Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FREYJA Sigurðardóttir, Íslands- meistari í hreysti hjá IFBB-samband- inu, hélt utan til Brasilíu í vikunni til að keppa á heimsmeistaramótinu í greininni en það hefst í dag. Freyja er bikarmeistari og tvöfald- ur Íslandsmeistari hjá Galaxy-sam- bandinu auk þess að vera Íslands- meistari hjá IFBB en hún tók ekki þátt í Íslandsmóti Galaxy um helgina vegna keppnisferðarinnar. Freyja er Sandgerðingur að upp- runa en er nú búsett í Keflavík. Hún verður tvítug í nóvember og er nokk- uð ung miðað við aðra keppendur, sem verða líklega nær þrítugu. – Hvað er undirbúningur fyrir keppnina búinn að standa lengi? „Ég tók þátt í Íslandsmóti í apríl og er búin að lyfta á fullu síðan þá og reyna að bæta það sem ég þurfti að bæta. Mataræðið er hins vegar búið að vera strangt í tvo mánuði.“ Kjúklingar og grænmeti – Er ekki dýrt að taka þátt í svona móti? „Jú, maturinn er til dæmis mjög dýr, en ég borða aðallega kjúklinga- bringur, fisk og grænmeti meðan ég er að undirbúa mig. Þetta tekur líka mikinn tíma frá vinnu því ég þarf oft að æfa tvisvar á dag. IFBB-sam- bandið sér um ferðakostnaðinn, en annars er ég búin að fá góða styrki frá Sparisjóðnum í Keflavík og Leppin og það kemur sér mjög vel.“ – Hvernig fer keppnin fram? „Keppnin stendur yfir í þrjá daga, 26.–29. október. Hjá IFBB-samband- inu er bara þolfimiatriði og saman- burður, en engin tímaþraut eins og hjá Galaxy. Unnur Pálmadóttir hjálpaði mér að finna lag og spor fyrir þolfimiatriðið. Ég bætti síðan fimleikum inn í það, en ég æfði fimleika í níu ár áður en ég fór að æfa fyrir fitness,“ svarar Freyja og bætir við: „Ég hef ekki hugmynd um hvaða möguleika ég hef í mótinu og verð ánægð ef ég kemst í 15 manna úrslit, en það eru 60–70 keppendur sem taka þátt frá yfir þrjátíu þjóðum.“ – Hvernig hefur þér gengið á al- þjóðlegum mótum fram til þessa? „Ég keppti á tveimur alþjóðlegum mótum á síðasta ári; Evrópumóti hjá Galaxy-fitness þar sem ég varð í fjórða sæti, en á alþjóðlegu móti í Laugardalshöll hafnaði ég í öðru sæti.“ – Ætlarðu svo að hvíla þig þegar þú kemur heim? „Nei, ég kem heim 30. október og fer þá strax að undirbúa mig fyrir bik- armót IFBB. Það verður haldið í Keflavík 24. nóvember, en svo sé ég bara til hvað ég geri eftir það,“ segir hin unga og hrausta Freyja Sigurð- ardóttir. Freyja Sigurðardóttir tekur þátt í heimsmeistaramótinu í hreysti í Brasilíu Hef ekki hugmynd um sigurmöguleikana Ljósmynd/Rúnar Þór Freyja Sigurðardóttir sigraði á Íslandsmóti IFBB í vor. Keflavík KEPPNIN um Herra Suður- nes verður haldin í félagsheim- ilinu Festi í Grindavík í kvöld. Húsið verður opnað klukkan hálf níu. Tíu menn taka þátt í keppn- inni og hafa þeir verið að und- irbúa sig að undanförnu. Sig- urvegararnir taka síðan þátt í keppninni Herra Ísland en hún verður haldin á Broadway 22. nóvember næstkomandi. Að lokinni keppni leikur hljómsveitin Land og synir fyr- ir dansi. Herra Suður- nes í Festi í kvöld Grindavík ÝSUKVÓTI smábáta á Suðurnesj- um þrefaldast í sumum tilvikum vegna þess viðbótarkvóta sem fyrir- hugað er að láta þeim í té í kjölfar kvótasetningar krókabáta í haust. Aðrir fá minna en allir fá einhverja viðbót. Ekki kom fram mikil gagnrýni á rekstraraðstæður smábátasjómanna á opnum fundi um sjávarútvegsmál sem sjálfstæðismenn á Suðurnesjum efndu til í Vitanum í Sandgerði í fyrrakvöld. Þeir menn sem höfðu sig mest í frammi í almennum umræðum gagnrýndu kvótakerfið almennt en sjávarútvegsráðherra og þingmenn tóku til varna. Einnig komu fram efa- semdir um vísindalegan grundvöll veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofn- unar og vísað til ýmissa dæma á und- anförnum árum í því sambandi. Á fundinum rakti Árni Mathiesen aðdraganda þeirra reglna um veiðar krókabáta sem tóku gildi í haust og þær breytingar sem unnið hefur ver- ið að á undanförnum mánuðum til að auðvelda trillukörlum aðlögun að kerfinu. Auk Árna voru alþingis- mennirnir Kristján Pálsson og Árni Ragnar Árnason gestir fundarins og tóku þátt í umræðum. Fram kom hjá Kristjáni að hagur Suðurnesjamanna ætti að vera þokkalega tryggður með þeim við- bótarkvóta í ýsu og fleiri tegundum sem smábátasjómönnum yrði úthlut- að. Rakti hann nokkur dæmi um við- bótina sem menn fengju. Bátur sem er nú með tíu tonn af ýsu fær níu tonn til viðbótar, annar er með 29 tonn og fær 19 til viðbótar og sá þriðji, bátur í Grindavík, er með 6 tonn af ýsu og fær 15 tonn til við- bótar. Sagði Kristján að ýsukvóti sumra allt að þrefaldaðist, aðrir fengju minna en allir fengju ein- hverja viðbót. Því hefði ekki verið til einskis barist. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Ragnar Ragnarsson skipstjóri, Þorsteinn Erlingsson útgerðarmaður og Reginn Grímsson bátasmiður voru meðal fundarmanna. Ýsukvóti krókabáta allt að þrefaldast Sandgerði SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar leggur til að Meist- arahúsum ehf. verði úthlutað svæði í Innri-Njarðvík og fyrirtækinu heim- ilað deiliskipuleggja svæðið sem íbúðarbyggð og annast gatnagerð, gegn því að gatnagerðargjöld verði ekki innheimt. Umrætt bygginga- svæði er þríhyrningur sem liggur frá verksmiðjuhúsi sem kennt er við Ramma og niður að sjó. Það afmark- ast af Njarðarbraut að sunnan, Seylubraut að austan og Njarðvík- urfitjum að norðan og vestan. Áætl- að er að þar sé hægt að koma fyrir 30–50 íbúðum, miðað við sérbýli. Verktakinn skipuleggur hverfið Innri-Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.