Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 31

Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 31 TOLLI opnar ekki bara eina, heldur tvær myndlistarsýn- ingar, í spánnýjum húsakynnum Smáralindar í dag. Annars veg- ar ræðir um yfirlitssýningu í verslunarrými og hins vegar sýningu á nýjum verkum í Vetr- argarðinum. „Ætli þetta sé ekki bara „my way“. Þannig er ég vanur að gera hlutina,“ segir Tolli þegar spurt er hvers vegna Smára- lindin hýsi þessar sýningar. „Vetrargarðurinn ætlar að leggja áherslu á menningarþátt- inn og ég var fenginn til að ríða á vaðið. Meiningin er víst að vera með þrjár til fjórar sýn- ingar á ári, helst yngri lista- menn. Þá meina ég yngri en ég – þó ég sé auðvitað bráðungur.“ Hann velur orðin „þörf menn- ingarpólitík“ til að lýsa fram- taki Smárlindinga. „Um leið og fólk verslar sækist það eftir menningu og fleiru. Versl- unarmiðstöðvar eiga því að vera vettvangur fyrir menningu og listir. Það er ánægjulegt að Smáralindin skuli leggja upp með þetta. Aðalatriðið er svo að menn marki sér spor. Þetta má ekki bara verða Tolli og svo ekki söguna meir.“ Kristalbirta, tær og hrein Listamaðurinn lýkur lofsorði á birtuna í verslunarmiðstöð- inni. Hún sé gjörsamlega frá- bær. „Þetta er kristalbirta, tær og hrein. Rýmið er líka mikið. Það er því mikilvægt að vinna með því. Þess vegna nota ég sviffleka svo verkin týnist ekki. Fyrir vikið fá þau sjálfstæða til- vist sem er grundvallaratriði til að svona lagað gangi upp. Það er auðvelt að eyðileggja svona rými.“ Að sögn Tolla verður þver- skurður af verkum hans frá 1984 til 2000 sýndur í versl- unarrými Smáralindar. „Eflaust munu ýmsir sakna einhverra verka en þessi sýning á samt að geta gefið heillega mynd af því hvernig þróunin hefur verið hjá mér gegnum árin,“ segir lista- maðurinn. Í Vetrargarðinum eru þrjú stór og 28 smærri verk. Öll ný af nálinni. Þau mynda heild sem listamaðurinn kallar Einskis- mannsland. „Þetta eru fátóna- myndir, gráyrjóttir tónar. Það má á vissan hátt segja að ég sé að loka ákveðnum hring með þessu. Hring sem hófst í einsk- ismannslandi. Ég hóf ferilinn á því að mála vörður og mynd- efnið í þessi nýju verk er sótt í svipuð viðfangsefni. Ég er að kveða sama stef. Nálgast heið- ina, sjóndeildarhringinn. Þar er engan mann að finna. Það er í raun grundvallarþáttur í sjálfs- mynd Íslendinga, þetta óend- anlega rými fyrir einfarann.“ Ertu sjálfur einfari? „Já, ég er það. Minni mig stundum á loðnuskipstjórann sem ég reri með frá Grindavík um árið. Hann var alltaf ein- skipa en fiskaði samt.“ Svo þú ert að fiska? „Já, ég þarf ekki að kvarta.“ Tolli bjó í Berlín síðasta vetur og þó fjölskyldan sé komin heim, hyggst hann starfa að hluta áfram þar ytra. „Ég verð með annan fótinn í Berlín. Þar hef ég góða aðstöðu og mann sem sér um öll mín mál. Það er gott að vera í Berlín. Þó það sé styrkur Íslands að vera eyland er það líka veikleiki. Það getur verið erfitt að hafa Atlantshafið á milli okkar og Evrópu. Þarna er ég í hringiðunni. Berlín er miðpunktur Evrópu.“ Eru sýningar á döfinni? „Já, í desember verð ég með sýningu í nýjum húsakynnum viðskiptaráðuneytis Magde- burgar. Ágætri borg sem við Ís- lendingar þekkjum í gegnum handbolta. Síðan eru þrjár öruggar sýningar í Þýskalandi á næsta ári, ein í Lúxemborg og önnur í Mónakó eftir rúmt ár. Svo er verið að leita hófanna víðar. Hlutirnar eiga það til að vinda upp á sig þegar maður er á staðnum til að hitta fólk og fylgja sínum málum eftir. Það er mikið atriði að sýning búi til sýningu. Rétt eins og málverk býr til málverk.“ En björninn er ekki unninn. „Það er gríðarlega erfitt að koma sér á framfæri í Evrópu og ég er hvergi nærri kominn í höfn. Mér hefur hins vegar orð- ið töluvert ágengt. Nú er bara að byggja á þeim grunni.“ Sýningarnar í Smáralind standa til 4. nóvember. Tolli opnar tvær málverkasýningar í Smáralind Óendanlegt rými fyrir einfarann Sandöldur, eitt verka Tolla í Smáralind. ÞAÐ væri hægt að ræða endalaust um skilin á milli hinnar svokölluðu „sígildu“ tónlistar og dægurtónlist- ar, eða þess sem glúrnir baráttu- menn fyrir þeim geiranum hafa kall- að „nýgilda“ tónlist. Sú skoðun manna að þessi meintu skil hafi verið að hverfa jafnt og þétt síðastliðin ár og tilhlýðandi mótrök eru endalaus uppspretta gefandi og skemmtilegra umræðna um þessa eðlu list, hvorum megin skilanna sem hún kann að vera. Samband, og ekki síst samblönd- un, dægurtónlistar og „sígildrar“ hefur jafnan verið í skrautlegra lagi. Manni verður eðlilega hugsað til vægast sagt vafasamra tilrauna fyrr- um Bítilssins Pauls McCartney til að semja óratóríur og viðlíka brölts þungarokkaranna í Deep Purple. Að ekki sé nú minnst á uppskrúfað æv- intýri Metallica og Michael Kamen á plötunni S&M. Stundum, ekki oft, hafa slíkar til- raunir þó verið framtaksins virði (gott dæmi: The Juliet Letters (’93) með Elvis Costello og Brodsky strengjakvartettinum). Tónleikar kvöldsins hófust á stefi Lalo Schifrin, Mission:Impossible, sem samið var fyrir samnefnda sjón- varpsþætti. Það er óneitanlega skemmtilegt að sjá svona stef verða ljóslifandi fyrir augum og eyrum. Sannarlega tilkomumikið þó flutn- ingur hafi reyndar verið eilítið hast- ur og fremur hljómlítill. Botnleðja hefur lengi verið með helstu rokksveitum hér á landi en tónlist hennar mætti lýsa sem hráu nýbylgjurokki. Hljómsveitirnar tvær hófu leik sinn með laginu „Rassgata 51“, upphafslagi hinnar mögnuðu plötu Magnyl. Sinfóníu- hljómsveitin gerði sitt besta til að fylgja eftir rafnið og skarkala lagsins en illu heilli komst það aldrei al- mennilega í gang. Oft þótti mér sam- verkan sveitanna vera skringileg og næstum því úr takti á stundum. T.a.m. var síðasta lagið algerlega út úr kú. Það býr mikill sprengikraftur í Botnleðjunni og lá hann niðri lung- ann af tímanum, flestum lögunum til vansa. Best voru lögin „Hausverkun“ og „Vatnið“. Blásturshljóðfæri í fyrra laginu voru vel útsett og síðara lagið, hin feykigóða ballaða af Douglas Dakota, komst á fallegt flug. Þáttur Botnleðju og Sinfóníunnar var á heildina litið í brokkgengara lagi, upp og ofan, þó aðallega ofan. Eftir hlé var leikið stutt og und- irfurðulegt verk eftir Aaron Jay Kernis. Kröftugt bæði og hug- myndaríkt og kom líkast til flestum í salnum þægilega á óvart. Líkt og Botnleðja hefur Quarashi lengi vel verið í fararbroddi á ís- lenskum dægurtónlistarmarkaði. Það verður að segjast að kröftug blanda þeirra af rokki og rappi var að ganga sýnu betur með sígildu tón- unum. Sveitirnar tvær skiptust meira á í leik sínum og sú nálgun virkaði ágætlega. Rennslið var betra og við og við voru töfrar leystir úr læðingi. Gjáin á milli þessara tveggja sveita vann með þeim, oft og tíðum var styrkur í þessari skrýtilegu sam- setningu. Ekki var þó allt jafnvel heppnað og t.d. var „Mr. Jinx“ and- vana fæddur. Best var nýtt lag, „Dive In“, rólegt og ómþýtt lag þar sem Höskuldur, einn rapparanna, tók sig til og „söng“. Einnig var loka- lagið, hið ógurlega „Stick’em Up“, flott. Þrusuendir þar sem báðar sveitir rokkuðu feitt. Það má velta ákveðinni spurningu fyrir sér og það er í raun mjög þarft að velta henni fyrir sér. Voru tón- leikar kvöldins tilkomnir vegna ein- lægrar leitar að nýrri fegurð, nýjum tónlistarflötum, nýjum lausnum? Eða bara af því að þetta er svo „snið- ugt“? Ég efast ekki um að síðara atriðið hafi verið kveikjan að gærkvöldinu en eins og frá er greint kom það fyr- ir, á ákveðnum augnablikum, að tón- listarheimarnir mættust farsællega á miðri leið og bættu hvor annan upp. Þau augnablik voru þó ekkert sérstaklega mörg og meginmarkmið tónleikanna var líklega ekki það að dýrka tónlistargyðjuna. Á hinn bóginn var skemmtigildið, einskært og ómengað, ótvírætt. Sér- staða viðburðarins ein nægði til að halda manni spenntum allan tímann. Helsti kostur þessa athyglisverða kvölds er þó umfram allt sú von að einhverjir fordómar hafi verið brotn- ir á bak aftur og eyru einhverra, hvorum „tónheiminum“ sem þeir til- heyra, hafi verið opnuð. Ef slíkum fræjum var sáð getum við vel við unað. Sinfónían rokkar TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Tónleikar Botnleðju, Quarashi og Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir yfirskriftinni B+Q+S. Flutt voru verkin Mission Impossible eftir Lalo Schifrin, New Era Dances eft- ir Aaron Jay Kernis auk ýmissa verka eftir Botnleðju og Quarashi. Hljómsveitaútsetningar fyrir Botn- leðju voru í höndum Einars Jóns- sonar en útsetningar fyrir Quarashi sá Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson um. Hljómsveitarstjóri var Her- mann Bäumer. Fimmtudaginn 25. október kl. 19.30 SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.