Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 1

Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 1
245. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. OKTÓBER 2001 BANDARÍKJAHER var gagnrýnd- ur í gær fyrir að beita umdeildum sprengjum, svonefndum klasa- sprengjum, í loftárásunum á Afgan- istan. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna sagði í gær að átta óbreyttir borgarar hefðu látið lífið þegar klasasprengjum hefði verið varpað á afganskt þorp. Klasasprengjur eru nokkur hundruð hnefastórar sprengjur sem komið er fyrir í hylki. Þegar það springur dreifast smásprengjurnar um stórt svæði og sundrast auk þess í litlar flísar. Oft springa þess- ar sprengjur ekki og þær liggja þá á jörðinni eins og jarðsprengjur. Nokkrar hjálparstofnanir hafa hvatt til þess að klasasprengjur verði bannaðar þar sem þær eiga það sameiginlegt með hefðbundnum jarðsprengjum að þær verða óbreyttum borgurum að fjörtjóni löngu eftir að átökum lýkur. Stephani Bunker, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, sagði að bandarískar klasasprengjur hefðu orðið átta óbreyttum borgurum að bana þegar þeim hefði verið varpað á þorp í vesturhluta Afganistans á mánudagskvöld. Einn þorpsbúi til viðbótar hefði látið lífið síðar þegar hann hefði tekið upp smásprengju. Embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu staðfesti að klasasprengjum hefði verið beitt í árásum í grennd við þorpið, sem er nálægt borginni Herat. Jakob Kellenberger, formaður Alþjóðaráðs Rauða krossins, sagði í gær að mannfallið meðal óbreyttra borgara í Afganistan færi vaxandi. Talibanar héldu því fram að 36 saklausir borgarar hefðu beðið bana í loftárásum í fyrrinótt. Þeir segja að alls hafi meira en 1.000 óbreyttir borgarar látið lífið í árásunum frá 7. október en ógjörningur er að hrekja eða staðfesta þá fullyrðingu. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í við- tali við USA Today í gær að ef til vill yrði aldrei hægt að ná Osama bin Laden „dauðum eða lifandi“ eins og Bandaríkjaforseti hefur fyrir- skipað. „Ég held að við náum honum,“ sagði þó varnarmálaráðherrann á blaðamannafundi í Washington í gær. Bandaríski herinn gagnrýndur fyrir að beita umdeildu vopni í Afganistan Óbreyttir borgarar sagðir falla í klasasprengjuárás Washington, Bagram. AFP, AP. Reuters Lítil stúlka í Norður-Afganistan borðar baunasalat sem var í matvælapakka sem varpað var úr bandarískum flugvélum. BJÖRGUNARMÖNNUM tókst í gær að ná tökum á eldinum sem geisaði í Gotthard-vegagöngunum í Sviss í kjölfar áreksturs í þeim á miðvikudagsmorgun. Ellefu lík höfðu fundist í gær, og óttast var að mun fleiri hefðu farist. „Þetta er hryllingur, eyðilegging- in er alger, ólýsanlegur harmleik- ur,“ sagði forseti Sviss, Moritz Leu- enberger, sem skoðaði slysstaðinn í gær. Sagði hann slysið, og lokun ganganna í ótilgreindan tíma, vera mikla ógæfu fyrir Sviss og Evrópu. Gotthard-göngin eru 16,9 km og lengstu vegagöng í Evrópu, og einn mikilvægasti samgönguhlekkurinn á milli norður- og suðurhluta álfunn- ar. Alls höfðu yfirvöldum borist 128 tilkynningar um að fólks væri sakn- að síðdegis í gær, og hafði þessi tala hækkað snarlega síðan í gærmorg- un, þegar tilkynningar voru um 80. Segja yfirvöld að hærri töluna megi að hluta rekja til þess að margar til- kynningar hafi borist frá ættingjum og vinum um sömu einstaklingana. Þá væri þarna með talið fólk sem hefði einfaldlega ekki látið vita af sér. „Það er mjög ólíklegt að það geti verið svo mörg fórnarlömb inni í göngunum,“ sagði Bruno Winkler, slökkviliðsstjóri í svissnesku kant- ónunni Bellinzona. Fjórir hinna látnu voru Þjóðverj- ar, einn Svisslendingur, Lúxem- borgari, Ítali og Frakki. Ekki var í gær vitað hverrar þjóðar hinir þrír voru. Meðal hinna látnu er bílstjóri flutningabílsins sem olli slysinu þeg- ar hann ók yfir á rangan vegarhelm- ing skömmu eftir að hafa farið inn í göngin að sunnanverðu, og lenti framan á öðrum flutningabíl sem flutti hjólbarða. Mikill eldur kom upp og bárust eitraðar lofttegundir frá brennandi hjólbörðunum. Flest fórnarlambanna köfnuðu, annaðhvort inni í bílum sínum eða þegar þau voru að reyna í örvænt- ingu að komast á brott frá slys- staðnum. Yfirvöld hafa ekki viljað geta sér til um hversu margir kunni að hafa farist í slysinu. Um 100 brunnir bílar eru á því svæði í göngunum sem verst varð úti, en talið er að hitastigið þar hafi farið í 1000–1200 gráður í eldinum. Loftklæðning ganganna hrundi á um 200 metra löngum kafla þar sem eldurinn geisaði. Ekki var vitað hvort þeir sem í bílunum voru náðu að forða sér. Hin meginsamgönguæðin um Sviss, San Bernardino-skarðið, lok- aðist einnig í gær í nokkrar klukku- stundir í kjölfar áreksturs flutninga- bíls og sendibíls. Bílstjóri sendiferðabílsins lést. Umferðar- öngþveiti skapaðist á hraðbrautum víða í Sviss af þessum sökum og langar raðir bíla mynduðust við landamæri Sviss og Þýskalands og Sviss og Ítalíu. Ellefu látnir og fjölda saknað eftir slysið í Sviss Airolo í Sviss. AP, AFP. 128 tilkynningar hafa borist um að fólks sé saknað Reuters Brunnir bílar og fallin þakklæðning á slysstaðnum í Gottard-göngunum í Sviss í gær.  „Ég heyrði strax ... “/30  Forystugrein/34 ÍSRAELSSTJÓRN ákvað á fundi um miðnætti í gær að hefja hægfara brottflutning herliðs síns frá bæjum á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna á Vesturbakkanum, að því til- skildu að Palestínumenn virði vopna- hléssamkomulag, að því er aðstoðarmaður Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, greindi frá. Ísraelskir, palestínskir og banda- rískir öryggismálafulltrúar munu hittast í dag og semja um frekari skil- yrði brottflutningsins, sem verður gerður stig af stigi og háður því að allt verði með kyrrum kjörum á um- ræddum svæðum, sagði aðstoðar- maðurinn. Ísraelar héldu með lið sitt inn í sex bæi á svæðum Palestínumanna í kjöl- far morðs á ísraelskum ráðherra í síðustu viku. Sagði Sharon markmið aðgerðanna vera að hafa hendur í hári þeirra sem bæru ábyrgð á morð- inu. Krafðist hann þess jafnframt að Palestínumenn framseldu morð- ingjana. Þeir hafa þó ekki enn náðst. Fimm Palestínumenn féllu í átök- um í Betlehem og Tulkarem í gær. Ísraelar höfðu fyrr um daginn dregið lið sitt til baka frá bænum Beit Rima, sem þeir höfðu ráðist inn í í fyrradag. Í innrásinni féllu fimm palestínskir lögreglumenn. Á meðan ísraelska stjórnin fundaði í gærkvöldi hittu fulltrúar Samein- uðu þjóðanna, Evrópusambandsins og Rússlands Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í því augnamiði að renna stoðum undir vopnahléssam- komulag sem gert var fyrir mánuði. Ísraelar verða á brott Jerúsalem. AP. Heimastjórnarsvæði Palestínumanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.