Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristín Sigurð-ardóttir fæddist í
Ólafsfirði 9. maí
1922. Hún lést á
sjúkradeild dvalar-
heimilisins Horn-
brekku í Ólafsfirði
21. október síðastlið-
inn. Kristín var dótt-
ir Sigurðar Jónsson-
ar verslunarmanns,
f. 16. nóvember
1891, d. 23. júlí 1963,
og Sigríðar Vil-
hjálmsdóttur hús-
freyju, f. 19. nóvem-
ber 1891, d. 11.
nóvember 1965. Systir Kristínar
er Helga Jónína, f. 22. mars 1917.
Hennar maður var Ásgrímur
Hartmannsson, fyrrverandi bæj-
arstjóri í Ólafsfirði.
Eiginmaður Kristínar er Björn
Marinó Dúason skrifstofumaður, f.
20. júlí 1916 í Ólafsfirði. Foreldrar
hans voru Dúi Kristján Stefáns-
son, f. 19. ágúst 1890, og Steinunn
Björnsdóttir Schram, f. 25. febr-
1) Helga, f. 4. nóvember 1948, gift
Halldóri Jónssyni og eru þau bú-
sett í Kópavogi. Börn þeirra eru:
a) Sigríður Björk, f. 2. febrúar
1975, í sambúð með Gísla Svani
Svanssyni. Sonur þeirra er óskírð-
ur. b) Jón Óskar, f. 25. janúar
1980. c) Kristín Birna, f. 17. júlí
1984. 2) Sigurður, f. 20. janúar
1950, kvæntur Margréti Sigur-
geirsdóttur og eru þau búsett í
Kópavogi. Börn þeirra eru: a)
Kristín, f. 7. september 1970, í
sambúð með Jeffrey Bogans. b)
Tryggvi, f. 12. júní 1974, í sambúð
með Berglindi Ósk Kjartansdótt-
ur. Sonur þeirra er Sindri Snær. c)
Birna María, f. 23. september
1980, í sambúð með Gísla Þór Ein-
arssyni.
Kristín stundaði nám í unglinga-
skólanum í Ólafsfirði, var við
handavinnunám í Reykjavík í
handmálun og kúnstbroderíi, sníð-
um og teikningu. Einnig lærði hún
silkimálun og vefnað. Hún gekk í
Húsmæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði1941-1942. Kristín var
allan sinn starfsaldur hjá Pósti og
síma og var talsímavörður á sím-
stöðinni í Ólafsfirði í 38 ár.
Kristín verður jarðsungin frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
úar 1888. Dætur
Björns af fyrra hjóna-
bandi eru Steinunn
Dúa, sem er látin, Sal-
ome Herdís og Gunn-
hildur Birna. Dóttir
Kristínar er Sigríður
Vilhjálms, f. 9. sept-
ember 1943, gift
Kristni Helga Gísla-
syni og eru þau búsett
á Ólafsfirði. Börn
þeirra eru: 1) Gísli, f.
15. júní 1961, kvæntur
Ragnhildi Vestmann.
Dætur þeirra eru Al-
dís Vala og Ásdís Ósk,
og sonur Ragnhildar er Friðrik
Vestmann. 2) Sigurður, f. 7. júní
1964, í sambúð með Svölu Hólm-
fríði Sigurðardóttur. Synir þeirra
eru Kristinn Axel og Hlynur Geir.
Fyrir átti Sigurður Lindu Rós og
Svala átti fyrir Reyni Valdimar. 3)
Íris Hrönn, f. 3. janúar 1979, í sam-
búð með Ingvari Karli Þorsteins-
syni. Dóttir þeirra er Hulda Kar-
en. Börn Kristínar og Björns eru:
Það sem ég sakna mest frá Ólafs-
firði er fjölskyldan. Ég sakna þess að
fara ekki til Lólóar frænku á aðfanga-
dagskvöld og að geta ekki skroppið til
ömmu í kaffitímanum og fengið grill-
aða samloku. Ég átti góða ömmu og
mun sakna hennar mikið. Ég man
fyrst eftir ömmu þegar ég var um
þriggja ára og var heima veik og
amma kom og passaði mig til að
mamma gæti farið í vinnuna. Við sát-
um saman við eldhúsborðið heima í
Túngötunni og hún sagði mér sögur á
meðan ég litaði myndir. Eftir þetta
var amma alltaf fastur punktur í til-
verunni. Hún kenndi mér að prjóna
og hjálpaði alltaf til við handavinnuna
sem ég átti að gera fyrir skólann.
Amma var jólabarn eins og ég og við
föndruðum fyrir jólin, gerðum músa-
stiga, litla jólasveina og taumáluðum
dúka. Við Íris fórum mikið til hennar,
stundum gerðum við heimalærdóm-
inn okkar hjá henni, en oftast vorum
við bara að leika okkur af því að hjá
ömmu fékk maður svo oft að gera
eitthvað skemmtilegt og hún hafði
alltaf nógan tíma fyrir okkur.
Ég reiddist líka stundum við
ömmu. En það var bara þegar við
Tryggvi bróðir vorum saman hjá
henni og hann stríddi mér án þess að
hún sæi til. Þá varð ég reið og amma
skammaði mig fyrir að vera með læti
og reyna að espa upp bróður minn.
Eftir að við Íris urðum eldri fórum
við líka að hjálpa meira til, við fórum
út í búð að versla, komum alltaf á
föstudögum og þrifum fyrir ömmu og
mokuðum gangstéttarnar þegar það
var mikill snjór. Þegar við byrjuðum
svo í bæjarvinnunni fórum við oft í
kaffinu til ömmu og fengum grillaðar
samlokur eða eitthvað sem hún hafði
bakað handa okkur. Frá ömmu fór
enginn svangur.
Eftir að við fluttum suður reyndi
ég að vera dugleg að hafa samband
við ömmu. Ég hringdi í hana reglu-
lega bara til að spjalla og fékk stund-
um að gista þegar ég var í heimsókn.
Síðast gisti ég hjá ömmu í ágúst og þá
sátum við í sófanum allt kvöldið, ég að
prjóna og hún að hekla, og spjölluð-
um um alla hluti. Það var í síðasta
skipti sem við vorum saman á Ólafs-
veginum. Þá minningu og svo ótrú-
lega margar aðrar sem ég á um þig,
amma, ætla ég að geyma vel. Takk
fyrir allt, amma mín.
Þín
Birna María.
Ég er alnafna hennar ömmu minn-
ar. Í þeim titli felast alls kyns fríðindi
og forréttindi sem ég hef notið í gegn-
um árin. Við amma höfum átt margar
góðar stundir saman. Margar
ógleymanlegar stundir frá æskuár-
um mínum í Ólafsfirði og ekki síðri
góðar stundir hin síðari ár yfir kaffi-
bolla og lummum í eldhúsinu hjá
henni og afa. Þeim stundum fækkaði
þó nú allra síðustu árin eftir að ég
flutti til Bandaríkjanna, en í stað
þeirra naut ég langra bréfa og sím-
tala frá ömmu. Ég stoppaði svo við
hjá henni þegar ég var í fríum á Ís-
landi og þótt amma ætti reyndar allt-
af erfitt með að skilja þetta flakk á
mér sýndi hún mikinn áhuga á því
sem ég tók mér fyrir hendur. Við
spjölluðum og hlógum og milli þess
sem ég sagði henni frá ævintýrum
mínum sagði hún mér af fjölskyld-
unni og þeim atburðum sem gerst
höfðu frá síðustu heimsókn minni.
Það verður skrítið að koma til
Ólafsfjarðar og geta ekki séð ömmu.
Ég var farin að hlakka mikið til að
koma heim næsta sumar og sýna
henni litlu fjölskylduna mína, kynna
hana fyrir Jeff og litla manninum sem
enn er ófæddur. Þau kynni verða að
bíða betri tíma en þangað til er ég
viss um að amma vakir yfir hverju
okkar skrefi.
Elsku amma, eins og ég sagði við
þig í síma kvöldið áður en þú kvaddir:
„Við heyrumst fljótlega.“ Ég bið Guð
að vera með afa og allri fjölskyldunni.
Bestu kveðjur.
Kristín Sigurðardóttir,
Bandaríkjunum.
Elsku amma mín. Ég vaknaði við
slæmar fréttir sunnudagsmorguninn
21. október. Amma Stína er dáin.
Þessi sunnudagur var mjög sér-
stakur í lífi fjölskyldunar, þú kvaddir
þennan heim að morgni og seinna
þann sama dag fæddist langömmu-
barn þitt. En svona er víst lífið, menn
fæðast og menn deyja.
Amma, manstu í sumar þegar þú
sýndir mér alla skartgripina þína, þú
áttir fullt af fallegum skartgripum og
þú gafst mér perlufesti sem þú áttir.
Þessa perlufesti mun ég alltaf geyma.
Alltaf þegar ég kom til Ólafsfjarðar
hlakkaði ég svo til að koma í heim-
sókn til ömmu og afa á Ólafsvegi 9.
Þar fengum við líka besta mat í heimi,
kjötbollurnar sem enginn gat gert
jafn góðar og þú, amma mín, og svo
náttúrulega rækjusalatið þitt sem var
í uppáhaldi hjá öllum ömmubörnun-
um.
Elsku amma mín, það er sárt að
vita að ég get ekki lengur komið í
kjötbollur til þín og skoðað skartgrip-
ina þína með þér, eða bara einfald-
lega setið og spjallað eins og við gerð-
um svo oft þegar ég kom norður. En,
amma, ég veit þér líður vel núna og
við munum hittast aftur. Þangað til
geymi ég minningarnar um þig í
hjarta mínu.
Guð blessi þig og sofðu rótt, elsku
amma mín.
Þín nafna
Kristín Birna.
Elsku amma.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, er gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Sunnudaginn 21. október fengum
við þær fréttir að amma Stína væri
farin eftir erfið veikindi. Átti sá dagur
eftir að verða einn af þeim skrítnari
sem við höfum upplifað, líf og dauði
höfðu aldrei heimsótt hug okkar á svo
skömmum tíma áður. Síðdegis sama
dag eignaðist Sigríður lítinn dreng
sem eflaust hefur fengið góða fylgd út
í lífið frá henni langömmu sinni. Þau
voru ófá sumrin sem maður dvaldist á
Ólafsfirði í heimsókn hjá ömmu og
afa og alltaf var það jafn mikið til-
hlökkunarefni. Það verður nú aldrei
eins að koma þangað þegar amma
tekur ekki á móti manni með heitan
mat og allskyns kræsingar, henni
fannst maður aldrei borða nóg og
jafnvel þótt maður stæði á blístri lét
maður sig oft hafa nokkra aukabita til
að gleðja gömlu konuna. En þetta er
víst gangur lífsins og lítið hægt að
gera við því, en það er næsta víst að
henni líður vel þar sem hún er.
Amma, við þökkum þér fyrir þær
stundir sem við áttum saman og þær
minningar sem þú gafst okkur. Elsku
afi, Lóló, Sigurður, mamma og aðrir
aðstandendur, guð styrki ykkur í
gegnum sorgina.
Jón Óskar Halldórsson,
Sigríður Björk.
Og innan skamms við yfirgefum leikinn.
Ný æska gengur sigurdjörf og hreykin,
af sömu blekking blind í okkar spor.
Og brátt er gleymt við áttum líka vor.
(Tómas Guðm.)
„Einn kemur þá annar fer,“ segir
máltækið, það sannaðist núna á
sunnudaginn þegar Kristín móður-
systir mín kvaddi þennan heim, en
aðeins nokkrum klukkustundum síð-
ar kom lítill langömmudrengur í
heiminn.
Stína frænka hafði sterkan per-
sónuleika, hún var ákveðin og lét eng-
an eiga inni hjá sér, hún var skemmti-
lega orðheppin og hafði gaman af að
sprella og spauga þegar sá gállinn
var á henni. Hún var sérstaklega
gjafmild og gestrisin. Afmælis- og
jólapakkarnir frá henni vöktu ævin-
lega eftirvæntingu og gleði, því hún
kunni að gefa rétt. Í æskuminningum
mínum eru jólaboðin og barnaafmæl-
in í Höfn þau allra flottustu. Þá var
farið í alls konar leiki, en eftirminni-
legust eru þó leikritin, sem við krakk-
arnir sömdum á staðnum, við frum-
fluttum hvert stykkið á fætur öðru
við mikinn fögnuð, jafnt leikara sem
áhorfenda. Tjöldin milli stofu og
borðstofu voru alveg tilvalin til að
draga frá og fyrir eins og í alvöru
leikhúsi og við máttum klæðast næst-
um hvaða flíkum sem við vildum. Og
veisluföngin voru slík að aldrei
gleymist.
Það eina sem skyggði á var að
komast ekki yfir að smakka á öllum
sortunum. Þetta voru miklir dýrðar-
dagar. Hún lét það ekki endasleppt,
því á ballárum mínum í Ólafsfirði var
gjarnan farið suður í Höfn eftir ballið,
þar beið þá Stína frænka með góð-
gæti fyrir svanga dansara eða hún
stóð fyrir veislu, ef ekkert ball var að
hafa. Þá var nú aldeildis rabbað um
heima og geima og margt brallað og
Stína var eins og ein af okkur ung-
mennunum. Sjálfsagt stæðust þessar
samkomur ekki fullkomlega partí-
kröfur nútímans, en okkur þóttu þau
aldeilis frábær.
Þær voru bara tvær systurnar
mamma og „Nina“, eins og við köll-
uðum hana á æskuárum okkar og var
sambandið milli fjölskyldu okkar á
Kolku og fjölskyldunnar í Höfn
sterkt og náið og ekki alltaf skörp skil
á hver átti heima hvar. Í Höfn fund-
um við hlýju og mildi hjá afa og ömmu
og hjá Ninu, auk þess, glettni og létt-
leika.
Börn Stínu og fjölskyldur þeirra
voru henni afar mikils virði og hún
ræktaði þann garð vel og fylgdist
grannt með öllu sem fjölskylduna
varðaði. Hún lét okkur, systurbörn
sín, sig miklu varða og hafði áhuga á
hvernig okkur vegnaði.
Stína vann á símstöðinni í Ólafs-
firði í áratugi, mér þótti símstöðvar-
vinnan með merkilegri störfum og
var ákaflega hreykin af frænku minni
á stöðinni, enda mátti ég vera það.
Ekki voru allir dagar eintómir
gleðidagar í lífi frænku minnar. Síð-
ustu árin átti hún við mikla vanheilsu
að stríða, ég held hún hefði samt al-
veg verið til í að vera lengur hjá okk-
ur, fylgjast áfram með fjölskyldunni,
hlúa að Birni sínum og styðja hann og
styrkja í hans veikindum.
Ég er afar þakklát fyrir að eiga
þessar og margar fleiri góðar minn-
ingar um frænku mína og samneytið
við fjölskylduna í Höfn.
Og þannig skal um eilífð áfram haldið,
unz einhverntíma fellur hinzta tjaldið.
(Tómas Guðm.)
Þórgunnur Ásgrímsdóttir.
KRISTÍN
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Ingveldur Sigríð-ur Guðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 22. sept-
ember 1942. Hún lést
18. október síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru Ingveldur Árna-
dóttir og Guðmundur
Guðnason. Systkini
Ingveldar eru Lúðvík,
María (látin), Guðríð-
ur og Ása.
Í júlí 1963 giftist
Ingveldur Gunnari
Helga Pálssyni. Þau
slitu samvistum Börn
hennar eru 1) Guð-
mundur Þór Gunn-
arsson, sambýliskona
hans er Anna Bára
Ólafsdóttir. 2) Ragn-
heiður Gunnarsdótt-
ir, maki Jón Örn Sig-
urðsson, dætur
þeirra eru Berglind
og Inga.
Útför Ingveldar
fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukk-
an 10.30.
Elsku Inga frænka. Með þessari
litlu kveðju viljum við þakka fyrir
þær stundir sem við áttum með
þér.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig, elsku frænka.
Sigþór, Sjöfn, Jóna,
Guðmundur og Hrafnhildur.
INGVELDUR
SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
Það var alltaf svo
gott að koma í heim-
sókn til Fjólu frænku.
Það brást ekki að hún
átti nýbakaðar kökur
með kaffinu og það
voru sko sérstakar Fjólukökur. Hún
var gestrisin, glaðleg og hlý kona
sem vildi allt fyrir alla gera. Hún var
húsmóðir með stóru Hái og sinnti því
hlutverki sínu með reisn og sóma.
Fjóla var að mínu mati gæfukona.
Hún kom úr stórum og samhentum
systkinahópi, eignaðist yndislegan
UNNUR FJÓLA
FINNBOGADÓTTIR
✝ Unnur FjólaFinnbogadóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 16. desember
1917. Hún lést á
Landakotsspítala 15.
október síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 23. október.
eiginmann og átti með
honum fjögur góð börn
og tengdabörnin og
barnabörnin urðu
henni öll til yndisauka.
Hún var lífsglöð kona
og kunni að njóta þess
sem lífið gaf.
Alda, alda, alda góða
alda... Það var lagið
hennar Fjólu frænku.
Ég sé hana fyrir mér
þar sem hún dillaði sér
hvort sem hún sat
heima hjá sér í góðra
vina hópi eða uppi í
sveit einhvers staðar
úti í móum með fjölskyldunni og
söng þetta uppáhalds lag og önnur
Eyjalög sem voru henni öll svo ein-
staklega kær. Hún sagðist ekki
syngja en lengi vel var hún sú eina
sem kunni allan textann og söng
hann af mikilli innlifun. Nú syngur
hún Fjóla mín þetta lag ekki lengur
með okkur. Það er hins vegar sungið
við raust í landi eilífðarinnar og þar
tekur Fjóla hraustlega undir.
Ég þakka þér, kæra frænka, fyrir
allar góðu og ljúfu samverustundirn-
ar.
Þórunn.
Hún Fjóla frænka er dáin. Bless-
uð sé minning hennar.
Mikið ósköp væri heimurinn miklu
betri ef við ættum öll frænku eins og
hana Fjólu. Hún var gangandi sól-
argeisli hvar sem hún kom. Alveg
sama hvar. Hún var jafngóð við alla.
Ég ætla ekkert að tíunda það meira.
Þetta vissu allir sem þekktu hana.
Ég er afskaplega þakklát fyrir að
eiga að börnin hennar, þau Magnús,
Birnu, Finnboga og Þórð, og þeirra
fjölskyldur, sem hluta af fjölskyldu
minni.
Fjóla og Halldór eru nú saman á
ný, eftir stuttan aðskilnað. Halldór
kvaddi fyrir einu ári. Nú eru þau aft-
ur saman eins og þetta á að vera.
Guð styrki alla þá, sem elskuðu
Fjólu og fjölskyldur þeirra í þeirra
stóra missi og sorg.
Þórdís Sesselja.