Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 62
62 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is
Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50.
Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8
og 10.20.
Sýnd kl. 4.
Með íslensku tali
Moulin Rouge er án efa
besta mynd ársins hingað til...
E.P.Ó. Kvikmyndir.com
Empire
SV Mbl
DV
Rás 2
Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru.
Þú hefur aldrei séð annað eins.
Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan
Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir
augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins.
Nýjasta sýnishornið úr
Lord of the Rings er sýnt á undan
Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.
Miðasala opnar kl. 15
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og12.
Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John
Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem
fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál.
5 hágæða bíósalir
MOULIN
ROUGE!
Kvikmyndir.com
FRUMSÝNING
Hausverkur
Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um klikkaðar kær-
ustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans þegar kærastan er að
eyðileggja ævinlangan vinskap? Þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri!
Varúð!!
Klikkuð kærasta!
• Föstudaginn 26. OKT 2001
• Laugardaginn 27. OKT 2001
1. vetrardag
• Frábært dansgólf
• Frábær tónlist fyrir
fólk á besta aldri
með hljómsveit
•Stefáns P. ásamt
•Önnu Vilhjálms og
•Hallbergi Svavarssyni
Moulin Rouge
Bandarísk. 20001. Leikstjórn og handrit:
Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kid-
man, Ewan McGregor, Jim Broadbent.
Sannkölluð himnasending í skammdeginu.
Stórfengleg afþreying sem er allt í senn:
Söng- og dansamynd, poppópera, gleði-
leikur, harmleikur, nefndu það. Baz Luhr-
man er einn athyglisverðasti kvikmynda-
gerðarmaður samtímans sem sættir sig
ekki við neinar málamiðlanir og uppsker
einsog hann sáir; fullt hús stiga. Smárabíó, Stjörnubíó og
Borgarbíó Akureyri.
AI
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Spiel-
berg. Handrit: Spielberg ofl. Aðalleikendur:
Haley Joel Osment, Jude Law, Frances
O’Connor, William Hurt. Mjög spennandi og
áhrifarík kvikmynd með sterkri ádeilu. End-
inum er þó algerlega ofaukið. Bíóborgin.
Jay and Silent Bob
Strike Back
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit:
Kevin Smith. Aðalleikendur: Jason Mewes,
Kevin Smith. Járnbentur steypuhúmor frá
einum frumlegasta kvikmyndagerðarmanni
samtíðarinnar sem skopast einkum að
samkynhneigð, bölbænum og ragni. Tvíeyk-
ið á frábæra spretti í vegamynd þvert yfir
Bandaríkin. Regnboginn.
Mávahlátur
Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmunds-
sonar byggð á samnefndri skáldsögu Krist-
ínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leik-
stjórinn söguheim sem er lifandi og
heillandi, og hefur náð sterkum tökum á
kvikmyndalegum frásagnarmáta. Frammi-
staða Margrétar Vilhjálmsdóttur og Uglu
Egilsdóttur er frábær. Háskólabíó.
American Pie 2
Bandarísk. 2001. Leikstjóri J.B. Rodgers.
Handrit: Adam Herz. Aðalleikendur: Jason
Biggs, Shannon Elizabeth, Chris Klein. Bein
framhaldslýsing á kynórum menntaskóla-
nema er fyrri myndinni sleppir. Græskulaus
aula- og neðanmittisfyndni flutt af sama,
góða ungleikaragenginu. Háskólabíó, Sambíóin.
Bridget Jones’s Diary
Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire.
Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Ren-
ée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim
Broadbent. Sagan um ástamál Bridget
verður að hæfilega fyndinni, rómantískri
gamanmynd. Zellweger gerir margt gott í
titilhlutverkinu. Háskólabíó.
Pétur og kötturinn
Brandur
Sænsk. 2000. Leikstjóri: Albert Hanan
Kaminsky. Handrit: Torbjörn Janson.Teikni-
mynd. Aðalraddir: Guðmundur Ólafsson,
Arngunnur Árnadóttir, Sigurður Sigurjóns-
son, Sigrún Waage. Ekkert stórvirki en
ágætis skemmtun fyrir litla krakka. Pétur
og Brandur eru viðkunnanlegir og uppá-
tektarsamir. Smárabíó, Laugarásbíó.
Rugrats in Paris
Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Stig Berg-
quist, Paul Demyer. Handrit: J. David Stem
of. Ísl. leikraddir: Edda Heiðrún Backmann,
Inga María Valdimarsdóttir, Rósa Guðný
Þórsdóttir, Dofri Hermannsson ofl.
Skemmtileg en fullfyrirsjáanleg mynd um
káta krakkaorma í leit að mömmu handa
vini sínum. Bíóhöllin, Háskólabíó.
Small Times Crooks
Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit:
Woody Allen. Aðalleikendur: Allen, Tracey
Ullman, Elaine May. Þetta er bráðfyndin
mynd meistara Allen. Grínið ræður ríkjum,
en sagan hefði mátt vera skemmtilegri og
kannski aðeins dýpri. Frábærir leikarar.
Bíóborgin.
Cats & Dogs
Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Lawrence Gut-
erman. Handrit: John Rena. Aðalraddir:
Alec Baldwin, Sean Hayes, Susan Sar-
andon. Einföld saga og spennandi fyrir
krakka. Annars ósköp klisjukennd og illa
leikstýrt. Kringlubíó.
Final Fantasy
Japönsk. 2001. Leikstjórn: Hironobu Saka-
guchi. Handrit: Al Reinert. Aðalraddir: Alec
Baldwin, Ming Na, Donald Sutherland,
James Woods. Frábærlega unnin tölvugraf-
íkmynd um framtíðarátök á Móður Jörð.
Skortir meira líf og lit og þó ekki væri
nema örlítinn húmor. Smárabíó, Regnboginn.
A Knight’s Tale
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit:
Brian Helgeland. Aðalleikendur: Heath Led-
ger, Rufus Sewell, Mark Addy. Rokkað feitt
á burtreiðum? Undarleg samsuða af mið-
aldagamni og nútímarokki sem erfitt er að
sjá að hafi mikinn tilgang en Helgeland
reynir hvað hann getur að láta taka sig al-
varlega. Stjörnubíó.
Osmosis Jones
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit:
Farrelly-bræður, o.fl. Aðalleikendur og radd-
ir: Chris Rock, Bill Murray. Frumleg blanda
teiknaðrar og leikinnar myndar, gerist á
framandi slóðum mannlíkamans. Hér
stendur baráttan á milli vondra síkla og
góðra lyfja og hvítra blóðkorna. Kemst ekki
í fluggír. Sambíóin.
Rat Race
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Jerry Zucker.
Handrit: Andrew Breckman. Aðalleikendur:
John Cleese, Rowan Atkinson, Whoopi
Goldberg, Cuba Gooding. Gamanmynd
hlaðin bröndurum og skondnum karakter-
um sem keppa um hver er fyrstur að finna
tvær milljónir dollara. Dellumynd, sann-
arlega, en má hlæja að henni. Laugarásbíó.
The Score
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Frank Oz.
Handrit: Serge Hamilton. Aðalleikendur:
Robert De Niro, Edward Norton, Angela
Bassett, Marlon Brando. Frábærir leikarar
geta lítið gert fyrir handrit sem ekki gengur
upp. Sumt sniðugt, það dugar ekki til. Laugarásbíó.
Swordfish
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Dominic Sena.
Handrit: Skip Woods. Aðalleikendur: John
Travolta, Hugh Jackman og Halle Berry.
Flott mynd með góðu gengi og fínum hasar
en gengur ekki nógu vel upp. Bíóhöllin, Nýja bíó Akureyri.
3000 Miles to Graceland
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Demian Lich-
tenstein. Handrit: Bruno Corsica. Aðalleik-
endur: Kurt Russell, Kevin Costner,
Courteney Cox. Afkáraleg, yfirmáta blóði-
drifin vegamynd um rán í Las Vegas og
undankomuna. Lengdin drepur spennuna.
Sambíóin.
Með kvikmyndinni Mávahlátri hefur leikstjóranum Ágústi Guðmundssyni
tekist að skapa „söguheim sem er lifandi og heillandi.“
Bíóin í borginni
Sæbjörn Valdimarsson /Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
CAKE er lúmsk hljómsveit – það
hefur lengi verið á tæru. Þeir eru
orðnir allnokkrir slagararnir sem
hljómað hafa í eyrum landsmanna
undanfarin ár með henni – grípandi
og stórsmellin lög sem hafa dugað
óvenju lengi. Ástæðan er einföld.
Þetta hafa verið
góðar lagasmíðar,
frumlega útsettar,
með beittum og oft
og tíðum stór-
fyndnum textum
sem svífa hátt yfir
meðalmennsku og
hreinni lágkúru er ríkt hefur í þeim
efnum undanfarin ár.
Þær eru því orðnar talsverðar
kröfurnar sem hægt er að gera til
Johns McCreas og félaga og sum-
partinn stólar maður á að þeir haldi
merki gáfulega gáskafullrar og
grípandi popptónlistar á lofti. Með
það í huga veldur nýja platan Com-
fort Eagle sárum vonbrigðum. Ekki
svo að skilja að hún sé alvond held-
ur er hún einfaldlega ekki næstum
því eins fersk og bragðgóð og for-
verarnir. Við erum að tala um fleiri
sneiðar af sömu gömlu kökunni,
sem því miður hefur staðið fulllengi.
Hún er farinn að þorna og einungis
eftir nammilausu sneiðarnar með
litla kreminu. Vafalítið eru þeir þó
til sem svo sólgnir eru í kökuna
sætu að þeir gera sér að góðu það
sem í boði er. Það er samt alveg
kominn tími á að hræra í
nýja. Tónlist
Sama gamla
kakan
Cake
Comfort Eagle
Columbia/Skífan
Fjórða breiðskífa bandarísku gárunganna
í Cake. Bloodhound Gang fyrir þroskaða.
Skarphéðinn Guðmundsson