Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 30
vism Laugardagur S. janúar 1980 Frá fundi Loftleiðaflugmanna og flugvirkja meö blaðamönnum. Frá vinstri: Hallgrfmur Jónsson, Gunnlaugur Helgason, Baldur Oddsson, Einar Guðmundsson, Stefán Gislason og Árni Falur Ólafsson. „Giundroði h|ð lyrlrtækinu - fyrlr albelna sllórnarlnnar" seglr Baldur Oddsson. tormaður félags Loitielðafiugmanna „Þetta er ekki lengur mál flugmanna heldur hagsmuna- mál þjóöarinnar allrar”, sagði Baldur Oddsson þegar Loft- leiðaflugmenn og flugvirkjar ræddu viö blaðamenn i' gær um þá stöðu sem komin er upp hjá Flugleiðum hf. Baldur sagði ainfremur, að það gilti sama um þetta fyrir- tæki og önnur, að með góðu samstarfi við starfsfólkið væri hægt að gera ymislegt sem ekki væri fært þegar starfsfólkið væri á móti stjórninni. Fyrir at- beina stjórnar Flugleiða væri oröinn slikur glundroði hjá fyr- irtækinu að fólk i öllum stöðum væri oröið uggandi um stöðu sina. ,,Ef stjórn félagsins vildi hafa samvinnu stæði ekki á okkur, eins og áður hefur sýnt sig”, sagði Baldur, — og ennfremur, að ekki færi hjá þvi að menn veltu fyrir sér hvort hagur fyr- irtækisins væri eins bágborinn og raun ber vitni ef viðhaldið á vélunum væri ekki unnið hjá Seaboard i stað þess að láta Is- lendinga sjá um það hér heima. Hann var spurður hvort hann væri hlynntur þvi að rannsókn færi fram á starfsemi félagsins og sagði hann, að ef allt væri meðfelldu ætti ekki að þurfa að hræðast rannsókn af þessu tagi. Væri sú hins vegar ekki raunin gegndi öðru máli. 1 fréttatilkynningu Félags Loftleiöaflugmanna segir svo: Þegar Loftleiðir hf. og Flugfé- lag Islands hf. voru sameinuð undir eina yfirstjórn var það yfirlýst ætlun að flugfélögin stöfuðu áfram, enda segir i 2. grein stofnsamnings Flugleiða hf.: ,,Ekki er fyrirhugaö aö Flug- félag Islands hf. eða Loftleiðir hf. verði lögö niður, heldur að flugfélögin bæöi starfi áfram, hvort meö sinni stjórn og fram- kvæmdastjóra.... Það skal enn- fremur vera stefna hins nýja fé- lags að stuðla að þvi að Flugfé- lag Islands hf. og Loftleiðir hf. varöveiti öll réttíndi og nýti uppbyggingu flugfélaganna beggja”. Á siðastliðnu sumri kom til uppsagna 9 flugmanna úr hópi Loftleiöaflugmanna og öðrum 9 flugmönnum var þá sagt upp störfum hjá Flugfélagi Islands hf. Astæða uppsagna þessara var sögð sú, að samdráttur væri bæði á N-Atlantshafsflugi fé- lagsins og innanlandsflugi. Stjórn Félags Loftleiðaflug- manna sýndi forráöamönnum Fiugleiða hf. fram á, að ef sinna ætti þeim verkefnum sem þá voru fyrirliggjandi, væri fulli þörf fyrir alla þá flugmenn sem segja átti upp hjá Loftleiðum hf. Þrátt fyrir þetta voru forráða- menn Flugleiöa hf. ófáanlegir til aö endurskoða afstöðu sina til uppsagnanna og bar forstjóri félagsins þvi viö, að félaginu væri ekki stætt á þvi að segja upp flugmönnum á aðeins öðr- um „væng” félagsins. Það hefur sýnt sig, að raunveruleg þörf var fyrir þá flugmenn Loftleiða hf.,sem sagt var upp ogeru þeir enn i vinnu hjá félaginu, enda þótt þeim hafi nú enn einu sinni verið sagt upp störfum. Undarlegur áróður Vegna mikilla verkefna á DC-8 flugvélum Flugleiöa hf. á siðastlliðnu sumri, m.a. vegna stöðvunar DC-10 flugvélar fé- lagsins, frestuðu Loftleiðaflug- menn á DC-8 töku samnings- bundinna fridaga svo að hægt væri aö standa við skuldbind- ingar félagsins út á við. Þegar flugmönnum Loftleiða hf. bár- ust uppsagnarbréfin i hendur áttu þeir þannig inni á annað hundrað fridaga hjá félaginu. I bréfi frá Sigurði Helgasyni forstjóra til Félags Loftleiða- flugmanna dags. 5. júli 1979, segir m.a. svo: „Ég treysti þvi, aö sú ágæta samvinna sem tekist hefur i erfiðleikum undanfarandi vikna, megi áfram haldast og eflast. Að svo veröi er i raun for- senda þess, að félaginu auðnist að takast á við ný og aukin verk- efni nk. haustog vetur, og er þvi ekki aöeins beint hagsmunamál þeirra starfsmanna, sem að undanförnu hafa fengið i' hendur umrædd uppsagnarbréf, heldur jafnframt alls starfsfólks fé- lagsins”. Þetta stingur óneitanlega mjög i stúf viö það sem lesa má i fréttatilkynningu frá kynning- ardeild Flugleiða hf. sem birst hefur i fjölmiðlum aö undan- förnu, en þar segir m.a. að það sé „meðólikindum hve forráöa- menn flugmannafélaganna hafi oft á tiðum verið skilningslausir á þarfir Flugleiða” og að flug- mannafélögin hafi skipst á um að torvelda rekstur félagsins. Erfitt er að sjá hvaöa tilgangi áróður sem þessi á að þjóna. Félag Loftleiðaflugmanna hefur margsinnis á undanförn- um árum einmitt sýnt sam- starfsvilja og skilningá þörfum félagsins m.a. með frestun töku fridaga eins og áöur er að vikið og með þvi að falla frá kröfum um launahækkun á DC-10 flug- vélina þrátt fyrir að stjórn Flugleiða hafi gert tilboð um slika hækkun. Þá voru árið 1977 gerðir samningar um pila- grimaflug sem voru Flugleiðum hagstæðarienfélagið hafði farið fram á. Þessi örfáu dæmi gefa nokkra visbendingu um afstöðu Loftleiðaflugmanna og fullyrða má, að flugmenn Loftleiða hf. hafi verið fúsir til samstarfe þegar á hefur þurft að halda og sýnt skilning á erfiðleikum fé- lagsins. Loftleiðamenn fái flug tilEvrópu Fyrir sameiningu flugfélag- anna var hlutur Loftleiða hf. i flugi til Norðurlandanna og Bretlands mikillen flognar voru 6 ferðir á viku á þessum leiðum á vegum Loftleiða. Þetta vill oft gleymast þegar rætt er um hlut hvors félagsins um sig i starf- semi Flugleiöa hf. Eftir samein- inguna var þetta flug Loftleiöa úr sögunni en Flugfélag tslands fékk þaðallti sinarhendur enda hefur orðið hlutfallsleg fjölgun flugmanna hjá Flugfélagi Is- lands eftir að sameining félag- annakom til framkvæmda. Það hlýtur að vera sjálfsögð réttlæt- iskrafa að Loftleiðaflugmenn fái i sinn hlut flugið til Evrópu i sama hlutfalli og var fyrir sam- einingu flugfélaganna. Miðaö við þær uppsagnir flugmanna sem nú standa fyrir dyrum er hlutur Loftleiða i Flugleiöum hins vegar aðeins talinn vera flugið á leiðinni milli Luxem- borgar og Bandarikjanna. Varðandi þá fullyrðingu kynningardeildar Flugleiða hf. að það hafi ráðiö þvi hverjum var sagt upp störfum úr hópi flugmanna félagsins, aö ekki sé i gildi sameiginlegur starfsald- urslisti, hlýtur sú spurning að vakna, hvort um hafi verið að ræða aðrar forsendur fyrir upp- sögnum flugvélstjóra félagsins, sem sagt var upp störfum um leið og flugmönnum. Flugvél- stjórar hafa ekki starfsaldurs- lista og hafa aldrei haft, eru allir starfemenn Flugleiða og eru allir i sama stéttarfélagi. Samt sem áður er nú eingöngu sagt upp flugvélstjórum á DC-8, allt starfsmönnum Loftleiða hf. til 1. október 1979. A sama tima halda starfisinu áfram flugvél- stjórar á öðrum flugvélum, nenn meö styttri starfsaldur en sumir þeirrasem nú hafa fengið uppsagnarbréf. Það verður þvi ekki séð, að það séu starfsald- urslistar flugmannafélaganna sem valdi þvi hvernig að þess- um uppsögnum er staðið. Á að segja upp öllum Loftleiðaflugmönnum? Spyrja mættihvaða starfsald- urslista Flugleiðir hf. hafi haft i huga þegar til stóð að koma tveimur flugmönnum Flugfé- lags Islands i flugstjórastörf á DC-lOflugvélfélagsins. Þetta er flugvél sem eingöngu flýgur á flugleiðum á N-Atlantshafi og sem kom i stað DC-8 flugvélar Loftleiða, þannig að ekki var um að ræða aukningu á flug- vélakostinéheldur fjölgunflug- mannaog þessberað geta, að á þessum tima var ekki búið að gera samkomulag um sam- eiginlegan starfsaldurslista hinna tveggja flugmannafélaga, Ennfremur mætti spyrja hvaða starfsaldurslisti eigi að gilda þegar hin nýja Boeing þota fé- lagsins bætist i flotann. Þá mætti spyrja hvort sameigin- legur starfsaldurslisti eigi þá fyrst aö taka gildi þegar búið er aðsegja upp öllum flugmönnum sem áður störfuöu hjá Loftleiö- um hf. Þref um starfsaldurslista er ekki hið mikilvægasta i þessu máli öllu. Þaö sem mestu máli skiptir er að sá veigamikli at- vinnuvegur sem N-Atlantshafs- flugiö er og hefur verið um 25 ára skeið, viröist nú vera að lognast út af i höndunum á nú- verandi rekstraraðilum. Sam- eining starfsaldurslista fær engu þar um breytt. Það er hins vegar bjargföst sannfæring Fé- lags Loftleiðaflugmanna, að sé rétt á málum haldið, geti flugiö á N-Atlantshafinu framvegis sem hingað til gegnt mikilvægu hlutverki i atvinnulifi þjóðar- innar. 30 Fékk 60-70 tonn í hali Togarar fengu góðan þorskafla út af Vestfjörðum milli jóla og ný- árs. Að sögn Marteins Jónssonar, framkvæmdastjóra Bæjarútgerð- ar Reykjavikur, fékk togarinn Bjarni Benediktsson til dæmis mjög stórt hal, milli 60 og 70 tonn. Marteinn sagði ennfremur, að heldur hafi dregið úr aflahrotunni á Vestfjarðamiðum, enda hafi vindur gengið til norð-vesturs. Togarinn Bjarni Benediktsson landaði 226 tonnum I gær og i morgun landaði Ingólfur Arnar- son 160 tonnum. —ATA Gunnar Gunnarsson og Nonnl á frímerkjum Fyrstu frimerki ársins 1980 koma út i janúar og verða með myndum af islenskum hundi og refi. Verðgildi þeirra verða 10 kr. og 90 kr. segir i frétt frá Póst- og simamálastjórninni. Næstu frímerki verða Evrópu- frímerki i tveimur verðgildum, sem koma að vanda út um mán- aðamótin april-mai. Að þessu sinni verður hið sameiginlega myndefni „frægir menn” og munu islensku merkin bera myndir þeirra Gunnars Gunnars- sonar skálds og Jóns Sveinssonar, „Nonna”. Þriðja frimerkiö, sem ákveðið hefur verið að gefa út, er Olympiufrimerki, sem bera mun mynd af iþróttamannvirkjunum i Laugardal og væntanlega koma út i júni. 1 séptember koma út Norður- landafrimerki i tveimur verðgild- um og verður myndefnið að þessu sinni „nytjalist frá fyrri timum”. Af öðrum frimerkjum, sem rætt hefur verið um að gefa út, er fri- merki i tilefni af 50 ára afmæli Rikisútvarpsins og ýmis almenn frimerki eru og i undirbúningi. Sögur af jólasveinum til aö lesa og hlusta á „Meö þessari útgáfu er ég að reyna að ná til þeirra barna, sem eiga erfitt með lestur”, sagði Selma Júliusdóttir I samtali við VIsi. Hún hefur nú gefið út á eigin kostnað tvær litlar bækur um jólasveinana Bjúgnakræki og Stúf. Jafnframt gefur hún út segulbandsspólu með upplestri á sögunum. Selma segir, aö mörg börn eigi erfitt með aö ná lestri af ýmsum orsökum, en þaö ætti að auðvelda þeim námiö að hlusta á sögurnar og fylgjast um leiö með i bókun- um, sem eru prentaðar á stóru og góðu letri. Onnur ástæða fyrir útgáfunni er, að engar sögur voru til á prenti af gömlu jólasveinunum okkar, aðeins visur um þá. Jón Júliusson myndskreytti bækurnar og Isafoldarprent- smiðja prentaði þær. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.