Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 20
vísm
Laugardagur
5. janúar 1980
hœ kicckkar!
Á morgun er þrettándinn, sið-
asti dagur jóla. Þá var sagt,
að siðasti jólasveinninn hyrfi
úr byggð og til sinna heim-
kynna. Á þrettándanum eru
viða hafðar álfabrennur og
ýmislegt gert til hátiðabrigða.
Sagan, sem birtist hér á sið-
unni i dag heitir Þrettándinn
og er i bók, sem kom út árið
1921 hjá Bókaverslun Guð-
mundar Gamalielssonar, en
það var ein af helstu bókabúð-
um i Reykjavik þá. Bókin heit-
ir Barnasögur og smákvæði og
er eftir Hallgrim Jónsson, sem
var skólastjóri i Miðbæjar-
skólanum i Reykjavik. Vafa-
laust koma fyrir nokkur orð i
Umsjön: Anna
Brynjúlfsdóttir
sögunni, sem þið ekki skiljið,
t.d. rambús en þá getið þið
spurt mömmu, pabba, ömmu,
afa, eða kannske langömmu
eða langafa, hvort þau viti,
hvað orðið þýðir.
Sagan er dálitið stytt.
ÞRETTÁNDINN
Amma gamla segir eftirfar-
andi sögu:
Foreldrar minir bjuggu uppi
i sveit. Fólkið var fátt, ein
vinnukona og smali, fyrstu ár-
in. Ég er fædd að Fossi.
Vetrarharðindi voru mikil
þar. Það voru ekki ætið blið-
viðri um þrettándann. En ég
man sérstaklega vel eftir hon-
um. Hann er afmælisdagurinn
minn.
Já, það var nógu sögulegt,
þegar ég fæddist.
Mamma sagði mér margoft
frá þvi. Sögu hennar kann ég
alveg orðrétta.
Það var öskubylur á norðan
daginn áður, þá var sunnu-
dagur. Pabbi minn og smalinn
flýttu sér að ljúka húsa-
verkunum. Pabba og mömmu
hafði verið boðið að koma
fram að Seli seinni hluta
sunnudagsins, til þess að spila
alkort. Guðmundur smali og
pabbi voru búnir að húsaverk-
um á nóni.
Mamma tók á móti þeim,
þegar þeir komu alfenntir
heim úr hriðinni.
,,Ég held við förum ekki
frameftir i þessu veðri” hafði
pabbi sagt, þegar hann kom
upp i baðstofuna.”
,,Ég hefði nú ekki farið
langt”, sagði mamma, „þó
betra hefði verið. Er fært fram
að Seli i þessu veðri, þegar
ekkert liggur á?”
„Fært, maður guðs og lif-
andi, já, ég held það. Það er
hægt að styðja sig við hlíbina,
svo að segja og ganga með, og
ekki er vandi að finna Selbæ-
inn”.
„Viltu þá ekki lofa honum
Munda með þér, ef þú heldur,
að það sé fært, hann fær aldrei
neitt að fara, greyið.”
„Það væri nú rétt, ég held að
honum verði ekki flökurt af að
hlaupa hérna frameftir. En er
mér óhætt að fara þin vegna? ”
„Ekki skil ég i öðru, ég er
miklu friskari núna, en ég var
um hátiðirnar.”
„Þá held ég við förum, Beta
getur verið i fjósinu, það er
munur, þegar er innangengt i
það.”
Klukkan að ganga fimm,
fóru þeir fram að seli.
Mamma og Beta settust við
prjóna sina og töluðu saman.
Klukkan sex fór Beta að gefa
kúnum.
Á áttunda timanum var far-
ið að mjólka. Mamma mjólk-
aði Húfu eins og hún var vön.
Þegar búið var að mjalta,
settu þær mjólkina. „Gættu,
hvort bærinn er vel klinkað-
ur”, sagði mamma, þegar hún
gekk út úr búrinu með kveld-
matinn sinn. „En þú mátt ekki
loka.”
Beta opnaði, skóf úr hurðar-
falsinu með dyrahnifnum og
klinkaði svo vandlega.
Þegar upp i baðstofuna
kom, mötuðust þær.
„Hve nær ætli þeir komi
heim?” spurði Beta.
„Það spilar fram undir
morgun, úr þvi að Páll er þar.
Það er nú ekki undireins stað-
ið upp, þegar það sest við að
spila alkort i Selinu.
„Ég held það sé nú eitthvað
til i þvi, það sem vakir heilar
og hálfar næturnar við spila-
mennsku.”
„Og það er nú meinlaus
skemmtun, Beta min, mér var
meira að segja að detta i hug
að koma i rambús við þig,
þegar við erum búnar að
borða.”
„Þá öfunda ég það ekki i
Selinu i kveld. Mér þykir svo
dæmalaust gaman að
rambús.”
Timinn leið. Þær sváfu.
Klukkan sló hálf fjögur. Þá
var mamma vöknuð.
„Ég held þú megir til að
kveikja, Beta min,” kallaði
mamma. Beta rauk upp með
andfælum. „Ertu veik?”
spurði hún.
„Já, flýttu þér að kveikja.”
Beta hypjaði sig i fötin, tók
lampann úr stafnum og flýtti
sér fram i eldhúsið.
Nú var gott að vera eldsæl,
og það var Beta.
Alt var við hendina eftir
skamman tima, kaffi, heitt
vatn og ljósagarnið. Nú gat
hún hjúkrað mömmu eftir
þörfum. Klukkan sex um
morgu'ninn var mamma búin
að eignast dóttur. Og það var
ég, sem fædd var i heiminn,
börnin min.
Beta fór að opna bæinn. Eft-
ir langa mæðu tókst henni að
komast út. Skóflan kom að
góðu haldi, þvi að þykkur var
skaflinn, sem fyrir dyrum lá.
Hún lét sér nægja með að
moka dálitil göng, mátuleg til
að skriða út um. Svo kafaði
hún upp á baðstofuna og tók af
hliðarglugganum. Piltunum
varð hún að geyma mokstur-
inn frá stafnglugganum.
Veðrinu var slotað. Það sleit
að eins úr honum kafald, en
vel var ratljós. Hún sagði
mömmu þegar, hvernig veðrið
var. Ekkert hafði hún séð til
piltanna. Þær vonuðust eftir
þeim á hverri stundu. Loks
bað mamma Betu að fara
fram að Seli.
Mömmu hálfleiddist á með-
an Beta var i burtu. Hún vissi,
að það þurfti að fara að sinna
skepnunum. Sjálfri var henni
óhætt, það var vissa, hún var
aldrei ein, og skemmtun sagð-
ist hún hafa haft af litlu
dótturinni. Hún lét sér ekki
koma til hugar að undrast um
piltana, pabbi var þaul-kunn-
ugur og alvanur byljum. Það
var lika varla hægt að villast
með hliðinni. Það var svo að
segja hægt að styðja sig við
hana, eins og pabbi hafði sagt.
Klukkan sló átta, enginn
kom. Hún hringdi niu, og enn
vorum við tvær einar.
Mamma þreyði og þreyði. Allt
i einu heyrðist hark frammi.
Beta var komin.
Hún kom inn og spurði,
hvernig mömmu liði.
„Þeir eru komnir,” sagði
hún. „Páll kemur bráðum
inn”.
„Komdu sæl, elskan min,”
sagði pabbi, þegar hann kom
upp og kyssti mömmu. Svo
tyllti hann sér á stokkinn.
„Dæmalaust varstu lengi”,
sagði mamma. „Það er naum-
ast, að þið hafið sest við spil.”
„Við spiluðum ekkert.”
„Spiluðuð þið ekkert? Hvað
kom til þess?”
„Það er nú saga að segja frá
þvi. Hann var skolli svartur i
gær. Okkur gekk vel fram
túnið. En þegar út fyrir tún-
ið kom, versnaði ófærðin.
Það sást ekki spönn frá
sér, frostið var mikið og
snjókoman ógurleg. Ég á
nú að heita kunnugur, en mér
tókst ekki að finna Selið.
Loks hætti ég við að leita að
þvi og ætlaði að ná heim, en
það rataði ég ekki heldur. Og
þarna vorum við á rápi, sjálf-
sagt fram i vökulok. Þá sá ég
ekki til neins annað en að
grafa okkur i fönn, þvi að þá
var hriðin orðin svo afskapleg.
Ég stakk stafnum minum nið-
ur hjá okkur. Okkur leið eigin-
lega vel, það skefldi á svip-
stundu yfir okkur. Og i alla
nótt hefi ég verið að berjast
við að halda mér og stráknum
vakandi. En steinsofandi vor-
um við báðir, þegar Sels-
piltarnir mokuðu ofan af okk-
ur.
Það vissi ekkert i Selinu,
fyrr en Beta kom i morgun. Þá
var brugðið við að leita. Og
það var Beta litla, sem kom
fyrst auga á stafinn minn.
„Er þá Guðmundur lif-
andi?”
„Já, það held ég, hann er
frammi i eldhúsi að fara úr.
En ekki þori ég öðru en að láta
strákinn hátta, ég ætla að
reyna að slarka i húsin einn.”
„Guð minn góður hjálpi
mér, og þið láguð úti. Mikið
dæmalaust gat ég verið
áhyggjulaus.
Þú ert ekki farinn að taka
eftir þvi, sem er hérna fyrir
ofan mig.”
„Ónei, en ég er búinn að
frétta til telpunnar. Komdu
sæl, lambið mitt, og vertu vel-
komin, þú komst einmitt, þeg-
ar mest reið á.
Viöa á landinu er haldiö upp á þrettándann meö veglegum hætti: álfadansi og brennum.