Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ E inhvernveginn finnst manni að það sé ólíklegt að menn á borð við Osama bin Laden hafi mikinn húmor fyrir sjálfum sér. Og eng- ar líkur á að svona menn kunni að meta það þegar örlögin koma fram við þá af þeirri kaldhæðni sem enginn nema þau geta gripið til. Af þeim myndum sem maður hefur séð af bin Laden og komp- aníinu sem hann er í má ráða að þarna fari maður – og menn – sem tekur sjálfan sig ekki bara grafalvarlega, heldur líka mjög hátíðlega. Þessi týpa sem er með hring á litla fingri og heldur að það sé kúl. Það er eins og standi skrifað á ennið á þeim – við erum mikilvægir menn, við er- um stór- menni, það sem við erum að gera er mikilvægt og krefst ýtrustu yfirvegunar og mikilla gáfna. Svona menn hafa aldrei mikinn húmor. Reyndar þarf sennilega alveg sérstaklega háþróað húmorsleysi til að geta verið svona. Og úr því farið er að tala um myndirnar sem maður hefur séð af þessu sjálfkrýnda mikilmenni þá má líka af þeim ráða að stór- mennið velti sér ekki bara upp úr eigin andlegum yfirburðum, held- ur lekur af honum einhver karl- mennskurembingur, líkt og af táningsstrák sem er nýbúinn að fá ló á efri vörina. Þess vegna eru litlar líkur á að Osama bin Laden kunni að meta þá kaldhæðni örlaganna að með verkum sínum hefur honum lík- lega tekist að svipta hryðjuverka- starfsemi allri þeirri litlu við- urkenningu sem hún naut meðal afmarkaðra hópa í heiminum. Þau tíðindi sem nýlega bárust frá Írlandi, um að Írski lýðveld- isherinn hefði ákveðið að hefja af- vopnun og taka þannig frum- kvæðið í friðarumleitunum á Norður-Írlandi, eru til marks um að hryðjuverkastarfsemi hefur glatað allri viðurkenningu – meira að segja meðal hryðju- verkamannanna sjálfra. Það er ekki nóg með að hryðju- verkamenn á Írlandi hafi glatað allri fótfestu, varla höfðu frétt- irnar fyrr borist um heiminn en fram komu kröfur á hendur sam- tökum aðskilnaðarsinna á Spáni, ETA – sem löngum hafa litið mikið upp til þeirra þarna á Ír- landi – um að hryðjuverkamenn í röðum þeirra legðu niður vopn. Og það virðist meira að segja sem áhrifanna gæti í Miðaust- urlöndum, þar sem sumir leiðtog- ar tala nú ekki um annað en að forðast vopnabeitingu (nema nú- verandi forsætisráðherra Ísraels, en það er nú eiginlega eins og hann sé að ganga af göflunum). Því hefur verið haldið fram að Osama bin Laden hafi alls ekki reiknað með því að viðbrögð heimsins við hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september yrðu á þá lund sem raun ber vitni. Kannski eitthvað til í því – þótt auðvitað séu þetta bara get- gátur – og einhvernveginn þykir manni ólíklegt að fyrir honum hafi vakað að gera hryðjuverka- starfsemi svo fullkomlega ófína að jafnvel sannfærðustu og harð- svíruðustu praktíserendur henn- ar snúi sér í ofboði að öðru. Nei, einhvernveginn finnst manni ólíklegt að menn eins og bin Laden kunni að meta það að örlögin leiki sér svona kaldhæðn- islega að þeim. Sá maður sem hvað mest hefur stúderað hverskyns hryðjuverka- starfsemi í heiminum er Paul Wilkinson, prófessor við St. And- rews-háskóla í Skotlandi. Bækur hans, eins og til dæmis Terrorism and the Liberal State (Hryðju- verk og frjáls ríki), eru líklega lesning sem á við nú á tímum. Eitt af því sem Wilkinson hef- ur bent á er að sagan sýni að hryðjuverkastarfsemi hafi yf- irleitt ekki þau áhrif sem henni sé ætlað að hafa – það er að segja að vekja svo ofboðslegan ótta hjá fólki að samfélagið breytist í grundvallaratriðum, og verði meira eins og hryðjuverkamenn- irnir vilja hafa það. Hið pólitíska markmið með hryðjuverkum ná- ist þannig í raun aldrei. Eitt af því sem hryðjuverka- menn gangi út frá sé að fólk sem finnist lífi sínu og limum ógnað sé á endanum reiðubúið til að snúa baki við sannfæringu sinni og grundvallarskoðunum til þess eins að fá að halda lífi. Þess vegna sé hægt að snúa fólki með ógnunum. En, segir Wilkinson, það er alls ekki víst að þetta sé rétt, þótt hryðjuverkamenn vilji trúa þessu. Sennilega hafa þeir bin Laden og félagar ætlað að sýna þjóðum heims fram á að það væri hægt að knésetja sjálfan djöfulinn – það er að segja Bandaríkin – og svo hafa þeir verið vissir um að nú myndu allir sem hingað til hefðu þögulir og bitrir burðast með horn í síðu Bandaríkjanna fegnir grípa tækifærið og rísa upp gegn þessum djöfli. Þannig hafa þeir séð sjálfa sig sem frels- ara undirokaðra manna um allan heim. Það er engin lygi að sjálfs- blekkingin getur verið ótrúlega öflug. En sjálfskipuðu stórmennin í al-Qaeda samtökunum feiluðu á því, að þótt þeir sjálfir sæju verk sín sem árás á Bandaríkin – hinn mikla óvin – þá hafa eiginlega all- ir aðrir litið á þessi verk þeirra sem morð á saklausu fólki, alls- endis óháð því í hvaða landi hryðjuverkin voru framin. Og það er rangt að myrða fólk. Sú sannfæring hefur ekki rótast, sama hvað allri ógn líður – ef eitt- hvað er hefur henni vaxið fiskur um hrygg. Með þessum hætti hafa bin Laden og félagar í rauninni af- hjúpað hryðjuverk og sýnt fram á hvað þau í raun og veru eru: morð á saklausu fólki. Þeir hafa óvart tekið burtu pótemkíntjöldin sem sýndu hryðjuverk í ljóma einhverrar hugsjónabaráttu, sem nauðsynlega og umfram allt við- urkennda aðferð til að bæta heiminn. Kaldhæðni örlaganna Það er ólíklegt að fyrir bin Laden hafi vakað að gera hryðjuverkastarfsemi svo fullkomlega ófína að jafnvel sannfærð- ustu og harðsvíruðustu praktíserendur hennar snúi sér í ofboði að öðru. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ARNDÍS Halla Ásgeirs- dóttir syngur hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni í sýning- um Íslensku óperunnar um helgina. Arndís Halla starfar við óperusöng í Berlín, þar sem hún er meðal annars að syngja hlutverk Næturdrottn- ingarinnar, en gat hliðrað verkefnum sínum til að geta þekkst boð um að syngja hér sem gesta- söngvari. „Ég verð nú samt að drífa mig út strax á mánudaginn, því ég þarf að vera komin á æfingu á mánudags- kvöld.“ Arndísi Höllu líst vel á uppfærslu Töfraflautunnar. „Mér finnst sýning- in mjög söngvaravæn. Maður getur staðið og sungið án þess að vera ein- hver með læti. Búningarnir eru líka mjög fallegir. Leikmyndin hefði mátt vera fjölbreyttari. En þetta er mjög falleg uppsetning og ævintýraleg.“ Þetta er frumraun Arndísar Höllu í Íslensku óperunni. Hún er þó ekki alls ókunnug Ólafi Kjartani Sigurð- arsyni og Hönnu Dóru Sturludóttur sem bæði eru í aðalhlutverkum í sýn- ingunni. „Við Ólafur Kjartan vorum saman í skóla og sungum mikið sam- an, þar á meðal dúett- inn sem hann syngur í þessari óperu með Papagenu. Við Hanna Dóra höfum sungið mikið saman og haldið saman tónleika.“ Langar að syngja Luciu og Víólettu Arndís Halla er mjög hrifin af íslensku næturdrottningunni. „Búningurinn er íburðarmikill og alveg æðislegur, en hún er vond: – „Næturdrottn- ingin mín úti er mann- legri, en þar er upp- færslan heldur ekki eins mikið ævintýri. Í fyrri aríunni hér er hún í slæmu skapi þegar hún er að reyna að fá Tamino til að gera það sem hún vill. Í seinni aríunni kemur svartnættið í sálinni alveg í ljós; hún er mjög vond.“ Kóloratúrsöngur eins og í þessu hlutverki er sérgrein Arn- dísar Höllu, en hún syngur þó jöfnum höndum lýrísk hlutverk. Í kóloratúrn- um á hún sér draumahlutverk en það er Lucia di Lammermoor. „Ég hefði líka gaman af að syngja meira eftir Rossini. Mig langar líka til að syngja Víólettu í La Traviata en það er nú kannski of snemmt ennþá.“ Næturdrottning í tveimur löndum Arndís Halla Ásgeirsdóttir ÚTSKRIFTARÁRGANGUR leik- listardeildar Listaháskóla Íslands frumsýnir í nemendaleikhúsinu við Sölvhólsgötu Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht og Kurt Weil í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þorsteinn Þorsteinsson íslensk- aði verkið og Þorsteinn Gylfason söngvana. Verkið er ekki hefð- bundin ópera heldur einskonar skopstæling á óperu og fjallar í stuttu máli um glæpamanninn Makka hníf og leynilegt ástarsam- band hans við Polly, dóttur hr. Peachums, góðhjartaðasta manns borgarinnar. Aðstandendur sýningarinnar eru Ívar Örn Sverrisson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Gísli Pét- ur Hinriksson, Brynja Valdís Gísla- dóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Arn- björg Hlíf Valsdóttir. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Tónlistarmenn eru nemendur ný- stofnaðrar tónlistardeildar LHÍ og tónlistarstjóri er Tryggvi Baldvins- son. Leikmynda- og búningahöf- undar eru þau Filippía I. Elísdóttir og Vytautas Narbutas. Ljósahönn- un og tæknistjórn eru í höndum Eg- ils Ingibergssonar. Næstu sýningar eru á sunnudag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Morgunblaðið/Golli Unnur Ösp Stefánsdóttir og Arnbjörg Hlín Valsdóttir í hlutverkum sínum. Í bakgrunni sér í Ívar Örn Sverrisson. Nemenda- leikhúsið sýn- ir Túskild- ingsóperuna STOPPARD var einhvern tímann spurður um störf sín sem leiklistar- gagnrýnandi, sem hann gegndi áður en hann sló í gegn sem leikskáld. Hann svaraði: „Ég hafði aldrei sið- ferðisþrek til að rakka niður vini mína. Eða réttara sagt: Ég hafði sið- ferðisþrek til að rakka aldrei niður vini mína.“ Síðar skrifaði hann Hinn eina sanna, skopstælingu á hefð- bundnum sakamálaleikritum þar sem siðferðisbrestir leiklistargagn- rýnenda eru eitt helsta hreyfiaflið. Sjálfsagt er þetta tilviljun, en það er þá skemmtileg tilviljun. Hinn eini sanni er langmest leikna verk Stoppards hér á landi, enda þakklátt verk að fást við, fyndið og snjallt og kallar á afgerandi leikstíl sem við fyrstu sýn er ekkert annað en hefðbundinn ofleikur sem þorri leikara hefur á valdi sínu og nýtur þess að velta sér upp úr. Málið er nú samt ekki alveg svona einfalt. Leik- stíllinn þarf að taka mið af klisjunni um yfirdramatískan leikstíl sem allir tengja strax við sviðsetningar á Agötu Christie og öðrum af sama sauðahúsi. Til að leikstíllinn virki þurfa persónurnar aukinheldur að hafa innistæðu fyrir ýkjunum, grunnurinn þarf að vera traustur svo skoptstælingin standist. Svo má heldur ekki gleyma því að gagnrýnendurnir tveir sem dragast inn í atburðarás verksins sem þeir eiga að fjalla um eru í öðrum stíl. Texti þeirra samanstendur af ein- línubröndurum og grínið hvílir á tímasetningu og raunsæislegri með- ferð textans sem er í þeim vitsmuna- lega stíl sem einkennir flest önnur verk höfundarins og þykir sumum nokkuð harður undir tönn. Bjarni Guðmarsson hefur greini- lega fullkominn skilning á þörfum verksins og skilar góðu verki. Ýktur og stílfærður sakamálaleikstíllinn var vel útfærður og aldrei innistæðu- laus hjá vel skipuðum leikhópnum. Aðal sýningarinnar er samleikurinn og því erfitt og ástæðulaust að draga einstaka leikara fram til að hrósa þeim. Kannski hefði verið hægt að kreista fram meira skop með því að láta stílinn þróast og þokast nær fá- ránleikanum samhliða því að at- burðarásin segir skilið við rökvísi heimsins. Gagnrýnendurnir voru ekki alveg eins öruggir á sínum stíl, en áttu þó sterk og fyndin augnablik, sérstaklega eftir að þeir hafa horfið inn í glæpaleikritið. Þessir aðfinnslu- punktar eru samt smáatriði hjá þeirri staðreynd að sýningin heppn- ast í grundvallaratriðum, sem er alls ekki sjálfgefið með þetta verk. Þá er leikmynd Frosta Friðrikssonar bæði falleg og rétt. Sýning Leikfélags Kópavogs er vel leikin og stýrt af styrkri hendi. Metnaður og vandvirkni er eitt helsta höfundareinkenni félagsins og það fer ekki á milli mála hér og sést á öllum þáttum sýningarinnar. Enginn má yfirgefa húsið LEIKLIST L e i k f é l a g K ó p a v o g s Höfundur: Tom Stoppard. Þýðandi: Guðjón Ólafsson. Leikstjóri: Bjarni Guðmarsson. Leikmynd: Frosti Friðriksson. Leikendur: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Ástþór Ágústsson, Birgitta Birgisdóttir, Einar Þór Samúelsson, Frosti Frið- riksson, Guðmundur L. Þorvalds- son, Helgi Róbert Þórisson, Huld Óskarsdóttir og Júlíus Freyr Theo- dórsson. Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 21. október. HINN EINI SANNI Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.