Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 19
vtsm Laugardagur 5. janúar 1980 Hiröin I Vinarborg er sýnd sem hópur uppblásinna monthana og eitt bráöfyndiö atriöi sýnir til- raun Salieris til aö draga konu Mozarts, Constanze sem Feli city Kendall leikur listavel, á tálar. „Þungamiöja leiksins,” segir Shaffer sjálfur, „er samband hæfileika og snilligáfu, og einnig sambands siögæöis viö listina. Salieri er vandaöur maöur og gæfur aö eölisfari en spilltur vegna umhverfisins og svika sinna viö guö, aö þvi er hann tel- ur. öjöfnuöur heimsins er fólg- inn i yfirlýsingunni:Andinnblæs þangað sem honum þóknast. Salieri kallar til guös: nei! Hann hlýtur aö lúta dyggðinni eöa blása ekki aö öörum kosti. En guö er annaöhvort þögull eöa þá hann segir, nei, hann blæs þangað sem ég sendi hann. A hvorn veginn sem er er þetta hræöileg aöstaöa.” Öfullgert leikrit, byggt á mýt- unni um Faust og samninginn viö Satan, er hluti „Amadeus- ar”. En hvernig myndi Shaffer sjálfur kjósa ef hann ætti aö velja milli dyggöarinnar eöa listarinnar? „Ég held ég myndi kjósa dyggöina”, segir hann. „Innst inni nýt ég lífsins. Þegar ég var 20-30 ára gamall fann ég ekki, þó undarlegt megi teljast, hversu unaöslegt það er aö vera lifandi. Aö vera lifandi tilfinn- ingavera. Þaö geri ég nú.” Þegar „Equus” sló í gegn, en þaö var sýnt i þrjú ár á Broad- way, varö Shaffer umkringdur mönnum sem sögöu viö hannn: „Rétt hjá þér, gamli! Það sem þú meinar er aö hver er sjálf um sér næstur, hver skuli gera sem honum lystir!” Hann varö skelfingu lostinn. „Rök, þolinmæöi og umburö- arlyndi eru heilagar dyggðir. Næstum einu dyggöir mann- kyns til aö berjast gegn vaxandi hysterlu i heiminum,” segir hann. Hann er gersamlega laus viö listræna öfund sem hrjáir Salieri og telur aöra rithöfunda ekki keppinauta sina sem hon- um beri að slá út. „Þaö er fá- ránleg afstaöa”, segir hann. „Þegar ég sé eitthvaö sem heill- ar mig mjög hugsa ég meö mér hvaö þaö væri dásamlegt aö vera höfundur þessa. En svona á heildina litiö þá held ég ég sé ánægöur meö að vera ég!” Út gengur hamingju samur maöur. Salieri I sjálfsmoröshugleiöingum en hann leikur Paul Scofield frá- bærlega. .. Kxmftnar 19 Dan Fogelberg — Phoenix Fínleg og fágud tónlist Dan Fogelberg ákvaö snemma aö leggja listina fyrir sig. Ekki tónlist þó eins og margur myndi ætla, heldur málaralist. Og hann var raun- ar langt kominn meö námiö i háskólanum 1 Illinois, þegar hann söölaöi skyndilega um og snerisér aö tónlist. Hann byrj- aöi á þvi aö fara meö Van Morrison i hljómleikaferö en tók siöan stefnuna til Nash- ville, hvar hann hitti Norbert Putnam sem siðan stjórnaöi upptöku á fyrstu plötu hans. Næstu tvö árin starfaði Fogelberg sem stúdióhljóö- færaleikari (hann leikur bæöi á hljómborö og gitar) en áriö 1973 geröist Irv Azoff umboös- maöur hans og stjórnaöi sjálf- ur upptöku á næstu plötu hans, þeirri er straumhvörfum olli i lifi hans. Hljómleikaferö meö Eagles fylgdi I kjölfariö og þriöja plata hans, „Captured Angel” þvl næst. Áriö 1971 kom ungur bandariskur tón- listarmaöur fram á sjónar- sviöiö meö frumraun sina á hringlaga skifu. Hún hét „Homefree” og hann heitir Dan Fógelberg. Þrátt fyrir aö platan hlyti harla litlar vin- sældir lagöi Dan slöur en svo árar I bát. önnur plata hans, „Souvenirs” (1974), vakti mikla athygli og umtal. Meöal þeirra sem lögöu gjörva hönd á þaö verk voru liösmenn Eagles, gitarleikarinn Joe Walsh (sem siöar geröist meö- limur Eagles) og Graham Nash (úr Crosby, Stills, Nash & Young). Af nöfnum þessara Dan Fogelberg vel þekktu tónlistarmanna má ráöa stefnu Dan Fogelbergs I tónlistarsköpun, — kántri- rokkið. „Souvenirs” vakti allmikla athygli hér á landi og vist er að Dan Fogelberg, þó hógvær sé og litillátur, á sér traustan aödáendahóp hérsem annars s ^ ösr Ariö 1977 kom út fjóröa platan, „Netherlands”, áriö þar á eftir kom út plata meö honum og flautuleikaranum Tim Weisberg, ,,Twin Sons Of Different Mothers”, sem vakti heimsathygli og gifurlegar vinsældir. A dögunum, — þó á siöasta ári — sendi Fogelberg frá sér nýja plötu, .„Phoenbc” hljómplcrtan Gunnar Saivarsson skrifar. aö nafni, sem sver sig mjög I ætt við fyrri verk hans. Dan Fogelberg er mjög virt- ur tónlistarmaöur, tónlist hans er fi'nleg og fáguö, engin ærsl né læti, en kannski ögn dreymandi. Þaö þarf aö gefa sjálfum sér góöantlma ognæöi til aö hlusta. En geri menn þa ö ávaxta þeir líka rikulega. —Gsal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.