Morgunblaðið - 26.10.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 26.10.2001, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðni Stein-grímsson fæddist á Austurgötu 5 í Hafnarfirði 7. janúar 1931. Hann lést á St. Jósefsspítala 16. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Steingríms Jónssonar og Guð- rúnar Einarsdóttur. Guðni var einkabarn móður sinnar, en börn Steingríms af fyrra hjónabandi, þau er upp komust, voru Jón, Kristján og Ágúst, þeir eru látnir. Árið 1952 kvæntist Guðni Vil- borgu Pétursdóttur sem fæddist á Hvammstanga hinn 11. febr. 1932. Foreldrar hennar voru Vil- borg Árnadóttir og Pétur Teits- son frá Bergsstöðum á Vatnsnesi. Börn Guðna og Vilborgar eru: 1) Guðrún, gift Gunnari Bjartmars- syni, börn þeirra eru Guðbjartur Smári, Lilja Vilborg og Stefán Pétur, látinn. 2) Steinunn, gift Atla Eðvaldssyni, börn þeirra eru Egill, Sif, Sara og Emil. 3) Berg- dís, var gift Gísla Haraldssyni, börn þeirra eru a) Vilborg Drífa, börn hennar eru Axel Valdimars- son, Aníta Dís og Enok Arnar, börn Jóhanns Kára, b) Guðný Alda og hennar son- ur er Daníel Wale Adeleye og c) Hel- ena, gift Patrick og þeirra dóttir er Pat- ricia Ósk. 4) Pétur Vilberg, kvæntur Ingu Valgerði Krist- insdóttur, börn þeirra eru Gunn- hildur, Vilborg og Kristinn. Guðni lauk sveins- prófi í múrverki 1951 og varð meist- ari í þeirri iðn 1954. Múrverk varð hans ævistarf og bera margar bygg- ingar fagmennsku hans vitni, í Hafnarfirði og víðar. Þar má nefna Sparisjóð Hafnarfjarðar, Iðnaðarbankahúsið/Skiphól, íþróttahús, Vélsmiðjuna Klett og viðbyggingar og breytingar á St. Jósefsspítala. Guðni var einn af stofnendum Múrarafélags Hafn- arfjarðar og sat fyrstu árin í stjórn þess. Þá var hann einn stofnenda Meistarafélags iðnað- armanna í Hafnarfirði. Guðni var heiðursfélagi í Iðnaðarmanna- félagi Hafnarfjarðar og einnig í Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Útför Guðna fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Þú sem alltaf varst til staðar fyrir okkur boðinn og bú- inn til hjálpar ef við þurftum á að halda. Þín er sárt saknað. Þú varst næmur og skilningsríkur og gafst þér tíma til að hlusta þegar þörf var á. Þín ráð reyndust ætíð vel og mörg voru handtök þín og snún- ingar fyrir okkur og ekki voru þau eftir talin. Þó að múrverkið væri þín sér- grein, þá var sama á hverju þú snertir, það lék allt í höndunum á þér. Það var gott að stinga lítilli hendi í hlýja og sterka höndina þína. Þú varst FjölskylduFaðir (með stórum F-um) í stærstu og bestu merkingu þess orðs, þar sem kærleiki, um- hyggjusemi, traust, trúmennska, einlægni og áreiðanleiki voru þínir eiginleikar. Þú varst þakklátur foreldrum þínum fyrir ástríki þeirra, sem þú naust alla tíð, og var þér einkar ljúft að styðja foreldra þína á upp- vaxtarárum þínum þegar faðir þinn missti heilsuna af slysförum. Móður þinni þakkaðir þú það trúarlega veganesti sem var þér styrkur alla ævi. Það var vegna hennar leiðsagnar að þú naust fræðslu í KFUM og K og sást til þess að við börn þín nytum þess sama. Þú og mamma báruð hag okkar fyrir brjósti og sýnduð það ætíð í verki. Í bænum þínum baðstu fyrir okk- ur og friði í heiminum. Elsku pabbi, þótt þér verði aldrei fullþakkað þökkum við þér af öllu hjarta. Drottinn blessi þig ævin- lega. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson.) Guðrún, Steinunn, Bergdís og Pétur Vilberg. Í dag kveð ég kæran tengdaföð- ur, Guðna, sem kallaður var burt alltof fljótt. Ég þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast Guðna. Hann var glaðlyndur og alltaf stutt í smitandi hláturinn. Hann var mjög greiðvikinn, hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og ég tala nú ekki um að mæta með réttu „græjurnar“ því af þeim átti hann nóg. Hann hafði mjög gaman af því að kynna sér og prófa nýjungar í áhöldum og tækjum, sérstaklega ef það tengdist múrverki eða flísa- lögn, sem var hans ævistarf og áhugamál. Þessa höfum við Pétur fengið að njóta við húsbyggingu okkar, sem enn er í gangi. Ég man hvað Guðni var ánægður þegar við ákváðum að fara að byggja. Hann kitlaði í fingurna að fá að hjálpa til við bygginguna. Hann gaf okkur góð ráð og ómælda vinnu við húsið allt frá upphafi. Í vor einangraði hann húsið og í ágúst var hann enn að mæta í vinnugallanum og setja upp réttskeiðar. Þegar sumri tók að halla hafði úthald Guðna mikið minnkað. Maður sem hafði sumarið áður unnið tíu tíma á dag hafði ein- ungis þrek í stutta stund í senn. En alltaf kom hann þegar hann gat. Guðni var einstaklega drífandi maður og gekk í þau verk sem þurfti að gera og dreif aðra með sér, hann leið ekki hangs. Hann var sjálfskipaður eftirlitsmaður með byggingunni okkar, því eftir göngu- ferðirnar í Sléttuhlíð með Boggu á morgnana var komið við í Lóuásn- um og athugað hvort ekki væri eitt- hvað búið að gera síðan í gær, en það var nú ekki alltaf raunin. Hann sagði það líka sjálfur, að ef hann hefði ekki veikst værum við flutt inn og það er ég viss um líka. Á sjúkrabeðinum var hann byrjaður að teikna og gera tillögur að arn- inum í nýja húsið. Þegar við Pétur fórum að vera saman var mér tekið opnum örmum í Lækjarkinninni. Þar kynntist ég einstökum tengdaforeldrum. Guðni og Bogga voru samhent hjón og un- un var að fylgjast með því hversu náin þau voru og góð hvort við ann- að, þetta kom enn betur í ljós síð- ustu vikurnar í veikindum Guðna. Hvers er hægt að óska sér heitar en að lifa í jafn farsælu hjónabandi og Guðni og Bogga gerðu? Barnabörnin eiga eftir að sakna afa síns. Það var auðvelt að fá afa í leik enda hafði hann mjög gaman af börnum. Það sem dætur mínar reyna að hugga sig við er að Guðni afi muni nú hitta Didda afa, „þeir geta þá leikið sér saman“, sögðu þær en brostu svo að tilhugsuninni um að afar þeirra væru að leika sér saman, það myndu þeir ekki gera heldur tala saman og vera saman, það fannst þeim notaleg tilhugsun. Litli afastrákurinn mun ekki muna afa sinn þegar fram líða stundir, en það er þá okkar sem eftir stöndum að segja honum frá öllum góðu stundunum þeirra saman. Þegar komið var í Lækjarkinnina fyrst eftir fráfall Guðna sagði sá litli í spurnartón: „Afi sofa?“ Svarið var: Já, hann er sofnaður svefninum langa. Elsku Bogga, missir þinn er mik- ill, við munum standa þétt við hlið þér í þinni miklu sorg. Megi Guð styrkja þig. Guð blessi minningu Guðna Steingrímssonar. Hvíl þú í friði. Inga Valgerður Kristinsdóttir. Elsku afi. Alltaf gátum við haft samband og þú leystir úr óskum okkar, hversu stórar eða smáar sem þessar óskir voru. Þú smíðaðir sandkassa í Þýskalandi og á Ís- landi, gerðir við hjólin okkar, smíð- aðir stultur, leiðbeindir okkur í vinnu, dróst bílinn í viðgerð, keyrð- ir og sóttir á æfingu svo fátt eitt sé nefnt. Þú hefur haft þau jákvæðu áhrif á líf okkar sem aldrei verður lýst með orðum. Minningarnar sem við eigum um þig og þína ævi eiga án efa eftir að móta okkar ókomnu framtíð. En með þessar minningar að leiðarljósi erum við sannfærð um að við eigum eftir að spjara okkur úti í þessum stóra heimi, sama hvað á móti blæs. Við eigum eftir að sakna þín, við vildum svo gjarnan hafa þig lengur hjá okkur, en núna ertu hjá Guði og um leið alltaf hjá okkur. Það veitir okkur styrk í sorg okkar. Í miðju blómsins er gat agnarlítið gat og ef þú leggur augað við gatið og lokar hinu auganu og einbeitir þér – þá sérðu guð brosa ef þú ert heppinn. (Magnea J. Matthíasdóttir.) Þín barnabörn, Egill, Sif, Sara og Emil. Elsku afi. Við söknum þín.Við vonum að þér líði vel þarna uppi á himni. Við vildum að þú værir ennþá niðri á jörðinni, við vildum að þú værir núna hjá okkur. Þú varst alltaf besti vinur okkar. Diddi afi tekur á móti þér, við biðjum að heilsa Didda afa. Barnabörnin þín, Gunnhildur, Vilborg og Kristinn. Hörð barátta er að baki. Vonin um að vinur okkar Guðni Stein- grímsson fengi yfirunnið sinn erfiða sjúkdóm brást. Djúp og sár sorg fjölskyldu og vina hefur tekið völd- in. En líknin er nærri því vinirnir sem sárast er saknað láta eftir sig sterkar og góðar minningar sem umvefja mann nægum þrótti og krafti til að varðveita sorgina, sefa hana og ná valdi yfir henni. Í minn- ingunni tengjumst við sjálfu lífsafl- inu sterkum böndum og við skiljum betur en áður hvað mikil gæfa það er að hafa átt góðan og traustan samferðamann. Það er mikill styrk- ur fyrir þá sem eftir lifa. Guðni var 70 ára og því kominn á þau aldursmörk sem fólk hugsar til þess að draga úr vinnu og njóta efri áranna. Hann átti stóra fjölskyldu að lifa með og lifa fyrir. Barnabörn- in og langafabörnin dáðu afa sinn og þar til fyrir fáum mánuðum var hann svo hress að vænta mátti miklu lengri lífdaga. En kallið kom og enginn þekkir tímamörk þess. Guðni var fæddur í Hafnarfirði og ól allan aldur sinn í bænum. Hann fór ungur að vinna og strax og hann hafði aldur til gerðist hann nemandi í múraraiðn og vann síðan sem múrari og lengst af sem sjálf- stæður múrarameistari. Hann hafði þá menn í vinnu eftir því sem verk- efni gáfu tilefni til. Hann lagði áherslu á að vanda vel til verka og skila góðri vinnu. Hann fylgdist vel með nýjungum á sínu starfssviði. Guðni var virtur og vel liðinn af samtíðarfólki sínu. Þau hjónin, Guðni og Vilborg Pétursdóttir, byggðu húsið að Lækjarkinn 16. Þar hafa þau verið nær allan sinn búskap. Vel var búið að heimilinu og það fegrað og prýtt. Snyrtimennska og góð umgengni blasir við bæði utan húss og innan. Börnin nutu góðrar umönnunar og barnabörnin voru kærkomin. Og gaman var að koma á heimili þeirra hjóna. Gestrisni var mikil, og alúð og hlýja yljaði manni. Við í fjöl- skyldunni nutum þessa í ríkum mæli. Sá siður hefur verið að hittast í afmælum og á hátíðarstundum og voru þau hjónin sterkur hlekkur í þeirri ræktarsemi. Nú er skarð fyr- ir skildi að missa Guðna úr hópnum. Guðni var heill og góður félagi og vinur. Hann var staðfastur, traust- ur, hjálpsamur og góður drengur. Samfylgdin með Guðna hefur verið til ánægju og gæfu og lífs- gangan öll litríkari með hann í hópnum. Hann var alltaf hress og úrræðagóður ef svo bar undir. Við kveðjum góðan vin, traustan og heiðarlegan mann. Við þökkum ánægjulega samleið á lífsgöngunni og við þökkum allar samverustund- irnar og biðjum honum blessunar guðs á nýjum vegum. Við flytjum Boggu og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. Nú er Guðni Steingrímsson fall- inn frá. Maður reynir að segja við sjálfan sig að þar með hafi hann verið leystur frá þrautum sínum. Samt er maður ekki sáttur. Hver hefði trúað því að þessi kraftmikli og vinnusami maður þyrfti að láta í minni pokann fyrir slíku meini. En það er víst enginn óhultur. Guðni var mikill og góður fjöl- skyldufaðir, afi og langafi. Frá hon- um stafaði birtu, hlýju og óbilandi krafti. Vinnudagar hans voru jafn- an langir og hann lagði metnað sinn í að leysa starf sitt sem best af hendi. Hann var afskaplega greið- vikinn og ósérhlífinn, alltaf reiðubú- inn að rétta hjálparhönd þegar ein- hver þurfti á aðstoð að halda. Hann var léttur og skemmtilegur félagi, gamansamur og stríðinn á stund- um. Guðni hafði unun af því að ferðast um landið sitt og fengum við mæðgur oft að vera með í för. Ósjaldan höfum við deilt sumarbú- stað með þeim hjónum ásamt fleir- um úr fjölskyldunni. Þá var venju- lega mikið keyrt um og umhverfið skoðað auk þess sem slappað var vel af, spilað og grillað heil ósköp. Jólin í Lækjarkinn 16 hafa jafnan staðið lengur en hjá landanum al- mennt, eða þar til Guðni átti afmæli hinn 7. janúar. Þá safnaðist öll fjöl- skyldan saman og glatt var á hjalla enda mörg börn í hópnum. Há- punkturinn var þó þegar skotið var upp flugeldum til að fagna afmæl- inu og nýju ári. Við fjölskylda mín munum sakna Guðna og þess hressandi andblæs sem honum fylgdi. Missir Boggu konu hans, barna þeirra og fjöl- skyldna er gífurlegur og stórt skarð hefur verið höggvið í þessa sam- heldnu fjölskyldu. Við sendum þeim öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum almáttugan Guð að styrkja þau í sorg sinni. Guðna þökkum við hjartanlega samfylgd- ina í þessu lífi. Blessuð sé minning hans. Magnea Gunnarsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Hann Guðni frændi er farinn og það allt of fljótt. Þótt maður vissi að hann ætti við veikindi að stríða, trúði maður ekki öðru en hann hristi þau af sér. Nú hættum við að hittast og hann að segja: „Hvað segir þú, frændi?“ er hann spurði um frændfólkið og fjölskyldur þess. Hann fylgdist vel með sínu fólki og vildi hag þess sem bestan. Þegar við hjónin byggðum húsið okkar hér á árunum var hann alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkur og ráðleggja um næstu skref. Hefur sú ráðgjöf náð fram á síðustu vikur. „Það er betra að nota þetta efni en hitt,“ en nú er skarð fyrir skildi. Þú farinn og enginn frændi til að leita ráða hjá. Að leiðarlokum ber að þakka alla hlýju og umhyggju og við biðjum góðan Guð að styrkja Vilborgu, börnin, tengdabörnin og barna- börnin. Björn og Steinunn. Í maí 1996 sýndi unga fólkið, sem ólst upp í Lækjarkinninni í Hafn- arfirði, það lofsverða framtak að blása til fagnaðar fyrir frumbyggja götunnar og fjölskyldur þeirra. Þetta mót tókst mjög vel, einkar skemmtilegt að hittast og eiga kvöldstund saman, við kvöldverð, myndaskoðun og söng. Á þeim fáu árum sem liðin eru síðan þessi hópur hittist hafa nokkrir úr hópnum horfið yfir móð- una miklu. Blessuð sé minning þess góða fólks. Og nú er okkar góði granni, hann Guðni, látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Við kynntumst honum árið 1952 þegar þau Guðni og eiginkona hans Vilborg hófu byggingu íbúðarhúss síns á næstu lóð við okkar. Bjart- sýni og vinnugleði einkenndi þessar fjölskyldur sem lögðu sig fram við að koma sér upp húsnæði á þessum árum. Þá og oftsinnis síðar nutum við hjálpar og góðra ráða Guðna. Öll hans verk voru unnin af alúð og vandvirkni. Okkur er bæði ljúft og skylt að bera fram kveðjur og þakkir fyrir allan hlýhug og greiðasemi sem þessi ljúfi maður sýndi okkur á svo margan veg á liðnum árum og vissulega voru þau Vilborg og Guðni samhent í því sem öðru. Kæra Bogga, Guð blessi ykkur minningarnar um hjartkæran eig- inmann, föður og afa og við sendum þér og ástvinum hans öllum hug- heilar samúðarkveðjur. Yngvi og Þórunn. Guðni múrari er látinn. Guðni var einn af stofnendum Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann var í fyrstu stjórn félagsins og var í hópi þeirra sem lögðu grunn að öfl- ugu fagfélagi meistara. Guðni var áhugasamur félagi og gilti einu hvort um var að ræða fundi eða ferðalög. Í eftirminnilegri ferð félags- manna til Grænlands vorið 1998 fór ekki á milli mála sterkur persónu- leiki Guðna sem lék á als oddi með- al kátra félaga. Á félags- og aðal- fundum steig Guðni gjarnan í pontu og lagði sitthvað til málanna, var það gjarnan eitthvað uppbyggilegt sem hann hafði fram að færa. Eftir Guðna liggja víða verkin og bera þau umfram allt góðri fag- mennsku hans vitni. Guðni var kjör- inn heiðursfélagi í Meistarafélagi iðnaðarmanna 1998. Á 30 ára af- mæli félagsins var hann sæmdur gullmerki þess. Stjórn Meistara- félags iðnaðarmanna þakkar sam- fylgdina og vottar Vilborgu Péturs- dóttur eiginkonu Guðna og aðstandendum samúð sína. Fyrir hönd Meistarafélags iðnað- armanna í Hafnarfirði, Guðlaugur Adolfsson, formaður. Elsku afi, engillinn okkar. Að vera án þín. Ekki hægt að hringja snöggvast í þig og fá góð ráð. Þú hefur verið okkar fyrir- mynd. Þú sást alltaf góða leið út út öllu. En þau ráð sem þú hefur gefið okkur munum við varðveita í hjarta okkar. Við vorum svo ríkar að eiga þig að. Þær góðu minningar sem við eigum saman eru okkar fjársjóður. Við munum takast á við framtíð- ina með þig í bænum okkar. Vitandi að ljósgeislar þínir munu lýsa okk- ur rétta leið. Við kveðjum þig með sárum söknuði, en minning þín lifir að ei- lífu í hjarta okkar. Guð blessi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Drífa, Guðný og Helena. GUÐNI STEINGRÍMSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.