stimpilgjald frá og með 1. janúar 2003, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Áætlað er að heildarskattalækkunin (brúttó) nemi um 7,5 milljörðum kr., en talið er að tekjur ríkissjóðs muni minnka um 3,5 milljarða kr. fyrst í stað, þegar tekið hefur verið tillit til veltuáhrifa og annarra þátta. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að þetta séu viðamestu skatta- lækkanir í umhverfi íslenskra fyrir- tækja og einstaklinga sem átt hafa sér stað í háa herrans tíð. Eftir að þessar skattalækkanir kæmust til framkvæmda yrðu tekjuskattar á fyrirtæki meðal samkeppnislanda okkar lægstir á Íslandi. ,,Ríkissjóður stendur vel og hann hefur efni á svona skattalækkun. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hér er ekki um að ræða skattalækkanir sem nauðsynlega kalla á einhvern niðurskurð annars staðar,“ segir Geir H. Haarde fjár- málaráðherra. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir aðgerðirnar fyrst og fremst miða að því að gera íslenskt skattaumhverfi samkeppn- ishæfara í alþjóðlegri samkeppni. ,,Á heildina litið sýnist mér að rík- isstjórnin sé með þessum aðgerðum í skattamálum að koma til móts við okkar sjónarmið og því ber að fagna,“ segir Finnur Geirsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, gagnrýnir breyt- ingarnar og segir að aðgerðir stjórn- valda eigi fremur að miða að því að ná tökum á verðbólgunni og sam- bandið leggi einnig mikla áherslu á lækkun vaxta. Tekjuskattar fyrirtækja lækka úr 30% í 18%  Skattalækkanir/10 Frítekjumark hátekjuskatts hækkar – eignarskattar lækka ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.