Morgunblaðið - 26.10.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.10.2001, Qupperneq 30
ERLENT 30 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „GÖNGIN fylltust skyndilega af kolsvörtum reyk og ég heyrði strax skelfingaróp í fólki,“ sagði flutningabílstjórinn Marco Frischknecht, en honum tókst að forða sér út eftir slysið í St. Gott- hards-jarðgöngunum í fyrradag. Um miðjan dag í gær höfðu slökkviliðsmenn ekki komist nema hálfan km inn í göngin vegna gíf- urlegs hitans frá brennandi bílum en sjálfur slysstaðurinn er í rúm- lega km fjarlægð frá syðri gang- amunnanum. Björgunarmenn voru búnir að finna lík 11 manna í gær, ýmist á götunni eða inni í bílum, en talið er, að fólkið hafi kafnað í eitruðum reyknum. Þá var enn verið að grafast fyrir um örlög margra tuga manna þannig að flest benti til, að tala látinna ætti eftir að hækka verulega. Um 800 slökkviliðsmenn unnu á vöktum við gangamunnann, um 150 í senn, en eins og fyrr segir gekk þeim illa að komast inn í göngin vegna hitans. Talið er, að hann hafi verið um 1.000 gráður á celsíus þegar hann var mestur en önnur flutningabifreiðanna, sem rákust saman, var hlaðin bíldekkj- um. Moritz Leuenberger, forseti Sviss, sagði í gær, að mörgum hefði tekist að forða sér út um neyðarútganga og ljóst er, að ann- ar neyðarútbúnaður í göngunum varð mörgum til lífs. Sjálfvirkar slár féllu niður og stöðvuðu um- ferðina fljótlega eftir að eldurinn braust út og sjálft loftræstikerfið virkaði eins og það átti að gera við þessar kringumstæður. Varð að þreifa sig áfram „Göngin fylltust skyndilega af kolsvörtum reyk og ég heyrði strax skelfingaróp í fólki. Ég stöðvaði bílinn og reyndi að bakka en það gekk ekki, það var svo mik- ið af bílum fyrir aftan mig,“ sagði flutningabílstjórinn Marco Frisch- knecht en honum tókst að forða sér út. „Sem betur fer þekki ég göngin vel, fer um þau daglega, og veit um alla neyðarútgangana. Reykjarkófið var hins vegar svo mikið, að ég sá næstum ekkert, ekki einu sinni birtuna við gang- amunnann, og því varð ég að þreifa mig áfram þar til ég fann neyðarútganginn.“ Öðrum bílstjóra bílanna, sem rákust á, tókst líka að komast út en talið er víst, að hinn sé látinn. Hrundi úr gangaloftinu Romano Piazzini, lögreglustjóri í Ticino-kantónu í Sviss, hélt í gær blaðamannafund þar sem meðal annars voru sýndar ljósmyndir, sem slökkviliðsmenn höfðu tekið inni í göngunum. Sýndu þær brunna og brennandi bíla í einum haug og gapandi geil í gangahvelf- ingunni. Þar hafði hrunið úr á all- löngu bili vegna hitans. Sagði Piazzini í gær, að hugsanlega mundu líða tveir eða þrír dagar áður en unnt yrði að komast á sjálfan slysstaðinn. St. Gotthards-göngin voru opn- uð fyrir 21 ári og eru 16,5 km löng, næstlengstu vegagöng í heimi á eftir Lærdal-göngunum í Noregi. Þau hafa verið talin nokkuð örugg en í þeim var þó ekkert vegrið á milli akreina. Hitinn frá brennandi bílum í St. Gotthards-göngunum allt að 1.000 gráður „Ég heyrði strax skelfing- aróp í fólki“    '(  # )          %*+%,- . % /001!23%4'5656              !   "                    !! "#$ %&      #$  " % &   %   !      ' !      (       '  ( ) * '+  ,!  -, . /    0+ % !  -  '( /+  % *&  1 /2 !  -    )* +, --  %. /0 / 12-  %. 30 Reuters Moritz Leuenberger, forseti Sviss (2. frá hægri), við St. Gotthards-göngin ásamt embættismönnum. Airolo. AFP. SLYSIÐ í St. Gotthardsjarðgöngunum í Sviss er mikið áfall fyrir verslun og viðskipti milli Norður- og Suður-Evrópu enda eru þau ein fjölfarnasta flutningaleið í álfunni. Áætlað er, að vöruflutningar um Alpana hafi verið 160 milljónir tonna 1998 og þar af tveir þriðju hlutar með flutningabifreiðum. Er því spáð, að þeir muni aukast um 75% á næstu 15 árum. Mont Blanc-göngin frá Frakklandi og Sviss til Norður-Ítalíu hafa verið lokuð frá 1999 eftir mikið slys, sem kostaði 39 manns lífið, og verði síðan St. Gotthards-göngunum lokað í allt að þrjá mánuði eins og nú er talað um, þá er ljóst, að verulegir erf- iðleikar blasa við í vöruflutningum milli Norður- og Suður-Evrópu. Bifreiðarnar verða að fara miklu lengri leið en áður og kostnaður við flutning- inn mun því aukast. Raunar er að því stefnt að opna Mont Blanc-göngin aftur í næsta mánuði eða í desember en margir spá því, að þessi tíðu og miklu slys muni flýta fyrir endurreisn járnbraut- arflutninga í álfunni. Á hverjum degi fara meira en 5.000 stórar flutningabifreiðar um St. Gotthards- göngin milli Þýskalands og Ítalíu. Vegna þess hve veðrið hefur verið gott að undanförnu geta þær farið um St. Gotthards-skarðið en að því kemur eins og alltaf, að það mun lokast vegna snjóa. Áætlað að fjölga lestargöngum Slysið í fyrradag mun gera það enn brýnna en áður fyrir Evrópusambandið, ESB, að auka á fjöl- breytnina í flutningum. Nú eru fjórir fimmtu hlut- ar þeirra með bifreiðum enda er það ódýrara, áreiðanlegra og miklu þægilegra hvað varðar flutning frá seljanda til kaupanda. Járnbrautar- kerfið hefur auk þess verið að drabbast niður ár- um og áratugum saman en innan ESB er nú unnið að áætlunum um fleiri lestargöng. Verði þau að veruleika munu þau draga úr álaginu á bifreiða- göngin og gera þau öruggari fyrir almenna um- ferð. Frakkar og Ítalir hafa náð samkomulagi um Mont-Cenis-göngin, rúmlega 50 km löng lestar- göng undir Alpana í Suðaustur-Frakklandi, og Austurríkismenn og Ítalir eru að ráðgera 53 km löng lestargöng undir Brenner-skarð. Stjórnvöld í Sviss hafa í hyggju að endurnýja norður-suður- járnbrautakerfið fyrir um 188 milljarða ísl. kr. og inni í því eru tvenn ný göng, um 63 km löng, á svip- uðum stað og St. Gotthards-göngin en í miklu minni hæð. Ljóst er þó, að fjármögnun þessara framkvæmda verður erfið og þær hafa þegar mætt andstöðu umhverfissinna, sem segja, að þær muni verða til að auka enn á umferðina um Alpana. Áfall fyrir viðskipti milli Suður- og Norður-Evrópu Slysið mun líklega flýta fyrir endurnýjun járn- brautarkerfisins SLYSIÐ í St. Gotthards- göngunum er aðeins eitt af mörgum, sem orðið hafa í jarðgöngum í Ölpunum á síðustu árum. Í þeim hefur farist að minnsta kosti nokk- uð á þriðja hundrað manns. Í nóvember í fyrra varð mikið slys í Austurríki en þá kviknaði í kláf, sem dreginn var í göngum upp á fjallið Kitzsteinhorn. 159 manns, aðallega skíða- og útivist- arfólk, týndu lífi. Í maí í fyrra létust 12 manns í árekstri milli fólks- bifreiða og flutningabíls í Tauern-göngunum suð- austur af Salzburg. Eru þau mikilvæg samgönguæð milli Þýskalands og Ítalíu. Í mars 1999 fórust 39 manns er eldur kom upp í bíl í Mont Blanc-göngunum og um 30 önnur farartæki lokuðust inni. Hafa göngin verið lokuð síðan en til stendur að opna þau fyrir áramót. Meira en 200 hafa farist STÓRSLYS Í ALPAGÖNGUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.