Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 51
mjög áreiðanleg og barngóð svo af bar. Tengsl hennar við fjölskylduna voru afar sterk og ástæðan fyrir því að hún fór sér að engu óðslega í námi var ekki einungis ofangreind vandvirkni heldur einnig og ekki síður það sjónarmið að námshrað- inn yrði að vera með þeim hætti að hún gæti sinnt fjölskyldunni eins vel og kostur var á. Hún tók engu að síður þátt í félagslífi okkar eftir því sem aðstæður leyfðu. Við viljum tjá þeim Albrecht, Ingvari og Árna svo og öðrum að- standendum hugheila samúð okkar og vonum að þeir megi finna sem mestan styrk til að takast á við hina djúpu sorg. Nemendur og kennarar í þýsku við Háskóla Íslands. Mér var mjög brugðið þegar ég heyrði að Vilborg væri dáin. Við hittumst ekki oft þessa síðustu mánuði en töluðum alltaf reglulega saman í síma og hefði hvorugri okk- ar dottið það í hug þegar við töl- uðum saman fyrir nokkrum vikum að það væri okkar síðasta samtal. Ég kynntist henni Vilborgu fyrst lauslega í gegnum þýskunámið árið 1996 en það tókst þó ekki vinskapur með okkur fyrr en fyrir um tveimur árum en þá má segja að ég hafi fyrst kynnst henni nánar og komst ég þá jafnframt að raun um hversu hjartahlý og góð manneskja hún var. Hún var mér oft góð hvatning í náminu og kom gjarnan með góð ráð bæði hvað varðaði námið og annað í lífinu enda var hún mjög hjálpfús að eðlisfari. Vilborgu varð tíðrætt um sína nánustu og sást það vel á því hve hún ljómaði þegar hún talaði um þá að fjölskyldan var hennar líf og yndi. Ég hef aldrei vitað Vilborgu jafn hamingjusama og þegar hún tilkynnti mér stolt að hún ætti von á barni. Hún talaði um að þetta væri kraftaverki líkast og var eins og hún hefði skyndilega yngst um nokkur ár. Guð geymi þig Vilborg mín og gefi fjölskyldu þinni styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Kveðja Brynja. Okkur langar að minnast Villu æskuvinkonu okkar með fáum orð- um, en við ólumst upp í sitthvorri blokkinni við Stigahlíðina frá 6 ára aldri. Margt var brallað á æskuárunum með þeim Villu og Gunnu systur hennar en þær voru alltaf nefndar í sömu andránni, enda mjög sam- rýndar. Við fórum aldrei bara til Villu eða bara til Gunnu, nei við fór- um til VilluogGunnu. Oft höfum við rifjað upp þegar okkur var boðið til þeirra á þrettándanum, þá voru jól- in kvödd með viðhöfn, og þar var stórt og fallegt jólatré þakið sæl- gæti sem við máttum gæða okkur á. Í Stigahlíðinni bjuggu líka mörg frændsystkini þeirra systra sem voru á svipuðum aldri og var oft heill flokkur sem lék sér saman í hinum ýmsu leikjum. En eins og gengur þá fluttumst við að heiman eitt og eitt og hóp- urinn tvístraðist og þó að við höfum alltaf frétt hvert af öðru þá voru því miður fáar samveru stundirnar eft- ir að við urðum fullorðin. En alltaf kom jólakveðja frá Villu og þegar faðir okkar lést fyrir fjór- um árum fylgdi Villa honum og sendi kveðju. Svona var Villa, við fundum svo vel að þó að ekki væri mikið samband þá var vinskapur- inn og væntumþykjan til staðar frá því að við vorum litlar stelpur. Í sumar fréttum við að Villa gengi með barn og þá samglödd- umst við henni innilega en það næsta sem við fréttum er andlát hennar. Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt og það finnst okkur ekki núna þegar kona í blóma lífsins er tekin burt frá ástvinum sínum svona snögglega. Fjölskyldu Villu og öllum ástvin- um sem nú eiga um sárt að binda vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Villu. Guðrún og Steinunn Helgadætur. Sunnudagurinn 21. október var ósköp venjulegur, rólegur eins og sunnudagar eiga að vera. Þá hringdi síminn, og á hinum enda línunnar var hann Stefán mágur hennar Villu æskuvinkonu minnar að tilkynna mér andlát hennar. Fréttin kom eins og reiðarslag, og var ég lengi að átta mig á orðum Stefáns. Hann sagði mér að hún Villa hefði fengið heilablæðingu deginum áður og því miður var ekkert hægt að gera henni til hjálp- ar. Ég ætla ekki að rekja æviferil Villu, það verða ábyggilega aðrir sem gera það. Villa hét fullu nafni Vilborg Ingibjörg Aðalsteinsdóttir og var alin upp í Hlíðunum, nánar tiltekið í Stigahlíðinni. Foreldrar hennar heita Bára Vigfúsdóttir og Aðalsteinn Jónsson. Eina systir átti Villa, sem heitir Guðrún Katr- ín. Villu kynntist ég þegar ég flutti með mínum foreldrum í sömu blokk og sama stigagang og Villa bjó. Ég hef þá verið fjögurra ára, en Villa sex. Strax varð mikill vinskap- ur með okkur þremur; mér, Villu og Gunnu, litlu systur hennar, sem er jafngömul mér. Margt var brall- að á þessum árum, eins og til dæm- is þegar við þrjár bjuggum til bú í kjallaratröppunum. Þau voru búin til úr teppum, sem klemmd voru á handriðið. „Bökuðum“ við drullu- kökur, og fundust mér alltaf drullu- kökurnar hennar Villu svo fallegar, en hún skreytti þær svo listavel með sóleyjum. Ekki gátum við borðað þessar vel skreyttu kökur svo að Villu datt það snjallræði í hug að fá hjá mömmu sinni hafra- mjöl, kakó og sykur. Þetta var blandað með vatni og mótuð úr þessu kaka. Þá var hægt að bjóða gestum í „kaffi“ en með þessu var drukkið vatn bragðbætt með djúsi, og borið fram í flug- freyjubollastelli. Slíkan dýrgrip áttum við allar. Svona bú voru vinsæl og gátum við endalaust leikið okkur við „búa- gerð“. Svo var mjög gaman að fara í heimsókn í hin búin sem höfðu verið reist í kjallaratröppunum í hinum stigagöngunum. Þá var gjarnan puntað upp á sig, sett upp slæða, farið í háhælaskó, veski sett á öxlina, dúkkan sett í kerruna og síðan var lagt af stað. Miklu meira gæti ég sagt frá úr minningasjóði mínum um mína elskulegu vinkonu, en það ætla ég að geyma fyrir mig. Fjölskyldunni allri sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Einarsdóttir. Elsku Villa okkar. Ég veit að Guð þig mun geyma þó glitrar mér tár á kinn, við elskum og virðum allt heima vökum og biðjum um sinn. Við kveðjumst með klökkva í sinni er kallinu þú hefur hlýtt, en lífsstarf þitt lifir í minni þín leiðsögn og viðmót blítt. (Reynir Hjartarson.) Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Með sárum trega kveðjum við elskaða vinkonu okkar, hana Villu. Hún var alveg einstaklega hlý, mannelsk og trygglynd kona, og skilur eftir stórt skarð í hugum okkar og hjörtum. Hennar verður sárt saknað. Elsku fjölskylda, þið hafið verið okkur sannir vinir í gegnum tíðina. Við sendum ykkur okkar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk í þessari óbærilegu sorg. Ykkar vinir Henný, Jón og börn.  Fleiri minningargreinar um Vil- borgu Ingibjörgu Aðalsteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 51 ✝ Eiríkur Tómas-son Jónsson fæddist 26. febrúar 1909 í Miðengi á Akranesi. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða hinn 18. októ- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns Ás- mundssonar tré- smíðameistara, f. í Vatnsholti í Gríms- nesi 18.5. 1871 d. 27.12. 1953, og Agnesar Eiríksdótt- ur, f. á Breið á Akra- nesi 2.4. 1875, d. 9.11. 1910. Systk- ini Eiríks voru: Laufey, f. 18.6. 1902, d. 26.11. 1980, gift Jörgen Guðna Þorbergssyni tollverði í Reykjavík, f. 6.12. 1900, d. 16.9. 1986; Rúrik Nevel vélstjóri í Reykjavík, f. 6.8. 1903, d. 3.8. 1959, kvæntur Vigfúsínu Erlendsdóttur, f. 10.8. 1911, d. 29.8. 2001; Jón Ing- var kjötiðnaðarmaður í Reykjavík, f. 17.12. 1904, d. 7.8. 1985, kvænt- ur Jónínu Sigurbjörgu Filippus- dóttur, f. 21.1. 1909, d. 28.10. 1983, þau skildu, síðar kvæntur Maríu Önnu Róbertsdóttur, f. 17.7. 1910; Ása Guðríður, f. 10.11. 1906, d. 11.8. 1907. Eiríkur kvæntist 7.11. 1942 Guðveigu Jónsdóttur, f. á Smiðjuvöllum í Ytri-Akranes- hreppi 17.3. 1908, en þau höfðu þá verið í sambúð í rúm 11 ár. Guð- veig er dóttir hjónanna Jóns Jóns- sonar, bónda á Smiðjuvöllum, f. í Tungutúni í Andakíl 29.8. 1880, d. 29.4. 1969, og Guðnýjar Jónsdótt- ur, f. á Þórustöðum í Svínadal 10.4. 1887, d. 20.10. 1982. Börn Eiríks börn þeirra Stella Eyrún og Sindri Már. d) Guðni Örn, byggingartækni- fræðingur í Reykjavík, f. 4.3.1958, kvæntur Elísabetu Ragnarsdóttur, f. 23.11. 1960 og eru börn þeirra Guðný, Arna og Jón Ragnar. e) Stef- án, húsasmiður á Akranesi, f. 13.8. 1960, kvæntur Hallveigu Skúladótt- ur, f. 29.11. 1961, og eru synir þeirra Árni Freyr og Bjarni Már. f) Hall- grímur Agnar, sjómaður í Reykja- vík, f. 3.2. 1967, kvæntur Dalrós Jónsdóttur, f. 17.10. 1971, og eru börn þeirra Jón Sævinn, Erna Helga og Þorsteinn Agnar. Áður átti Hall- grímur dótturina Rut en móðir hennar er Sólveig Rögnvaldsdóttir, f. 31.8. 1966. 3) Sigrún Vilhelmína, húsmóðir og bóndi í Hlíðarási í Kjós, f. 2.7. 1944, var gift Elís Hannessyni, f. 8.1. 1942, d. 11.1. 1988 og eru börn þeirra: a) Óðinn, lögfræðingur í Reykjavík, f. 17.8. 1965, kvæntur Sigríði Klöru Árnadóttur, f. 29.5. 1965, og eru börn þeirra Klara, Kjal- ar og Þorgeir. b) Guðveig, lyfja- tækninemi í Reykjavík, f. 11.5. 1967, sambýlismaður hennar er Sigurður Ingvi Sveinsson, f. 12.4. 1968. Sonur hennar er Elís en faðir hans er Guð- mundur Þ. Kristjánsson sjómaður, f. 28.10. 1959, c) Hilmar, húsasmiður í Reykjavík, f. 11.6. 1968, kvæntur Hildi Karen Sigurbjörnsdóttur, f. 1.4. 1972, og eiga þau tvö börn, Hlín og Huginn. Afkomendur Eiríks og Guðveigar eru nú orðnir 46 talsins. Eiríkur var fyrst sjómaður en tók snemma ökupróf og var með þeim fyrstu sem stunduðu bifreiðaakstur á Akranesi. Ók hann vörubifreið fyr- ir Hvalstöðina í Hvalfirði um skeið. Þá rak hann ásamt konu sinni Botns- skálann í Hvalfirði í nær 10 ár þar til hann og Jón sonur hans festu kaup á jörðinni Gröf í Skilmannahreppi ár- ið 1966 og hófu þar búskap. Útför Eiríks fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og Guðveigar eru: 1) Agnes, f. 23.3. 1932, búsett á Akranesi, dóttir hennar og fóst- urdóttir Eiríks og Guðveigar er Kolbrún Ríkey Carter, hús- móðir á Bjarteyjar- sandi á Hvalfjarðar- strönd, f. 26.3. 1953, gift Sigurjóni Guð- mundssyni, f. 5.8. 1948, og eru synir þeirra Guðmundur húsasmiður, f. 8.10. 1974, og Sigurður Víðir, rafeindavirkja- nemi, f. 14.8. 1982. 2) Jón Jóns, bóndi í Gröf í Skilmannahreppi, f. 24.1. 1934, kvæntur Rut Hall- grímsdóttur, f. 27.1. 1936. Þeirra börn eru: a) Eiríkur, vélvirki á Akranesi, f. 7.9. 1954, kvæntur Sigurlínu Gunnarsdóttur, f. 7.11. 1956 og eru dætur þeirra Rut og Ríkey Jóna. Fóstursonur Eiríks, sonur Sigurlínar, er Ásgeir Þór Ásgeirsson húsgagnasmiður, f. 13.2. 1975. b) Ingibergur Helgi, húsasmíðameistari á Akranesi, f. 30.11. 1955, kvæntur Valnýju Benediktsdóttur, f. 21.7. 1956, og eru synir þeirra Hjálmar Þór og Elís Veigar. Fyrir hjónaband átti Ingibergur soninn Jón Gunnar en móðir hans er Júnía Þorkelsdóttir, f. 16.6. 1955. c) Halldóra Halla, húsmóðir á Akranesi, f. 1. 12. 1956, var gift Elíasi Hartmann Hreins- syni, f. 3.8.1954, og eru börn þeirra Guðný, Jón Hartmann, Hreinn og Marín Rut. Sambýlis- maður Halldóru er Sigurbaldur Kristinsson, f. 13.2. 1958, og eru Aldinn alþýðumaður hefur kvatt jarðlífið saddur lífdaga. Afi minn, Eiríkur Jónsson, átti góða ævi. Hann átti ágæta konu og með henni mannvænleg börn, sem honum þótti vænt um. Hann studdi börn sín af fremsta megni, var þeim stoð og stytta í hvívetna. Ekki var hann okkur, barnabörnum sínum og fjölskyldum, minni stoð. Hjálpsemi var honum í blóð borin og eitt af aðal- einkennum hans. Hann tók fólki eins og það var, en gerði þó athugasemd við þá sem reyktu og hvatti þá til að láta af þeirri fásinnu. Þau okkar barnabarnanna sem áttu því láni að fagna að fá að dvelja um lengri eða skemmri tíma hjá afa og ömmu var dvölin ómetanleg. Lífsafstaða hans, eins og svo margra annarra alþýðumanna af hans kynslóð, einkenndist af sjálfs- bjargarviðleitni, vinnusemi og kristn- um gildum. Afi vildi vinna verkin af alúð og samviskusemi, þó ekki endi- lega með þeirri aðferð sem aðrir töldu vera einfaldasta. Hann var ekki sér- staklega gefinn fyrir að kvarta og sá sjaldnast vandamál sem erfitt væri að leysa. Afi minn var einstaklega sporléttur maður og taldi þau ekki eftir sér. Stundaði veiðiskap af áráttu sem þeir einir geta skilið sem fundið hafa sanna veiðigleði streyma um æðar. Umhyggja hans fyrir öllu því sem lífs- anda dró var einlæg og lét honum vel að umgangast bæði menn og málleys- ingja þrátt fyrir að hann hefði fast- mótaðar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Hann var þjóðernissinni í bestu merkingu þess orðs, unni landi og þjóð. Afa lét vel að rækta garðinn sinn bæði í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu. Hann ræktaði kartöflur, rófur og rabarbara, en ekki síður fjölskyldu sína börn, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Börnum okkar hjóna þótti mjög vænt um Eirík afa sinn og fundu, þó ung væru, að þarna var gæðakarl á ferðinni. Elsku amma Veiga, við kveðjum nú Eirík afa en hann mun lifa í minn- ingum okkar. Óðinn, Sigríður Klara og börn. Okkur bræður langar að minnast frænda okkar nokkrum orðum. Eirík- ur var yngstur systkina sinna en varð þeirra elstur og var hann höfuð ætt- arinnar síðustu 16 árin. Hann fæddist á Akranesi og átti þar heima framan af ævinni. Ungur stundaði hann sjó- inn en snemma lærði hann á bíl og var með þeim fyrstu er stunduðu bifreiða- akstur á Akranesi. Hann ók vörubif- reiðum fyrir aðra og ók þá m.a. fyrir Hvalstöðina í Hvalfirði. Um 10 ára skeið ráku þau hjónin veitingasöluna í Botnsskála í Hvalfirði og þá var ánægjulegt að hitta þau er við áttum leið um. Árið 1966 urðu þáttaskil í lífi Eiríks og Veigu þegar þau keyptu ásamt syni sínum jörðina Gröf í Skilmanna- hreppi. Segja má að Eiríkur hafi verið garðyrkjumaður, hann hafði alla tíð mikinn áhuga á hvers konar jarðrækt og hóf skógrækt á meðan hann bjó á Akranesi en þá voru það margir sem töldu vonlaust að tré gætu lifað í því umhverfi. Þá ræktaði hann og kart- öflur og aðra jarðávexti til heimilisins í garðlandi Akraness að Görðum. Nú hafði hann eignast sína eigin jörð, en til þess hafði hugur hans lengi staðið. Auk hefðbundins búskapar með sauðfé tók hann land undir garðrækt og ræktaði eins og áður kartöflur, gulrófur, gulrætur og kál. Eljusemin var honum í blóð borin og meðan hann hafði þrek til vann Eiríkur í görðunum sínum og tók síðast upp kartöflur hátt á níræðisaldri árið1997. Þau hjónin fluttu á Dvalarheimilið Höfða árið 1996 en síðustu æviárin átti Eiríkur við minnisleysi að stríða sem orsakaðist af heilaáfalli. Þar til hafði Eiríkur notið góðrar heilsu og mér er sagt að nær aldrei hafi hann þurft á lyfjum að halda og ekki heldur þann tíma sem hann dvaldi á Höfða. Eiríkur var sífellt að vinna og lét aldr- ei verk úr hendi sleppa. Maður mætti ætla að slíkt setti mark sitt á andlits- drætti fólks enda safna flestir andlits- hrukkum er líður á ævina. En það var ekki að sjá á Eiríki. Hendur hans og andlit voru slétt eins og á ungbarni al- veg fram í andlátið. Þetta þótti okkur merkilegt og ætti að vera fegrunar- fræðingunum, sem eru í eilífri baráttu við hrukkurnar, verðugt rannsóknar- efni. Margt kann að hafa ráðið þessu, svo sem einstök reglusemi en Eiríkur neytti hvorki tóbaks né áfengis og eins og áður segir, neytti hann mikils grænmetis. Þetta hvort tveggja hafa aðrir ættingjar hans reynt en hafa samt fengið hrukkur í sama mæli og aðrir. Móðir okkar var elst systkinanna og bjó í Reykjavík. Þegar Eiríkur átti erindi til höfuðstaðarins heimsótti hann okkur gjarnan og var það þá æði oft að hann gaukaði einhverju að okk- ur strákunum, sem yljaði okkur um hjarta. Agnar minnist þess alltaf að eitt sinn er Eiríkur kom í heimsókn gaf hann honum 25 aura, þetta var snemma á kreppuárunum, löngu fyrir stríð og var það mikill peningur í þá daga. Góðvild hans var ekki einskorð- uð við frændfólkið, hann var hjálp- samur bæði vinum og vandamönnum. Eiríkur var mikill áhugamaður um Hvalfjarðargöngin og hlakkaði til að geta ekið um þau og honum hlotnaðist það. Segja má að Eiríkur hafi verið gæfumaður. Ungur kynntist hann eiginkonu sinni, henni Veigu, sem hefur staðið með honum sem klettur og verið honum góður og tryggur lífs- förunautur í meira en 70 ár. Við sendum Veigu, börnum þeirra og fjölskyldum, okkar dýpstu samúð- arkveðjur og óskum þeim Guðs bless- unar í framtíðinni. Agnar Jón og Sigurður Þór Jörgenssynir. EIRÍKUR TÓMASSON JÓNSSON EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.