Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 60
Mjólkurverð
(The Price of Milk)
Gamanmynd
Leikstjórn og handrit Harry Sin-
clair. Aðalhlutverk Danielle Cor-
mack, Karl Urban. (87 mín.) Nýja-
Sjáland 2000. Bergvík VHS. Öllum
leyfð.
TIL AÐ byrja með er jarð-
bundnum vinsamlegast ráðið
frá því að leigja sér þessa mynd
sem ættuð
er frá Nýja-
Sjálandi. Við
erum nefni-
lega að tala
um verulega
ruglaða, yf-
irnáttúrlega
sögu sem
borin er á
borð líkt og
sígilt ævintýri. Hinir sem telja
sig með fremur opinn huga ættu
hins vegar að gefa henni gaum
því frumlegri rómantískar gam-
anmyndir fyrirfinnast varla í
hillum nýútgefinna myndbanda.
Sögusvið þessa klikkaða æv-
intýris er í sjálfu sér hversdags-
legt. Ungt ástfangið par baslar
við að reka mjólkurbú og þrátt
fyrir veraldlega örðugleika fær
ástin þau til að geisla af ham-
ingju ... þangað til bútasaum-
steppinu hennar er stolið og
hún skiptir öllum beljunum fyr-
ir að fá það til baka!
Hér rekur hver undarlegi við-
burðurinn annan og heldur
manni gjörsamlega við efnið.
Það er jafnvel einna helst að
maður geti baunað á höfundinn
Sinclair fyrir að reyna um of að
rasa út í ruglinu. Um leið er
þetta samt skemmtilegasti eig-
inleiki myndarinnar. Það er
náttúrlega ekki heil brú í henni
og eini boðskapurinn sá að ástin
flyti fjöll og kannski jú líka að
mjólk sé góð. Skarphéðinn Guðmundsson
Mjólk er góð
Ginger fer yfirum
(Ginger Snaps)
Hrollvekja
Leikstjóri: John Fawcett. Handrit:
Caren Walton. Aðalhlutverk: Kat-
harine Isabelle, Emily Perkins og
Mimi Rogers. Myndform. (108
mín). Bönnuð innan 16 ára.
Goðsögulegar ófreskjur þær
sem ofsótt hafa bókmennta- og
menningarheima mannfólksins
eru jafnan táknmyndir ein-
hvers konar
eiginda sem
í okkur búa
en vekja ótta
sem tjáður
er á óbeinan
hátt í hryll-
ingssögum.
Tengsl var-
úlfamýtunn-
ar, þ.e.
manneskjunnar sem skrímsl-
gerist við fullt tungl, og tíða-
hrings kvenna eru t.d. sett hér í
forgrunn í mynd sem setur
markið hátt en fellur kylliflöt.
Unglingsstúlkur tvær verða
fyrir árás, önnur er bitin og
gerist í kjölfarið blóðþyrst
mjög og undarleg í hegðun. Það
sem háir myndinni er ófrumleg
meðferð efnisins en fyrir utan
tenginguna sem nefnd er hér að
ofan er öll framvinda sam-
kvæmt formúlunni. Útlit kvik-
myndarinnar er þó dálítið svalt
og fyrir það fær hún stjörnu.
Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Af
varúlfum
FÓLK Í FRÉTTUM
60 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FERILL leikstjórans/handritshöf-
undarins/leikarans/framleiðandans
Garry Marshalls hefur löngum verið
brokkgengur. Sveiflast á milli feiki-
vinsælla, ágætra afþreyingarmynda,
niður í hreinræktaða lágkúru. Hefur
jafnan haft burði til að koma sér aft-
ur í gang þótt skellirnir hafi sumir
verið vondir. Þessi þrautseigja skap-
ar Marshall nokkra sérstöðu í kvik-
myndaborginni, þar sem menn hafa
verið furðubjartsýnir að veðja á
hann aftur og aftur, þrátt fyrir mis-
jafnt gengið. Nú síðast lauk Marshall
við gamanmyndina The Princess Di-
aries (’01), þar sem hann m.a. þurrk-
aði rykið af Julie Andrews, annarri
fornfrægri kempu, og aðsóknin og
dómarnir hafa verið vel viðunandi.
Marshall hefur fengist við fjöl-
marga hluti, framan sem aftan við
tökuvélar sjónvarps og kvikmynda.
Hvað lengst hefur hann náð sem
framleiðandi, höfundur og leikstjóri
sjónvarpsþátta á borð við The Odd
Couple (1970–75), Happy Days
(1974–84), Laverne and Shirley
(1976–83) með systurinni, Penny, í
öðru aðalhlutverkinu og Mork and
Mindy (1978–82). Á þessum árum
var hann sterkasta aflið í bandarískri
sjónvarpsþáttagerð. Marshall hefur
jafnan verið með annan fótinn í kvik-
myndagerð og ferill hans státar af
nokkrum kraftmiklum kassastykkj-
um á borð við Pretty Woman (’90).
Marshall fæddist 1935 í Brooklyn.
Faðir hans var viðriðinn kvikmynda-
gerð en móðirin danskennari. Syst-
irin Penny Marshall er bæði kunn
gamanleikkona og farsæll kvik-
myndaleikstjóri (Big, Renaissence
Man). Gary lauk háskólagráðu í
blaðamennsku við Northwestern
University í Illinois, þjónaði síðan
landi sínu í flughernum, áður en
hann réðst sem blaðamaður við New
York Daily News. Var einnig
trommuleikari í djasshljómsveit áð-
ur en hann sneri sér að framtíðar-
störfum í skemmtanabransanum,
fyrst sem brandarasmiður sjón-
varpsstjarna á borð við Joey Bishop,
Jack Parr og The Tonight Show.
Við upphaf sjöunda áratugarins
flutti Marshall sig þvert yfir Banda-
ríkin og kom sér fyrir í Los Angeles.
Uppgangurinn hægur, uns hann
kynntist öðrum penna, Jerry Bels-
om, en saman sköpuðu þeir sér nafn
sem höfundar á annað hundrað þátta
í gamanþáttaröðum stórstjarnanna
Dick Van Dykes, Danny Thomas og
Lucille Ball. 1970 framleiddi Marsh-
all hina geysivinsælu The Odd
Couple sjónvarpsþætti með Jack
Klugman og Tony Randall, þeir voru
byggðir á vinsælu leikriti og síðar
gamanmynd, eftir Neil Simon. Varð
síðan ráðandi afl í sjónvarpsþátta-
gerð á áttunda áratugnum, þar sem
allt breyttist í gull, sem hann kom
nærri.
Allir stefna á kvikmyndagerð í
Hollywood, Marshall engin undan-
tekning. Fyrsta verkefni hans á
hvíta tjaldinu var gamanmyndin
How Sweet It Is! (’68), sem hann
framleiddi með Jerry Belsom. Ári
síðar stóðu þeir félagar að baki The
Grasshopper, sem þeir skrifuðu og
framleiddu. Báðar nutu myndirnar
takmarkaðra vinsælda. Marshall
leikstýrði fyrstu myndinni, Young
Doctors In Love, árið 1982. Hún
gekk vel, enda þekkti Marshall mæta
vel til bakgrunnsins, sem er sápu-
óperur sjónvarpsstöðvanna.
Marshall hefur, einsog fyrr segir,
gengið upp og ofan sem kvikmynda-
leikstjóra. Myndirnar Overboard
(’87) með Kurt Russell og Goldie
Hawn og Beaches (’88) með
Bette Midler og Barböru Hers-
hey nutu mikilla vinsælda en
fengu rétt þokkalega dóma.
Besta myndin hans, The
Flamingo Kid (’84), hlaut
hinsvegar fína dóma en að-
eins þolanlega aðsókn.
Marshall sló sig hinsvegar
til riddara í kvikmynda-
borginni með Pretty
Woman (’90), vel lukk-
aðri metaðsóknarmynd.
Fullur sjálfsöryggis
vatt leikstjórinn sér
beint í Frankie and
Johnnie (’91), fyrsta
dramatíska verkið á
lífsleiðinni. Það tókst
ekki sem skyldi,
þrátt fyrir þátttöku
Al Pacino og Mich-
elle Pfeiffer í titil-
hlutverkunum.
Þeir eru þó til sem
segja hana besta
verk leikstjórans á
ferlinum. Síðan hafa myndir hans
verið af ýmsum toga og gengið upp
og ofan. Hann leiddi þau aftur sam-
an, Gere og Roberts, í gamanmynd-
inni Runaway Bride (’99), afrakstur-
inn malaði gull, þótt slappur væri.
Sem fyrr segir, bregður Marshall
sér ósjaldan fram fyrir tökuvélarnar,
var m.a. nokkuð áberandi í sjón-
varpsþáttum sínum um Murphy
Brown. Minnisstæðastur er hann
sem eigandi spilavítis í Las Vegas í
Lost in America (’85), bestu mynd
Alberts Brooks, og í aukahlut-
verkum tveggja mynda syst-
ur sinnar; Jumpin’ Jack
Flash (’86) og A League of
Their Own (’92). Marshall
þykir maður einstaklega
skemmtilegur en sérvitur
með afbrigðum. Uppá-
tæki hans og duttlungar
eru alkunn í kvikmynda-
heiminum. Hann hefur
m.a. að vana að taka
myndir af sjálfum sér og
hverjum einasta starfs-
manni við gerð allra sinna
mynda. Þá er hann for-
fallinn körfuboltafíkill og
kemur ætíð upp aðstöðu
til slíkrar iðju á töku-
stað.
GARRY MARSHALL
Stjörnurkvikmyndanna
eftir Sæbjörn Valdimarsson
Nútíma prinsessuævintýri. Larry Miller, Anne Hathaway og Julie
Andrews í The Princess Diaries.
Henry Winkler í ódauðlegu hlut-
verki Fonzie úr gamanþáttunum
Happy Days.
Garry Marshall þykir hvers
manns hugljúfi og stuðlar að
léttu andrúmslofti á tökustað.
Hlauptu, brúður,
hlauptu. Julia Ro-
berts í Runaway
Bride, endur-
tekningunni á
Pretty woman-
smellnum.
The flamingo kid (1984)
½ Lágstéttarpiltur (Matt
Dillon), fær sumarvinnu í strand-
klúbbi ríkisbubba á Coney Island.
Finnur, sem slíkur, aðeins reykinn
af réttunum en vingast við auðjöfur
(Richard Crenna), sem er óspar á
föðurlegar ráðleggingar létta-
drengnum til handa uns strákur fer
á fjörurnar við einkadótturina (Ja-
net Jones). Óvenju fyndið og jafn-
framt óvitlaust, meinháðskt handrit
lyftir Flamingóstráknum vel uppúr
meðalmennskunni en aðalkostur
myndarinnar er þó reffilegur og
sannfærandi leikur Dillons sem fær
að kynnast smjörþefnum af því
hvernig þeir ríku hafa það og slepp-
ur tiltölulega óskemmdur frá þeim
ósköpum. Ein af mörgum gæða-
myndum Dillons frá þessu tímabili
og Hector Elizondo á sínum stað,
nú sem pípulagningamaður, faðir
Dillons. Besta mynd leikstjórans/
handritshöfundarins.
Nothing in common (1986)
Foreldrar (Jackie Gleason,
Eva Marie Saint), afar strákslegs
auglýsingamanns (Tom Hanks),
sem komnir eru á fullorðinsaldur,
skilja í illindum og drengurinn lend-
ir í þeirri óþægilegu stöðu að verða
að taka ábyrgð á þeim en ábyrgð og
þroski er eitthvað sem hann vill
helst aldrei þurfa að glíma við.
Brokkgeng en á margan hátt góð
lýsing á samskiptum foreldranna og
barnsins þeirra eftir að hlutverkin
hafa víxlast. Hanks yfirspilar dálítið
hlutverk auglýsingamannsins en
bæði Marie Saint og Gleason eru
sérlega góð og jarðbundin. Síðasta
hlutverk Gleasons á hvíta tjaldinu.
Pretty woman (1990)
Vændiskona (Julia Ro-
berts), sem mælir gangstéttirnar á
Sunset Bouleward, lendir í lukku-
pottinum er hún kynnist drauma-
prinsinum (Richard Gere), lífs-
leiðum auðjöfri. Hress, beinskeytt
og óskammfeilin mellan kemur
einsog ósvikin himnasending inní
fastmótað, borulegt og gleðisnautt
líf hans. Hún kennir honum þessa
litlu, sætu hluti sem vilja gleymast í
veraldarvafstrinu. Hér er komið
Öskubuskuævintýri Disney, fyrir
tíunda áratuginn. Notaleg, feiki-
vinsæl skemmtun – ef menn gleyma
raunsæinu og bláköldum, yfirleitt
óumflýjanlegum staðreyndum
hversdagsgrámans.
D
A
U
Ð
A
D
A
N
S
IN
N
DAUÐA-
DANSINN
eftir
August
Strindberg
Frumsýning í
Borgarleikhúsinu,
Litla sviði,
laugardaginn
27. október
kl. 20.00