Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGREGLAN í Kópavogi hafði í síð-
ustu viku afskipti af 11 ára gömlum
dreng eftir að ábendingar bárust um
að hann hefði meðhöndlað fíkniefni.
Málið var kannað og þegar rök-
studdur grunur var kominn um að
ábendingin væri rétt var lögð fram
krafa um húsleit á heimili hans og
féllst Héraðsdómur Reykjaness á
kröfuna. Á heimili hans fannst lítið
magn fíkniefna sem lagt var hald á.
Grétar Sæmundsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn segir að lögreglan telji
að hér hafi verið um fikt að ræða.
Drengurinn hafi komist í fíkniefni á
heimili sínu og hann hafi síðan með-
höndlað þau. Drengurinn sé að sjálf-
sögðu ósakhæfur og lögreglan telji að
aðrir en hann beri ábyrgð á því að
hann komst í tæri við fíkniefni.
Barnaverndaryfirvöld voru látin
vita af málinu og eru með það til með-
ferðar.
Fyrir nokkru var 15 ára piltur í
Kópavogi uppvís að því að flytja inn
og selja hass. Lagt var hald á um 260
grömm af hassi sem hann játaði að
hafa flutt innvortis inn til landsins frá
Kaupmannahöfn. Eitthvað af efninu
hafði hann selt áður en lögregla hafði
spurnir af málinu en talið er að það
hafi verið selt í hópi jafnaldra hans.
Hassið hafði hann falið á nokkrum
stöðum en ekkert fannst á heimili
hans.
Pilturinn er sakhæfur en málið er í
höndum barnaverndaryfirvalda í
Kópavogi.
Grétar Sæmundsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Kópavogi, segir að
talsverður þrýstingur sé á unglinga
að kaupa fíkniefni og slíkt færist sí-
fellt neðar í aldursflokka. Þannig sé
vitað til þess að nemendum í 9. og 10.
bekk hafi verið boðin fíkniefni. Yfir-
leitt byrji þetta með því að þeir sem
selji landa bjóði einnig upp á hass, e-
töflur og fleira.
Ljós í myrkrinu
Grétar segir að kannanir sem gerð-
ar hafi verið á fíkniefnaneyslu í
grunnskólum sýni að heldur hafi
dregið úr spurn eftir fíkniefnum.
„Það er nú samt ljós í myrkrinu,“
segir Grétar. „Ég hef alltaf haldið því
fram að á meðan ekki er hægt að
draga úr eftirspurninni þá er erfitt að
sporna við innflutningi.“ Hann telur
kannanirnar mjög marktækar enda
fari niðurstöður þeirra saman við álit
þeirra sem vinni að þessum málum.
„Það hefur verið þannig undanfarið
í bekkjarpartíum í 10. bekk að enginn
segir neitt þótt einhver mæti með
pípu og byrji að reykja hass,“ segir
Grétar. Meirhluti unglinga taki engan
þátt í þessu en láti þetta afskiptalaust.
Fyrir um 10 árum hafi þeir sem vildu
reykja hass þurft að vera aðskildir frá
hinum í hópnum. Grétar segist hafa
frétt af því að þetta sé að breytast á
ný.
11 ára drengur
með fíkniefni
15 ára piltur
uppvís að smygli
á yfir 260 g
af hassi
MIKIL kyrrð ríkti í Þórsmörk í gær
og notuðu starfsmenn Skógræktar
ríkisins góða veðrið til að dytta að
göngustígum á milli Húsadals og
Langadals en þeir ráðgera að ljúka
áfanganum í dag.
Loftur Jónasson skógarvörður
segir að kominn hafi verið tími til
að fúaverja pallastíginn við Smára-
ríki, sem er á milli Húsadals og
Langadals, en ekki væri hægt að
gera það á sumrin vegna fjölda
ferðamanna á svæðinu. Pallastíg-
urinn var reistur fyrir um þremur
árum og dreifast rúmlega 100 þrep-
in nokkuð jafnt á milli pallanna.
Loftur og félagar hans voru þarna
fyrir tveimur vikum og gerðu þá við
skemmdir á mannvirkinu, sem virt-
ust vera af mannavöldum, en í gær
báru Loftur, Knútur Jóhannesson
og Guðni Gíslason á timbrið. Guðni
er nær á myndinni og Knútur fjær.
Arinbjörn Þorvarðarson var að laga
aðra stíga, þegar Morgunblaðs-
menn bar að garði og hundurinn
Pan var skammt undan, en ekki
varð vart við aðra á þessum slóðum.
Dyttað að
göngu-
stígum í
Þórsmörk
Morgunblaðið/Golli
HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá
héraðsdómi máli sem forsetar Al-
þýðusambands Íslands höfðuðu
gegn íslenska ríkinu vegna laga sem
sett voru á verkfall sjómanna síðasta
vor. Taldi Hæstiréttur m.a. að kröfu-
gerð ASÍ, eins og hún væri orðuð,
beindist ekki að ákveðnu sakarefni,
heldur fæli það eitt í sér, andstætt
ákvæði laga um meðferð einkamála,
að leitað væri lögfræðilegrar álits-
gerðar dómstóla. Sjö dómarar skip-
uðu Hæstarétt í málinu en héraðs-
dómur Reykjavíkur hafði sýknað
ríkið af kröfum ASÍ 18. júlí sl.
ASÍ höfðaði mál á hendur íslenska
ríkinu til viðurkenningar á að lögin
sem bundu enda á verkfall sjómanna
tækju ekki til tilgreindra stéttar-
félaga sem ekki voru í verkfalli.
Einnig krafðist ASÍ viðurkenningar
á að ákvæði laganna fælu í sér ólög-
mæta skerðingu á samningsfrelsi og
að lögin yrðu dæmd óskuldbindandi.
Máli ASÍ
gegn rík-
inu vísað
frá dómi
Kröfugerð/10
ATKVÆÐAGREIÐSLA stendur nú yfir í Fé-
lagi flugumferðarstjóra um verkfallsboðun. At-
kvæðagreiðslunni lýkur þriðjudaginn 30. októ-
ber og fer í kjölfarið fram talning atkvæða.
Samningar flugumferðarstjóra eru lausir 16.
nóvember en undir þá var skrifað í febrúar sl.
eftir sextán klukkustunda langt verkfall. Um
100 manns eru í Félagi flugumferðarstjóra.
Loftur Jóhannsson, formaður Félags flug-
umferðarstjóra, staðfesti í samtali við Morg-
unblaðið í gær að fram hefði komið tillaga á
fundi félagsins sl. miðvikudagskvöld um að efnt
yrði til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls.
Var hún samþykkt.
Loftur vildi ekki tjá sig um efni tillögunnar,
sem nú eru greidd atkvæði um, en verkfallið í
febrúar átti að standa í tvo sólarhringa, auk
þess sem boðað hafði verið til annars verkfalls,
frá 28. febrúar til 3. mars. Má gera ráð fyrir að
til verulegrar röskunar hefði komið í flug-
samgöngum ef verkfallið hefði varað lengur en
raun bar vitni.
„Í sömu sporum og í febrúar“
Verkfallinu í febrúar lauk þegar skrifað var
undir skammtímasamning. Fylgdi honum sér-
stakt samkomulag um að á samningstímanum
yrðu kannaðir til hlítar möguleikar á breyt-
ingum á samningsréttarlegri stöðu og kjara-
tilhögun flugumferðarstjóra. Var markmiðið að
byggja nýjan kjarasamning á tillögum svokall-
aðrar réttarstöðunefndar frá júní 1997, líkt og
flugumferðarstjórar hafa gert kröfu um.
Loftur sagði í samtali við Morgunblaðið að
þessar viðræður hefðu farið af stað í vor en síð-
an runnið út í sandinn. „Þannig að í raun erum
við núna komnir aftur í sömu spor og við vorum
í í febrúar,“ sagði hann.
Fram kom hjá Lofti að fundur var haldinn
með samninganefnd ríkisins síðastliðinn mið-
vikudag og að annar hefur verið boðaður á
þriðjudag. Lítið er þó að gerast í viðræðunum.
Kjarasamningar flugumferðarstjóra og ríkisins verða lausir 16. nóvember
Atkvæði greidd um verkfallsboðun
KARLMAÐUR á fertugsaldri, sem
grunaður er um ölvun við akstur, ók
á ofsahraða um íbúðargötur á Seyð-
isfirði síðdegis í gær eftir að hann
virti ekki stöðvunarmerki lögregl-
unnar. Hófst þá eftirför sem eftir
akstur um nokkrar götur endaði í
miðbæ Seyðisfjarðar þegar flótta-
bíllinn stöðvaðist uppi á gangstétt.
Ökumaðurinn var handtekinn og eft-
ir frumskýrslutöku og blóðprufu var
honum sleppt.
Ók á ofsahraða um
götur Seyðisfjarðar
RANNSÓKN sýklafræðideildar
Landspítala – háskólasjúkra-
húss leiddi í ljós að enginn milt-
isbrandur var í dufti sem fannst í
bréfi sem barst inn á heimili
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra um miðjan dag á þriðju-
dag.
Ólafur Steingrímsson, yfir-
læknir á sýklafræðideild, segir
ekki ljóst um hvernig efni var að
ræða en það er álitið skaðlaust.
Embætti ríkislögreglustjóra fer
með rannsókn málsins.
Skaðlaust duft í
bréfinu til for-
sætisráðherra
Silja á leið til náms og æfinga
í Bandaríkjunum/C1
Birgir Leifur Hafþórsson
er reynslunni ríkari/C4
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
8 SÍÐUR
Þegar ég verð stór
Íslam er friður – múslímar á Íslandi
Feigðarboð og nafnavitjun
Hryðjuverk án ofbeldis
Auðlesið efni
DANINN Peter Heine Nielsen situr
einn í efsta sæti minningarskák-
mótsins með fullt hús vinninga eftir
þrjár umferðir. Mótið er haldið til
minningar um Jóhann Þóri Jónsson
en þátttakendur eru fjörutíu talsins,
þar af tólf stórmeistarar.
Nielsen vann í gær Svíann Jonny
Hector en meðal annarra úrslita má
nefna að Hannes Hlífar Stefánsson
og Ivan Sokolov gerðu jafntefli,
sömuleiðis Jaan Ehlvest og Henrik
Danielsen og Jan Timman og Jón
Viktor Gunnarsson. Þá vann Murray
Chandler Ingvar Ásmundsson, Lars
Schandorff vann Stefán Kristjáns-
son, Tomi Nyback vann Halldór
Halldórsson, Helgi Ólafsson vann
Áskel Örn Kárason, Friðrik Ólafs-
son vann Lenku Ptacnikova og
Þröstur Þórhallsson vann Pál A.
Þórarinsson. Nielsen hefur þrjá
vinninga, sem áður segir, en í humátt
á eftir honum koma Sokolov, Ny-
back, Hannes Hlífar og Danielsen.
Jafnt hjá Hannesi
Hlífari og Sokolov