Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 54

Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HINN 18. október var birt grein eftir Björgvin G. Sigurðsson í Morgun- blaðinu um tillögu Samfylkingarinn- ar að koma á fót milliliðalausu lýð- ræði á Íslandi, með hjálp Netsins. Það „lýðræði“ sem Björgvin skrif- ar um byggist á sama fyrirkomulagi og ríkti í Aþenu 508 f.kr – 339 f.kr. Hið milliliðalausa lýðræði sem ríkti í Aþenu var iðkað af lýð sem saman- stóð af frjálsbornum, karlkyns Aþen- ingum sem voru yfir 18 að aldri. Því voru þeir sem réttu upp hendur á Agoratorgi ekki samansafn allra þjóðfélagshópa, heldur samansafn frjálsra karlmanna sem tilheyrðu yf- irstétt. Þessir menn gátu helgað sig algjörlega stjórnmálum, voru mennt- aðir í rökræðum og mælskulist og áttu þræla sem unnu alla almenna vinnu. Þessa þjóðfélagsskipan búum við ekki við í dag. Því getur það ekki gengið upp ef hinn illa upplýsti og fá- tæki almenningur, eins og Björgvin orðar það, fer að taka ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar samhliða ann- arri vinnu. Hinn illa upplýsti og fá- tæki almenningur getur einfaldlega ekki helgað sig lýðræðinu í frítíma sínum á sama hátt og aþenskir karlar gerðu í sínum frítíma, sem var mikill, vegna vinnu þrælanna. Grunnfor- senda í ákvarðanatöku í mikilvægum málum er að kynna sér málin á ít- arlegan hátt, sem tekur umtalsverð- an tíma. Hinn almenni borgari mun aldrei eyða öllum sínum frítíma í stjórnmál á kostnað annarra áhuga- mála. Það er því miklu heppilegra að hafa hóp atvinnumanna í stjórnmál- um, sem er kosinn með vissu millibili, til að taka mikilvægar ákvarðanir. Með beinu lýðræði verður hinn al- menni borgari áhugalausari um kosningar; kosningar 40 sinnum á ári eru ekki jafnáhugaverðar og kosn- ingar á fjögurra ára fresti, það er ástæða fyrir því að jólin eru bara einu sinni á ári. Þegar hinn almenni borg- ari hefur ekki áhuga á kosningum, geta hinir ýmsu sérhagsmunahópar fjölmennt í kosningar og komið sín- um málum í gegnum kerfið á meðan hinn þögli meirihluti gerir aðra merkari hluti í frítíma sínum. Því hafa hávær hagsmunaöfl mun meiri áhrif á gang mála en í því lýðræði sem við þekkjum í dag. Björgvin ritar í grein sinni að fjár- sterkir aðilar kæmu til með að missa sín „óhóflegu“ áhrif á kjörna fulltrúa ef milliliðalaust lýðræði kæmist á. Ekki hefur það tíðkast að alþingis- menn taki við mútum á Íslandi og eru reyndar til sárafá dæmi um það. En aftur á móti í beinu lýðræði hefur al- menningur minni áhuga á hinum fjöl- mörgu kosningum sem fram fara og því getur það reynst auðveldara að sannfæra fólk um að kjósa með krafti krónunnar, sem kæmi frá hinum ýmsu fjársterku hagsmunasamtök- um. Beint lýðræði kemur auknum völdum í hendurnar á fólki og því fær það að axla ábyrgð í ríkari mæli. Það er rétt að láta fólk axla ábyrgð en til að það náist þarf ekki koma á beinu lýðræði. Aukin ábyrgð almennings felst í aukinni ákvarðanatöku og auknu frelsi í lífi almennings. Það er ekki ábyrgð þegar hinum almenna borgara er sagt að það sé honum fyr- ir bestu að horfa á sjónvarpsstöð rík- isins, hlusta á tónlist ríkisins, neyta þess sem ríkið telur að honum sé fyr- ir bestu og þar fram eftir götunum Vestrænt samfélag snýst um sér- hæfingu, því með sérhæfingu næst mest hagkvæmni. Á sama hátt og fólk vill frekar kaupa kjötið sitt úr búðinni í stað þess að sjá um allar hliðar framleiðslunnar, vill fólk að fulltrúar þeirra á þingi sjái um að taka pólítískar ákvarðanir fyrir það. Sú stefna sem nýtur mests fylgis verður fyrir valinu og ef sú stefna reynist farsæl í þau fjögur ár sem hún fær til að sanna sig, heldur hún áfram. Því er kannski ekki nema von að Samfylkingin leggi fram þessa til- lögu, þeir hafa sennilega meiri líkur á að komast í valdastöður í þjóðfélag- inu ef varpað er hlutkesti um fulltrúa almennings en með almennum full- trúakosningum. BIRGIR MÁR DANÍELSSON, Hraunbæ 88, 110 Reykjavík. Gallar beins lýðræðis Frá Birgi Má Daníelssyni: LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 20. október keyrði ég vestur í Skaga- fjörð til að hlýða á tónleika. Þar sem ég bý á Akureyri þurfi ég að fara yfir Öxnadalsheiðina. Ég er svosem van- ur því en í þetta skiptið var svarta þoka, því sóttist ferðin ekki mjög greiðlega. Fyrr um daginn hafði ég haft samband við nokra félaga mín og boðið þeim með. Nei, að fara til að hlusta á einhvern kór á laugardags- kvöldi og það alla leið vetur í Skaga- fjörð, sem er svo mikið sem eins tíma akstur á góðum degi, þótti of mikið af því góða. En ég fór. Og þá kem ég að kjarna málsins. Söngsveit Hafn- arfjarðar var stofnuð árið 2000, nán- ar til tekið í september, með það að markmiði að flytja einungis óperu- og óperettutónlist. Stofnandi og stjórnandi hennar er Elín Ósk Ósk- arsdóttir. Ég ætla mér ekki að setj- ast í stól gagnrýnanda heldur að þakka þessu frábæra fólki sem að tónleikunum stóð. Það var stórkost- legt að upplifa þá útgeislun og gleði sem skein af stjórnanda, einsöngv- urum og kórnum öllum. Það var glaður maður sem ók gegnum þok- una aftur til Akureyrar þetta laug- ardagskvöld. Hafið þökk fyrir! LÚÐVÍK ÁSKELSSON, Suðurbyggð 9, Akureyri. Frábærir tónleikar Söng- sveitar Hafnarfjarðar Frá Lúðvík Áskelssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.