Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 2
Laugardagur 5. janúar 1980 #.*»«,***♦' > > 2 „Ég býst við að Þórbergur hafi verið iítt hrifinn af þvi að sitja inni á kontór við skrifstofustörf. Verslunarstéttin var ekki hátt skrifuð hjá honum og varla skipaði Verslunarskólinn hærri sess i huga hans/ en Kennaraskólinn á sínum tima". Þaðer Emil Gunnar Guðmundsson sem hugleiðir hagi sina út frá sjónarhorni Þórbergs Þórðarsonar. Emi fer með hlutverk Þórbergs á yngri árum í leik- riti Leikfélags Reykjavikur Ofvitanum. Emil starfar á skrifstofu hluta úr degi og er einnig með verslunarpróf frá Verslunarskóla Is- lands/ en þaðan útskrifaðist hann 1973. „Meðan ég hef ekki meira að gera í leiklistinni/ þá fannst mér ótækt annað en vinna eitthvað með. Ég er sáttur við þessi störf og f innst þau ekki verri en hver önnur". Rauði hárlubbinn Emil Gunnar þurfti að breyta útliti sinu töluvert þegar hann tók við hlutverki sinu i Ofvitan- um. Hann er ljósskolhærður með hrokkið hár, en nú hefur orðið breyting þar á. Fyrir framan okkur situr rauðhærður strákur með slétt hár. Að visu hefur ekki tekist að slétta alveg úr lokkunum, þeir viljá gæg jast fram þrátt fyrir slétta perman- entið sem sett var i hár hans. ,,Mér finnst sjálfsagt að breyta útliti leikara, ef það er til bóta fyrir hlutverkið. Nú erum við tveir hjá Iðnó sem þurftum að lita á okkur hárið. Hinn er Hjalti Rögnvaldsson, en hann þurfti að láta dekkja töluvert sitt hár fyrir hlutverkið i Er þetta ekki mitt lif. Hjalti liggur i rúmi allt leikritið út i gegn. Með þvi að dekkja hárið, virðist hann fölari og skilin verða skarpari i samanburði við hvitann kodd- ann. Þórbergur minnist oft á rauða hárlubbann sinn i bókum sinum, og hvað það sé voðalegt að vera þessi rauðhaus. Það mátti þvi til aö breyta háralitnum og ég býst varla við þvi að ég losni við rauða hárið i vetur. Eina at- hugasemdin sem ég fékk eftir breytinguna ef var sú að móðir min skellti upp úr þegar hún sá mig eftir meðferðina. Kunn- ingjar og vinir láta sér fátt um finnast”. Vorum óskaplega svart- sýn. „Eftir að ég lauk námi i veldara fyrir karlmenn að fá hlutverk hjá atvinnuleikhúsun- um, við erum færri en stelp- urnar sem hafa útskrifast sið- ustu árin. Víxlar og hlutverk. En hvernig fara ungir leikara að koma sér á framfæri? Fara þeir i leikhúsin og sækja um vinnu? Emil finnst þetta skrýtnar spurningar, ef dæma má af svipnum. „Auðvitað getum við farið i leikhúsin og látið vita af okkur. Við getum lika farið til banka- stjóra, en það er ekkert vist að við fáum vixilinn sem við biðj- um um. Leikstjórar i leikhúsunum nota sem mest fastráðna leik- ara viö húsin. En þeir leita einnig oft út fyrir þann hóp og þá fáum við sem fyrir utan stöndum tækifæri. Hvaö varðar hlutverk mitt i Ofvitan- um, þá hafði Kjartan Ragnars- son leikstjóri samband við mig i sumar. Þetta fannst mér mjög spenn- andi verkefni og reyndi að gera mitt besta. Að nálgast hlutverkið. Leikhúsmenn og leikstjórar hafa haft uppi kenningar um það hvernig leikari nálgast hlut- verk sitt. Hinn frægi rússneski leikstjóri Stanislavsky setti fram þá kenningu að leikarinn ætti að lifa sig algjörlega inn I hlutverk sitt. En hvernig nálgast Emil hlutverk sitt i Of- vitanum.? „Þegar Kjartan hafði talað við mig i sumar, þá fór ég að kynna mér verk Þórbergs, en Emil Gunnar þurfti að láta lita hár sitt rautt og slétta það með permanenti, fyrir hlutverkið I Ofvitan um. Verslunarskólanum, þá stóð ég frammi fyrir þvi að taka ákvörðun um áframhaldandi nám, eða fara út i atvinnulifið. Ég hef haft áhuga á leiklist lengi og lék bæði i barnaskóla og á skemmtikvöldum og nemenda- mótum i Verslunarskólanum. Ég ákvað aö leggja áhugann undir próf og fór i Leiklistar- skóla Sál. Siðan var hann sam- einaður Leiklistarskóla leikhús- anna og gerður að rikisskóla. Eftir þvi sem árin urðu fleiri við leiklistarnámið jókst áhug- inn. Við höföum mjög mikið að gera og reyndar stundum einum of mikið. Sem dæmi um það má nefna að á einni önninni mætt- um viö I skólann klukkan átta á morgnana og hættum ekki fyrr en klukkan ellefu á kvöldin. Viö vorum tólf i minum hópi og máttum litið vera að þvi að hugsa alvarlega um framtiðar- áformin. En þegar viö gerðum það vorum þaö óskaplega svart- sýn. En reyndin hefur orðið sú að við höfum fengið að spreyta okkur. Flest hafa leikiö hjá Al- þýöuleikhúsinu, en þar hefur verið mikil gróska undanfarin ár og einnig hafa boðist hlutverk hjá Þjóöleikhúsinu og Iönó. Annars held ég að það sé auð- — segir Emil Gunnar Guómundsson sem ieikur Þórberg yngri i Ofvitanum áður hafði ég ekki lesið þau öll. Ég er ekki það reyndur leikari að ég hafi ákveðnar hugmyndir eða reglu hvernig á að nálgast hlutverkið. Leikstjóri hjálpar til og útskýrir það og ég reyna að gera eins vel og ég get. Þetta hlutverk varð þess valdandi að ég hef reynt að kynna mér sem flest i sambandi við Þórberg. Þrátt fyrir þennan mikla áhuga minn á Þórbergi og verkum hans, þá vil ég nú ekki meina að ég nálgist kenningu Stanislavskys. Það hefur hver leikari sinn háttinn á að nálgast verkefni sitt og sama má segja um leikstjórana. Ekkert óskahlutverk. Nú hafa verið rúmlega 30 sýn- ingar I Iðnó á Ofvitanum. „Það ergaman að fá tækifæri til að leika hlutverkið þetta oft. Vonandi færist þetta til betri vegar með hverri sýningu. Sýn- ingarnar þróast og maður reyn- ir að halda þvi sem búið er að ná, en samt sem áður er hver sýning ólik annarri. Ég hef ver- iðsvo heppinn að vera hrifinn af þeim hlutverkum, sem ég hef fengið. Það er alltaf gaman að kynnast nýjum, en ég á mér ekkert óskahlutverk”. — KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.