Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 31
vtsm Laugardagur 5. janúi Skjálftum fer fjölgandi viö Kröflu og landris heldur áfram. Þetta bendir til þess að von sé á umbrotahrinu á svæðinu en hve- nær hún verður er ómögulegt að segja til um. Bryndis á skjálftavaktinni við Reynihlið sagði i gær að þar nyrðra tækju þau ekki i mál að spá um framvindu mála. — SG Námsmennirnir á fundinum um ferðamálin. Vlsismynd: BG Peggy Guggen- heim látin Peggy Guggenheim lést á Þorláksmessu, 23. desember s.l. á heimili sinu nálægt Feneyjum. Hún var 81 árs að aldri. Guggenheim var margmilljón- eri og þótti ákaflega sérvitur. Hún átti stærsta málverkasafn heims i einkaeigu og var stofn- andi Guggenheim-safnsins i Bandarikjunum. Hún þótti og mjög iðin við að styrkja ýmsa listamenn, þ.á.m. Jackson Poll- ock sem hún uppgötvaði. Peggy Guggenheim var f jórgift og var einn eiginmanna hennar málarinn Max Ernst en aö auki stóð hún á sinum tima i sambandi við menn eins og málarann Yves Tanguey og rithöfundinn Samuel Beckett. —IJ Hámsmenn komu meo SterHng I Ktiairi Fengu hagstæðara tilboð en irá isienskum liugiéiögum „Ástæöan fyrir þessum fundi okkar hér er sú, aö stúdentar i Kaupmannahöfn og aörir sem bú- settir eruþarhafa mátt þola dýr- ustu fargjöld I heimi hingaö til. Þetta er hreint kjaraspursmál fyrir námsmenn sem vilja koma heim t.d. I jólafri”, sagöi Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, I sam- tali viö Visi. A fundinum sem Skiili nefnir var fjallað um feröa og fargjalda- mál. Hann sátu fulltrúar náms- manna f Danmörku og Sviþjófy einnig tveir fulltrúar Stúdenta- ráös Háskóla Islands og fulltrúar SINE. Samband Islendinga- og náms- mannafélaga I Danmörku og Sviþjóð leituöu tilboöa um leigu- flug til tslands nú I haust. Hag- stæðasta tilboðið kom frá Sterlingflugfélaginu og kostaöi farið fram og til baka til Kaup- mannahafnar 109 þúsund krónur. Brottfarardagar eru bundnir i þessum samningi, bæöi heim og til Kaupmannahafnar Þetta er i fyrsta sinn, sem hópur Islendinga á Noröurlönd- um semur viö erlenda aöila um flug til tslands en áður hafði verið samiö við Flugleiöir um þessar feröir og I eitt skipti við Arnar- flug. Flugleiöir veita félögum i tslendingafélögum á Noröurlönd- um sérstök kjör. Miðinn gildir i þrjá mánuði og brottfarardagur er fastsettur frá Kaupmanna- höfn. Fargjaldið kostar 151 þús- und krónur. Þrjár leiguvélar komu hingað frá Sterling alls með um 450 farþega, en þeir fara aftur utan nú um helgina. Vélarnar fóru aftur tdmar utan, nema ein en Stúdentaráð fékk til ráðstöfunar 63 sæti, og kostaöi fargjaldið 88 þúsund krónur. A Norðurlöndum reka stúdentafélög sina eigin ferða- skrifstofuog samtök stúdenta hér á landi hafa fullan hug á þvi að gera slikt hið sama. KP. Umbrol I aðsigl? Aðalleikarar sjónvarpskvikmyndarinnar „Ct i óvissuna”, Ragnheiður Steindórsdóttir lengst til hægri. SlónvarDið Kaupir sjónvarps- myndina „úi i ðvissuna” Hugsaniega sýnd íhessum mánuDi „Það er vel hugsanlegt að sjónvarpsþátturinn „Út I óviss- una” verði sýndur hér núna I janúarmánuði” sagði Björn Baldursson blaðafulltrúi sjón- varpsins i samtali við VIsi. Björn sagði að enn rikti þó nokkur óvissa um það hvort hægt væriaösýna fyrsta þáttinn 16. janúar eins og fyrirhugað var, þar sem þættirnir eru ekki enn komnir til landsins. Alls eru þættirnir þrir og er hver þeirra 50 minútna langur. „Framhaldsþátturinn „Ú’t i óvissuna” er gerður eftir sögu Demonds Bagley og er hann tekinn að mestu leyti hér á landi. tslenskir leikarar eru i mörgum hlutverkum, þar af leikur Ragnheiður Steindórs- dóttir annaö aðalhlutverkið. Aðrir islenskir leikarar sem koma við sögu eru Steindór Hjörleifsson, Harald G. Haraldsson, Arni Ibsen, Jóna Sverrisdóttir Lilja Þórisdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Flosi Ólafsson. Hala iengið sýnistiorn al lagmetlnu. sem kvarlað var yflr: Nlðurstðður efllr 2 vikur - seglr KJf. Jakotnwskl, sölusQ. mesenkrone I V-Þýskalandl „Við höfum sent sýnishorn af þessari vöru til rannsókna og fáum væntanlega niðurstöðurnar innan tveggja vikna”, sagði K.H. Jakobowski, söiustjóri Friesen- krone, i samtali við Visi. En Friesenkrone er umboðsaðili Sölustofnunar lagmetis i Vestur- Þýskalandi og sá um dreifingu á þeirri niðursoðnu rækju sem kvartanir hafa borist um. Að sögn Jakobowskis hafa kaupendur einungis kvartað yfir þeirri lykt sem er af rækjunni, en engar athugasemdir hafa verið gerðar við bragðið. Að öðru leyti vildi Jakobowski ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Gylfi Þór Magnússon hjá Sölu- stofnun lagmetis sagöi aö menn frá Sölustofnuninni væru á förum til V-Þýskalands nú eftir helgi og myndu þessi mál væntanlega skýrast eftir þá för. Grimur Valdimarsson hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins sagði að enn væri ókomið þaö sýnishorn af rækjufarminum sem Rannsóknarstofnunin á von á frá V.-Þýskalandi. „Viö munum gera okkar prófanir þegar þau berast, en ég á ekki von á þvi að niður- stöðurnar verði aðrar en við höf- um komist að við fyrri prófanir á samskonar vöru og leiddu engar skemmdir i ljós”, sagöi Grimur. Grimur sagði einnig að oft fyndist eins og væg brennisteins- lykt þegar dósirmeð niðursoðinni rækji' væru opnaðar, en það þyrfti ekki að þýða að varan væri skemmd. Þess má geta aö á vegum sjávarútvegs- og iönaöarráðu- neytis er nú sameiginlega unnið að viötækri athugun á öllum þátt- um lagmetisframleiðslunnar, en Gisli Einarsson deildarstjóri i sjávarútvegsráðuneytinu, vildi ekkert segja um hvenær niður- stöður henar lægju fyrir. — p.m. Fundur farandverkafólks á morgun „Farandverkafólk hefur undanfarna mánuði háð baráttu til að fá viöurkennd ýmis réttindi sin I kjarasamningum og reglu- gerðum. Barátta þessi hófst i Vestmannaeyjum i júlimánuði á siðastaári og hefur verið unnið ósleitilega að málefnum farand- verkafólks sföan af sérstökum starfshópi” segir i fréttatilkynn- ingu frá Baráttuhópi farand- verkafólks. „Nú fer vertið aö hefjast og far- andverkafólk að halda út á ver- stöðvarnar, i vinnu til sjós og lands. Vegna þess hefur verið boðaöur almennur umræðu- fundurum málefni farandverka- fólks i Félágsstofnun stúdenta sunnudaginn 6. janúar nk., kl. 14. (Ath., aö hér er um breyttan fundartima að ræöa frá þvi sem áður hefur verið auglýsti.A þess- um fundi gefst tækifæri til að ræða kröfur farandverkafólks og þá ekki si'st hvernig best væri að hrinda þeim iframkvæmd. Vegna þessa hefur forystumönnum Alþýðusambands Islands, Verka- mannasambands tslands og Sjó- amannasambandsins veriö boðið sérstaklega á fundinn, og er von- ast til aö þeir sjái sér fært að mæta. Ekki sist vegna þess að á Kjarmálaráöstefnu ASl 11. janúar nk. verður stefna laun- þegasamtakanna ákveðin fyrir komandikjarasamninga. En inn i þá samnina er nauösynlegt aö komist ákvæði um réttindi far- andverkafólks,” segir ennfremur i tilkynningunni. Frummælendur á fundinum á sunnudaginn vera þessir: Þorlákur Kristinsson ræðir um kröfur farandverkafólks, Björn Gislason sjómaður ræðir um hina daglegu baráttu, Gunnar Karls- son lektor flytur spjall úr sögu farandverkafólks, Erla Sigurðar- dóttir ræðir um Islenskt farand- verkafólk á Norðurlöndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.