Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Júlíus Skilti sem gefur lokun Laufásvegar við Skothúsveg til kynna. Reyndar er einum bókstaf ofaukið í Skothúsvegi, en skothúsið sem vegurinn ber nafn sitt af mun einungis hafa verið eitt. BRAUTSKRÁNING fer fram frá Há-skóla Íslands á morgun, fyrsta vetr-ardag, í Háskólabíói. Meðal þeirra sem brautskrást eru Halldór Ísak Gylfason með B.S.-próf í tölvunarfræði, sem hlýtur hæstu aðaleinkunn í sögu skólans eða 9,96, og Margrét Vilborg Bjarnadóttir með B.S.-próf í véla- og iðnaðarverkfræði. Hún brautskráist með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í verkfræðideildinni eða 9,77. Úr tónlist í tölvunarfræði Halldór Ísak er 27 ára Reykvíkingur, í miðjum hópi þriggja barna þeirra Gylfa Ísaks- sonar, byggingarverkfræðings hjá Fjarhitun og fyrrum bæjarstjóra á Akranesi, og Hildi- gunnar Halldórsdóttur, tölvunarfræðings og ritstjóra hjá Námsgagnastofnun. Hann út- skrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1994 af eðlisfræðibraut og tón- listarbraut en hafði þar áður gengið í Rétt- arholtsskóla, Fossvogsskóla og Ísaksskóla. Að loknu stúdentsprófi fór Halldór Ísak í fram- haldsnám í Hannover og Berlín í Þýskalandi í fagottleik eftir að hafa lokið 8. stigi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík á sama hljóðfæri. Í samtali við Morgunblaðið segist hann hafa þurft að hætta tónlistarnáminu þar sem varir hans þoldu ekki lengur fagottið. „Þetta voru svona meiðsl eins og íþrótta- menn myndu segja, eða vöðvakrampi. Ég varð að leggja fagottið á hilluna en ég á hljóðfærið nú ennþá,“ segir Halldór Ísak sem lék á sínum tíma með ýmsum hljómsveitum og kamm- erhópum hér heima og erlendis. Við komuna heim frá Þýskalandi í október 1997 hafði hann ákveðið að læra tölvunarfræði eða stærðfræði í Háskólanum en var of seinn að byrja þá þannig að hann fékk sér vinnu. Fyrir valinu varð leikskóli sem hann segir að hafi verið skemmtilegt og lærdómsríkt starf með börnunum. Haustið 1998 hóf hann svo nám í tölvunarfræði í Háskólanum. Hann seg- ir móður sína, tölvunarfræðinginn, ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun, hann sé það þrjóskur að eðlisfari að hann fari eigin leiðir. Á þremur árum í Háskólanum náði Halldór Ísak glæsilegum námsárangri, hlaut 10 í ein- kunn í öllum fögum nema í gagnasafnsfræði í upphafi námsins, þegar hann fékk 9,0. Hann segist hafa verið mjög sáttur við þá einkunn og létt á þeim þrýstingi að þurfa alltaf að fá hæstu einkunn. Það þurfi líka að vera hægt að bæta árangur hans síðar meir. Lokaverkefnið í tölvunarfræði vann Halldór Ísak í sumar, „Sjálfvirk tögun í eining- arforritun“. Hannaði hann þar forritunarmál sem hann ákvað að nefna Dorrit þar sem það rímaði svo vel við forrit. Strax að verkefninu loknu var hann ráðinn til kennslu í haust í tölv- unarfræði við Háskólann í Reykjavík, auk þess sem hann mun vinna að rannsókn á sviði tölvuneta. Hann stefnir síðan að doktorsnámi í Bandaríkjunum eftir eitt eða tvö ár. Aðspurður segist hann alltaf hafa átt ágætt með að læra. Þetta er í fyrsta sinn sem hann dúxar frá skóla en þess má geta að faðir hans dúxaði frá Menntaskólanum í Reykjavík á sín- um tíma. „Þetta hefur alltaf verið upp á við hjá mér, ætli megi ekki segja að ég hafi toppað á rétt- um tíma svo ég vitni enn til orða íþrótta- manna.“ Dúxaði einnig á stúdentsprófi Margrét Vilborg er Reykvíkingur, líkt og Halldór Ísak, 24 ára að aldri, dóttir Bjarna Ás- munds, rafmagnstæknifræðings hjá Lands- virkjun, og Þórunnar Guðmundsdóttur, sagn- fræðings hjá Íslenskri erfðagreiningu. Margrét Vilborg ólst upp í Breiðholtinu ásamt tveimur bræðrum en býr nú í vesturbænum. Útburður á Morgunblaðinu gekk á milli systk- inanna, hún tók við af eldri bróðurnum og bar blaðið út í nærri tíu ár eða þar til yngri bróð- irinn tók við. Margrét Vilborg gekk í Fella- skóla sem barn og unglingur og varð stúdent af náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti vorið 1996. Dúxaði hún frá skól- anum með 9,6 í meðaleinkunn, eða hæstu ein- kunn fram að þeim tíma, en kunningi hennar sló svo metið ári síðar. Að stúdentsprófi loknu safnaði hún í ferða- sjóð í hálft ár með vinnu í Mjólkursamsölunni til að ferðast um Suður-Ameríku. Kom hún þar til sjö landa og í samtali við Morgunblaðið segir hún þetta hafa verið mikið og lærdóms- ríkt ævintýri sem varði í nokkra mánuði. Ekki lá leiðin heim til Íslands nema til skamms tíma því hún fékk styrk til háskólanáms í Banda- ríkjunum veturinn 1997–1998, nánar tiltekið við Oglethorpe University í Atlanta-fylki. Margrét Vilborg segist við heimkomuna sum- arið 1998 ekki hafa vitað með vissu hvað hún „vildi verða“. Hún skráði sig fyrst í tölv- unarfræði við Háskóla Íslands, hætti við og fór í stærðfræðina en endaði að lokum í verk- fræðideildinni. Umhverfis- og byggingarverk- fræði varð fyrir valinu en eftir eitt og hálft ár þar skipti hún yfir í véla- og iðnaðarverkfræði. „Ég er mjög sátt við þetta val í dag. Verk- fræðin er mjög skemmtilegt fag, góð blanda af raungreinum og öðrum fögum. Það er mjög skemmtilegt hvað konum hef- ur verið að fjölga mikið í verkfræðinni, ætli við séum ekki um þriðjungur allra nemenda í deildinni. Átakið hjá Háskólanum er greini- lega að skila sér en ég hvet bæði stelpur og stráka til að fara í þetta nám,“ segir Margrét Vilborg sem einnig hefur verið á kafi í stúd- entapólitíkinni í Háskólanum fyrir Röskvu og situr í stúdentaráði til vors. Frá því því í sum- ar hefur hún starfað hjá hugbúnaðar- og verk- fræðifyrirtækinu AGR. Hún segist vera að leita sér að skóla í Bandaríkjunum til að fara í næsta haust til framhaldsnáms í verkfræð- inni. „Námið hefur alltaf legið vel fyrir mér. Ég er svo lánsöm að tveir plús tveir hefur aldrei verið neitt annað en fjórir í mínum augum,“ segir Margrét Vilborg. Brautskrást með glæsilegar einkunnir Halldór Ísak Gylfason með hæstu aðaleinkunn í sögu Háskóla Íslands, 9,96, og Margrét Vil- borg Bjarnadóttir með hæstu einkunn í verk- fræði, 9,77 Halldór Ísak Gylfason á skrifstofu sinni í Háskólanum í Reykjavík, en þangað fór hann til starfa eftir nám í Háskóla Íslands. Margrét Vilborg Bjarnadóttir er að dúxa í annað sinn á sínum námsferli, fékk 9,6 í meðaleinkunn á stúdentsprófi 19 ára. JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, sem var flutningsmaður tillögu sem hafnað var í borgarráði á þriðjudag um að grjót- námi í Geldinganesi yrði hætt, segir það mikil um- hverfisspjöll verði Geldinganesið lagt undir at- vinnu- og hafnarstarfsemi. „Ég hvet Reykvíkinga til að leggja land undir fót, eða skreppa á bílnum sínum út í Geldinganes og sjá hvað grjótnámið er stórt í þessu landi og ímynda sér síðan hvernig þetta líti út ætli menn sér að fjórfalda þessa gjá sem er komin þarna,“ segir Júlíus Vífill. Júlíus Vífill telur að borgarverkfræðingur ætti að leita að hentugri grjótnámu á Reykjavíkursvæðinu og telur hann að margir staðir gætu komið til greina. Júlíus segir engar rannsóknir styðja að Geldinganesið henti best til grjótnáms. Nú er verið að vinna að skipulagstillögu sem ger- ir ráð fyrir höfn í Eiðsvík og hafnar- og atvinnu- svæði á Geldinganesi. Júlíus segir að hafnarstjórinn í Reykjavík hafi sjálfur sagt á fundi skipulagsnefnd- ar að ekki sé þörf fyrir nýtt hafnarsvæði í Reykjavík fyrr en eftir 30–40 ár og erlendir sérfræðingar hafi talið að ekki verði þörf fyrir nýtt hafnarsvæði í Reykjavík næstu 50 ár að minnsta kosti. Í Morg- unblaðinu í gær sagði Árni Þór Sigurðsson, formað- ur skipulags- og byggingarnefndar borgarinnar, að erlendu sérfræðingarnir hafi einungis metið þörf á hafnarbakka. Júlíus Vífill segir þróunina í skipa- flutningum síðustu ár hafa verið þannig að minni þörf sé fyrir bakland hafna en áður var. „Flutn- ingaleiðir eru miklu greiðari en fyrr, ferming og af- ferming með gámatækni nútímans tekur örfáa klukkutíma, sem gat tekið marga daga áður. Þannig er ekki jafn mikil þörf fyrir skip að bíða við hafn- arbakkann, hafnaraðstöðu og bakland hafnarinnar. Ég held, að þegar höfnin er að gera ráð fyrir því að hafa eitthvert gríðarlegt baksvæði, sé fyrst og fremst verið að hugsa um tekjumöguleika og það finnst mér ekki viðeigandi,“ segir Júlíus Vífill. Árni Þór er fulltrúi Vinstri-grænna í R-listanum og segir Júlíus að sér virðist Vinstri-grænir hafa meiri áhyggjur af hálendi Austurlands en sínu nán- asta umhverfi. Júlíus segist telja Geldinganesið fal- legasta byggingarland á höfuðborgarsvæðinu sem enn er ódeiliskipulagt og segir hann það mikla synd ef svæðið yrði lagt undir atvinnustarfsemi. Hann segir Gunnunes, sem er norðan við Geldinganes, henta betur undir atvinnutengda starfsemi og upp- byggingu iðnaðar og einnig mætti finna slíkri starf- semi stað fyrir ofan Vesturlandsveginn skammt frá Halla- og Hamrahlíðarlöndum. Sjálfstæðismenn segja áform R-lista á Geldinganesi umhverfisspjöll LAUFÁSVEGI hefur verið lok- að við Skothúsveg og er það lið- ur í öryggisráðstöfunum við bandaríska sendiráðið, sam- kvæmt upplýsingum frá skrif- stofu borgarverkfræðings. Ekki er ljóst hversu lengi gatan verður lokuð og er ekki um var- anlega ráðstöfun að ræða, að sögn Guðbjarts Sigfússonar, yf- irmanns rekstrardeildar gatna- málastjóra. Götunni var lokað í þessari viku og merkingar voru þá settar upp, en þessi ráð- stöfun er gerð að beiðni lög- reglunnar, sem vill með lok- uninni draga úr þeirri umferð sem annars fer þarna í gegn. Laufás- vegi lokað af öryggis- ástæðum Borgarverkfræðingur leiti að hentugri grjótnámu HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá héraðsdómi máli sem forsetar Al- þýðusambands Íslands höfðuðu gegn íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfall sjómanna síðasta vor. Taldi Hæstiréttur m.a. að kröfu- gerð ASÍ, eins og hún væri orðuð, beindist ekki að ákveðnu sakarefni, heldur fæli það eitt í sér, andstætt ákvæði laga um meðferð einkamála, að leitað væri lögfræðilegrar álits- gerðar dómstóla. Sjö dómarar skip- uðu Hæstarétt í málinu en héraðs- dómur Reykjavíkur hafði sýknað ríkið af kröfum ASÍ 18. júlí sl. ASÍ höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu til viðurkenningar á að lögin sem bundu enda á verkfall sjómanna tækju ekki til tilgreindra stéttar- félaga sem ekki voru í verkfalli. Einnig krafðist ASÍ viðurkenningar á að ákvæði laganna fælu í sér ólög- mæta skerðingu á samningsfrelsi og verkfallsrétti annarra tilgreindra fé- laga og að lögin yrðu dæmd óskuld- bindandi fyrir þau. Hæstiréttur taldi, að hagsmunir launþega innan raða viðkomandi stéttarfélaga gætu samkvæmt lög- um um meðferð einkamála færst fram í hendur ASÍ, enda væri nægi- leg stoð fyrir slíkri hagsmunagæslu í lögum ASÍ. Hins vegar taldi réttur- inn að sá háttur á málshöfðun ASÍ að gera dómkröfur, sem lutu berum orðum að réttindum og skyldum nafngreindra stéttarfélaga, væri í andstöðu við umrætt lagaákvæði sem ekki fæli í sér málsóknarumboð til félaga eða samtaka, heldur flytti í hendur þeirra aðild að máli um hags- muni ótiltekinna félagsmanna þeirra. Þá var kröfugerð ASÍ, eins og hún var orðuð, ekki talin beinast að ákveðnu sakarefni, heldur fela það eitt í sér að leitað væri lögfræðilegr- ar álitsgerðar dómstóla. Vegna þess- ara annmarka á málatilbúnaði ASÍ var málinu vísað frá Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Garðar Gíslason, Guð- rún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason, Markús Sigur- björnsson og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður ASÍ var Ástráður Har- aldsson hrl. og fyrir ríkið flutti málið Skarphéðinn Þórisson ríkislögmað- ur. Kröfugerð ASÍ beindist ekki að ákveðnu sakarefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.