Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 39
Í MORGUNBLAÐINU laugar-
daginn 20. október sl. er frásögn af
ársfundi Tryggingastofnunar ríkis-
ins sem var haldinn
daginn áður. Í ávarpi
forstjóra Karls Stein-
ars Guðnasonar ræddi
hann um þann mikla
kostnað sem stofnun
hans hefði af biðlistum
og undirritaður og
fleiri hafa bent á.
Mbl. segir: Karl
Steinar sagði í ávarpi
sínu að margir teldu
skort á fjármagni ráða
því að biðlistar mynd-
uðust frekar en skortur
á rými og starfsfólki
eins og talið væri helsta
rót biðlista á hinum
Norðurlöndunum. Síð-
an er vitnað beint í orð
Karls Steinars: „ Almennt þýðir bið-
listi að sjúklingar bíða heima og nýta
bráðabirgðaúrræði á kostnað Trygg-
ingastofnunar og eigin kostnað.
Þessi bráðabirgðaúrræði felast í
lyfjakostnaði og kostnaði við verk-
takagreiðslur lækna. Það hlýtur að
vera umhugsunarefni hve margir
sjúklingar þjást við slíkar aðstæður.“
Enn segir í frétt Mbl.: Karl Steinar
sagði að biðlistar væru sovéskt fyr-
irbrigði og finna þyrfti leiðir án for-
dóma til úrbóta fyrir fólkið í landinu.
Hann bætti því við að hjá sjúkrahús-
um væru biðlistar sem kæmu niður á
sjúku fólki sem ella gæti verið úti í
atvinnulífinu en það væri augljóst að
ef of seint væri gripið inn í sjúkdóm
kostaði meðferðin margfalt meira fé.
Endurhæfing yrði einnig erfiðari og
kostnaðarsamari og hann teldi áreið-
anlegt að þess væru dæmi að fólk
hefði lent á örorkubótum vegna þess
að það hefði ekki fengið tilhlýðilega
meðhöndlun á eðlilegum tíma.
Það sem er merkilegt við þessa
frétt er að svo hátt settur maður inn-
an kerfisins segir þetta.
Fjárlög næsta árs
Það er rétt sem Karl Steinar segir
að ástæða þessa vandamáls hjá okk-
ur er fyrst og fremst fjárskortur. Við
höfum næga aðstöðu og mannafla til
að leysa málin. En hvernig skyldi
framtíðin líta út? Á fundi stjórnar-
nefndar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss 11. október sl. voru
vandamálin framundan rædd og nið-
urstaðan er eins og hún kemur fram í
fundargerð: „Fyrirséð er að á næsta
ári þrengir mjög að rekstri spítalans
m.v. nýútkomið frumvarp til fjár-
laga. Fáist fjárveitingar ekki lag-
færðar þarf að lækka rekstrarkostn-
að spítalans um hundruð milljóna
króna sem ekki verður gert án fækk-
unar starfa og með samdrætti í starf-
semi.“
Föst fjárlög
Ísland er eina landið í hinum vest-
ræna heimi sem enn notar föst fjár-
lög til þess að fjármagna rekstur
sjúkrahúsa. Sú leið er mjög skaðleg
fyrir reksturinn og stuðlar að fjölgun
á biðlistum. Þegar harðnar í ári og
skortur er á fjármagni til rekstursins
verður að fækka sjúklingum til að
reyna að draga úr kostnaði og koma
rekstrinum inn fyrir ramma fjárlaga.
Gallinn er sá að þegar sjúklingi er
neitað um aðgerð sparast aðeins
hluti þess sem hún hefði kostað.
Flestallt starfsfólk heldur áfram að
vinna, húsnæðið er til staðar, öll
áhöld og tækjabúnaður þurfa að vera
til reiðu til að sinna bráðasjúkling-
um. Miðað við kostnað í Noregi má
reikna með að verð á aðgerð til að
setja gervilið í mjöðm kosti um eina
milljón króna. Sparnaðurinn felst í
því að ekki þarf að kaupa sjálfan
gerviliðinn. Ýmis annar beinn kostn-
aður við aðgerðina sparast einnig
þannig að áætla má að sparnaður
verði um 200–250 þúsund krónur.
Spítalinn situr uppi með 750–800
þúsund króna kostnað eftir sem áð-
ur. Sá kostnaður dreifist síðan á þær
aðgerðir sem óhjákvæmilegt er að
gera og hækkar því verð á hverri af-
kastaeiningu þannig að reksturinn í
heild verður óhagkvæmari sem því
nemur.
Norðmenn hafa tekið upp nýtt af-
kastatengt kerfi til að
reyna að leysa sín mál.
Þeir sögðu um föst fjár-
lög: „Slík fjármögnun
gerir lítið til að auka og
bæta þjónustuna. Þvert
á móti, því fleiri sjúk-
lingar, því meiri halli!“
WHO telur að þessi
tegund fjármögnunar
henti einungis vanþró-
uðum þjóðum þar sem
tækni sé ekki til staðar
til að nota flóknari
kerfi.
Síðan bætist við sam-
kvæmt upplýsingum
forstjóra Trygginga-
stofnunar ríkisins veru-
legur kostnaður þeirr-
ar stofnunar sem er bein afleiðing af
frestuninni.
Og eins og forstjórinn segir þá er-
um við ekki komin að því hverskonar
þjáningar einstaklingur verður þola
vegna verkja og ýmissa óþæginda
sem mein hans kann að valda honum.
Og við erum heldur ekki komin að
því að ræða hvaða rétt á viðkomandi
til eðlilegrar þjónustu þegar hann
hefur greitt til kerfisins alla sína
starfsævi.
Réttur sjúklinga
Greint var frá því í fréttum nýlega
að Evrópudómstóllinn hefði kveðið
upp úrskurði í málum sjúklinga sem
ekki fengu réttmæta þjónustu í
heimalandi sínu. Fjallað var um mál-
ið í Economist í byrjun september sl.
Þar var niðurstaða dómsins túlkuð
þannig að ekki mætti hindra eðlileg-
an flutning á þjónustu í heilbrigðis-
kerfi milli landa innan sambandsins
frekar en aðra þjónustu. Ef til vill
verður það eins og við höfum séð áð-
ur að sjálfsögð mannréttindi á Ís-
landi fást ekki nema þau komi utan
frá. Economist benti einnig á að
rannsóknir sýndu að hagkvæmast
væri fyrir alla aðila að taka sjúklinga
sem þarfnast aðgerða inn á spítala
innan 4–6 vikna.
Niðurstaða
Niðurstaða mín er sú að að það
borgi sig fyrir kerfið að leggja meira
fjármagn í heilbrigðisþjónustu. Ég
er einnig á þeirri skoðun að menn
hafi ekki gert sér grein fyrir því hve
skaðleg föst fjárlög eru. Eitt dæmi
um það er verkfall sjúkraliða. Það
kemur sér vel fyrir fjárhagsstöðu
spítalanna. Starfsemin dregst saman
og það er auðvelt að kenna sjúkralið-
um um fjölgun á biðlistum. Með af-
kastatengdri fjármögnun væri löngu
búið að semja.
Það rekstrarfé sem fer til stofnana
nýtist illa. Afkastatengd fjármögnun
þýðir einfaldlega að stofnanirnar
verða að greina rækilega hvernig
kostnaður við starfsemina verður til
eins og gerist hjá öllum venjulegum
fyrirtækjum.
Ríkisstjórnir undanfarinna ára
bera auðvitað ábyrgð á því sem gerst
hefur og málið verður ekki leyst
nema fyrir tilstilli núverandi stjórn-
ar. Heilbrigðisnefnd þess flokks sem
leitt hefur stjórnarstarfið hefur bent
á nýjar leiðir í meira en áratug en á
hana hefur ekki verið hlustað. Þeir
sem stjórna stofnunum hafa ekki
aðra möguleika en þá sem koma
fram í fjárlögum.
Biðlistar – loksins
Ólafur Örn
Arnarson
Heilbrigðisþjónusta
Það borgar sig fyrir
kerfið, segir Ólafur Örn
Arnarson, að leggja
meira fjármagn í heil-
brigðisþjónustu.
Höfundur er læknir.
OFT hefur mér þótt
fréttamennska á Ís-
landi rísa hæst á Rík-
isútvarpinu og Morg-
unblaðinu. Á meðan
fréttamenn sjónvarps-
stöðvanna eru háðir
því að þeytast um allar
koppagrundir eftir við-
mælendum sitja starfs-
bræður og -systur við
símann uppi í Efstaleiti
og gefa sér tíma. Gefa
sér tíma til að setja sig
vel inn í málin. Það
skilar sér yfirleitt
ágætlega í sex-fréttun-
um og þegar mikið hef-
ur legið við hefur mátt
treysta óhlutdrægni þeirra. Nú
bregður svo við að í sex-fréttum
mánudaginn 22. október óð frétta-
maður af stað með frétt sem aug-
ljóslega hafði ekki verið hugsuð til
enda. Inngangurinn byrjaði svona:
„Tíu prósent af öllum lyfjakostnaði
Tryggingastofnunar, sem stefnir í
að verða tæpir fimm milljarðar
króna á árinu, er vegna svokallaðra
gleðipillna eða 430 milljónir. Hann
gæti lækkað um tæplega 140 millj-
ónir króna ef læknar veldu ódýr-
ustu, sambærilegu lyfin.“ Fyrir utan
það hvað þessi inngangur er klúð-
urslegur er hann meiðandi án þess
að fréttamaðurinn eða fréttastjórinn
Kári Jónasson, sem ég ræddi við í
vikunni, átti sig nokkuð á því.
Fréttastofa útvarpsins er hér geng-
in í lið með DV sem á dæmalausan
hátt hefur gert lítið úr þeim þús-
undum Íslendinga sem þjást af
þunglyndi. Þunglyndislyfin, geð-
deyfðarlyfin, eru orðnar gleðipillur.
Hvaða gleði telur Kári Jónasson og
hans fólk stafa af þunglyndispillun-
um? Hvaða lyf eru
þetta nákvæmlega sem
fréttastofa RÚV kýs að
nefna svo léttúðugu
nafni? Er þetta
kannski eitthvað af-
brigði af e-töflum eða
eru þetta lyf sem ávís-
uð eru af læknum fyrir
fólk sem finnur fyrir
alvarlegu þunglyndi,
finnur ekki tilgang
með lífinu, upplifir sig
sjálft ómögulegt og
alla tilveruna sömu-
leiðis? Eru gleðipillur
RÚV handa þessu fólki
og kannski líka því sem
er í sjálfsvígshættu?
Auðvitað er full ástæða til að láta
þetta fólk fá gömlu, ódýrustu lyfin.
Þetta eru ekki sjúklingar sem verð-
skulda bestu fáanlegu meðferðina að
mati DV og RÚV. „Íslendingar éta
mest allra Norðurlandaþjóða af svo-
kölluðum gleðipillum, sem er ákveð-
in gerð geðdeyfðarlyfja.“ Þetta var
fyrsta setning fréttamanns eftir að
inngangur fréttarinnar hafði verið
lesinn. „Íslendingar éta...“ – fyrir-
litningin er alger í þessum orðum
fréttamannsins – „...mest allra
Norðurlandaþjóða af svokölluðum
gleðipillum...“ Af hverju svokallaðar
gleðipillur en ekki þunglyndislyf eða
geðdeyfðarlyf eins og þau þó heita?
Ég veit ekki hvort fréttamaðurinn
hefur haft fyrir því að kynna sér
skýrslu WHO – alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar – þar sem fram
kemur að geðraskanir verða algeng-
asti heilsufarsvandi veraldar innan
10 ára. Það var allavega ekki hægt
að fjalla um þetta í því ljósi og þá
alls ekki með tilliti til forvarna.
Fréttamaðurinn sá heldur enga
ástæðu til að vitna í orð Jóns Krist-
jánssonar heilbrigðisráðherra í blaði
Geðhjálpar þar sem hann segir:
„Samkvæmt rannsóknum sem ný-
lega hafa verið gerðar hér og annars
staðar á Norðurlöndum kemur í ljós
að þunglyndi og kvíði eru algeng-
asta form almennra geðraskana og
að svo miklu leyti sem notkun lyfja
við þessum kvillum getur verið
mælikvarði á svokölluð gæði heil-
brigðisþjónustu þá stöndum við okk-
ur vel Íslendingar í samanburði við
aðra á þessu sviði.“ Þarna hittir ráð-
herrann naglan á höfuðið. Það á að
vera sérstakt ánægjuefni að við höf-
um náð þeim árangri að fólk á Ís-
landi þorir frekar að leita sér hjálp-
ar þrátt fyrir fordómana en víðast
annars staðar. Forstjóri Trygginga-
stofnunar sem RÚV vitnar í bendir
á mögulegan 140 milljóna króna
sparnað ef ódýrustu lyfin eru alltaf
notuð. Mig langar til að spyrja af
þessu tilefni hversu mikið væri hægt
að spara ef í öllum sjúkdómsflokk-
um, ekki bara geðröskunum, en hjá
öllum, yrðu aðeins gömlu lyfin og
ódýrustu tiltæk og hvaða afleiðingar
það gæti hæft á meðferðina. Ég veit
um fjölda fólks sem fengið hefur
slæmar aukaverkanir af eldri þung-
lyndislyfjum sem lýsa sér gjarnan í
þrálátum höfuðverk og svefntrufl-
unum. Aðrar aukaverkanir bætast
oft við sem gera sjúklingnum lífið
enn erfiðara. Og þá getum við tekið
þessa hugmyndafræði lengra. Lát-
um bara allar lyfjaframfarir síðustu
tíu eða tuttugu ára, lönd og leið. Við
getum áreiðanlega fengið allskonar
rykfallin hjartalyf og krabbameins-
lyf á tombóluverði og þá þurfa að-
haldssamir fjölmiðlar eins og RÚV
og DV engar áhyggjur að hafa af
lyfjakostnaði. Að vísu mundi
umönnunarkostnaður hækka til
muna, fólk yrði miklu meira frá
vinnu, það yrði frekar ósjálfbjarga
en virkir þegnar í samfélaginu. Já,
það skildi þó aldrei leiða til aukins
kostnaðar þegar öllu er á botninn
hvolft? Sparnaðurinn felst nefnilega
ekki bara í því að halda nógu fast ut-
an um krónurnar og aurana. Sparn-
aðurinn felst í því að bæta virkni
einstaklingsins í samfélaginu, að
koma honum sem fyrst aftur út á
vinnumarkaðinn, að lágmarka per-
sónulegar þjáningar og nánustu fjöl-
skyldumeðlima. 140 milljóna króna
kostnaður sem RÚV og Karl Steinar
súpa hveljur yfir er bara dropi í haf-
ið þegar heildarmyndin er skoðuð.
Það eru ekki aukin útgjöld heldur
arðbær fjárfesting í Íslendingum
sem eiga að njóta þess besta í heil-
brigðisþjónustu sem völ er á. Við
fréttastofu RÚV vil ég segja þetta.
Hugsið ykkur tvisvar um áður en
þið með ónærgætnu orðavali og
hroka ætlið að gera lítið úr sjúkling-
um og þörfum þeirra.
Af gleðipillum RÚV
Sigursteinn
Másson
Fréttamennska
Það á að vera sérstakt
ánægjuefni að við höfum
náð þeim árangri, segir
Sigursteinn Másson, að
fólk á Íslandi þorir frek-
ar að leita sér hjálpar
þrátt fyrir fordómana
en víðast annars staðar.
Höfundur er formaður Geðhjálpar.
22. OKTÓBER hófst
verkfall tónlistarkenn-
ara þar sem ekki varð
komist að samkomu-
lagi um kjör þeirra. Ég
vil skora á sveitarfélög
að leysa þessi mál
fljótt og vel. Ég lít á
tónlistarkennara sömu
augum og aðra há-
skólamenntaða kenn-
ara og fyrir mér eru
þessi mál ekki flókin.
Þetta vel menntaða
fólk á að sjálfsögðu að
vera með sömu kjara-
samninga og aðrir
kennarar. Það er jú
staðreynd að flestir
tónlistarkennarar hafa, til viðbótar
kennaranámi sínu, 8 til 10 ára sér-
nám á hljóðfæri sitt. Þeir eiga því
síst að vera verr launaðir en aðrir
kennarar.
Sem móðir fjögurra barna, sem
notið hafa tónlistarnáms, lít ég
stærðfræði-, tónlistar- og líffræði-
kennslu sömu augum. Öll menntun,
öll fræðsla, stuðlar að breiðum og
víðum sjóndeildarhring. Það er ekki
nóg að kunna að lesa og leysa stærð-
fræðilausnir. Við verðum að geta
notið listarinnar og það er alveg frá-
bært að upplifa hvernig börnin mín
nýta námið til betri úrlausna í öðru
námi. Hvort sem er að nota skipu-
lagshæfileikann og ag-
ann sem lærist í tón-
listarnámi eða stærð-
fræðina sem nýtist í
nótnaskrifum. Og svo
ég tali nú ekki um
taktinn sem góður
íþróttamaður notar í
körfuboltanum eða
öðrum íþróttum. Allt
er þetta samspil.
Raunverulegt samspil í
tónlist kemur sér vel í
hópverkefnum í sam-
félagsfræðinni. Og í
samfélagsfræðinni
læra börnin um menn-
ingu þjóða, þar á meðal
er tónlistarmenning.
Ég, sem foreldri, vil búa barninu
mínu sem best í haginn. Þar er tón-
listarnám einn liður í því að gefa því
það veganesti sem þarf til þess að
takast á við lífsins leik. Að vera vel
vopnum búinn, menntunarlega séð,
getur bara verið kostur. Það hefur
og líka oft komið í ljós að góðir nem-
endur eru jafnvel betri nemendur
vegna þess að þeir hafa lært í tón-
listarskóla meðfram grunnskóla.
Tónlistarkennarar, leikskóla-
kennarar, grunnskólakennarar,
íþróttakennarar, framhaldsskóla-
kennarar og háskólakennarar skipa
allir sama sess. Þeir auðga börnin
og unga fólkið sem Ísland á. Þeir
stuðla að því að fólkið okkar er öfl-
ugra en nokkru sinni fyrr, það er vel
menntað og kann að nota fjölbreyti-
leika menntunar sinnar.
Því skora ég á launanefnd sveitar-
félaga að leysa málin fljótt og vel.
Verkfall er dýrt spaug. Dýrt fyrir
heimili tónlistarkennara og dýrt fyr-
ir unga fólkið sem missir góða
kennslu í tónlistarskólum landsins.
Áskorun til
sveitarfélaga
Kristjana Elísabet
Guðlaugsdóttir
Tónlistarkennarar
Ég skora á launanefnd
sveitarfélaga, segir
Kristjana Elísabet Guð-
laugsdóttir, að leysa
málin fljótt og vel.
Höfundur er ráðstefnustjóri
á Hótel Keflavík.