Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 1
264. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. NÓVEMBER 2001 DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hundruð bandarískra sérsveitar- manna tækju þátt í landhernaði í Afganistan og hefðu fellt fjölda talib- ana og liðsmanna hryðjuverkasam- takanna al-Qaeda. Misvísandi fregnir bárust af því í gær hvort talibanar hefðu samþykkt að hörfa frá borginni Kandahar, sem verið hefur höfuðvígi þeirra. Fréttastofan Afgan Islamic Press, sem hefur bækistöðvar í Pakistan, skýrði frá því síðdegis að leiðtogi tal- ibana, múllinn Mohammed Omar, hefði samþykkt að yfirgefa Kandah- ar innan sólarhrings og fela leiðtog- um tveggja Pastúna-ættbálka völdin í borginni til að forða íbúum hennar frá blóðsúthellingum. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins, John Stuffle- beem, kvaðst ekki leggja trúnað á þessar fregnir. Donald Rumsfeld sagði á frétta- mannafundi í þjálfunarbúðum bandaríska flotans í Great Lakes í Illinois í gær að hernaðaraðgerðir bandamanna hefðu þrengt mjög að starfsemi al-Qaeda og að liðsmönn- um samtakanna væri sífellt meiri hætta búin. Varnarmálaráðherrann vildi ekki gefa upp hve margir bandarískir hermenn tækju þátt í landhernaði í Afganistan, en sagði að þeir skiptu „hundruðum“. Sagði hann að enn sem komið væri hefðu engir Bandaríkjamenn fallið í að- gerðunum. Hernaðaraðgerðum bandamanna í Afganistan var fram haldið í gær, á fyrsta degi föstumánaðar múslima, þrátt fyrir ákall ýmissa múslimaleið- toga um að hlé yrði gert á árásum meðan á ramadan stæði. Atef sagður fallinn Bandarískir embættismenn kváð- ust í gær hafa „trúverðugar heim- ildir“ fyrir því að Mohammed Atef, næstráðandi Osama bin Ladens í al- Qaeda-hreyfingunni, hefði fallið í loftárás Bandaríkjahers suður af Kabúl. Rumsfeld sagðist ekki geta staðfest þessar fregnir, þótt sterkar vísbendingar lægju fyrir. Mohammed Atef er egpyskur að uppruna og er talinn hafa kynnst Osama bin Laden er þeir tóku þátt í stríðinu gegn hersetu Sovétmanna í Afganistan á níunda áratugnum. Samkvæmt upplýsingum banda- rísku leyniþjónustunnar hafði Atef verið í innsta hring al-Qaeda frá árinu 1996 og í janúar sl. giftist dótt- ir hans einum sona bin Ladens. Atef er meðal annars talinn hafa tekið þátt í skipulagningu sprengju- tilræðanna við sendiráð Bandaríkj- anna í Tansaníu og Kenýa árið 1998, auk hryðjuverkanna 11. september. Hann er á lista yfir þá menn sem bandaríska alríkislögreglan vill helst koma höndum yfir og FBI hafði sett 5 milljónir dollara (rúmlega 500 milljónir króna) til höfuðs honum. Donald Rumsfeld segir hundruð bandarískra hermanna berjast í Afganistan Sérsveitir fella talibana og liðsmenn al-Qaeda Reuters Bandarískur sérsveitarmaður gengur um meðal íbúa í Khoja Bahawuddin í Afganistan í gær. Líklegt talið að næstráðandi bin Ladens hafi fallið í loftárás Kabúl, London, Washington. AP. Bandarískt efnahagslíf Mesti samdrátt- ur frá árinu 1932 Washington. AP. IÐNFRAMLEIÐSLA í Bandaríkj- unum dróst saman í október, 13. mán- uðinn í röð. Er það lengsta, óslitna samdráttarskeiðið í þessari grein frá því í kreppunni miklu. Margir spá nýrri vaxtalækkun á næstu vikum. Seðlabanki Bandaríkjanna til- kynnti í gær, að framleiðslan hefði minnkað um 1,1% í október en sam- drátturinn var 1% í september. Hefur ástandið ekki verið verra síðan 15 mánaða löngu samdráttarskeiði lauk í júlí 1932. Umsvifin í bandarísku efnahagslífi hafa verið að minnka á öllu árinu og við það bættust síðan alvarlegar af- leiðingar hryðjuverkanna 11. septem- ber. Hafa fyrirtæki brugðist við með því að draga úr framleiðslu, stytta vinnutímann og segja upp fólki. Ýms- ir hagfræðingar spá því, að samdrátt- urinn haldi áfram enn um hríð. Smásöluverð lækkaði þó um 0,3% í október, aðallega vegna lægra verðs á jarðgasi og olíu. Með hliðsjón af því er talið líklegt, að seðlabankinn muni lækka vexti á fundi sínum 11. desem- ber og það yrði þá í 11. sinn á árinu. Traustsyfirlýsing við þýsku ríkisstjórnina Græningj- ar héldu tryggð við Schröder Berlín. AP. TRAUSTSYFIRLÝSING við stjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, var samþykkt með naumum meirihluta í neðri deild þýska þingsins í gær. 336 þingmenn af 666 samþykktu traustsyfirlýsinguna, 326 voru henni andvígir og fjórir sátu hjá. Traustsyfirlýs- ingin fól einnig í sér stuðning við þátttöku 3.900 þýskra hermanna í herförinni gegn hryðjuverka- starfsemi, en Schröder boðaði til atkvæða- greiðslunnar eftir að nokkrir stjórn- arþingmenn úr röðum græningja höfðu hótað að leggjast gegn því. Schröder hefði raunar getað treyst á stuðning Kristilegra demókrata við þátttökuna í hernaðaraðgerðunum, en var reiðubúinn að standa og falla með því að stuðningur reyndist nægilegur innan stjórnarinnar sjálfrar. Þegar til kom voru það aðeins fjór- ir þingmenn græningja sem sátu hjá og stjórnin hélt því velli. Einn þing- maður úr Jafnaðarmannaflokki Schröders greiddi atkvæði gegn traustsyfirlýsingunni, en sam- steypustjórn jafnaðarmanna og græningja hefur 16 manna meiri- hluta á þinginu. Schröder lýsti að vonum ánægju með niðurstöðu atkvæðagreiðslunn- ar. „Þetta var mikilvægt fyrir mig, vegna þess að nú er ljóst að stjórn- arsamstarfið heldur þótt í harð- bakka slái,“ sagði kanslarinn við fréttamenn í gær. Þýsku hermennirnir 3.900 munu einungis aðstoða við að skipuleggja og veita neyðaraðstoð til afgönsku þjóðarinnar og koma ekki til með að taka þátt í átökum. Gerhard Schröder TIL átaka kom milli Palestínu- manna og ísraelskra hermanna í Ramallah á Vesturbakkanum í gær, við upphaf föstumánaðar múslima, ramadan. Palestínumenn stóðu fyrir mót- mælum í nokkrum borgum í gær, en þau fóru yfirleitt friðsamlega fram. Í Ramallah tóku mótmæl- endur þó að kasta steinum að ísr- aelskum hermönnum, sem svöruðu með táragasi. Reuters Starfsmenn Rauða hálfmánans flytja palestínskan mótmælanda, sem slasaðist í átökum við ísraelska hermenn í Ramallah, brott af vettvangi. Átök við upp- haf ramadan Jerúsalem. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.