Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 12

Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UPPI HAFA verið áform meðal eig- enda Norðuráls hf. á Grundartanga að stækka verksmiðjuna í um 300 þúsund tonn en framleiðslan er nú um 90 þúsund tonn. Þetta kom m.a. fram í máli Jóns Sveinssonar lög- manns á Akranesi á málþingi um at- vinnumál Akranesskaupstaðar sem haldið var í gær. Ekki var gert ráð fyrir því í upphafi að verksmiðjan yrði stærri en 180 þúsund tonn og ramminn, hvað varðar starfsleyfi og umhverfismat, miðast við það. Við slíka stækkun vakna upp spurningar um orkuöflun og hefur verið horft til Norðlingaöldu í því samhengi. „Um hvaðan orkuna skuli fá hafa viðræð- urnar fyrst og fremst snúist að hálfu eigenda, Landsvirkjunnar og ann- arra orkuseljenda. Það skiptir miklu að fara varlega og að vel sé gætt að undirbúningi.“ Lagði Jón áherslu á að sameining sveitarfélaga á svæðinu sunnan Skarðsheiðar væri mikilvæg til að þau gætu tekist á hendur aukin umsvif í iðnaði þar sem svæðið byði upp á slíkt. Skýr framtíðarsýn mikilvæg Tilefni málþingsins var að atvinnu- málanefnd Akraness hefur nýlokið við gerð stefnumótunar í atvinnumál- um. Í setningarræðu sinni sagði Guðni Tryggvason formaður at- vinnumálanefndarinnar að skýr framtíðarsýn í þróun atvinnumála væri mikilvæg. Í máli Karls Friðriks- sonar hjá Iðntæknistofnun, sem kom að stefnumótuninni, kom fram að ekki væri nóg að gera skýrslu, já- kvætt viðhorf til verkefna sem sett eru fram væri nauðsynlegt. Sagði hann að málið snerist um að velja kosti til að stefna að og í þeim efnum væri frumkvæði mikilvægt. „Auðvit- að er mikilvægt að setja markmið og stefna hátt, en síðan þarf að skora mörkin, en það er eitthvað sem Skagamenn kunna.“ Í máli Karls og fleiri kom fram að nálægð við höfuðborgarsvæðið væri bæði kostur og galli fyrir Akranes, en sóknarfærin sem nálægðin hefði bæri að nýta. Lagði hann áherslu á nauðsyn þess að ná sérstöðu og yf- irburðastöðu á ákveðnum sviðum og til þess þyrfti öfluga nýsköpun. Reyndar voru ræðumenn á eitt sáttir um að efla þyrfti nýsköpun á svæðinu en til þess þyrfti fjármagn. Lagði Hjálmar Árnason alþingismaður til að sveitarfélögin á svæðinu myndu í samvinnu við atvinnulífið stofna sinn eigin nýsköpunarsjóð, því hugvit og fjármagn fylgdust ekki sjálfkrafa að. Á málþinginu kom fram í máli margra að undirstöðu atvinnugrein- arnar, sjávarútvegur og landbúnað- ur, væru enn veigamiklar fyrir sveit- arfélögin á svæðinu, en fleira þyrfti að koma til svo efla mætti fjölbreytni í atvinnulífinu og auka hagvöxt svæð- isins. Sturlaugur Sturlaugsson að- stoðarframkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf. sagði að hagræðing og tækniframfarir í sjávarútvegi þýddu fækkun starfa í greininni. Í nánustu framtíð myndi þátttaka er- lendra aðila aukast í íslenskum sjáv- arútvegi og gera mætti ráð fyrir að frekari vinnsla flytjist til útlanda, þar sem vinnuafl sé ódýrara. Líkt og margir aðrir horfa Skaga- menn m.a. til tækni og ferðaþjónustu í framtíðinni og kemur Íslensk erfða- greining m.a. þar að, en Kristján Er- lendsson framkvæmdastjóri sam- starfsverkefna fyrirtækisins segir að stefnt sé að aukinni dreifingu verk- efna á landsbyggðinni. Fyrirtækið gerði fyrir ári samstarfssamning við sjúkrahúsið á Akranesi sem felur m.a. í sér þróun hjúkrunarskráning- ar. Allir fyrirlesarar voru á einu máli um að Akranes byði upp á fjölmarga möguleika en nauðsynlegt væri að grípa tækifærin, stuðla að frum- kvöðlastarfi og skapa sterka sjálfs- ímynd svæðisins út á við. Stefnumörkun í atvinnumálum Akraness kynnt á málþingi í gær Jón Sveinsson og Hjálmar Árnason ræða málin og Sturlaugur Sturlaugsson lítur yfir salinn en fjölmennt var á málþinginu. Morgunblaðið/Þorkell Hansína B. Einarsdóttir, Karl Friðriksson og Hallgrímur Jónasson bera saman bækur sínar um atvinnumálin á Skaganum. Jákvætt viðhorf og frumkvæði nauðsynlegt UMMÆLIN sem Hlynur Freyr Vigfússon, varaformaður Félags Ís- lenskra þjóðernissinna, var ákærður fyrir birtust undir millifyrirsögninni „Afríkunegri og Íslendingur“ Þar sagði m.a.: „Það þarf engan snilling eða erfðafræðivísindamann til að sýna fram á hver munurinn er á Afr- íkunegra með prik í hendinni eða Ís- lendingi." Viðtalið við hann birtist í helgarblaði DV 17. febrúar sl. Skömmu síðar var hann fyrir beiðni ríkissaksóknara boðaður í skýrslu- töku hjá lögreglunni í Reykjavík og í kjölfar þess var gefin út ákæra á hendur honum. Ákært var fyrir brot gegn 233. gr a almennra hegningar laga en hún hljóðar svo: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Ekki eru fordæmi hér á landi fyr- ir beitingu þessarar greinar en dóm- ar hafa fallið á Norðurlöndunum og víðar vegna brota gegn sambæri- legum ákvæðum. Við aðalmeðferð málsins bar Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður á DV, vitni auk Hlyns Freys. Sá síð- arnefndi staðfesti að rétt hefði verið eftir honum haft í viðtalinu og gerði ekki athugasemdir við orðalagið. Þá óskaði hann hvorki ekki eftir því að orð sín væru dregin til baka né sagð- ist hann iðrast ummæla sinna og kvaðst hann hafa heimildir fyrir þeim. Verjandi Hlyns Freys krafðist þess að hann yrði sýknaður og taldi m.a. að ummæli hans væru ekki sambærileg orðalagi sem hefði verið refsað fyrir á Norðurlöndunum. Þá hefði hann m.a. mótað þessar skoðanir þegar hann horfði á dönsku heimildarmyndina „Heimsálfan sem svaf yfir sig“ sem sýnd var í Rík- issjónvarpinu og fjallaði um Afríku. Þá taldi verjandi að ekki gæti ver- ið refsivert að nota orðið „negri“. Hlynur Freyr hefði rétt til tjáning- arfrelsis og hefði ekki farið út fyrir þann rétt sinn. Þá hefði blaðamaður átt frumkvæði að viðtalinu en Hlyn- ur Freyr einungis svarað spurning- um. Rangar og niðrandi alhæfingar Í niðurstöðum dómsins sem Hjör- dís Hákonardóttir héraðsdómari kvað upp, segir að þegar lagt væri mat á hvort ummælin í viðtalinu væru refsiverð yrði að skoða þau í ljósi þess að Hlynur Freyr er vara- formaður Félags íslenskra þjóðern- issinna sem hefur það að markmiði, samkvæmt framburði hans fyrir dómi, að reyna að vernda Ísland fyr- ir plágum sem hafa gengið yfir önn- ur Evrópulönd í formi innflutnings á láglaunavinnuafli. Í viðtalinu hafi hann lýst því að markmið félagsins sé að stöðva innflutning á fólki af öðrum uppruna en evrópskum og þar er lýst skoðunum um yfirburði hvíta kynstofnsins og nauðsyn þess að vernda hann. „Hin kærðu ummæli ákærða eru röng og niðrandi alhæfing. Hann stillir upp sem andstæðum svörtum lötum Afríkubúum og hraustum hvítum Íslendingum og lætur að því liggja að um eðlislægan mun sé að ræða. Orð hans lýsa því kynþátta- fordómum. Þau eru einnig háðsk og fávísleg í garð þeirra fjölmörgu ein- staklinga sem byggja Afríku, og svartra kynþátta almennt,“ segir í dómnum. Alkunna sé að ensku orðin „negro“ og „nigger“ tengjast sögu- lega þrælahaldi og aðskilnaðar- stefnu. Sökum þess hafi blökku- menn beggja vegna Atlantshafsins farið fram á að vera ekki ávarpaðir með þessum orðum og tengja notk- un þeirra kynþáttahatri. Orðið „negri“ sé bein þýðing á þessum orðum og hafi því niðrandi blæ. „Ís- lenska sem önnur tungumál gerir okkur kleift að orða hugsanir okkar á ýmsa vegu og við vekjum ólík hug- hrif með þeim orðum sem við velj- um. Ummælin „afríkunegri með prik í hendinni“ og þau að Afríkubú- ar „nenni ekki að berja af sér flug- urnar“ eru niðrandi og bera háð og róg í garð svartra manna,“ segir í dómnum. Virðing fyrir mannlegri reisn Dómurinn taldi háttsemi hans ekki verndaða af stjórnarskrár- bundnu tjáningafrelsi samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar né af 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu enda væri tjáningarfrelsið ekki skilyrðislaust. Takmörkun á því fælist m.a. í að menn yrðu að ábyrgjast framsetningu skoðana sinna fyrir dómi og því mætti setja ákveðnar skorður til verndar ákveðnum gildum m.a. vegna rétt- inda eða mannorðs annara. Í mann- réttindasáttmálanum væri áréttað að ekkert ákvæði hans yrði túlkað á þann veg að þau heimili að öðrum réttindum yrði eytt eða takmörkuð. „Virðing fyrir mannlegri reisn allra manna jafnt er sá grundvöllur sem alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og stjórnarskrár lýðræðisríkja byggja á og vernda og þeirri vernd verður ekki vikið til hliðar með vísan til tjáningarfrelsisákvæðisins.“ Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði viðhafði ummæli sín sem forsvarsmaður og talsmaður Félags íslenskra þjóðernissinna. Á hinn bóginn yrði að taka tillit til þess að ummælin sjálf væru ekki gróf eða mjög alvarleg en auk þess væri ákærði ungur að aldri (fæddur 1978) og ætti ekki sakarferil að baki. Þá hefði hann ekki átt frumkvæði að viðtalinu. Borgi hann ekki sektina, 30.000 krónur, verður honum gert að sæta varðhaldi í sex daga. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, 70.000 krónur. Sigríður J. Friðjónsdóttir flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna dæmdur fyrir ummæli í blaðaviðtali Tjáningarfrelsið er ekki skilyrðislaust SIGURÐUR Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, segir að nýleg skýrsla Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins um til- raun með hemlunarvegalengdir mismunandi vetrardekkja staðfesti það sem hann og fleiri hafi sagt þess efnis að mjög ör þróun hafi orðið í framleiðslu og gæðum á vetrarhjólbörðum. Skýrslan stað- festi ennfremur að enn minni ástæða sé fyrir fólk í Reykjavík að nota nagladekk nú en áður. Í febrúar og september í ár gerði Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins tilraun með hemlun- arvegalengdir nokkurra tegunda vetrardekkja á þurrum ís, þurru malbiki og blautu malbiki. Fyrri áfanginn fór fram á kvartmílu- brautinni í Hafnarfirði í febrúar en sá seinni á vegbúti í nágrenni Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins í Keldnaholti í septem- ber. Mælingar bentu til þess að á þurrum ís væri ekki marktækur munur á hemlunarvegalengdum nagladekkja og loftbóludekkja, harðkornadekk þurftu meiri vega- lengd til að stöðva ökutækið og ónegld vetrardekk enn meiri. Ekki var munur á hemlunarvegalengd- um mismunandi vetrardekkja á þurru og bleyttu malbiki, nema loftbóludekk þurftu heldur meiri vegalengd en önnur dekk sem prófuð voru á bleyttu malbiki. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, segir að lesa megi út úr skýrslunni að á markað séu komin harðkornadekk og ákveðnar gerðir af ónegldum hjólbörðum sem við flest skilyrði séu svipuð og nagladekkin. Hann segir ennfrem- ur að þeir sem aki innan Reykja- víkur á daginn eigi ekki að lenda í þeim aðstæðum að þeir þurfi á nagladekkjum að halda, því þannig sé staðið að snjóruðningi og hálku- vörnum að þeirra sé ekki þörf. Gatnamálastjóri um nýja skýrslu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins Nagla- dekk óþörf í Reykjavík Í SKÝRSLU um stefnumótunina voru sett fram markmið um að efla t.d. vöruþróunar- og markaðsstarf fyrirtækja og hvetja fyrirtæki í mat- vælaiðnaði til að vera leiðandi í tækni.  Á sviði samfélagsmála er stefnt að líflegu og öflugu félags- og tóm- stundastarfi og að bærinn verði miðstöð íþróttalífs á landsvísu. Öflugt sjúkrahús verði áfram starfrækt með fjölþætta sérfræðiþjónustu, auk öflugrar þjónsutu við aldraða.  Á sviði mennta- og menningarlífs er lögð áhersla á að útrásar- og sköp- unarþörf einstaklings fái að njóta sín og efla fullorðinsfræðslu í tengslum við Símenntunarstofnun Vesturlands. Þá er rík áhersla lögð á ferðaþjónustu sem byggist á hefðum svæðisins.  Í skýrslunni er lögð áhersla á að stóriðja sé byggð á íslenskum að- stæðum og rannsóknum og jákvæðri umhverfisímynd auk nýtingar úr- gangsefna. Margþætt markmið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.