Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 27
Gísli Gu›jónsson tengist mörgum frægustu dómsmálum
sí›ustu áratuga. Einstæ› bók um ótrúlega atbur›i og sálarlíf
persóna sem dvelja saklausar í fangelsi e›a játa á sig
fjöldamor› – sem flær hafa ekki frami›.
Falskar játningar og fjöldamor›
Anna Hildur
Hildibrandsdóttir
Baráttuma›ur réttlætis
NÝJAR upplýsingar um flugslysið í
New York sl. mánudag benda til að
áhöfn Airbus-þotunnar er fórst kunni
að hafa beitt hliðarstýri hennar
óvenju skarpt, og það hafi valdið álagi
á hliðarstýrið og kunni að hafa átt
þátt í því að það brotnaði af þotunni.
En engar upplýsingar hafa enn
komið fram sem útiloka þann mögu-
leika að bilun hafi valdið því að hlið-
arstýrið hafi hreyfst af sjálfu sér, eða
að í því hafi leynst brestur og það því
brotnað undan mun minna álagi en
það ætti undir eðlilegum kringum-
stæðum að geta þolað.
Upplýsingar er fengust úr flugrita
vélarinnar, er skráir tæknilegar upp-
lýsingar um flugið, sýna fram á að vél-
in lenti tvisvar í flugröst Boeing 747
þotu sem fór í loftið næst á undan,
hliðarstýrið sneri Airbus-þotunni
skarpt til hægri tvisvar, og svo til
vinstri. Síðan byrjaði vélin að beygja
skarpt til vinstri og lækka flugið, lík-
lega þegar hliðarstýrið brotnaði af og
vélin varð stjórnlaus.
Bandaríska samgönguöryggisráð-
ið, NTSB, hefur ekki lagt fram neina
túlkun á þessum upplýsingum, og
framundan er greining, sem taka mun
marga mánuði, áður en skorið verður
úr um hver hafi líklega verið orsök
slyssins. En þegar virðist ljóst, að
þetta slys verði ekki rakið til einnar
orsakar, heldur er líklegt að það reyn-
ist afleiðing af rás ólíklegra atburða.
NTSB hefur enn ekki fyllilega af-
skrifað þann möguleika að um
hryðju- eða skemmdarverk hafi verið
að ræða, þótt sá möguleiki verði ólík-
legri með degi hverjum. Þotan var í
eigu American Airlines og var að fara
frá Kennedy-flugvelli áleiðis til Dóm-
iníska lýðveldisins. Hún hrapaði í
íbúðahverfi þrem mínútum eftir flug-
tak og með henni fórust 260 manns og
fimm fórust á jörðu niðri.
Meðal þess sem rannsóknarfulltrú-
ar þurfa að kanna er ástand sex fest-
inga sem héldu hliðarstýrinu við búk
vélarinnar. Þessar festingar voru
gerðar úr nýju, samsettu efni, kolef-
natrefjastyrktu plasti, sem er mikið
notað við flugvélasmíði. Hafi þetta
efni gefið sig vakna margar spurning-
ar, þ.á m. hvort framleiðslu þess sé
ábótavant, hvort veikleiki hafi komið
fram í því, hvort á því hafi verið unnið
skemmdarverk eða hvort það hafi
einfaldlega orðið fyrir álagi sem það
var ekki hannað til að þola.
Komi í ljós að þetta efni hafi ágalla,
sem hingað til hefur ekki verið vitað
um, myndi sú niðurstaða setja flug-
heiminn á annan endann. Þetta plast-
efni er notað í svo að segja hverja ein-
ustu flugvél sem smíðuð hefur verið á
síðustu tveimur áratugum, því það
hefur verið talið sterkara en málmur,
auk þess að vera mun léttara.
Á undanförnum árum hefur neyð-
arástand skapast að minnsta kosti
tvisvar þar sem Airbus A-300-600
þotur, eins og sú sem fórst sl. mánu-
dag, hafa átt í hlut.
Í maí 1997 hentist þota frá Americ-
an Airlines til og frá í loftinu í aðflugi í
Miami á Flórída. NTSB komst að
þeirri niðurstöðu að áhöfnin hefði
fyrst af misgáningi látið vélina ofrísa
og síðan brugðist rangt við því
ástandi. Vélinni var lent heilu og
höldnu í West Palm Beach, en sjö far-
þegar og áhafnarliðar slösuðust.
Í maí 1999 kom fram hreyfing á
hliðarstýri þotu frá American án þess
að áhöfnin beitti stjórntækjum. Flug-
mennirnir gátu ekki haft stjórn á hlið-
arstýrinu með fótstigum, en tókst að
lenda vélinni með því að beita öðrum
stjórntækjum. Í ljós kom að bilun í
sjálfstýringu vélarinnar var orsökin.
Beiting hlið-
arstýris
rannsökuð
New York. Washington Post.
Reuters
Rannsóknarfulltrúar á slysstað í New York skoða flakið þar sem sjá má leif-
arnar af festingunum sem héldu hliðarstýri vélarinnar við búk hennar.
ÞJÓÐÞING Makedóníu hefur stað-
fest nýja stjórnarskrá sem kveður
á um aukin réttindi albanska minni-
hlutans í landinu. Vonast menn til
að þetta verði til að tryggja frið í
Makedóníu en talsverð spenna hef-
ur ríkt undanfarið vegna tregðu
slavneska meirihlutans til að gera
þær breytingar á stjórnarskránni
sem kveðið var á um í friðarsam-
komulagi sem náðist í ágúst.
Bardagar stóðu um sjö mánaða
skeið fyrr á þessu ári milli stjórn-
arhers Makedóníu og albanskra
skæruliða, sem kröfðust aukinna
réttinda til handa albanska minni-
hlutanum. Fagnaði George Robert-
son lávarður, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, því í gær
mjög að þing Makedóníu hefði
höggvið á hnútinn og kvaðst hann
vongóður um að hættan á allsherj-
ar borgarastríði væri nú liðin hjá.
Arben Xhaferi, leiðtogi hófsamra
Albana, fagnaði breytingunum
einnig en þær fela í sér viðurkenn-
ingu á borgaralegri stöðu albanska
minnihlutans, albönsku mun verða
gert hærra undir höfði á opinber-
um vettvangi og Albanar fá aukið
hlutverk í löggæslu- og menntamál-
um.
Þing Makedóníu
staðfestir nýja
stjórnarskrá
Skopje. AP.
STÓRVERSLUN í Bretlandi, sem
ætlaði að auglýsa eftir karlmanni til
að leika hlutverk jólasveinsins fyrir
hátíðarnar, fékk auglýsinguna í
fyrstu ekki birta þar sem það var talið
mismunun gegn konum að auglýsa
eingöngu eftir karli í starfið.
Lundúnablaðið The Times greindi
frá því í gær að Janet Curnow, versl-
unarstjóri Trago Mills-verslunarinn-
ar í Liskeard í Cornwall, hefði haft
samband við atvinnumiðlun í bænum
og óskað eftir jólasveini. Henni hafi
hins vegar verið tjáð að það væri mis-
munun að auglýsa sérstaklega eftir
karlmanni og að rita þyrfti bréf til að
útskýra hvers vegna starfið krefðist
þess að karl gegndi því en ekki kona.
Eigandi verslunarinnar, Bruce
Robinson, brást skjótt við og sendi
bréf þar sem hann hét því að gera
ekki upp á milli kynjanna, en óskaði
eftir því að í auglýsingunni kæmi
fram að umsækjendur þyrftu að upp-
fylla eftirfarandi skilyrði: „hafa a)
djúpa rödd; b) vangaskegg; c) stóra
bumbu; d) engan sjáanlegan barm.“
Auglýsingin fékkst þá birt, en The
Times hafði eftir talsmanni atvinnu-
miðlunarinnar að málið hefði verið á
misskilningi byggt. Almenna reglan
væri sú að ekki mætti auglýsa sér-
staklega eftir konu eða karli í ákveðin
störf án þess að rökstyðja það, en
augljóslega væru þó undantekningar
á því, eins og í tilfelli jólasveinsins.
Mismunun að
auglýsa eftir karl-
kyns jólasveini?
London. AP.