Morgunblaðið - 26.10.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKA sendiráðið í Japan var
formlega opnað í Tókýó í gærkvöldi
að viðstöddum Halldóri Ásgrímssyni
utanríkisráðherra, Ingimundi Sigfús-
syni sendiherra og ýmsum jap-
önskum áhrifamönnum.
Halldór sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þetta væri hátíðisdagur
fyrir Íslendinga, sem hafa átt mikil
samskipti við Japan í langan tíma.
„Ég var þeirrar skoðunar þegar ég
varð fyrst ráðherra 1983 að nauðsyn-
legt væri að koma upp sendiráði í
Japan. Nú er þessi dagur loks runn-
inn upp og við höfum kostað miklu til.
En ég er sannfærður um að hér hefur
verið rétt staðið að málum,“ segir
Halldór.
Hann segir að íslensk fyrirtæki
hafi nú þegar notfært sér þá aðstöðu
sem er fyrir hendi í sendiráðinu. „Ég
er viss um að sendiráðið á eftir að
nýtast vel fyrir íslenska hagsmuni.
Japönsk stjórnvöld hafa tekið vel eft-
ir þessu og jafnframt sendiráð ann-
arra ríkja. Það er greinilegt að menn
kunna vel að meta það hversu vel Ís-
lendingar standa að þessu og við höf-
um orðið þess áskynja að nú þegar
hefur sendiráðið vakið athygli. Þetta
á eftir að koma sér vel fyrir íslenskt
viðskiptalíf og hagsmuni almennt,“
sagði Halldór.
Sendiráðið er í Takanawa-hverfi í
Tókíó og heildarkostnaður við það er
um 800 milljónir króna. Það er inn-
réttað með íslenskum húsgögnum og
hönnun hússins er íslensk. Halldór
segir að þegar ákvörðun um opnun
sendiráðs í Japan var tekin hafi menn
verið sannfærðir um það að ódýrara
væri að kaupa en leigja húsnæði und-
ir sendiráðið. Frá því ákvörðunin var
tekin hefur húsnæðisverð í borginni
hækkað um 20%. „Lóðarverð er afar
hátt í Tókýó og það er ekki von að all-
ir átti sig á því en það er ekki hægt að
reka sendiráð án húsnæðiskostnaðar.
Með þessu móti verður húsnæð-
iskostnaðurinn lægri en ef húsnæði
hefði verið leigt fyrir sendiráðið. Ég
er jafnframt þeirrar skoðunar að Ís-
lendingar eigi að stefna að því að eiga
sem mest af sínu húsnæði sjálfir. Hér
er um fjárfestingu að ræða og við get-
um hvenær sem er selt þetta húsnæði
og leigt annars staðar.“
Við opnun sendiráðsins afhenti ut-
anríkisráðherra fyrir hönd Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Íslands,
þremur japönskum áhrifamönnum
hina íslensku fálkaorðu. Þetta er í
fyrsta sinn sem utanríkisráðherra
veitir orðuna. „Við töldum afskaplega
mikilvægt að geta veitt íslensku
fálkaorðuna til þessara þriggja ein-
staklinga við þetta tækifæri og forseti
Íslands féllst á þetta. Hér er um ein-
staklinga að ræða sem hafa lagt sig
sérstaklega fram hvað varðar Ísland
og íslenska hagsmuni.“
Orðuþegarnir eru Junichi Wat-
anabe rithöfundur og forseti Íslands-
Japans félagsins frá stofnun þess
1991, Tatsúro Asei jarðfræðingur og
sérfræðingur í íslenskri jarðsögu og
Shinako Tsutsiya þingmaður og for-
maður vináttufélags japanska og ís-
lenska þjóðþingsins. sérfræðingur í
jarðfræði og ýmsum íslenskum mál-
efnum í marga áratugi og hefur skrif-
að fjölmargar greinar um land og
þjóð. 51 japanskur þingmaður er í
vináttufélagi japanska og íslenska
þjóðþingsins.
Halldór átti í gær fund með þrem-
ur japönskum þingmönnum um
hvalamálið. Þingmennirnir báðu um
þennan fund og lýstu þar yfir mikilli
samstöðu með málstað Íslendinga.
„Það er mikill stuðningur við hval-
veiðar Íslendinga hér í Japan og því
hefur verið lýst yfir við mig að Jap-
anir muni gera allt sem þeir geta til
þess að kaupa af okkur afurðirnar ef
við hefjum hvalveiðar. Við eigum
sameiginlegra hagsmuna að gæta
með þeim í þessu máli,“ sagði Hall-
dór.
Ingimundur Sigfússon sendiherra
sagði að þetta væri merkisdagur í
sögu utanríkisþjónustunnar. Hann
sagði að í tengslum við opnun sendi-
ráðsins hefðu 25 íslensk fyrirtæki
nýtt sér þennan viðburð til þess að
kynna starfsemi sína.
Þrír Íslendingar starfa í sendi-
ráðinu og auk þess tvær japanskar
stúlkur sem tala íslensku. Ingimund-
ur segir að viðskiptaleg hlið sendi-
ráða sé mun þýðingarmeiri í Japan en
annars staðar. Ingimundur hefur
mikla reynslu úr viðskiptalífinu. „Ég
mun reyna að nýta mér það alveg
eins og ég get og er þegar byrjaður á
því. Ég get að sjálfsögðu engu lofað
um árangur á þessu stigi en þó finnst
mér mörg jákvæð teikn á lofti og Ís-
lendingar eiga ótalmörg tækifæri í
Japan. Ég tel til dæmis að unnt sé að
gera mun meira í tengslum við ferða-
þjónustuna,“ sagði Ingimundur.
Utanríkisráðherra við opnun sendiráðsins í Tókýó
Á eftir að nýtast íslensk-
um hagsmunum vel
Fyrir hönd forseta Íslands afhenti utanríkisráðherra þremur Japönum
fálkaorðu fyrir störf þeirra að íslenskum málefnum. Ingimundur og
Halldór skáluðu við orðuhafana, sem frá vinstri eru Shinako Tsuchiya
þingmaður, Tatsuro Asai jarðfræðingur og Junichi Watanabe, rithöf-
undur og formaður Íslands-Japans félagsins frá stofnun þess 1991.
Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason
Við opnun sendiráðsins afhjúpaði Halldór Ásgrímsson skjöld og við hlið
hans heldur Ingimundur Sigfússon sendiherra á tréskúlptúr af Eiríki
rauða sem sendiráðinu var fært að gjöf.
Japan/25
85,8% nýbakaðra feðra tók feðra-
orlof á fyrstu níu mánuðum árs-
ins, það er eftir að ný lög um fæð-
ingar- og foreldraorlof tóku gildi
um síðustu áramót.
Hjá Tryggingastofnun ríkisins
voru 2975 konur skráðar í fæðing-
arorlofi á tímabilinu janúar fram í
október en 2553 karlar.
Athygli vekur að munur á með-
altalsmánaðarupphæð orlofs-
greiðslu er ívið hærri hjá körlum
en konum þar sem meðaltals-
greiðsla hvers orlofsmánaðar
kvenna er 122.309 krónur á mán-
uði en 198.979 krónur hjá körlum.
Hver greiðsla er því að meðaltali
um 60% hærri hjá körlum sem
taka feðraorlof sitt en hjá mæðr-
um.
Greitt er fæðingarorlof til
þeirra sem eru á vinnumarkaði og
eru mánaðargreiðslur 80% af
meðaltali heildarlauna síðustu tólf
mánaða þegar sótt er um. Þeir
sem ekki eru á vinnumarkaði, t.d.
námsmenn, fá greiddan sk. fæð-
ingarstyrk í orlofinu. Mun færri
karlar fá greiddan þennan fæð-
ingastyrk eða 111 karlar en 610
konur. Minni munur var á styrk-
upphæð kynjanna þar sem vegið
meðaltal styrks kvenna var 55.799
krónur í september og 60.203
krónur hjá körlum sem hlutu fæð-
ingarstyrk.
Markmið laganna er að tryggja
barni samvistir bæði við föður og
móður og til að gera fólki kleift að
samræma fjölskyldu- og atvinnu-
líf. Foreldri á samkvæmt lögunum
rétt á að taka fæðingarorlof í einu
lagi en með samkomulagi við
vinnuveitanda er starfsmanni þó
heimilt að haga fæðingarorlofi á
þann veg að það skiptist niður á
fleiri tímabil.
Þá eiga foreldrar sjálfstæðan
rétt til þriggja mánaða hvort um
sig, sem ekki er framseljanlegur
þeirra á milli, og til viðbótar sam-
eiginlegan rétt til þriggja mánaða,
en þeim rétti geta þeir hagrætt
sín á milli að eigin vild.
Heildarfjöldi helst jafn
Fjöldi karla sem sækir um svo
kallað skipt fæðingarorlof hefur
meira en tvöfaldast það sem af er
árinu en 74 karlar sóttu um skipt
fæðingarorlof í janúarmánuði en
153 í ágúst. Flestir, eða 160 ný-
bakaðir feður, sóttu um skipt orlof
í júlí. Skipt orlof þýðir að foreldr-
ar skipta með sér vinnuvikunni
eða vinnudeginum.
Heildarfjöldi feðra sem fer í
fæðingarorlof hefur haldist nokk-
uð jafn frá því lög um fæðingar- og
foreldraorlof tóku gildi í ársbyrj-
un þar sem tala þeirra karla sem
teka samfellt orlof hefur lækkað
úr 202 í janúar í 109 í ágúst. Sam-
tals eru það því 262 karlar sem
tóku fæðingarorlof í ágúst á móti
276 í janúar. 2.021 umsókn um
fæðingarorlof karla hefur borist
Tryggingastofnun í ár og er með-
alfjöldi í mánuði 253 feður.
Fyrsti áfangi nýrra laga um
fæðingar- og foreldraorlof kom til
framkvæmda 1. janúar sl. þegar
sjálfstæður réttur föður til mán-
aðarlangs fæðingarorlofs tók
einnig gildi. Frá og með 1. janúar
2002 verður fæðingarorlof föður
tveir mánuðir og þrír mánuðir frá
og með 1. janúar 2003.
85,8% feðra taka fæðingarorlof
Fæðingarorlof
um 60% hærra
hjá körlum
!"# #
#
# $
%"
&
&
ALÞJÓÐLEGU umhverfisverndar-
samtökin World Wildlife Fund,
WWF, lögðust í gær á sveif með ís-
lenskum stjórnvöldum sem ásamt
nokkrum öðrum ríkjum hafa mjög
hvatt Heimsviðskiptastofnunina
(WTO) til að taka ríkisstyrki í sjáv-
arútvegi til skoðunar. Segja samtök-
in ljóst að slíkir styrkir séu mun al-
gengari en almennt er viðurkennt en
að áliti WWF má kenna ríkisstyrkj-
um í sjávarútvegi um ofveiði og
þverrandi fiskistofna.
Í skýrslu sem WWF kynntu í gær
er því haldið fram að ríkisstyrkir í
sjávarútvegi nemi alls um 15 millj-
örðum dala á ári, eða jafnvirði um
1.500 milljarða króna, en það svarar
til um 20% alls aflaverðmætis sem
komið er með að landi.
Kemur fram í skýrslunni að rík-
isstjórnir víða um heim hafi tilkynnt
allt að 13 milljarða dala ríkisstyrki í
sjávarútvegi en WWF segir að þar
sé ekki allt tínt til. Segja samtökin að
ríki ýmist telji ekki allt til, bæði vís-
vitandi og óafvitandi, og að einnig sé
reynt að breiða yfir ríkisstyrki.
Segja samtökin að heildarstyrkir
hljóti að nema rúmum 15 milljörðum
dala árlega og hugsanlega sé upp-
hæðin hærri.
Þá fullyrðir WWF að ríkisstjórnir
brjóti skipulega reglur sem Heims-
viðskiptastofnunin, WTO, hefur sett,
en samkvæmt þeim verða ríki að
gefa upplýsingar um ríkisstyrki.
Fyrir dyrum stendur ráðherra-
fundur WTO en gert er ráð fyrir að
hann verði haldinn í Dohar í Katar í
næsta mánuði. Frá árinu 1998 hafa
ýmis ríki, Ísland þar á meðal, reynt
að fá það fram að hafnar verði samn-
ingaviðræður innan stofnunarinnar
um ríkisstyrki í sjávarútvegi en það
hefur enn sem komið er lítinn árang-
ur borið. Ísland hefur m.a. lagt til að
í fyrirhugaðri lotu viðræðna um við-
skiptamál á vettvangi Heimsvið-
skiptastofnunarinnar samþykki að-
ildarríkin afnám ríkisstyrkja, sem
leiði til ofveiði og feli í sér hömlur í
viðskiptum.
Hvetur WWF ríkisstjórnir til að
grípa þegar til aðgerða til að upplýsa
um, draga úr og endurbæta ríkis-
styrki í sjávarútvegi.
World Wildlife Fund leggst á sveif með Íslendingum
Gagnrýna umfang ríkis-
styrkja í sjávarútvegi